Þjóðviljinn - 10.03.1989, Side 24

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Side 24
Iranskar konur fylkja liöi undir áskoruninni: Drepum Salman Rushdie.. Góð trú eða vond trú Nokkrar athugasemdir umíslam ogkristni, ajatolla og rithöfunda innar og útbreiðsla guðs kristni helgaði hvaða fúlt meðal sem vera skyldi. Og nú höfum við þau dapurlegu dæmi úr Islam að þar verður „allt leyfilegt" - m.a. tíl- viljunarhryðjuverk, gíslataka og nú síðast morðhótanir - í nafni þeirrar nauðsynjar að ekkert má skerða mikilleika Allah og spá- manns hans. Ég ætla nú ekki að fara að endursegja eina ferðina enn til- drögin að því, að Khomeini erk- iklerkur í Iran tók sér vald yfir lífi Margir eru á þeirri skoðun að þeir menn sem trúa vel og rækilega á guð hljóti með nokkrum hætti að vera betri en þeir sem fáu trúa eða engu. Ungum er það allra best að óttast guð sinn herra. Stundum er hér um ein- hvern þann hroka að ræða sem situr fyrir hverjum manni sem er viss í sinni sök, hvort sem hann trúirá Kristkross- festan, endurholdgun eða Lögmál sögunnar. Þann hroka sjálfumgleðinnar sem gerir alla hina í besta falli að bjánum en í versta falli að glæpamönnum. Er þá allt leyfilegt? En hér getur líka verið um það að ræða, að menn telji þá vantrú- uðu sverfa það bjarg sem allt sið- ferði á hvílir með því að kippa burt úr tilverunni áreiðanlegum mælikvarða á gott og illt. Ef menn ekki hafa guð með í ráðum, sagði Dostojevskíj, þá fara þeir að halda að allt sé Ieyfilegt. Ganga út og höggva gamlar kon- ur með exi til að ná sér í aur upp í námskostnað eins og stúdent Raskolnikov. Og víst er slíkur ótti, siík gagnrýni á vantrúna á rökum reist. Því til staðfestingar má vísa. á hið sérstæða guðleysi nasismans sem er einhver ömurlegust upp- reisn gegn kristnu siðerni sem upp hefur komið: Eigi skaltu elska náunga þinn heldur drepa hann sem skjótast ef hann er að þvælast fyrir þér og réttlæta sjálf- an þig í sögunni með því að yfir- stíga hann. (Enda er Sagan hvort sem er ekki annað en áróður sig- urvegara.) Við höfum sjaldan séð hann svartari. Drepum villumanninn! En sagan og nútíminn gera okkur reyndar margan grikk og fleiri en við getum við ráðið með góðumóti. Þeirtímarhafa komið í sögu kristinnar kirkju að „allt var leyfilegt“ ef preláti með rétt umboð gat fært að því rök (einatt eftir andstyggilegum króka- leiðum) að tilgangur sáluhjálpar- HELGARPISTILL' 24 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. mars 1989 Sambúóarvandi trúarbragöa Nú er ekkert undarlegt við það, að menn sem aldir eru upp í t.d. kristni, hafi tilhneigingu til að láta sér fátt um önnur trúar- brögð finnast. Þegar komið er að því sem mönnum er heilagt þá er samúðarskilningur okkar þrengri en hollt væri. Margt er það í ann- arra manna helgidómum sem er óskiljanlegt, heimskulegt og fár- ánlegt blátt áfram vegna þess að rithöfundarins Salmans Rushdies og lýsti hann réttdræpan fyrir bók. En það má alveg ljóst vera, að það mál spillir stórlega fyrir áliti manna á næsthelstu trúar- brögðum mannfólksins. Ýmsir lærðir menn í hinum íslamska heimi hafa bent á það nteð réttu, að morðhótanir í garð Rushdies hljóti að valda íslam margfalt meira tjóni en það guðlast sem menn finna í skáldsögu hans. Það er eins og fyrri daginn: hinn for- boðni ávöxtur er sætur, bókin rennur út eins og heitar lummur, eins þótt margir telji skáldsöguna um Satanversin leiðinlega eða torskilda með afbrigðum. Auk þess fara menn að hugsa sem svo: Er íslam kannski svona miklu verri trúarbrögð en önnur? Höfðu krossfararnir kannski rétt fyrir sér þrátt fyrir allt? það er langt utan við okkar hefð, utan við það sem við heyrðum og sáum þegar við vorum á þeim geðslega en ógagnrýna aldri, að játa það satt sem að okkur var rétt og forfeður okkar höfðu helgað með sínum átrúnaði um aldir. Um leið og við vítum af þessum okkar takmörkunum, viðurkennum þær, þá vitum við að orðið hefur gleðileg þróun sem dregur úr þeim nokkrar víg- tennur. Hér er átt við það, að heldur hafa menn þokast í þá átt á næstliðnum áratugum að um- gangast annarra manna viðhorf og siði með kurteisi. Menn reyna miklu frekar en áður að forðast að setja sig á háan hest sinna yfir- burða og trúar sinnar. Menn eru miklu síður en áður á þeim bux- um að lykiar himnarík.s séu ÁRNI BERGMANN geymdir