Þjóðviljinn - 10.03.1989, Side 15

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Side 15
skjótt við og skipaði Vestmanna- eyjaprestum að skilja þá umsvifa- laust að „sem halda sig óguðlega til samans. “ Það bar engan árang- ur og haustið 1632 var svo komið að kona nokkur ónafngreind hafði eignast þrjú börn framhjá manni sínum sem sat í þrældómi ytra. Þriðja hórdómsbrot var dauðasök samkvæmt Stóradómi frá 1564 og datt konunni það helst í hug að fá að giftast barns- föður sínum, á þeirri forsendu þá að fólk sem eins var ástatt fyrir hefði áður verið náðað. Prestum leist illa á hugmyndina og biskup tók henni ólíklega, því slíkar ráð- stafanir hefðu aðeins viðgengist í kaþólskri tíð. Þó lagði hann til að sótt yrði um til konungs. Ekki veit ég hvað varð um þessa konu, en gifting var það sem fólk sóttist eftir. Frá upphafi er ljóst að hinir hórseku Vestmannaeyingar töldu að þess væri skammt að bíða að þau mættu giftast aftur eftir þrjú ár. En það var nú eitthvað annað og framundan var margra ára þrautaganga. Það hvarflaði ekki einu sinni að yfirvöldum að ákvæði hjónabandslaga um þriggja ára bið gæti átt við í þess- um tilvikum, jafnvel ekki ákvæðið um sjö ára bið. Enn var lítið sem ekkert vitað um fólkið sem Tyrkir tóku með sér og það eina sem lá fyrir var að bíða. Ein- hverjir fengu þó lausn mála sinna, til dæmis Sigríður Sigurð- ardóttir, en Tyrkir tóku eigin- mann hennar, Vigfús Hannes- son. Haustið 1634 kom Þorsteinn Ormsson til landsins „úr Barbarí- inu“ og sagði að Vigfús hefði dáið úr brjóstmeini og verið jarðaður að íslenskum sið. Vorið 1635 fór Sigríður úr Eyjum í fylgd með Sigvalda Oddssyni og var ætlunin að ganga í hjónaband. Sigríður virðist þá hafa verið með barni, því einn Vestmannaeyjapresta sagði í bréfi til biskups að margir teldu þau hafa farið upp á land „fyrir einhvern sérlegan tilgang." Að öðru leyti fékk hún góða vitn- isburði og virðist ekki hafa fallið í hórdóm áður en fréttist um and- lát Vigfúsar. Úr vöndu að ráða Þegar komið var á sjöunda ár frá Tyrkjaráninu var aftur farið að þrýsta á Gísla Oddsson biskup að leyfa fólki sem missti maka sína að giftast. Næstu tvö árin stóð hann í ströngu við að reyna að koma reglu á málið. Haustið 1633 inntu séra Ólafur Egilsson og Kláus Eyjólfsson lögréttu- maður biskup eftir því hvað yrði gert að sumri komanda, þegar árin sjö yrðu liðin. Biskup svar- aði því ekki beinlínis en stað- hæfði fullur vandlætingar að ekk- ert hefði verið gert til að koma í veg fyrir þessi brot, prestar fengju engu áorkað og verald- legir yfirmenn hefðu ekkert gert, jafnvel leyft fólki að vera saman: „Hefði ekki langtum betur farið að skilja soddan persónur eftir fyrsta brot eða annað eða loksins þriðja? Guð náði hversu vér erum sjáandi blindir.“ Vegna þessa hirðuleysis taldi biskup að „allt landið og allur almúginn" yrði í fár og voða leiddur, líklega færi svo að Drottinn hefndi hart og það kæmi ekki á óvart að heimsendir væri í nánd. Um veturinn urðu óspektir í Eyjum og ýmislegt bendir til þess að hinn brotlegi hópur hafi mót- mælt opinberlega og krafist þess að fólk fengi að giftast. Einhverj- ir hinna hórseku voru með upp- steit í kirkju og trönuðu sér fram fyrir annað fólk við messugjörð. Þetta frétti Gísli biskup og skipaði prestum að gera skýran greinarmun á heiðvirðu fólki og „hneyxlendum safnaðarins og kristilegrar kirkju sem í hórdómi eða annarri lausung sakaðir eru.