Þjóðviljinn - 10.03.1989, Qupperneq 7
Mannvirkjanefndin athugar aftur
á móti hina fjármálalegu og
tæknilegu hlið verkefnisins.
6. Þegar þessar tvær nefndir
hafa lokið athugunum sínum
leggja þær niðurstöður sínar fyrir
Norður-Atlantshafsráðið eða
öllu oftar varnaráætlunarnefnd
bandalagsins sem samþykkir
verkefnið inn á sameiginlega
kostnaðaráætlun Mannvirkja-
sjóðsins eða hafnar því. Til þess
að mannvirki skoðist „sam-
þykkt“ verður það að hljóta ein-
róma samþykki allra aðildarríkja
Mannvirkjasjóðsins.
Staða
varaflugvallar-
málsins
Eins og sjá má af þessari lýs-
ingu hér að framan er fráleitt að
ætla að Mannvirkjasjóðurinn sé
notaður til að veita fé í annað en
hernaðarframkvæmdir. „Undan-
þáguákvæðin" sem Jón Baldvin
hampaði á dögunum til að styðja
þá fullyrðingu að sjóðurinn legði
einnig fé í „borgaralegar" fram-
kvæmdir eru ekki til annars en að
liðka fyrir flóknum samningavið-
ræðum, ekki síst vegna þess að
inn á áætlun Mannvirkjasjóðsins.
Það er útbreiddur misskilning-
ur hér á landi að Mannvirkjasjóð-
ur Nató greiði allan kostnað við
gerð mannvirkis sem hann hefur
samþykkt að kosta. í Morgun-
blaðinu hefur jafnvel mátt lesa
fullyrðingar þess efnis að
Mannvirkjasjóðurinn hafi tekið
að sér að greiða nýtt vatnsból
Bolvíkinga!
Sannleikurinn er sá að
Mannvirkjasjóðurinn greiðir ein-
göngu þann hluta framkvæmdar-
innar sem telst hemaðarlegur.
Viðtökuríkið borgar fyrir landið,
vegagerð og veitulagnir (venju-
lega u.þ.b. 13% af heildar-
kostnaði) eins og áður er getið.
Og notkunarríkið greiðir úr eigin
sjóðum hermannaskála eða íbúð-
arhúsnæði, mötuneyti, félagslega
aðstöðu o.fl.
Bandaríkin
viðtökuríki“
á íslandi
n
íslenska loftvarnarkefið í hnotskurn: AWACS, F-15 orrustuþotur og ratsjárstöðin að Stokksnesi. Ef varaflu-
gvöllur verður lagður á Norðurlandi má búast við tfðum heimsóknum þessara flugvéla þangað.
Helsti talsmaður varaflugvallar: Hver sagði honum að völlurinn kost-
aði 11 miljarða? Þekkir hann ekki muninn á Nató og Bandaríkjaher?
það getur verið erfitt að sannfæra
menn um að tiltekið hernaðar-
mannvirki þjóni hagsmunum
allra Natóríkja. Krafan um að
mannvirkið uppfylli „lágmarks-
hernaðarþarfir“ er eftir sem áður
algert skilyrði.
Varaflugvallarmálið hér á
landi er að öllum líkindum núna á
því stigi að yfirherstjórn Nató
hefur „mælt með“ framkvæmd-
inni, þ.e.a.s. ef marka má þau
svör sem Nýtt helgarblað hefur
fengið um málið enn sem komið
er. Fullyrðing í fréttatilkynningu
utanríkisráðuneytisins um að
Mannvirkjasjóðurinn hafi „sam-
þykkt fjárveitingu til forkönnun-
ar (feasibility study)“ gæti þó
bent til þess að framkvæmdin hafi
þegar verið „samþykkt“ af vam-
aráætlunarnefndinni.
Ef svo er þýðir „feasibility“
fyrsta skref í svokallaðri þriggja
áfanga tilboðsgerð (Three Step
Bidding Procedures), þ.e. verið
er að gera nákvæmari kostnaðar-
áætlun og óska eftir sjónarmiðum
væntanlegra verktaka. Þessir
starfshættir í tilboðsgerð fela í sér
að væntanlegur verktaki, t.d. ís-
lenskir Aðalverktakar, eigi strax
hagsmuna að gæta um framgang
verksins, áður en ákvörðun um
byggingu mannvirkisins er end-
anlega tekin. Þetta er því liður í
að skapa áhrifamikinn stuðning
við framkvæmdina. Venjan er
hins vegar sú að viðtökuríkið, í
þessu tilviki Bandaríkin, standi
straum af öllum kostnaði við
hvers konar kannanir.
