Þjóðviljinn - 10.03.1989, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Qupperneq 5
15 mínútum nær ógninni Réttlæting Bandaríkjamanna fyrir varaflugvelli: Keflavíkurflugvöllur ekki talinn nægja fyrir herinn. Varaflugvöllurinn hluti af því loftvarnarkerfi, IADS, semverið er aðkoma fyrir hér á landi Isamtali við Þorstein Ingólfsson skrifstofustjóra Varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins sem birt er hér á síðunni á móti kemur fram að Bandaríkjaher telur sig þurfa á varaflugvelli að halda vegna F-15 orrustuflug- sveitarinnar á Keflavíkurflug- velli. Einn flugvöllur uppfyllir ekki lengur „þá staðla sem al- mennt eru settir um öryggismál.“ Nýtt Helgarblað hefur Iagt nokkrar spurningar fyrir Atlants- hafsherstjórn Nató, m.a. þá hvaða hernaðarþarfir kalli á var- aflugvöll. Svör hafa því miður ekki borist ennþá en tilkynnt hef- ur verið að þeirra sé að vænta von bráðar. Út frá svörum Þorsteins Ing- ólfssonar er hins vegar hægt að gera sér allskýra grein fyrir hvaða „þarfir" liggja hér að baki. Hér á landi hafa undanfarin ár átt sér stað miklar hernaðarfram- kvæmdir fyrir tugi miljarða ís- lenskra króna. Því er gjarnan haldið fram að hér sé aðeins um að ræða „eðlilega endurnýjun“ sem gerð væri til að efla „fæling- una“. Hér er hins vegar um ann- að og meira að ræða. Arfleifð Reagans Siðfræði fælingarkenningar- innar svokölluðu er að mörgu leyti ekki ósvipuð þeirri sem lá að baki hefndarskyldu fornkapp- anna, þ.e. hótun um að gjalda líku líkt eða heita minni maður ella. Munurinn er bara sá að þeg- ar risaveldin eiga í hlut eru örlög alls mannkyns í veði. Vígbúnaðarkapphlaup 9. ára- tugarins hefur gengið út á miklu meira meira en lágmarksráðstaf- anir til að fæla andstæðinginn frá árás. Þegar Reagan varð forseti Bandaríkjanna komust til áhrifa menn sem töldu kjarnorkustyrj- öld ekki aðeins hugsanlega held- ur óhjákvæmilega. Þessir menn töldu að ekki mætti lengur hugsa um það eitt að fæla andstæðing- inn; það yrði að byggja upp víg- búnað sem dygði til sigurs í „lang- varandi kjarnorkustyrjöld“ (tal- að var um stríð sem gæti varað í allt að sex mánuði). Þessi sjónarmið birtust hvað skýrast í frægri grein eftir bresk- bandaríska vígbúnaðarfræðing- inn Colin Gray sem bar heitið Victory is Possible eða Það er hægt að sigra. Einnig kom þessi stefna ljóslega fram í leyniskjali, Defense Guidance 1984 - 1988 sem bandaríska stórblaðið New York Times birti 30. maí 1982. Þar er algerlega horfið frá fæiing- arstefnunni og þess í stað komin stefna sem miðast við „aukna getu til að heyja styrjöld" (increased war-fighting capabi- lity) • Samkvæmt þessari stefnu varð það sérstakt forgangsverkefni að stórefla það sem á máli hernað- arsérfræðinganna kallast C3I (Command, Control, Commun- ication and Intelligence), þ.e. stjórnunar-, yfirráða-, fjarskipta- og njósnakerfi Bandaríkjahers þannig að ekki yrði mögulegt að gera þetta kerfi óvirkt strax í fyrstu hrinu kjarnorkustyrjaldar. Var ákveðið að verja í þessu skyni 40 miijörðum dollara á ár- unum 1983 til 1994. Annar liður þessarar stefnu var stjörnustríðs- áætlunin og sóknarstefnan svok- allaða á höfunum er einnig í sam- ræmi við hana. í fáum orðum sagt miðaðist þessi stefna við ofgnótt á öllum sviðum vígbúnaðar. Vígvæöingin á íslandi Skýrasti vottur þessarar stefnu hér á landi hefur verið endurnýj- un hins svokallaða íslenska loft- varnarkerfis (IADS, Iceland Air Defense System) sem er í raun hluti af loftvörnum meginlands Bandaríkjanna samkvæmt skil- greiningu bandaríska herráðsins eins og annars staðar kemur fram hér í blaðinu. Þetta kerfi saman- stendur ekki aðeins af fjórum nýjum ratsjárstöðvum, sérstök- um stjórnstöðvum í Keflavíkur- herstöðinni og fullkomnari tölvu- og fjarskiptabúnaði. AWACS-vélarnar, F-15 orustu- þoturnar, hin hertu flugskýli þessara flugvéla og olíubirgða- stöðin í Helguvík eru einnig hlutar af þessu kerfi. 