“ Þessháttar fólk taldi biskup að ætti að standa utan kirkju, hlýða á Guðs orð og hugsa sinn gang þangað til það treysti sér til að bæta líferni sitt. Ekki er ljóst hvort þetta gerðist einu sinni eða oftar, en biskup ákvað að fara sjálfur til Eyja fyrir verðtíðarlok 1635, „áður en fólkið dreifðist í sundur.“ Hann varð seinn fyrir og hætti við, en þess í stað skrif- aði hann opið og harðort bréf sem líklegt er að prestar hafi átt að lesa af predikunarstóli. Hon- um var nóg boðið og segir berum orðum að í Vestmannaeyjum „gangi margir hlutir óskikkan- lega, óhlýðanlega og mjög óguð- lega til.“ Hann nefnir Tyrkjarán- ið og að með því hafi Guð viljað áminna fólk að hegða sér vel. Síð- an hafi Drottinn miskunnað sig yfir landsmenn með því að senda nokkra þeirra sem rænt var aftur til íslands. Jafnframt hafi hann • látið vita af því að aðrir væru enn- þá á lífi „í því verra en Babýlón- ska fangelsi" eins og Gísli orðar það. Og hér er rétt að birta stutt- an kafla úr bréfi biskups, því leitun er að jafn skýrri lýsingu á angist ráðamanna andspænis þessum vandræðum: „En hvað skeður? Nú heyrist og spyrst að ekki síður eftir en áður að guðs orð sé lítils virt hjá mörgum. Kennimennirnir og þeirra hjarta- góðu áminningar óvirtar og for- smáðar, hvar af þar eftir fylgir að allar aðrar syndir, bæði smærri og stærri, fara í vöxt og taka ofur- vöxt og safna nýrri og enn óbæri- legri reiði Guðs, og ef mögulegt væri enn fáheyrðara straffi, so sem um nokkur næstu síðan um- liðin ár hefur bæði himinn og jörð og höfuðskepnurnar vitnað, og nógu dagleg fáheyrð undur boða rétt fyrir vorum augum og eyrum, so það mætti einhverntíma ganga í gegnum hjartað á þeim sem nokkurn part vilja eiga í himna- ríki, því að andskotinn laus látinn með ólma reiði veit að hann hefur stuttan tíma. Og hver veit nær sá æðsti Herra kemur með sinn stranga og endilega áfellisdóm yfir alla óguðlega og iðranar- lausa.“ Að lokum hvatti biskup menn til að láta af illum lifnaði, forðast frekari syndir og snúa sér til Drottins með iðrun og bæn. Konungsbréf í bréfum um það sem Gísli biskup nefndi „Vestmannaeyja- mál“ eru engar tölur nefndar, að- eins talað um „nokkrar persón- ur“. Fyrir vikið er ekki hægt að segja hve margir þessara fjörutíu maka féllu fyrir freistingum hold- sins og festust í snöru lostasem- innar. Það skiptir kannski ekki máli og hvað sem því líður urðu yfirvöld að ákveða tvennt: hvern- ig átti að refsa þessu fólki og hve- nær mátti það giftast aftur? Biskupar og lögmenn treystu sér ekki til að ráða fram úr vand- anum upp á eigin spýtur og spurðu Kristján konung fjórða og ráðgjafa hans. Svar konungs barst með vorskipum 1634, en olli vonbrigðum vegna óná- kvæmni. Fyrri spurninguna leysti hann með því að skipa fyrir um lækkun sekta. Ekki var tilgreint hve mikil þessi lækkun ætti að vera, þannig að íslenskir ráða- menn, fyrst sýslumaður Rangár- vallasýslu og síðan dómsmenn á alþingi, fengu að ákveða það. Samkvæmt Stóradómi var hór- dómssekt sex merkur, en það