Þjóðviljinn - 10.03.1989, Síða 10
Geröuberg
Síðumúla 6-108 Reykjavík - Sími 681333
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason, Silja Aöalsteinsdóttir
Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: Olga Clausen
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Verð: 110 krónur
Nýtt ráðuneyti?
íslenskur utanríkisráðherra og ráðuneyti hans á Hverfis-
götunni er eitt af því allra skrítnasta í samanlögðum kýrhaus
stjórnkerfis hér á landi, og sennilega einn helsti þrándur í götu
lýðræðis um upplýsingar og um ákvarðanir.
Þetta á að minnsta kosti við um helminginn af því sem við
erum vön að kalla utanríkisráðherra og utanríkisráðuneyti. í
raun og veru er því nefnilega svo háttað að hæstráðandi þar
gegnir tveimur ráðuneytum. Hann er annarsvegar ráðherra í
tiltölulega hefðbundnu utanríkisráðuneyti með sendiherrum og
viðskiptafulltrúum, og hinsvegar er utanríkisráðherrann yfir-
maður ráðuneytis sem kallast nú varnarmálaskrifstofa, en er í
raun ráðuneyti herstöðvasamskipta.
Yfirmaður þeirrar skrifstofu heyrir beint undir utanríkis-
ráðherrann, í raun ef ekki að formi, einsog hægt er að
sannreyna með því að gera tilraun til að spyrja þann sem gegnir
stöðu ráðuneytisstjóra um eitthvað sem varðar setulið Banda-
ríkjamanna hér.
Og það er segin saga að einu virðist gilda hver íslenskra
stjórnmálamanna fer með þetta ráðuneyti, úr hvaða flokki hann
er af þeim þremur sem virðast einir hafa til þess full réttindi,
hvernig hann stendur sig í hinu hefðbundna ráðuneyti, - þegar
kemur að málefnum herstöðvaráðuneytisins er utanríkisráð-
herra ekki til viðræðu við þjóð sína, snýr útúr, fer með staðlausa
stafi, hreint rugl eða skipulegar blekkingar.
Ágætt dæmi er af þeim ratsjárstöðvum sem nú er hérumbil
búið að koma upp á öllum landshornum. Geir Hallgrímsson sór
og sárt við lagði á sínum tíma að hér væri alls ekki um nein
hernaðarmannvirki að ræða heldur friðsamlegar eftirlitsstöðv-
ar, sem herinn gæti samnýtt með íslendingum. Einkum áttu
stöðvarnar að nýtast fiskiskipum.
Nú er augljóst að ratsjárstöðvarnar eru eingöngu hernað-
armannvirki. Þar munu að vísu vinna íslendingar, en í raun í
sama krafti og á Keflavíkurflugvelli, launaðir af Bandaríkjaher
og skuldbundnir honum. Og ratsjárnar koma flotanum ekki
hætishót við.
Málatilbúnaðurutanríkisráðherrans, nú Jóns Baldvins Hann-
ibalssonar, í varaflugvallarmálinu er brenndur sama marki,
einsog vel má sjá í vandlegri umfjöllun í Nýju Helgarblaði
Þjóðviljans í dag.
Ráðherrann og forverar hans hafa haldið því fram að Nató
bíði málþola með 11 miljarða króna í sjóði til að byggja flugvöll
handa íslendingum. Slíkum velli fylgdu engar kvaðir nema þær
að verða lagður undir Bandaríkjaher á stríðstímum, þegar flest
mannvirki yrðu hvort eð er lögð undir.
Þetta eru ósköp einfaldlega annaðhvort alvarlegar blekking-
ar eða hrein vanþekking. Nató hefur enganveginn samþykkt að
kosta þetta mannvirki, og ólíklegt að það verði kostað nema að
hluta úr hinum fræga mannvirkjasjóði, sem ýmsir líta til einsog
nýuppgötvaðra fiskimiða.
