Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 20
Sérstœtt sambýlisfólk Þaö má kalla sérstætt samfélag sem ég lifi í. Sumir kalla það samfélag hinna bersyndugu. Það er víst auðveldast af öllu að setja út á náungann. Maður á víst auðveldara með að sjá flísina í auga bróður síns en bjálkann í sínu eigin. En þó - kannske má kalla þetta sambýlisfólk mitt van- kantamanneskjur og kannske er ég það sjálf. Ef til vill getum við sum kennt okkur um að við erum hálfgerðar utangarðsmanneskjur í allsnægtaþjóðfélagi. En vangef- ið fólk getur naumast kennt neinum um nema þá guði almátt- ugum. Vissulega hefur ævi okkar margra sem lifum t' þessum ömur- legu kassafjalahúsum sem hin al- vitra forsjón, bæjarstjórnin, hef- ur úthlutað okkur stundum verið næsta nöturleg. Að stoppa og staga Ég er fráskilin þriggja barna móðir. Maðurinn minn drakk allt út, eyddi mestu af tekjum sínum í brennivín. Kom stundum ekki heim heilu og hálfu næturnar, drakkogdrabbaði. Égmátti kúra heima yfir krökkunum. Mér datt þá stundum í hug þetta sem hann Steinn Steinarr segir: „Konan sat heima að stoppa og staga og stugga krökkununt til og frá“. Ömurlegt líf. Ég þóttist vita að maðurinn væri ekki á drykkju- svalli eingöngu, kvennastúss fylg- ir því jafnan. En hann sór og sárt við lagði að slíkt kæmi aldrei fyrir. „Hvernig stendur þá á þess- um símhringingum? Það hafa fleiri en ein blindfull kerling hringt og spurt eftir þér. Gudda og Stína og ég man ekki hvað þær heita allar þessar drósir.“ Hann sótroðnaði og sagði: „Ég þekki enga andskotans Guddu eða Stínu.“ Auðvitað trúði ég honum ekki. Það þýddi lítið að skamm- ast þá þaut hann bara út í vonsku. En oft langaði mig til að segja honum að fara til helvítis. Ég var niðurbrotin. Eilíft basl að hafa ofan í krakkana og einhverjar fat- adruslur utan á þá. Gleðisnautt líf. Það var gert skop að krökku- num í skólanum vegna þess að þau voru verr klædd en hin börn- in. Þau sögðu stundum: „Ég vil fá nýja blússu. Ég fer ekki í þessum druslum í skólann, krakkarnir hlæja að mér.“ En ég átti enga peninga. Það er stundum sárt að vera fátækur og verst af öllu er ef maður getur sjálfum sér kennt um það. Átti ég að skilja við karlskrattann? Það var svo sem lítill styrkur í honum. En hvað tæki þá við? Hvað á allslaus kona með þrjá smákrakka að gera undir svona kringumstæðum? Vonleysið, allsleysið brýtur mann niður. Loks fór eiginmað- urin, ég vissi ekki hvert. Sjálfsagt hefur hann verið að svalla með sínum líkum. Hvaðverðurum börnin? Ég gat oft ekki sofið. Áhyggj- urnar héldu fyrir mér vöku. Krakkarnir voru erfiðir, einkum yngsti drengurinn. Það voru alltaf einhverjir erfiðleikar með hann, þjófnaður og alls kyns ó- knyttir. Það er kannske Ijótt að setja það, hann líktist föðurnum. Kæruleysið var áberandi. Skelf- ing tók það á taugarnar þessar sífelldu heimsóknir rannsóknar- lögreglunnar. Ég fékk hjartslátt þegar ég heyrði barið á dyr. Ég reyndi auðvitað að telja um fyrir drengnum. Það stoðaði lítt. Skyldi þetta ætla að verða vand- ræðamaður? Loks kom að því að mér var skipað að láta hann á hæli 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN fyrir vandræðabörn. Það þykir kannske undarlegt að mig tók sárar til hans en hinna barnanna. Ég átti erfiðara með að láta han frá mér. Mér fannst hann svo um- komulaus og eiga svo bágt. Þrátt fyrir allt svo þurfandi fyrir ástúð. Én hér réði ég engu. Ég varð að láta hann fara. Mér fannst allt enn nöturlegra eftir að hann var farinn, þótt hann væri svona óviðráðanlegur og gallaður. Lögskilnaður okkar hjóna varð um þetta leyti. Maðurinn kom stöku sinnum, oftast drukk- inn og stundum með félaga sína með sér. Ég hafði hingað til