Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 7
Ásbjöm. Þama gengur maður um sæll í þeirri trú að jóla- sveinarnir séu bara.... Ómar Ragnarsson, greip Þvömsleikir fram í. Og Magnús Ólafsson, bætti Pottaskefill við. Og allir þessir Allar og Sillar og Gvendar og Guðjónar sem klæða sig upp á í útlendan galla og nefna sig öilum okkar nöfnum, sagði Gluggagægir og þurrkaði af sér sultardropa. Nú, þið þekkið þá alla þessa gervijólasveina, sagði Ásbjöm. Láttu það ekki koma þér á óvart, sagði Stekkjarstaur. Á meðan þeir láta öllum illum látum í okkar nafni, stöndum við í skugganum og fylgjumst með. Okkur gengur að vísu misjafn- lega að komast nærri þessum at- vinnutrúðum, öll þessi nútíma- tækni gerir allt þyngra og erfiðara í vöfum en áður fyrr. Sjáðu bara stekkinn, þróunin hefur ýtt hon- um alfarið til hliðar. Það væri nær að maður héti Stöðumælir. Stek- kjarstaur stundi. Og hvaða gil em svosem eftir til að gaurast í, sagði Giljagaur, allsstaðar flóðlýsingar og skfða- lyftur. Og hver tekur orðið mark á kjaftforum karli með skegg, sagði Stúfur, ungdómurinn nú til dags ber ekki virðingu fyrir noklgsim sköpuðum hlut. Sjáiði bara nútíma eldhúsin, sagði Þvörusleikir, allar þvörur komnar á söfn og allt núorðið úr dauðhreinsuðu plasti. Maður er að verða plastmorða innan um þetta alltsaman. Brennur nokkuð við teflon- húð? rumdi Pottaskefill, hvergi minnstu skóf að hafa og allt þveg- ið jafnóðum og notað er. Óg eru ekki askamir komnir sömu leið og þvörumar, vældi Askasleikir, beint á byggðasöfn- in? Það væri sosum allt í lagi að sleikja postulmsdiskana ef mannfólkið væri ekki ofhlaðið þessum uppþvottavélum. Það má nú finna eina og eina hurð til að skella, sagði Hurðar- skellir með hægð, en læsingar og dyrasímar og útiljós og allskonar nútímadót gera málið ekkert auðveldara fyrir manni, hurða- dælur, hverfihurðir og vængja- hurðir og rennihurðir og ég veit ekki hvað og hvað. Gott er nú alltaf blessað skyrið, sagði Skyrjarmur, þó að það mætti stundum vera svolítið súrara, og skelfing er skammtur- inn rýr í þessum plastdollum. Það er nú meiri tískan með þetta þrefalda gler allsstaðar, sagði Gluggagægir dapur, og svo eru gluggatjöldin dregin svo þétt fyrir að það er hvergi neitt að sjá. Ég er farinn að standa mig að því að góna í búðarglugga heldur en ekki neitt og svo er maður bara hlaupinn um í öllu atinu. Ennþá má finna spikfeita sperðla og gómsæt grjúpán, sagði Bjúgnakrækir og sleikti útum, þó að góða gamla eldhúsrótin sé ekki lengur til staðar. Eldhúsvifturnar hafa nú bæði sína kosti og galla, sagði Gátta- þefur, nú þarf ekki lengur að læð- ast inn í húsin, viftumar skila öllu út. Það er bara verst að gusturinn er svo harður að það er allt það fínasta horfið úr eldhúsreyknum þegar hann kemst út, fyrir nú utan það að það er engan veginn hægt að komast að þessum ilm- andi krásum núorðið. Og nú er allt ket úrbeinað og pakkað í lofttæmdar umbúðir, sagði Ketkrókur, eldhúsrótin heyrir sögunni til, einsog Bjúggi bróðir var að minnast á, og nú- tíma reykhús meira og minna tæknivædd, svo fremi þeir ekki bara sprauti kjötið með lút eða einhverju þessháttar. Ja svei. En það má þó mannfólkið eiga að ennþá kveikir það á kertum Jesúbarninu til lofs og dýrðar, sagði Kertasníkir og brosti drengjalega, þó að sterín og svo- leiðis sé komið í staðinn fyrir blessaða tólgina. Það sló þögn á hópinn. Karl- arnir sátu þöglir og horfðu í gaupnir sér eða út í loftið, óku sér og fléttuðu fingrum. Ásbjörn sat einnig þögull og horfði á hópinn. Hugsanir hans voru á reiki, til- finningarnar sveifluðust milli furðu og vorkunnar og stundum fannst honum hann vera beinlínis hryggur. Hryggur yfir örlögum blessaðra karlanna í þessu harð- vítuga og miskunnarlaus nútíma- samfélagi þar sem tækniundur gerðu slíka náunga utangátta. Og samt var mynd þeirra og nöfn orðið að einskonar tákni fyrir góðlyndi og gjafmildi jólaföst- unnar, birtu hennar og glys, ys og þys. Ásbjörn hugsaðí með sér að ef hann slyppi lifandi frá jóla- sveinunum skyldi hann gera allt sem hann gæti til að breyta þessu. Það þýðir ekkert að reyna að breyta þessu, sagði Gluggagægir stúrínn eins og hann læsi hugsanir Ásbjamar, hjóli tímans verður ekki snúið við, þróunin fer sína leið. Við megum þakka fyrir að fá þó að vera gluggaútstillingar eða skrípamyndir á jólakortum þó ekki væm nöfn okkar notuð til skemmtunar á samkundum. En við