Taian 11 miljarðar virðist vera gripin algerlega úr lausu lofti,
og hvorki yfirmaður herstöðvaráðuneytisins né talsmaður
bandaríska setuliðsins kannast við hana þegar að þeim er
gengið.
í viðtali í blaðinu í dag við Þorstein Ingólfsson yfirmann á
svokallaðri varnarmálaskrifstofu kemurskýrt og greinilega í Ijós
ótvírætt hernaðarhlutverk flugvallarins.
Röksemdir ráðherrans og ráðuneytismanna um hugsan-
legan hag íslendinga af því að fá að samnýta stóran herflugvöll
á Norðurlandi eru í skötulíki, enda búnar til eftirá og án þess
íslenskar forsendur komi við sögu í staðarvali, stærðarákvörð-
un eða landsháttum. Að þessu leyti minna íslensk stjórnvöld
helst á auglýsingastofu sem hefur tekið að sér ákveðna vöru og
reynir að finna henni sem flest jákvæð lýsingarorð.
Hið algera ósjálfstæði „Varnarmálaskrifstofunnar" og ráð-
herra hennar kemur þó skýrast fram í því að þar hefur nákvæm-
lega engin tilraun verið gerð til að leggja mat á áætlanir Banda-
ríkjahers um varaflugvöll með íslenska öryggishagsmuni fyrir
augum.
Kannski er fyrsta skrefið að íslensku sjálfstæði í þeim örygg-
ismálum að stofna nýtt ráðuneyti þarsem lagt væri sjálfstætt
mat útfrá íslenskum hagsmunum á störf herstöðvamálaráð-
herrans og varnarmálaskrifstofu hans.
-m
FLÖSKUSKEYTI
Með Hnallþóru í
frelsið
Nokkrir hægriöfgamenn sem
hafa verið í ströngu varðhaldi í
Rómaborg ætluðu að flýja úr
fangelsi fyrir tilstilli sprengiefnis
sem geymt var í rjómatertu.
Lögregla komst á snoðir um
áformin og handtók þrjá menn. í
fórum þeirra fannst áætlun um að
setja á svið bílslys sem átti að
stöðva bakarísbíl sem átti reglu-
lega viðskipti við fangelsið. Þegar
bíllinn næmi staðar átti að smygla
inn í hann rjómatertu sem fyllt
var sprengjuefni og áttu vinirnir í
fangelsinu að njóta góðs af.
Hægrigaurarnir í fangelsinu
höfðu að sínu leyti búið á haginn
fyrir flóttaáætlunina með því að
panta reglulega Hnallþórur alls-
konar hjábakaranum.
Popp-múslím
Hver man ekki eftir laginu Pe-
ace Train með popparanum Cat
Hjálmar H. og
Snorri
Snorri Sigfús Birgisson
Sigfús
Hjálmar H. Ragnarsson tón-
skáld kynnir kollega sinn Snorra
Sigfús Birgisson í Gerðubergi á
sunnudaginn kl. 16.00. Það er
tónlistardeild Borgarbókasafns í
Gerðubergi sem gengst fyrir
kynningunni í tilefni af þriggja
ára afmæli útibúsins.
Hjálmar skreytir erindi sitt
með tóndæmum úr verkum
Snorra, síðan verða flutt tónverk
eftir hann, bæði í heilu lagi og
brotum. Síðasta atriðið á dag-
skránni er frumflutningur á verk-
inu Cantilena fyrir klarinett og
píanó. Flytjendur auk höfundar
og Hjálmars eru Nora Kornblueh
sem leikur á selló, Óskar Ingólfs-
son á klarinett og Þórhallur Birg-
isson á fiðlu.
Stevens. Hann hvarf af sjónar-
sviðinu árið 1979 og snerist til
múhameðstrúar og tók upp nafn-
ið Yusuf Islam. Nýlega lýsti þessi
fyrrum friðflytjandi að hann
styddi dauðadóm Khomeinis yfir
Salman Rushdie. Þetta gerðist á
samkomu í Suður-Englandi þar
sem Yusuf Islam ávarpaði söfnuð
múslima.
