Þjóðviljinn - 10.03.1989, Qupperneq 30

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Qupperneq 30
SÚM á Kjarvalsstöðum, 100 verk e. 15 listamenn, hetst Id. 16.00 með tónlist e. Atla Heimi Sveinsson, opið dagl. 11-18, Iýkur9.4. Harpa Karlsdóttir sýnir tíu olíumál- verk í andyri Landspítalans (vinstri álmu). Teikningar Rosu Liksom frá Finn- landi í andyri Norraena hússins, opið 11-18 nema mánud., lýkur 27.3. Leifur Breiðf jörð sýnir pastel- og olíuverk í Gallerí Borg, opið virka 10- 18, helgar 14-18., síðasta sýningar- helgi. Kristján Steingrímur sýnir málverk í Nýlistasafninu Vatnsstíg, opin virka 16-20, helgar 14-20, síðasta sýning- arhelgi. Björg Örvar sýnir 14 málverk í Ný- höfn, Hafnarstræti, opiðvirka 10-18, helgar 14—18, síðasta sýningarhelgi. Sigurður Örlygsson sýnir í FÍM- salnum, Garðastræti 6, opið 13-18 virka, 14-18 helgar, síðasta sýning- arhelgi. Sölugallerí FÍM í kjallaranum. Elsa Rook frá Svíþjóð sýnir í Gallerí List 24 akrýlverk. Opið dagl. 10.30- 18,sd. 14-18. Listasafn Einars Jónssonar, opið Id. sd. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn dagl. 11-17. Listasafn íslands. Salur 1: Jón Stef- ánsson, Jóhannes Kjarval, Gunn- laugurScheving. Salur2: Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson. Aðrir salir: Ný aðföng. Leiðsögn sd. 15.00. Opiðnemamánud. 11-17. Listasaf n Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, 50 verk Sigurjóns, 14- 17um helgar. Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi) sýnir á Mokka v/ Skólavörðustíg Ijós- myndir úr ferðum sínum. Gallerí Gangskör, opið þd.-föd. 12- 18, verk gangskörunga til sýnis og sölu. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstað- astræti 74,27 vatnslitamyndir Ás- gríms til maíloka, dagl. 13.30-16 nema mánu- og miðvd. SPRON, Álfaþakka 14, Breiðholti, verk eftir Sigurð Þóri Sigurðsson, opið virka 9.15-16 nema föstud. 9.15-18. Lýkur31.3. Ragnar Lár sýnir 20 „karikatúra" af þekktu fólki í Innrömmun Sigurjóns, Ármúla 22, frá mánud. til föd. TONLIST Dagskrá um verk Snorra Sigfúsar Birgissonar í Borgarbókasafninu Gerðubergi sd. 16.00. Hjálmar H. Ragnarsson kynnir tónskáldið með tóndæmum, Hjálmarog Snorri leika nokkur af 25 píanólögum fyrir byrj- endur eftir Snorra Sigfús, Hjálmar, Snorri, Nora Kornblueh (selló), Óskar Ingólfsson (klarinett), Þórhallur Birg- isson (fiðla) flytja fjögur verk Snorra. Kolbeinn Bjarnason (flauta) og Páll Eyjólfsson (gítar) í Borgarneskirkju sd. 16.00. T rio Cézanne frá Bandaríkjunum í Óperunni sd. 20.30, verk e. Haydn, Ravel, Brahms. Strengjasveitir, lúðrasveitirog létt- sveit T ónmenntaskóla Rvíkur í Hásk- ólabíói Id. 13.30. ókeypis. Guðmundur Magnússon leikur á tónleikum Evrópusambands píanó- kennara í Óperunni mánud. 20.30 verke. Beethoven, Chopin, De- bussy, Ravel. Landsmót barnakóra Id. og sd. í grunnskólum Kópavogs, lokatónleik- arsd. 14.00ÍHáskólabíó. Ivan Rebroff I Sjallanum Akureyri föd., Id., á Hótel Islandi sd. LEIKLIST Leikbrúður, höf. og leikstj. Þórunn Sigurðardóttir, í Þjlh. föd. 20.00 (frumsýning), sd. 20.00. Leikfélag MH sýnir Nashyrningana e. lonesco, leikstj. Andrés Sigurvins- son, hátíðasal MH Id. (frumsýning), sd.,mánud. 