þessu er einfaldlega ekkert að gera. Það varð aftur þögn. Ásbirni fannst hafa kólnað og rökkvað í hellinum, myndir karlanna vom orðnar óljósari og mnnu næstum því saman við bríkumar og snas- irnar sem karlanir sátu á eða studdust við. Dálítill gustur fór um hellinn, Ásbjörn hryllti sig, reis upp, leit svo í kring um sig og spurði: Hvemig kemst ég héðan? Dálítil stund leið, Ásbjöm var að því kominn að endurtaka spum- inguna þegar Gáttaþefur leit á hann. Þú hefur ef til vill veitt því at- hygli að á leið þinni hingað fórstu bæði í gegn um eld og vatn, sagði hann, héðan kemstu ekki nema í gegnum eld, vatn eða jörð. Það er sennilega heppilegast fyrir þig að þú farir um jörð, það hefur minnst óþægindi í för með sér. Stúfur reis á fætur og tók í handlegg honum. Ásbjöm lét hann leiða sig út að dálítilli glufu í hellisvegginn. Farðu þama inn, sagði Stúfur, gakktu beint áfram og líttu ekki aftur, það er tilgangslaust. Reyndu heldur ekki að snúa aft- ur, sama hvað kemur fyrir þig eða hverju þú mætir, þú kemst ekkert nema áfram. Hafðu augun hjá þér og athyglina vakandi, það ríður á að þú farir inn um fjórðu göng til vinstri. Þau liggja út um grenismunna í Heiðmörkinni. Hann er að vísu þröngur en þú ættir að hafa það samt. Gættu þess um fram allt að álpast ekki inn um þriðju göng til vinstri, því að þá lendir þú í bræðslukerjun- um í álverinu og það þolir ekki nokkur mennskur maður. Far- irðu aftur einum göngum of langt kemurðu upp í einum af heitu pottunum við Laugardals- laugina. Það ættirðu að vísu að þola, en það gæti orðið óþægilegt fyrir þig að skýra það út fyrir nær- stöddum hvað þú ert að gera þar í fullum veiðigalla. Farðu nú sæll og takk fyrir komuna og mundu hvar þú átt að beygja. Ásbjöm smeygði sér inn í gluf- una og áfram inn í göngin sem við tóku. Hann leit um öxl, þar var ekkert að sjá nema grátt myrkur. Þá beindi hann athyglinni fram á við, hálfrokkin göngin virtust sæmilega bein og greið göngu, ekkert var því til fýrirstöðu að hann kæmist leiðar sinnar. Hann beindi allri sinni athygli að kletta- veggnum vinstra megin við sig svo að hann villtist nú örugglega ekki á göngum. En þegar trölls- leg andlit fóru að birtast út úr hálfrökkrinu og skæla sig framan í hann og allskyns furðudýr að þvælast fyrir fótunum á honum fór honum að veitast erfitt að fylgjast með leiðinni. Hann reyndi með sjálfum sér að finna skýringu á þessum kynjamyndum og var einna helst þeirrar skoðun- ar að þetta allt ætti eitthvað skylt við landvættimar úr fomsögu- num. En hvað var hann kominn langt? Var hann búinn að fara hjá tveim eða þrem hliðargöngum? Hann staldraði við og reyndi að átta sig. Ekki þýddi honum neitt að líta um öxl, hann varð að reyna að finna þetta út þar sem hann var kominn. Hann tók þá ákvörðun að betra væri að beygja of seint en of snemma og í sam- ræmi við það fór hann framhjá einum göngum í viðbót og beygði síðan. Hann fann fljótlega að loftið fór að verða heitara og rakara og þá vissi hann hvar hann myndi lenda. Hann var sjálfum sér gramur fyrir að hafa ekki tekið betur eftir hvert hann var að fara því hann vissi að það var satt sem Stúfur hafði sagt honum, hann komst ekkert nema beint áfram. Alltaf varð hlýrra og hlýrra og rakara og rakara í kring um hann. Honum var orðið þungt um andardráttinn en þó herti hann gönguna því að gólfið var slétt og hann var hættur að mæta nokkr- um hindrunum. Og um það bil sem hann hélt að hann gæti ekki lengur dregið andann var hann í hreinu vatni og hann reig. upp úr heitum potti og horfði framan í þrumu lostin andlit sundlaugar- gesta í Laugardalnum. Jæja, þá eruð þið búin að fá að - vita hvernig á því stóð að maður sem týndist á rjúpnaveiðum birt- ist á jafn ólíklegum stað og raun bar vitni. Ég veii að þið skiljið líka hvers vegna Ásbjörn varðist allra frétta: Það hefði einfaldlega ekki nokkrum lifandi manni dott- ið í hug að trúa honum. Nema mér. Annars hefði ég aldrei farið að segja ykkur frá þessu öllu sam- an. Reyndar er mér alveg sama hvort þið trúið sögunni. En eitt er ég alveg viss um: Það er það að ef þið hefðuð upplifað eitthvað þessu líkt, hefðuð þið líkast til ekki sagt neinum frá því. Og ann- að veit ég líka: Ásbjörn vinur okkar veit það alveg upp á sína tíu fingur að jólasveinamir em til. Það getur ekkert í heiminum komið honum ofan af því. Reyniði bara. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.