Þjóðviljinn - 10.03.1989, Síða 2

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Síða 2
hjá mynd- listar frænda Ég, Skaði, er ekki mikið fyrir þetta listastúss allt. Mérfinnst óþarfi að fólk sé að leggja það á sig að búa til allar þessar myndir sem verið er að sýna. Enda hefur mér reynst svo að listamenn eru letingjar eða kommar nema hvorttveggja sé. Svo er þetta alltaf að reyna að vera frumlegt og enginn veit til hvers. Hugsiðykkurtil dæmis strákinn hennar Jónu systur. Hann heitir Jón en kallar sig Grafarann. Það er vegna þess að hann er listamaður. Og vegna þess hvernig list hans er. Strákurinn opnaði sýningu í fyrrahaust á túni einu utan í virðulegu plássi skammt frá höfuðstaðnum. Ég segi ekki hvaða plássi, því þótt skömm sé frá að segja, þá keyptu margir sig inn á sýninguna og létu strákasnann plata sig. Sýningin var nefnilega dálítið furðuleg. Það var slegið utan um hana kaðli, en á einum stað mátti ganga inn í kaðal- hringinn. Þar stóð Grafarinn og seldi aðgang. Og hvað sá fólkið, þar á meðal ég, þegar inn kom? Það er nefnilega það. Við sáum HOLUR í jörðina. Snyrtilegar holur reyndar, strákurinn hefur góða tækni í því að ná réttum ferhyrning ofan íjörðina eða þá sívalning. Hann grefur þetta fríhendis, segir hann mér, eins og ekkert sé. Rétt eins og Giotto gat dregið réttan hring fríhendis. En mér er sama. Það er óneitanlega heimskulegt að horfa á fimm holur í jörðina, sem komið er fyrir eftir einhverskonar munstri. Og ekkert annað. Á þetta að heita list frændi? spurði ég. Já, auðvitað Skaði, sagði Jón Jónuson Grafari. Og hvaða list er þetta? spurði ég. Sérðu það ekki maður? Þetta eru skúlptúrar, sagði Jón. Þú meinar höggmyndir? spurði ég hissa. Auðvitað, sagði Jón. Sú staðreynd að þú sérð ekki skúlptúrinn þýðir ekki að hann sé ekki til staðar. Hann er og er ekki. Ég er fyrsti maðurinn sem bý til öfuga skúlptúra. Ég erspámaður hógværðarinnar í listinnni. Hógværðarinnar? spurði ég. Já, mín form hreykja sér ekki hátt á stall með einhverri penislaga karlrembu sem þykist vera líkami eða eitthvað. Mín form leita niður og inn í móðurkvið jarðar. Ertu að daðra við Kvennalistann eins og allir hinir? spurði ég. Nei. Ég gref mínar holur í víðtæku táknfræðilegu samhengi, sagði Jón Grafari. Sérhver skúlptúr er form sem er til í einhverjum púnkti og geislar út frá sér í allar áttir. Og með því að mínar holur eru grafnar í íslenska móðurmold, þá eru þær líka þjóðleg list. Þar með eru verkin í lífrænu og gagnvirku samhengi við íslenska náttúru og sögu, bók- menntir, já þjóðtrú líka. Það var barn í dalnum sem datt oní gat, sagði ég hugsandi (því ég veit nú mínu viti líka). Einmitt Skaði frændi, þú ert alveg að ná þessu, sagði Jón Grafari glaður. Og frelsið maður, það frelsi sem listamaðurinn nýtur um leið og hann tengist moldinni og sögunni og öllu. Frelsi til að grafa? spurði ég. Nei, ekki þannig, Skaði. Ég á valkosti, sjáðu, og það merkir í mínu samhengi frelsi listamannsins vegna þess að ég vel ekki fyrirfram hvaða form holan fær eða stöðu hennar- það er holan sem velur mig. Það skiptir þá mestu að halda sambandi við holuna um leið og hún er í sköpun, ef að listamaðurinn missir samband við sína holu, sem á sér engan líka í heiminum, taktu eftir því, þá mun holan ekki svara og skúlptúrinn mistekst. Þannig er það. Ég hugsaði mig lengi um og svo sagði ég: Segðu mér eitt frændi. Nú eru holurnar tómar. Ertu þá að reyna að túlka það sem EKKI er, kannski andstæðuna við það sem ER, það er að segja guð? Þessi æðri guðfræði kom eitthvað illa við Jón en hann sagði: Tómleikinn er ekki það sama og Ekkert, ef hann á sér listrænt form í holunni. En ef nú áhorfandinn slampast ofan í holuna, sagði ég. Hefur þá holuskúlptúrinn ef svo mætti segja, fyllst nýju inntaki? Nei, sagði Jón. En ef það gerist, þá tekst manneskjan á við listina með nýjum hætti, þú sérð það sjálfur Skaði, þú ert ekki svo grænn... GARÐINUM POPPSÖNGVARI KEMST TIL PROSKA í fyrsta sinn á ævinni hefur Mic- hael Jackson leyft sér að vera í nánu sambandi við aðila af hinu kyninu. Sagt er að þetta ástar- samband sé engum öðrum en apanum honum Bubbles að þakka. í Evrópuferðinni fékk ap- inn ekki að vera með vegna ör- yggisreglna. Segir sagan að Mi- hcael hafi orðið einmana og þá hafi augu hans beinst að Sheryl. Morgunblaóið ENGINN VERÐUR ÓBARINN BISKUP En fyrr má nú vera að vér séum lamdir eins og harðfiskar þótt vér séum nú ögn kostulegir. Það er vitanlega heldur langt gengið. Tíminn um hand■ boltaleik í Frakklandi OG BARNIÐ SJÁLFT TRÖLLUM GEFIÐ Það vill gleymast að þegar búið er að ferma barnið þá er (fermingar)myndin í rauninni það eina sem eftir stendur. Það er búið að éta kökurnar, fötin fara úr tísku og gjafirnar ganga úr sér. Ljósmyndari í viðtali við DV EKKI VAR HANN SETTUR INN Það er ekki hættulaust að vera frægur. Kona nokkur hefur verið úrskurðuð í fangelsi vegna fimm þúsund hótunarbréfa sem hún sendi Michael York. DV HANN YRÐI LÁTINN TAKA VIÐ Eða hvað haldið þið að yrði gert við okkar biskup ef hann kæmi til Rómar? Morgunblaðið ÁLFAR ALLRA KLETTA SAMEINIST! Var skipulagi í Grafarvogi breytt vegna mótmæla álfa í kletti við Hlaðhamra? Tíminn NÚ VANTAR OSS ROBESPIERRE! En fyrst þarf að hreinsa úr stól- um á alþingi bjór- og brennivíns- belgi í tugatali. uuu miNN, GUÐ MINN, HVÍ HEFUR ÞÚ YFIRGEFIÐ MIG? - Hvers gætirðu síst án verið? - Eg gæti síst verið án Volvós- ins míns. 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. mars 1989 Pressan

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.