verið laus við hinar gullnu veigar. En nú hófst nýr kapítuli í lífi mínu. Kannske væri nú réttast að sleppa honum - og þó. Úr því ég er að rekja þessa þætti er best að láta hann fara. Það má hver dæma mig sem vill. Ég hef alltaf haft tilhneigingu til að gagnrýna sjálfa mig ekki síður en aðra. Dýpra hef ég nú ekki sokkið. Bakkus klappar á dyr Drykkufélagi manns míns fór að gera sér tíðförult heim til mín. Ekkert ósnotur maður, en nokk- uð drykkfelldur. Hann var ákaf- lega vinsamlegur, bauð mér stundum að hjálpa mér með ým- islegt smávegis. Ég hefði nú ekki átt að vera það barn að skilja ekki í hvaða tilgangi hann kom. Hann fór að halda að mér víni. „Þú slappar betur af ef þú færð þér sopa.“ Ég lét tilleiðast og í fyrstu fannst mér þetta hafa góð áhrif á mig. Ég drakk mig ekki fulla. En komur náungans urðu tíðari og hann varð ágengari og frekari. Því miður gætti ég mín ekki. Ég var farin að drekka mig fulla, ég var farin að hanga með honum yfir glasi langt fram á nótt. Og það sent verra var, ég var farin að verða honum of eftirlát á fleiri sviðum. Krakkarnir sögðu: „Hvað er þessi fulli karl alltaf að gera hér?“ Fólkið í nærliggjandi göngum fór að veita þessu athygli. Það horfði svo undarlega á mig, mér fannast kenna fyrirlitningar í svip þess. Æi, jæja, dæmið mig bara, ætli þið séuð nokkuð betri, mér er andskotans sama. Ég reyndi að herða mig upp, en fann þó að ég var að sökkva enn dýpra niður í fenið. Stundum var eins og ég hrykki við, eins og ég væri að steypast niður í hyldýpisgjá. Eitt sinn er eldri drengurinn minn kom heim úr skólanum sagði hann hrana- lega: „Krakkarnir í skólanum segja að þú sért dræsa. Hvað er það?“ Hvað átti ég að segja? Hverju átti ég að svara barninu? „Ég ansa ekki svona kjaftabulli," sagði ég. En innst inni skammað- ist ég mín fyrir að vera komin út á þessa braut. Mér fannst ég ekki geta án víns verið, en því fylgdi óheppilegur félagsskapur. Vitan- lega hafði ég enga peninga sjálf til að kaupa vínföng. En svo hætti kunningi minn að koma og þó hann hefði haft svona óheppileg áhrif á líf mitt saknaði ég hans. Svona djúpt var ég sokkin. Get ég komist neðar? Ég þekkti systur hans sem einnig drakk. Ég hringdi til henn- ar og spurði eftir Munda. „Hvar er hann Mundi bróðir þinn? Ég hef ekki séð hann Iengi.“ Hún kváði, „Hann Mundi, hefurðu ekkert frétt, hann er á Letigarð- inum svonefnda.“ „Letigarðin- um,“ kváði ég „hvers vegna?“ „Það var nú víst fleira en eitt sem hann var sakaður um. Þeir sönn- uðu á hann þjófnað og innbrot. Svo á hann ógoldin barnsmeð- lög.“ Já, það var þá svona, lengi getur vont vesnað. Þetta var þá maðurinn sem ég hafði lifað með mánuðum saman. Það er ekki allt lífið þó lifað sé. Get ég komist neðar? Mér fannst allt svo ömur- legt, ég sá engin úrræði. Vitanlega varð ég að leita til borgarinnar. Ég kveið fyrir í hvert skipti sem ég þurfti að knýja á þær dyr. Mér fannst þeir háu herrar líta niður á mig, vera kuldalegir í framkomu, spyrja nærgöngulla spurninga. íbúðin mín var ekki merkileg. Hún var tvö herbergi og eldhús í forneskjulegu húsi, ekkert bað. Þetta var þröngt og ófullkomið fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Við vorum að vísu ekki nema þrjú á meðan drengurinn var á betrunarheimilinu. En svo sendu þeir hann heim. Lítið virtist hann hafa batnað. Viku eftir að hann kom heim stal hann bíl og eyði- lagði ásamt félaga sínum. Svo komu kvartanir úr verslunum, þar hafði sést til hans hnupla. Ég reyndi að tala um fyrir honum og sýndi honum fram á hvað þetta væri óheppileg framkoma. En hann brúkaði bara kjaft: „Þú ert ekkert betri, þú ert að drekka með ógeðslegum körlum.