Aöildarríkin
greiða eftir
stærð og getu
Það er fyrst eftir að verkefnið
hefur verið formlega samþykkt
sem hægt er að tala um að kostn-
Wörner aðalritari Nató: Þekkir hann ekki reglur Mannvirkjasjóðsins-
eða var hann bara að plata?
aður við það verði greiddur úr
Mannvirkjasjóði. Það þýðir í
reynd að sérstök nafnd banda-
lagsins sem kölluð er greiðslu- og
þróunarnefnd mannvirkja (In-
frastructure Payment and Prog-
ress Committee) fyrirskipar að
aðildarríki sjóðsins greiði
mannvirkjagerðina sameiginlega
samkvæmt sérstakri hlutaskipta-
reglu.
Hlutaskiptareglan fer í aðalat-
riðum eftir stærð aðildarríkjanna
en er einnig að nokkru háð því
hversu mikinn hag notkunarríkið
og viðtökuríkið, sem í hlut eiga,
hafa af framkvæmdinni. Banda-
ríkin og Vestur-Þýskaland hafa
til þessa lagt mest af mörkum í
sjóðinn, eða um 28% hvort ríki.
Frá stofnun sjóðsins til ársins
1985 höfðu aðildarríki sjóðsins
greitt alls 12 miljarða dollara í
sameiginlegan kostnað vegna
byggingar hernaðarmannvirkja.
Eins og þegar er fram komið er
Mannvirkjasjóðurinn ekki sjóð-
ur í venjulegri merkingu þess
orðs; innistæða hans er hvergi til
á einum stað og hann hefur ekk-
ert með framkvæmd verkefnisins
að gera eftir að það hefur verið
heimilað.
Viðtökuríkið
ber ábyrgð á
framkvæmdinni
Viðtökuríkið ber ábyrgð á allri
hönnun og byggingu mannvirkis-
ins og því ber að sjá til þess að
viðurkenndum hernaðarverk-
tökum í öllum aðildarríkjum
Mannvirkjasjóðsins sé gert kleift
að bjóða í verkið á
jafnréttisgrundvelli (sjá yfiriýs-
ingu Þorsteins Ingólfssonar „á
beininu“ um að engin slík útboð
fari fram um framkvæmdir hér á
landi).
Viðtökuríkið á einnig að ann-
ast greiðslur til verktakanna en
innheimta síðan greiðslur með
jöfnu millibili úr Mannvirkja-
sjóðnum með því að rukka hvert
aðildarríkjanna fyrir sig um
þeirra hlut samkvæmt reglum
sem þar gilda um.
Þegar Bandaríkin eru í hlut-
verki viðtökuríkis er algengast að
þau greiði fyrst allan byggingar-
kostnað sjálf og rukki aðildarríki
Mannvirkjasjóðsins síðan eftir á
(prefinancing). Þess eru jafnvel
mörg dæmi að Bandaríkjaher
hafi lagt út í byggingafram-
kvæmdir án þess að mannvirkið
hafi verið endanlega samþykkt
Eins og áður er getið á ísland
alls ekki aðild að Mannvirkja-
sjóði Nató. Þetta merkir í raun og
veru að íslensk stjórnvöld hafa
engin afskipti af því ákvarðana-
ferli sem leiðir til þess að Natóríki
ákveða að fjármagna byggingu
hernaðarmannvirkis hér á landi
sameiginlega. Þegar utanríkis-
ráðherra og embættismenn varn-
armálaskrifstofunnar halda því
fram að þeir eigi í samningum við
Mannvirkjasjóð Nató er það á
algerum misskilningi byggt. Einu
viðsemjendur íslendinga í slíkum
málum eru Bandaríkin.
Bandaríkin eru ekki aðeins
notkunarríki mannvirkja sem
byggð eru fyrir fé úr
Mannvirkjasjóðnum hér á landi
heldur einnig viðtökuríki. Þetta
þýðir að Bandaríkin bera ábyrgð
á allri hönnun og mannvirkjagerð
hér á landi sem Nató ber kostnað
af og þau annast alla samninga-
gerð við yfirherstjórn Nató og
aðra starfsmenn bandalagsins og
önnur aðildarríki Mannvirkja-
sjóðsins um öil þau mannvirki
sem þau vilja að verði eyrnam-
erkt Nató.
