Þjóðviljinn - 10.03.1989, Side 12
90 mínútna bið
eftir veigunum
T rúlega veröur glatt á hjalla
vestur á ísafirði í dag þegar
nýja sjúkrahúsið verður form-
lega tekið í notkun. Þar verða
mættir ráðherra heilbrigðis-
mála, þingmenn kjördæmis-
ins og aðrir áhrifamenn. Verð-
ur ekkert til sparað til að gera
opnunina sem veglegasta og
verður boðið upp á vín sem
hæfir aldri hins nýja sjúkra-
húss. Þó er einn hængur á þar
sem búist er við að ræður
verði haldnar í það minnsta í
90 mínútur. En hvað er það
þegar brjóstbirtan bíður við
næsta horn og ef einhverjum
verður misdægurt er viðkom-
andi í góðum höndum starfs-
fólks sjúkrahússins.B
Hagsmunir
hverra?
Eins og flestum er kunnugt
eru sumar kýr heilagri en aðr-
ar. Þessi heilagleiki hefur
hingað til verið bundinn við
þær indversku en nú berast
fréttir að þessi árátta hafi bor-
ist vestur til Bolungarvíkur, til
stjórnenda fyrirtækja Einars
Guðfinnssonar hf. Þar
stendur núna yfir undirskrift-
Árétting
f úttekt um atvinnuleysið í
landinu sem birtist í Nýju Helgar-
blaði 3. mars skal það tekið
fram að millifyrirsögnin Burt
með EG-ættina úr Víkinni er
alfarið á ábyrgð greinarhöfundar
en ekki viðkomandi heimilda-
manns. Hafi einhverjir haldið
annað er það hér með leiðrétt.
- grh
arherferð meðal starfsmanna
fyrirtækja EG., sem er skipu-
lögð af ættarveldinu, þar sem
allir þeir sem voga sér að
gagnrýna stjórnleysi ættar-
veldisins eru úthrópaðir. Það
er hins vegar umhugsunar-
efni hverra hagsmuni verka-
fólkið er að verja þegar það er
haft í huga að fyrirtæki EG.
skulda yfir 20 miljónir í Líf-
eyrissjóð Bolungarvíkur og
annað eins í bæjarsjóð. Þá
hefur Atvinnutryggingarsjóð-
ur ekki enn séð sér fært að
koma fyrirtækjum ættarveld-
isins til hjálpar vegna bágrar
stöðu þeirra. Stjórnarmenn
hans mega því eiga von á að
vera settir á svarta listann fyrir
vestan láti þeir ekki af villu-
skoðunum sínum.B
Rauði krossinn
gegn reykingum
Tóbak er ekki lengur til sölu
í sjoppum á spítölunum í
Reykjavík. Þessi nýbreytni tók
gildi nú um mánaðamótin, og
mun helsti hvatamaðurinn
vera Guðjón Magnússon
varalandlæknir, stjórnarfor-
maður í Rauða krossinum.
Þetta er auðvitað liður í
forvörnum gegn reykingum
og ef til vill ekki óeðlilegt á
sjúkrahúsum þar sem afleið-
ingarnar eru öllum Ijósar. Þó
munu hafa kviknað ýmsar
efasemdir bæði hjá starfsfólki
og hjá kvennadeild Rauða
krossins, sem rekursjoppurn-
ar. Til dæmis má deila um
hvort sjúklingum sem reykja
sé gerður með þessu mikill
greiði, og það má líka spyrja
sig að því hvort yfirstjórn
Rauða krossins verði ekki að
fara að líta hollustuaugum á
fleira í spítalasjoppunum. Er
ekki rétt að forða starfsmönn-
um og sjúklingum líka frá syk-
urdrullunni í sælgætinu og
öllu ropvatninu? Kannski
endar þetta bara með appels-
ínum og eplum...M
SPIL
VIKUNNAR
ÓLAFUR
LÁRUSSON
Við höfum í þessum þáttum
áður fjallað um öryggisþáttinn í
bridge. Hvernig við getum bætt
spilamennskuna og um leið
glingrað við stærðfræðikunnátt-
una.