á ákveðnum stað (í Minni Kirkju) og að öðrum sé fyrirmunað að finna þótt ekki væri nema lélega afsteypu af þessum lyklum. Menn eru um- burðarlyndir í framan, ekúmen- ískir, kristnar kirkjudeildir eru allar í því að finna þolanlegan samnefnara fyrir sinni tilveru, og þeir sem taka mark á Abraham og Móse, hver með sínum hætti (gyðingar, kristnir, múslímar) tala uppbyggilega um „systurnar þrjár“, um frændsemi sinna ein- gyðissj ónarmiða. Þetta er miðaldapakk! Það er því ekki lítið strik í þennan reikning allan ef að ill læti íranska klerkaveldisins (það gerir meir en að hóta - það ofsækir og drepur allskonar „villumenn" heima fyrir af mikilli grimmd), ef þessi illu læti verða til þess að Vesturlandamenn fara að brynja sig gegn hinum íslamska heimi með tilheyrandi hroka: við erum svo miklu betri! Þetta mundi ekki gerast hjá okkur. Við erum löngu stignir út úr miðöldum. Og þar fram eftir götum. Það skiptir ekki höfuðmáli í þessu sambandi, hvort vesturlensk kristni ER í sjálfu sér líklegri til að bæta böl manna og efla með þeim mis- kunnsemi en íslam. Það skiptir mestu, að það er óhollt fyrir hinn kristna heim sjálfan að ganga út frá því sem vísu að svo sé. Það er nefnilega svo sjaldgæft að hægt sé að ganga út frá einhverju sem vísu - án þess að eiga það á hættu að detta í næstu andrá ofan í ein- hvern skammarpytt. Sælir eru hógværir. Pólitíkin á bak viö Þess vegna verður líka að skoða hvert mál fyrir sig. Til dæmis held ég, að það sé væn- legra til skilnings á því sem raun- verulega er á seyði, þegar hótað er að myrða Rushdie rithöfund, að nema ekki svo mjög staðar við fræðilegar vangaveltur um guð- last í íslömskum skilningi. Heldur beina huganum frekar að því, til hvers á að nota guðlastsákæruna. Margir fréttaskýrendur hafa ein- mitt gefið gaum að því, að aja- tolla Khomeini notar guðlasts- ákæruna mjög til að berja á and- stæðingum sínum í stjórnmálum í fran sjálfu. Þar hafa þeir menn sem algengt er að kalla „hóf- sama“ eða „raunsæja" reynt að lappa upp á samskipti við um- heiminn og þá Vesturlönd, enda mun ekki af veita að koma við- skiptum í sæmilegt lag og reyna að vinna upp það mikla tjón, sem landið varð fyrir í langvarandi Persaflóastyrjöld við írak. Menn vita vel að það var Khomeini gamla þvert um geð að hætta vopnaviðskiptum og hann óttast mjög að í kjölfar friðarins fylgi einhver útvötnun á hans íslömsku byltingu. Og þá er gripið til hins gamla ráðs allra byltingastjórna (það var svosem notað óspart í frönsku byltingunni sem nú er að halda upp á 200 ára afmæli sitt): Föðurlandið er í hættu! Samein- umst gegn hinum illa Satan! (hvar sem hann nú er niður kominn). Einn af möguleikunum Mál Rushdies er að mínu viti miklu fremur tengt pólitískri nauðsyn klerkaveldis, sem byrj- að var að missa fótfestu, heldur en einhverjum tilteknum eðlis- eigindum íslams sem trúar- bragða. En þar með er vitanlega ekki allt sagt. Það má einnig líta svo á, að hótanirnar séu um leið einn af MÖGULEIKUM fslams - og annarra trúarbragða. Við sjáum ótal þversagnir í flestum trúm: Allah er miskunnsamur en sá sem rís gegn vilja hans verður höggvinn í spað, og - svo komið sé nær okkur sjálfum - hvaða ill verk er ekki hægt að réttlæta ef menn endilega vilja með tilvísun í þessi ummæli Krists: „Sá sem ekki er með mér er á móti mér“? Það er alltaf opinn sá möguleiki að snúa hvaða faðirvori sem er upp á andskotann. Engin trygg- ing gefin um það fyrirfram að ekki sé gripið til þess möguleika. Og ný og gömul saga sýnir okk- ur, að þessi möguleiki er þá hásk- alegastur þegar menn hrista sem rækilegast saman trú og pólitískt vald. Margra hluta vegna er fátt jafn illkynjað og valdsmaður sem gengur fram (hvort sem væri í hræsni eða einlægni) og segir: Ég er barasta að gjöra vilja Drottins. Hann talar mínum munni og stýr- ir minni hendi. Þegar einhver slíkur tekur til máls, þá mega fleiri smáfuglar en rithöfundar fara að vara sig. Vel á minnst: rithöfundar. Sumir segja það lán í óláni að mál Salmans Rushdies sýni að enn geti skáldsaga skipt máli í heiminum, haft áhrif. En það er litil huggun ef það gerist þá aðeins, að rithöfundur verði í vegi þeirra valdhafa sem munu sannarlega drepa hvern sem þeir telja sér andstæðan - ef þeir mega því við koma.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.