Bókabrennur
Salman Rushdie er ekki fyrsti
rithöfundirinn sem hefur verið
fordæmdur af geistlegum yfir-
völdum og þurft að upplifa það að
bækur hans væru brenndar.
Hann er þar í hópi margra af
fremstu rithöfundum
mannkynsins og nægir að nefna
James Joyce og Charles Darwin.
Bókabrenna múslímanna er
trúarleg athöfn og öðlast sá sem
brennir bókina innri hreinsun og
jafnvel lækningu allra sinna
meina. Kristin yfirvöld hafa ekki
síður en múslímsk verið iðin við
bókabrennur. Nægirþarað
nefnabókabrennur
rannsóknarréttarins á Spáni og á
Íatlíu miðalda voru margir rithöf-
undar drepnir fyrir að hafa að-
hyllst villutrú. Nasistarnirvoru
iðnir við kolann og eftir menning-
arbyltinguna í Kína voru bóka-
söfn athuguð og leitað að skað-
legum bókum sem voru brenndar
opinberlega. Það eru ekki nema
24 ársíðan rómversk-kaþólska
kirkjan losaði sig við listann yfir
bannfærðar bækur og allt til 1984
gat kirkjan bannfært bækur og
kvikmyndirsem þóttu innihalda
guðlast. Nýjasta dæmið um það
er aðför kirkjunnar að kvikmynd
Scorsese, Síðustu freistingunni,
og ekki er óalgengt að hreintrúar-
fólk í Bandaríkjunum brenni
bækur sem það telur að ekki eigi
heima á bókasöfnum skóla, m.a.
bækur Charles Darwins. Síðasta
dæmið um opinbera bókabrennu
var í nóvember í Chile þegar herf-
oringjastjórnin þar lagði hald á
15.000 bækur eftir nóbelsverð-
launahafann Gabriel García
Márquez og brenndi þær opin-
berlega.
Símabílum
skilað
Meira ofan af Velli. Herbílarnir
frægu sem Póstur og sími í
Keflavík fékk lánaða hjá hern-
um undir starfsmenn sína á
Vellinum og skráði sem sína
eign í bifreiðaskrá, hefur nú
verið skilað aftur til réttra
eigenda. Mál þetta var tekið
fyrir á æðstu stöðum í
samgöngu- og utanrikisráð-
uneytinu, eftir aö lögreglan í
Keflavík tók annan hersíma-
bílinn úr umferð. Símamenn á
Vellinum notast nú við gaml-
an bíl frá Símanum og bíla-
leigubíl en herbílarnir sem
Síminn hefur notað á Lóran-
stöðinni á Snæfellsnesi voru
enn í umsjón og rekstri Þósts
og síma síðast þegar
fréttist...B
ÚR MYNDASAFNINU
Keypt í soðið
Það er alltaf sérstök tilfinning að koma í fiskbúð, angan af nýjum fiski fyllir vitin og þrátt fyrir alla
stórmarkaði og vélræna afgreiðslusiði sem hafa rutt sér rúms þá er einsog tíminn standi í stao í fiskbúðinni.
Myndin er sennilega tekin snemma á sjöunda áratugnum, að vetri til því í blikkbökkunum má greina hrogn
og lifur. Sennilega er myndin tekin í fikbúðinni Sæbjörgu, sem var á Laugavegi, en ef rýnt er út um gluggann
á dyrunum má sjá að fiskbúðin er í kjallara og öskutunnurnar standa fyrir utan. Aldursákvörðunin er
ákvörðuð út frá úlpu piltsins og innkaupatuðrunni. Múndering fisksalans er sígild. Blikkdallarnir hafa nú
vikið fyrir plastbökkum og gamla viktin horfin fyrir tölvuvikt. Að öðru leyti hefur ekkert breyst nema kannski j
það helst að húsmæðurnar sem kaupa í soðið matreiða fiskinn á fjölbreyttari máta en gert var fyrir þremur '
áratugum.
10 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. mars 1989