Lítum á dæmi:
K10763
ÁD94
10
G74
Á
106
KDG7652
Á103
Sagnir enduðu í þremur
gröndum í Suður og útspilið er
laufafimma. Fljótt á litið vild-
um við frekar spila tígulsamn-
ing, en hjartaútspilið frá Vestri
(mögulega) leiðréttir okkur í
þeim hugsanagangi.
Nú, í þremur gröndum verð-
um við að velja spilaleið. Er
þetta eitthvert mál, kann ein-
hver að spyrja? Lítið lauf,
drottning frá Austri, við drep-
um á ás og gluðrum út tígulk-
óngi. Vonum að tígullinn liggi
3-2 og við fáum okkar 10-11
slagi. En ef tígullinn er4-l? Nú,
þá töpum við alltaf spilinu, ekki
satt? (Við gefum okkur í svona
þrautum að hjartakóngur liggi
bakvið ás/dömu).
Sá einhver möguleikann að
auka vinningsiíkurnar um
2,8%, með því að spila hjarta
upp á ás í öðrum slag, út með
tígultíu og yfirtaka með kóngi,
ef það kemur lágt frá Austri?
Jamm, ásinn stakur í Austri
er einn möguleikinn. Milli-
leikur sem þessi (sem því miður
alltof fáir koma auga á í sjálfum
leiknum) getur haft undraverð
áhrif í persónulega bókhaldinu.
(Tekið úr Advanced Play
eftir Kelsey)
Byggung Kópavogi
Byggung Kópavogi auglýsir nýjan byggingaflokk
við Trönuhjalla 1 og 3 í Kópavogi. Um er að ræða
7 tveggja herbergja íbúðir, 6 þriggja herbergja
íbúðir án bílskúrs, 1 þriggja herbergja íbúð með
bílskúr, 2 fjögurra herbergja íbúðir með bílskúr og
1 fimm herbergja íbúð með bílskúr.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, Hamra-
borg 1, 3. hæð, sími 44906.
Styómfn
Landsliðskempurnar Þorgils Óttar Mathiesen og Geir Sveinsson verða tyrirliðar FH og Vals í Evrópuleikjunum á
sunnudag. Við vonum að þeir og þeirra menn sýni sama sigurviljann og landsliðið gerði í B-keppninni.
Risar úr austri
Tvö af bestu félagsliðum heims leika gegn Val og FH
Tvö íslensk handknattleikslið
leika í fjórðungsúrslitum Evróp-
ukeppnanna um helgina. Is-
landsmeistarar Vals leika gegn a-
þýsku meisturunum frá Magde-
burg og FH leikur gegn sovéska
liðinu SKIF Krasnodar í IHF-
keppninni. Bæði lið ættu að eiga
ágæta möguleika á sigri enda þótt
mótherjarnir séu ekki af verri
endanum.
Sjö landsliðsmenn
Leikur Vals og Magdeburg fer
fram í Laugardalshöll kl. 20.30 á
sunnudag. Leikir íslenska lands-
liðsins gegn því a-þýska hafa ver-
ið jafnir og skemmtilegir undan-
farin misseri og því mætti ætla að
svo verði einnig þegar bestu lið
þjóðanna eigast við. Lið Magde-
burg hefur á að skipa sjö lands-
liðsmönnum þannig að hér er um
að ræða eitt besta félagslið heims.
Kunnustu leikmenn liðsins eru
væntanlega markvörðurinn Wie-
land Schmidt sem leikið hefur
279 landsleiki og línumaðurinn
snjalli Ingolf Wiegert með 225
landsleiki. Schmidt er reyndar
einnig þjálfari en hann tók við
liðinu eftir að forveri hans lést í
vetur. Hann mun þó verja mark
þeirra ef þörf krefur en núver-
andi landsliðsmarkvörður A-
Þjóðverja, Gunar Schimrock
leikur einnig með Magdeburg.
Það er því ljóst að Valsmenn
munu eiga við ramman reip að
draga á sunnudagskvöld.