“ Það þýddi lítið að verða vond, ég gat ekkert sagt. Geðvond kerling sem bjó á sama gangi hreytti út úr sér: „Þú ættir að reyna að ala þennan grísling þinn betur upp.“ Þannig var tónninn í sambýlis- fólkinu. Til sálfræðings Hvernig væri að leita til sál- fræðings? Kunnu þeir ekki ráð við öliu? Ég leitað til skólans og spurði hvort ég gæti fengið að tala við sálfræðing. Jú, viðtalstími var á þriðjudögum og föstudögum kl. 2 - 4. Ég fór nú á hans fund með hálfum huga. Ég vissi raunarekki hvernig ég ætti að koma orðum að því sem ég vildi segja. Þetta var ósköp deyfðarlegur náungi, stirðmæltur og óupplitsdjarfur. Hann hálfstamaði. Jú, sjálfsagt að athuga drenginn. Ég skyldi koma með hann á þriðjudag í næstu viku kl. 3. Ég fór með drenginn og sálfræðingurinn átti langt viðtal við hann. Lftið fannst mér á þessu að græða, satt að segja skildi ég ekkert í útskýring- um þessa heiðursmanns. Mér fannst mál hans svo einkennilegt og torskilið. Þetta minnti mig helst á Edduhnoðið sem ég hafði einhvern tíma lesið í gömlum rímum, en skildi aldrei. En eitt fullyrti hann: drengurinn var langt fyrir ofan meðallag að greind. Hann var eitthvað að tala um greindarvísitölu. Ég hafði varla heyrt hana nefnda. Ég fór 1500 kr. fátækari af fundi þessa vísindamanns. Annað hafði ég ekki upp úr þessu. Húsnæðis- klandur Ekki bætti það ástandið að mér var sagt upp húsnæðinu. Nú var ekki um annað að gera en leita til borgaryfirvalda. Ekki var það nú nein skemmtiganga. Mér var vís- að til einhvers slána, þurrlegs og drýldins náunga. Hann var þrút- inn í framan og blár í andliti. Hann hreytti út úr sér eins at- kvæðis orðum á stangli. Það var eins og þessi manneskja sem var að leita til hans kæmi honum ekk- ert við. Mér fannst ég vera að tala við símsvara. „Jú, við skulum at- huga þetta," sagði hann. Sú at- hugun tók þrjá mánuði. Loks var mér tilkynnt að búið væri að út- vega mér húsnæði. Ekki fannst mér það nú glæsilegt er ég fór að athuga það. Þetta var gamalt timburhús, eiginlega mörg hús. Þrjár eða fjórar fjölskyldur höfðu sama innganginn, en inngangarn- ir voru margir. Auðséð var að ekkert af þessu húsnæði hafði verið málað í háa herrans tíð. Víða voru rúður brotnar og um- gangur allur hinn nöturlegasti. Ekkert bað var þar, þvottahús, ef maður á að nefna það því nafni, var í skúrkumbalda nokkurn spöí frá, sameigilegt fyrir allar fjöl- skyldurnar. Eldavél næstum óst- arfhæf, útidyrahurðin minnti ein- na helst á lélega hesthúshurð. Ekki var hægt að læsa henni. Það gátu því allir gengið þarna út og inn eftir vild allan sólarhringinn. Sambýlisfólk Ekki var sambýlisfólkið glæsi- legt frekar en húsakynnin. Þrjár fjölskyldur bjuggi við þennan inngang. Öðru megin bjuggu tvær mæðgur og sonur yngri kon- unnar, átta eða níu ára gamall. Móðir hans var alleinkennileg, ákaflega stíf og stolt með sig og reigingsleg í allri framkomu. Hún bar það með sér að hún leit all- Úr sagnasyrpu Ágústar Vigfússonar stórt á sig. Það var eins og hún þættist höfði hærri en allur al- menningur. Hún þóttist alltaf vera að læra. Síðast er ég vissi þóttist hún vera að læra raf- magnsfræði. Líklega hefur þetta allt saman verið hugarburður hjá henni. Gamla konan, móðir hennar, var svo lasburða-að hún gat varla hreyft sig. Hún sat í stólnum sínum allan daginn, stundi og starði sljóum augum út í loftið. Dóttirin var stundum ekki heima allan daginn. Gamla kon- an og strákurinn urðu að sjá um sig sjálf. Mikið fannst mér þessi gamla kona vera umkomulaus. Það mátti segja að hún væri strá. Aldrei varð ég vör við að tekið væri til eða þrifið í þessari íbúð. Hún minnti helst á ruslakompu. Ég varð aldrei vör við að þessi sambýliskona mín annaðist neitt húshald í venjulegum skilningi. Aldrei ávarpaði hún drenginn nema í höstugum skammartón: „Þú sækir þetta í búðina, þú átt að sópa ganginn, þú átt að færa henni ömmu þinni þetta.