20.30. Ferðin á heimsenda í Iðnó Id. sd. 14.00. Brestirálitlasviði Þjlh. sd. 20.30. Allt í misgripum, Leikfélag Hfjarðar sýnir í Bæjarbíó Id. sd. 20.30. Háskaleg kynni, Þjlh. Id. 20.00. ÓvitaríÞjlh. Id.,sd. 14.00. Sjang-Eng í lönó Id. 20.00. Sveitasinfónían í Iðnóföd., sd. 20.30. HITT OG ÞETTA Félag eldri borgara, opið hús í Tón- abæ laugard. frá 13.30. Ath.: dans- kennslan komin í Nýja dansskólann Ármúla 11 frá 14.30-16, og verður þar framvegis 14.30-17.30. Opið hús sd. í Goðheimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20-23.30. Opið hús í Tónabæ mánud. frá 13.30, félagsvist frá 14.00. Góugleði ÍTóna- bæ Idkvöld, uppselt. Laugardagsganga Hana nú, lagt af stað 10.00 frá Digranesvegi 12. Sam- vera, súrefni, hreyfing. Ferðafélagið, sd. 1) 10.30 Hveradalir-Hellisheiði.skíðaganga, 800 kr. 2) Fljótshlíð - ökuferð, 1400 kr. 3) Skálafell sunnan Hellisheiðar, göngu- og skíðaferð, 800 kr. Útivist, sd. 13.00 Kleifarvatn- Krísuvík, 600 kr. Brottför vestanvið Umfmst.fríttf. börnm.full. Víkingar I Jórvík og Austurvegi, í Norræna húsinu og Þjóðminjasafni, opindagl. nemamánud. 11-18. Norsk bókakynning í Norræna hús- inu Id. 16.00, gestir T rond B. Olsen bókaútgefandi og Roy Jacobsen rit- höfundur sem les úr verkum sínum og spjallar um norskar bókmenntir. Spilavist Borgfirðingafélagsins sd. 14.00Skipholti50A. Umræðufundur MÍR og APN Id. 14.00 á Vatnsstíg 10 um samstarf á norðurslóðum, fjórir gestir frá Sovét, Guðrún Agnarsdóttir, Haraldur Ólafs- son, RögnvaldurFinnbogason, SvavarGestsson. Aðalfundur Fuglaverndarfélagsins í hliðarsal Norræna hússins föd. 17.00. Aldraðir og atvinnulíf, ráðstefna á vegum Öldrunarráðs I Borgartúni 6 föd. 13-17. Erindi Jevgenis Kazantjovs aðstoð- armenntamálaráðherra rússneska sovétlýðveldisins um Menningar- tengsl og samvinnu þjóðafrum- byggja á norðurslóðum, Norræna húsinuföd. 17.00. Aldarafmæli Þórbergs Þórðarsonar minnsthjáMÍR, Vatnsstig 10, sd. 15.00, Helgi Sigurðsson spjallar um meistarann, Baldvin Halldórsson les úrverkum, EinarKristján Einarsson leikur á gítar, sýnd kvikmynd Ósvald- arum Þórberg. Landsráð Flokks mannsins á Hótel Sögusd. 13.00, rætt um EB, fram- boð, samflot með öðrum flokkum, atvinnuleysi. Frönsk byltingarvika í Regnbogan- um, föd. 17.00 „Danton" e. Wajda, 21.00 og 23.00 La marquise d'O e. Rohmer. Félagsvist Húnvetningafélagsins í Húnabúð Skeifunni 17 Id. 14.00, hraðskákmót 16.00. T ryllti Pierrot / Pierrot le fou e. Go- dard í Kvikmyndaklúbbnum, Regn- boganum Id. 15.00 ÍÞRÓTTIR Handbolti. 1 .d.ka. sd. 14.00 Stjarnan-KA, md. 20.15 KR-Grótta. I.d.kv. Karfa. 1 .d.kv. Id. 14.00 UMFN-ÍS, ÍBK-ÍR, KR-Haukar. Badminton. Opið meistaramót Reykjavíkur í TBR-húsi, Id. frá 15.30 og sd. frá 10.00. Keppt í úrvals- meistara- A- öðlinga- og æðstaflokki. Þátttaka tilkynnist fyrir 12.00 fd. Fimleikar. (slandsmót í Laugardals- höll sd. - skylduæfingar. Q rinimni r HARALDSSON Sérstaða Þjóðviljans Hvað ber að gera? b út í fyrir tleika. /ið að rhags- gcgnir r. Að- blaðs- um ( átaki, háttar ki ver- fé, af- þ.u.l. ið sem umúla arhluti h/f. í ð stór- nurum • hafa dstæð- ) skilja unnur- itgáfu- ’girnar ið fara /iljans. ð veifa Til umhugsunar um Þjóðviljann Helgi Guðmundsson skrifar þeirstöðugtséðtilþessmeðfjár - framlögum að hann héldi áfram að koma út. Nú er öldin önnur. Dcilur í Alþýðubandalaginu hafa komið niður á Þjóðviljanum og bcndir margt til að blaðið eigi ekki jafn marga fórnfúsa stuðn- ingsmcnn og fyrrum. Fjölmiðla- umhverfið er annað. Ýmsum önnur blöð. En er af þessum ástæðum hægt að halda því fram að Morgunblaðið sé ekki mál- gagn Sjálfstæðisflokksins lengur? Menn verða að muna að Morgun- blaðið er svo útbreitt og stórt að það hefur vel efni á að birta grcin- ar sem stríða gcgn stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Slíkt efni gcrir ckki öruggt) að við eignumst smátt og smátt nýjan og betri Þjóðvilja. En hugsanlcg cndur- rcisn blaðsins cr bundin einu mikilvægu skilyrði: Blaðið verð- ur að fá fjárstuðning frá aðstand- endum sínum og þcir verða að hafa trú á gagnsemi slíks stuðn- ings. „Hugsanleg endurreisn blaðsins er bundin einu mikilvœgu skilyrði: Blaðið