jafngilti rúmlega tveimur kýr- verðum. Sýslumenn gengu hart eftir því að fá þetta fé, því sjálfir hirtu þeir þriðjung. A alþingi 1636 var afsláttur sem Vest- mannaeyingar fengu metinn á þá leið að væri vitað fyrir víst að makinn lifði enn meðal Tyrkja lækkaði sektin um þriðjung. Væru afdrif makans ókunn lækk- aði hún um helming, en væri ör- uggt að hann væri genginn af kristinni trú átti hinn brotlegi hér heima að greiða fyrir einfalt lausaleiksbrot, líkt og hann væri ógiftur. Sú sekt var margfalt lægri en hórdómssektin. Síðari spurn- ingunni svaraði konungur með því að leggja blátt bann við því að fólk giftist á meðan einhver von væri um að makinn losnaði úr prísundinni og kæmist heim. Þetta leysti vandann um sekt- irnar, en breytti engu um áhuga fólks á því að giftast aftur. í Vestmannaeyjum benti fólk á regluna um árin sjö sem nú voru liðin. Gísli biskup leitaði ráða hjá kollega sínum Þorláki Skúlasyni á Hólum haustið 1634 og kvartaði undan því að þetta fólk ónáðaði hann daglega. Sjálfur taldi Gísli að ef fólk hegðaði sér vel mætti það giftast aftur, nema sannað væri að makinn þrælaði enn hjá Tyrkjum og héldi í kristna trú. Um þá sem höfðu brotið af sér og ekki var vitað hvort makinn lifði var hann í nokkrum vafa og spurði: „Eiga þeir jafnrar náðar að njóta sem þeir fyrirskrifuðu ósekir?“ Loks voru þeir sem höfðu brotið af sér og áttu maka á lífi, líkt og Eyjólfur Sólmundsson sem hafði eignast fjögur börn, en hafði nú fengið „huglátlegt bréf af sinni ektakvinnu.“ Gísli taldi að ekki ætti að leyfa slíkum mönnum að giftast öðrum kon- um. Ekki kunni Þorlákur nein ráð og í ársbyrjun 1635 taldi Gísli réttast að taka málið fyrir á al- þingi og á prestastefnum, bæði sunnanlands og norðan. Um leið bað hann yfirvöld í Vestmanna- eyjum að skilja að þær persónur sem lifðu í hórdómi og ráðlagði hinum brotlegu að „girnast ekki annan ektaskap svo lengi sem þér hafið ekki sönn og bevísuð tíðindi frá herteknum maka.“ Þetta var kannski það eina sem hann gat gert í stöðunni, enda fann hann enga einhlíta lausn, þrátt fyrir viðræður við bestu menn lands- ins. Vorið 1635 sá hann það ráð eitt eftir að biðja konung um sér- stakan úrskurð um giftingarnar, málefnið væri „nýtt og annarlegt“ og þess vegna þyrfti „náð og ný úrræði yfirvaldsins.“ Um leið sendi hann frá sér enn eina ám- inninguna um þann „ósóma sem enn nú skal framfara á þessum Vestmannaeyjum framar en í öðrum stöðum.“ Þar hvatti hann fólk til að gefast ekki upp þó liðin væru átta ár frá herleiðingunni: „Minnisstæð mættu oss öllum vera þau innilegu orð sem standa í bréfum þeim sem komu úr Tyrk- eríinu í fyrra frá ástmönnum vor- um og ofdauft er það hjarta sem ekki viknar þar við, einkum ef það snertir nokkuð hans per- sónu.