Hlutverk fslendinga í þessum
málum er einungis það að verða
annað hvort við óskum Banda-
ríkjanna og samþykkja
mannvirkið - ellegar hafna því.
Það virðist sem stjórnvöld ís-
lenskra utanríkismála viti ekki
við hvern þau eru að semja.
vg/phh
Föstudagur 10. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7
Forkönnun hafin á Grænlandi
Hugmyndin um varaflugvöll fyrir Keflavík staðsettan á Grænlandi
sett fram til að þrýsta á íslensk stjórnvöld
Eins og kunnugt er hefur einn-
ig komið til greina að varaflug-
völlur fyrir herflugvöllinn í Kefla-
vík verði lagður á Grænlandi.
Hefur flugvöllurinn í Meistaravík
einkum verið nefndur í því sam-
bandi en honum hefur verið hald-
ið við undanfarin ár þrátt fyrir að
hann hafi ekki verið í notkun allt
síðan flugvöllur var gerður fyrir
byggðina við Scoresbysund.
Þrýst á íslensk
stjórnvöld
Margir hafa látið í ljós efa um
að Bandaríkin hafi í raun og veru
áhuga á að gera varaflugvöll á
Grænlandi. Þeirra á meðal er
Malcolm Spaven upplýsingafull-
trúi ADIU (Armament and Dis-
armament Unit), sjálfstæðrar
friðarransóknarstofnunar sem
starfar í tengslum við Sussex há-
skóla á Englandi. Spaven sagði í
samtali við Nýtt Helgarblað að
hugsanlegur flugvöllur á Græn-
landi hefði aðeins verið nefndur
til að setja þrýsting á íslensk
stjórnvöld.
Bandarísk hernaðaryfirvöld
h fa heldur ekki legið á þeirri
skoðun sinni að þau vilji hafa
varaflugvöllinn hér á landi. „Við
viljum varaflugvöll á norðan-
verðu íslandi, einfaldlega vegna
{æss að Keflavíkurflugvöllur er á
slandi,“ sagði Scott Wilson
blaðafulltrúi Bandaríkjahers á ís-
landi þegar Nýtt Helgarblað bar
þetta undir hann.
Forkönnun á Græn-
landi haffin
Sören Rasmussen blaðamaður
danska dagblaðsins Land og folk
skrifaði síðastliðið haust fréttir
um hugleiðingar Bandaríkjahers
og Nató um að leggja vara-
flugvöllinn í Meistaravík á Græn-
landi. Sören sagði í viðtali við
Nýtt Helgarblað að þeir Uffe El-
leman Jensen utanríkisráðherra
Dana og Jonatan Motzfelt for-
maður grænlensku landsstjómar-
innar hefðu sent frá sér yfirlýs-
ingu þann 3. nóvember 1988, þar
sem kom fram að dönsk og græn-
lensk stjórnvöld hefðu samþykkt
að gera forkönnun á lagningu
varaflugvallar á Grænlandi fyrir
herstöðina í Keflavík.
„Eftir því sem ég best veit,“
sagði Rasmussen, “er forkönn-
unin þegar hafin og áætlaður
kostnaður við hana er talin nema
u.þ.b. 5 miljónum danskra
króna.“ Rasmussen sagði að
samkvæmt orðum háttsetts
manns í danska varnarmálaráðu-
neytinu hefði ekki enn verið
endanlega samþykkt að kosta
gerð varaflugvallarins úr sam-
eiginlegum mannvirkjasjóði
Natóríkjanna. Málið væri á því
stigi að Atlantshafsherstjóm
bandalagsins hefði mælt með því
að svo yrði gert.
Enginn vaffi á hlut-
verki vallarins
Þegar Rasmussen var spurður
að því hvort reynt hefði verið að
halda því fram í Danmörku og á
Grænlandi að hér væri ekki um
hemaðarmannvirki að ræða hló
hann við og sagði að það hefði
ekki hvarflað að neinum að halda
öðm fram, það væri svo augljóst.
„Hvers vegna annars skyldu þeir
hugleiða að leggja flugvöll lengst
norður í auðnum Grænlands?“
vg/phh