“ Ef hann hreyfði andmælum barði hún hann. „Ef þú heldur ekki kjafti lem ég þig.“ „Lemurðu barnið?“ varð mér einu sinni á að spyrja. Hún starði á mig heiftar- augum og sagði: „Hvað kemur þér það við? Ég á strákinn, en ekki þú.“ Líklega hefur einhver borið fram umkvörtun vegna meðferðarinnar á gömlu kon- unni. Dag einn kom prúðbúin kona og spurði eftir henni. Hún hélt á pakka. Ég tók eftir því að þessi kona kom tvisvar í viku og ævinlega með pakka. Seinna frétti ég að þetta væri sending frá Rauða krossinum, það var matur handa gömlu konunni. Húnamma þín er að kalla á þig Oft ofbauð mér að heyra orð- bragðið hjá stráknum við ömmu sína. Hann talaði við hana eins og móðir hans talaði við hann. Þar sem hún gat ekki hreyft sig úr stólnum varð hún að láta rétta sér allt sem hún þurfti með. Stundum heyrðust angistarleg köll í henni. „Rétta mér þetta“ sem hún til tók. Strákur var þá kannske að leika sér með félögum sínum frammi í anddyrinu. „Hún amma þín er að kalla á þig,“ sögðu þeir. Þá sagði hann stundum: „Ég ansa ekki kerlingarhelvítinu, hún er alltaf að þessu argi.“ Þaut síðan inn og sagði: „Hvað vantar þig kerling?" Ég leiddi oft hugann að því að ömurleg reyndist ellin þessari vesalings konu. Kannske hefur það verið rangt að kæra ekki. Én hvaða mark er tekið á vesaling eins og mér sem sífellt er komin upp á náð og miskunn hins opinbera og er á engan hátt fær um að sjá mér eða mínum far- borða og átti þar að auki vand- ræðabarn? Var ekki skynsam- legast að þegja? Innst í ganginum bjó kerling, líklega um fimmtugt. Hún var mjög einkennileg í háttum. Aldrei varð ég vör við að hún ynni neitt, enda líklega óvinnu- fær. Margt fannst mér benda til þess að hún væri ekki heil á geðs- munum. Hún argaði stundum upp eins og hún væri sárþjáð, jafnvel öskraði. Stundum gat maður ekki sofið fyrir þessum Iátum í henni. Þá hafði hún það til að berja bylmingshögg í þilið. Maður vaknaði kannske við það um miðjar nætur. Börnin hrukku upp með andfælum, en þau vönd- ust þessu og sögðu bara: „Er hún Anna nú að verða vitlaus rétt einu sinni?" Sem betur fór var kerling þessi ekki lengi þarna. Hvert hún fór vissi ég aldrei. Kannske hefur hún verið send á Klepp. Þar hefur hún getað feng- ið aðhlynningu og lækningu. Meistaraþjófur Ekki var maður svo heppinn að neitt betra tæki við, þó þessi hálf- vitlausa kerling færi. í hennar stað komu pör sem segja mátti að væru vandræðamanneskjur, maðurinn sídrykkjumaður, dóp- isti og rummungsþjófur. Hann hafði oft verð á Litla hrauni og í fangelsi, oftast fyrir þjófnað og innbrot. Hann var ekki búinn að vera lengi er ég komst að því að hann var í meira lagi fingralangur og furðu slunginn að krækja í eitthvað, ef fengs var von. Eitt sinn er þessi náungi var nýkominn, bankaði hann hjá mér og spurði mig mjög kurteislega hvort ég gæti lánað sér töng, það væri bilaður krani hjá sér í íbúð- inni. Jú, ég gat það og skrapp fram í kompu rétt hjá að sækja töngina, en hann beið í eldhúsinu á meðan. Taska með innkaupaveski mínu lá á borðinu. f henni voru tuttugu þúsund krónur, þær voru horfnar er að var gáð. Auðvitað hafði hann stolið þessu meðan ég var að ná í töngina. Ég bar þennan stuld upp á hann, en auðvitað neitaði hann. Það var ekkert af honum að hafa. Skömmu síðar kom lögreglan og leitaði hjá honum og fann mál- verk sem hann hafði stolið. Hann var alltaf í tugthúsinu öðru hvoru. Konan virtist vera afskap- lega ástfangin af þessu gerpi. Annars hafði ævi hennar ekki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.