“ Það er greinilegt að hinir áköf- ustu sóttu það fast að fá að gift- ast. Ein röksemdanna var að í Vestmannaeyjum væri óhugs- andi fyrir fullorðið fólk að kom- ast skikkanlega af nema það væri gift. Önnur röksemd var að samviskunnar vegna treysti fólk sér ekki til að lifa hneyxlunar- laust utan hjónabands. Það þótt- SANNAR ist því verða að giftast, annars væri voðinn vís og hórdómsbrot- um myndi fjölga enn frekar. Þessháttar rök tóku yfirvöld ekki til greina. Úrlausnir Þegar hér er komið sögu voru átta ár liðin frá Tyrkjaráninu. Konungur varð aldrei við beiðni biskups um úrskurð, en vann þó hörðum höndum að því að fá menn lausa úr prísundinni við Miðjarðarhaf. Þá söfnuðu ís- lendingar fé og sendu utan. Frá árunum 1635-36 eru varðveittir reikningar um 28 konur og 8 karla sem voru keypt og hafa væntanlega komið til landsins vorin 1636 og 1637. Ef til vill hittu þá einhverjir maka sína og vand- inn hvarf af sjálfum sér. Smám saman bárust líka fregnir af and- láti fólks sem hafði verið rænt. Aðrir gengu Tyrkjum á hönd og fyrirgerðu hjónabandi sínu á fs- landi. Þannig höfðu þrír karlar þær fréttir að færa Jóni Oddssyni þegar þeir komu úr Tyrkjaveldi sumarið 1636 að eiginkona hans Anna Jasparsdóttir væri „vistföst í Tyrkjaríinu með fullkomnum samfélagsskap við einn tyrknesk- an höfðingja og hún samþykk með sönnu hatri og óvild við þá kristnu, svo hennar er ei í neinn máta aftur von hingað til lands.“ Anna og maðurinn áttu börn og hún hegðaði sér í alla staði sem eiginkona hans. íslendinga vildi hún alls ekki umgangast, heldur gekk hún um „klædd í pelli og gullegum purpura.“ Jón fékk því leyfi til að giftast á nýnan leik, en hafði áður eignast að minnsta kosti eitt barn. Tengdafaðir hans var búinn að taka af honum heimanfylgju Önnu fyrir löngu. Tyrkjaránið hafði þó ekki síður áhrif á líf þeirra karla og kvenna sem lögðust með þeim sem misstu maka. Þannig eignaðist Kristín Jónsdóttir fjögur börn með Eyjólfi Sólmundarsyni, en konu hans var rænt. Eyjólfur drukknaði vorið 1636. Tvö börn Kristínar lifðu og nú átti að reka hana burt vegna brotanna. Þá kom Sigmundur Jónsson fram á sjónarsviðið og bað Kristínar. Ráðamenn í Eyjum fóru þess þá á leit við sýslumann Rangárvalla- sýslu að hann sækti um giftingar- leyfi til konungs fyrir hennar hönd, svo börnin yrðu ekki mun- aðarlaus. Það gerði hann og væntanlega hefur konungur auðsýnt náð sína og leyft Kristínu og Sigmundi að giftast. Með þessum hætti fjaraði mál- ið út. Sumir hinna brotlegu heimtu maka sína aftur, aðrir ekki. Af þeim sem aldrei sáu eiginmenn sína og eiginkonur aft- ur giftust sumir, aðrir ekki. Þegar Gísli biskup skrifaði í síðasta sinn til presta í Vestmannaeyjum í október 1636 kvað við allt annan og mildari tón en áður. Vandinn var um garð genginn og biskup segir að best sé „að hafa í slíkum málum góða samvisku hjá Guði og góð ráð hjá mönnum... En fyrir allt fram áminni ég og umbið hið trúlegasta að þér prestarnir takið vara á sjálfum ykkur og síð- an hjörðinni og stofnið ekki til neins þyngra straffs... En Guð friðarins uppfylli yður og alla yðar tilheyrendur með öllum fögnuði og friði í Drottni vorum Jesú Kristi, hverjum ég befala yður so trúlega og hugarlátlega með alls góðs óskan.“ Hcimildir eru flestar í Bréfabókum Gísla Oddssonar frá árunum 1631-36. Þær eru geymdar í Árnastofnun í Reykjavík. Nokkur bréf sem þetta varða eru prentuð í ritinu Tyrkjarán- ið á íslandi 1627 sem Sögufélag gaf út árin 1906-1909. Einnig er margt að græða á umfjöllun Sigfúsar Johnsens um Tyrkjaránið í Sögu Vestmanna- eyja, fyrra bindi, sem kom út í Reykjavík árið 1946. Föstudagur 10. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.