14 miljónir ferkílómetra! Hið íslenska loftvarnarkerfi er fjarri því að vera óvirk eftirlits- stöð „sem ekki sér yfir sjóndeild- arhringinn" eins og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur orðað það. Bráðabirgða- kerfið sem nú er í notkun er fjór- um sinnum skilvirkara en gamla ratsjárkerfið sem í var í notkun til skamms tíma. Þegar endurnýjun þessa loft- varnakerfis verður endanlega lokið árið 1994 munu stjórn- stöðvar þess í Keflavík geta fylgst náið (gegnum samtengingu við sambærileg loftvarnarkerfi í Norður-Ameríku og Evrópu) með landsvæði sem spannar í allt 14 miljón ferkílómetra! í stjórn- stöðvunum, bæði á landi og í AWACS-vélunum, verður beinlínis hægt, með fullkomnasta tölvu- og fjarskiptabúnaði, að stýra orustuþotunum og flug- skeytum þeirra að væntanlegum skotmörkum. Fréttir af varaflugvelli og fyrir- Framhald á bls. 6 Varaflugvöllur Af hverju varaflugvöll, verður hann hernaðarmannvirki eða borgaralegt, fyrir hvern og hver borgar, hvað kostar hann? „Varaflugvöllur er fyrst og fremst nauðsynlegur fyrir almennt flug- öryggi, hann er borgaralegt mannvirki - nema á styrjaldart- ímum, völlurinn er fyrir almennt flug, nema að herflugvélar fengju að æfa sig á vcllinum. Hann yrði atvinnulífi í því héraði þar sem hann yrði reistur stoð og stytta, Mannvirkjasjóður NATO borgar og völlurinn kostar u.þ.b. 11 milj- arða króna,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Eins og sýnt er fram á í eftirfar- andi greinum orkar margt af því sem Jón Baldvin hefur haldið fram um varaflugvöllinn vægast sagt tvímælis auk þess að vera mótsagnakennt og sumar upplýs- ingar frá utanríkisráðuneytinu virðast hreinlega vera misvís- andi. Því hefur verið haldið fram ómótmælt að 2700 metra flug- braut á Egilsstaðaflugvelli fullnægi öllum almennum örygg- iskröfum sem settar eru varðandi flugvélar. Allar vélar í neyð, herflugvélar sem aðrar, hafa for- gang að öllum flugvöllum. Þeir varaflugvellir við Keflavíkurflug- völl sem til eru og er verið að breyta samkvæmt samþykktri áætlun ríkisstjórnarinnar fram- lagðri af samgönguráðherra fullnægja því kröfum um almennt flugöryggi í landinu. Því má hins vegar halda fram að öll umræða um varaflugvöll ís- lendinga sé til að drepa málinu á dreif. Umræða um slíkan varaflugvöll hefur farið af stað sem einhvers konar mótleikur við hugmyndum um hernaðarlegan varaflugvöll. En þó talað hafi verið um að slíkir vellir gætu ver- ið viðkomandi héraði lyftistöng í atvinnulegu tilliti, hefur þá ein- hver séð tillögur um slíka hliðar- uppbyggingu, hótelbyggingar og annað? Hefur yfirhöfuð verið lagt mat á það hvort slík uppbygging teljist þjóðhagslega hagkvæm eða væru aðrir valkost- ir árennilegri? Mundu Flugleiðir nota slíkan völl, t.d. í Aðaldal sem valkost við Keflavík nema í algjörum neyðartilvikum? Svo sem sýnt hefur verið fram á fjármagnar hinn svokallaði Mannvirkjasjóður NATÓ ekki önnur mannvirki en þau sem fullnægja ákveðnum lágmarks- hernaðarkröfum. Mannvirkja- sjóðurinn er ekki sjóður í þess orðs merkingu, heldur ýmsar stofnanir innan NATÓ. íslend- ingar eru ekki aðilar að þessum „sjóði“, Bandaríkjamenn fara með okkar umboð í samningum við sjóðinn. Samningar Banda- ríkjanna og fslands um einokun íslenskra aðila á byggingarfram- kvæmdum á vegum hersins brjóta í bága við reglur Mannvirkjasjóðs NATÓ, enda má segja að verði samið um fram- kvæmdir vegna varaflugvallar verði það gert við Bandaríkja- menn. Þeir fjármagna a.m.k. forkönnunina og jafnvel alla framkvæmdina áður en til fjár- framlags Mannvirkjasjóðsins kemur. Þeir eru bæði í hlutverki viðtökulands, sem væri annars ís- land værum við þátttakendur í Mannvirkjasjóðnum, og notkun- arríkis. Hernaðarmannvirki á ís- landi eru fyrst og fremst hluti af vörnum Bandaríkjanna sam- kvæmt skilningi herráðs Banda- ríkjanna, ekki hluti af vörnum ís- lands eða NATÓ. Upphæð sú sem nefnd hefur verið sem heildarkostnaður vegna varaflugvallar, 11 miljarð- ar króna og „ Aronistar" hafa litið hýru auga til, er hrein ágiskunar- tala samkvæmt upplýsingum skrifstofustjóra Varnarmála- skrifstofunnar, Þorsteins Ingólfs- sonar. vg/phh Föstudagur 10. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.