Valur er okkar lang besta fél-
agslið í dag og hafa menn bundið
miklar vonir við liðið í Evrópuk-
eppninni. Liðið hefur, líkt og
Magdeburg, landsliðsmenn nán-
ast í hverri stöðu en það veikir
liðið þó mjög að Einar Þorvarð-
arson er meiddur og getur ekki
leikið með. Einar hefur verið ein-
hver mikilvægasti leikmaður Vals
í sigurgöngu liðsins að undan-
förnu og getur munað miklu gegn
svo sterku liði sem Magdeburg
er. Úrslit leiksins velta því mikið
á frammistöðu Páls Guðnasonar
og Ólafs Benediktssonar, sem far-
inn er að æfa með meistaraflokki
að nýju. Óli Ben. vai okkar besti
markvörður um árabil og hefur
mikla reynslu sem getur komið
sér vel í leik sem þessum.
Að öðru leyti ætti Valsliðið að
vera í góðu formi. Hornamenn-
irnir Jakob Sigurðsson og Vald-
imar Grímsson hafa sjaldan
leikið betur og sömu sögu má
raunar segja um aðra landsliðs-
menn liðsins, þá Geir Sveinsson,
Sigurð Sveinsson og Júlíus Jónas-
son. Á miðjunni leikur síðan Jón
Kristjánsson sem leikið hefur vel
í vetur. Valsvörnin, með þá Geir
og Þorbjörn Jensson í broddi
fylkingar, er ein sterkasta hlið
liðsins og nái liðið að sýna góðan
varnarleik á sunnudaginn er
möguleikinn á sigri vel fyrir
hendi.
Sovéskir risar
Mótherjar FH-inga frá Krasn-
odar er síst lakara lið en það a-
þýska. Leikur liðanna verður að
sjálfsögðu í ljónagryfu
Hafnfirðinga við Strandgötu og
hefst kl. 17.00 á sunnudag. Þar
hafa FH-ingar slegið tvö lið úr
keppninni á eftirminnilegan hátt.
Fyrst unnu þeir norska liðið Fre-
densborg Ski með minnsta hugs-
anlega mun þar sem Guðjón
Árnason skoraði úrslitamarkið á
síðustu sekúndunni og síðan var
rúmenska liðið Baia Mare lagt að
velli með 13 marka mun eftir að
fyrri leikurinn í Rúmeníu hafði
tapast með átta mörkum.
í sovéska liðinu eru tveir lands-
liðsmenn, markverðirnir Andrei
Lavarov og ígor Tsjúmak. Fjórir
leikmanna liðsins eru yfir tveir
metrar á hæð þannig að jafnvel
Héðinn Gilsson gæti fengið
minnimáttarkennd!
Sterkasta vopn FH-inga er
vafalaust hraður sóknarleikur
þeirra en það gæti þó reynst erfitt
að koma knettinum framhjá
landsliðsmarkvörðum Svovét-
manna. Þá verður vörn FH að
smella saman í þessum leik eigi
ekki að fara illa en vörn og mark-
varsla FH-inga hefur verið mjög
misjöfn í vetur.
Bæði Valur og FH hafa unnið
sína sigra í Evrópukeppninni í
vetur eftir að hafa tapað fyrri
leiknum erlendis. Nú leika bæði
lið fyrri leikinn á heimavelli og
þurfa því nokkurra markaforystu
til að eiga raunhæfa möguleika á
að komast í undanúrslitin. FH
hefur aðeins einu sinni komist í
undanúrslit en það var árið 1985 í
keppni meistaraliða. Valur hefur
hins vegar eitt íslenskra liða kom-
ist alla leið í úrslitaleikinn. Það
gerðu þeir sællar minningar árið
1980 og léku þá til úrslita gegn
v-þýska liðinu Grosswaldstadt í
keppni meistaraliða. Hvort liðin
ná þessum markmiðum í ár er
fyrst og fremst undir leikjum
sunnudagsins komið. Ættu hinir
fjölmörgu handboltaáhuga-
menn, sem spruttu upp að nýju á
meðan landsliðið gerði það gott í
Frakklandi, að láta sjá sig á amk.
öðrum leikjanna, ef ekki bara
þeim báðum. Fyllum handbolta-
hallirnar á sunnudag.
ÍÞRÓTTIR
ÞORFINNUR
ÓMARSSON
12 9áDA - MÝTT HELOAIWLAD
10.
1!