verður aðfá fjárstuðningfrá aðstandendum sínum ogþeir verða að hafa trú á gagnsemislíks stuðnings. “ Rekstrarvandi Þjóðviljans hef- ur verið til umræðu undanfarna daga og ekki að ástæðulausu. Við drögum víst á eftir okkur 80 milj- ón króna skuldahala sem er miklu meira en rekstur fyrirtæk- isins fær risið undir. Um þetta hefur verið fjallað á hverjum fundinum á fætur öðrum, innan Þjóðviljahúss og utan, en enginn botn kominn í það enn hvernig við skuli brugðist. Ekki skulu lesendur búast við því að töfraformúian birtist í þessum línum, hún er víst vand- fundnari en svo að ég geti snarað henni fram. Þess í stað ætla ég að grípa ofan úr loftinu tvö orð sem öðrum oftar eru viðhöfð í umræð- um um framtíð Blaðsins Okkar og velta þeim fyrir mér. Þessi tvö orð eru Sérstaða Þjóðviljans en hana ber okkur skylda til að standa vörð um ef marka má umræðurnar. En hver er þessi sérstaða og hvernig á að viðhalda henni? Ég vil byrja á að slá því föstu að það er ekki sér- staða Þjóðviijans að vera því sem næst á hausnum því sá draugur ríður mörgum röftum í fjölmiðla- heiminum um þessar mundir. Það er heldur ekki sérstaða Þjóðviljans að starfa í nánum tengslum við ákveðinn stjórn- málaflokk. Það gildir um bæði Alþýðublaðið og Tímann, sá síðarnefndi er beinlínis gefinn út af Framsóknarflokknum. Og þótt segja megi að slaknað hafi á flokkstauminum sem bindur Morgunblaðið þá er hann enn til staðar þegar á reynir. Reyndar hefur alls staðar verið að slakna á flokkstaumunum og kannski er það stærsti hlutinn af vandræðum Þjóðviljans hversu erfitt og sársaukafullt það hefur reynst að klippa á naflastrenginn á milli flokks og blaðs. En sér- staða blaðsins er heldur ekki í því fólgin, það sýnir ferill Alþýðu- blaðsins. Hver er hún þá þessi sérstaða? í mínum augum er hún fyrst og fremst fólgin í tvennu. Þjóðvilj- inn er í fyrsta lagi einstakur um- ræðugrundvöllur allrar þeirrar hreyfingar sem kennir sig við fé- lagshyggju, jafnrétti og skylda hluti. I öðru lagi hefur blaðið tekið afgerandi þátt í hugmynda- legri þróun á íslenska vinstrikant- inum og þar með haft áhrif á þró- un alls samfélagsins. Það er fyrst og fremst þetta sem mér finnst þörf á að standa vörð um. Annar stór partur af vand- ræðum Þjóðviljans hefur verið sá að það er alltaf verið að reyna að þenja hann út yfir stærra svæði en hann hefur bolmagn til að ná yfir. Það er alveg ljóst að Þjóðviljinn getur ekki veitt sömu þjónustu og Morgunblaðið, hvorki hvað snertir fréttaflutning né aðra upplýsingamiðlun. Þetta verða starfsmenn, aðstandendur og les- endur blaðsins að horfast í augu við. Ef starfsmönnum, blaðsíð- um, áskrifendum og auglýsingum fjölgaði um helming ætti blaðið séns á að verða alhliða blað en ekki fyrr. Af þessu leiðir að þeir sem vinna við að koma blaðinu út frá degi til dags verða að takmarka sig við ákveðin svið. Leggja rækt við það sem Þjóðviljinn hefur sýnt að hann getur sinnt, jafnvel betur en aðrir fjölmiðlar, og sleppa hinu eða afgreiða það í símskeytastíl. Þau svið sem Þjóðviljinn hefur getað sinnt af einhverju viti eru nokkur. Fréttir og fréttaskýring- ar úr stjórnmálunum hafa ávallt verið ofarlega á dagskrá. Menn- ingarlífið hefur þegar best lætur fengið betri umfjöllun í Þjóðvilj- anum en í öðrum blöðum, þótt vissulega skiptist á hæðir og lægðir í þeim efnum sem öðrum. Fréttir úr atvinnulífinu hafa yfir- leitt fengið dágóðan sess á síðum blaðsins og sömuleiðis fréttir og fréttaskýringar af erlendum at- burðum. En fyrst og síðast er það um- ræðan sem hefur blómstrað á síð- um Þjóðviljans síðustu 10-15 árin. Þar hefur verið tekist á um flest þau mál sem vinstrimenn eru að velta fyrir sér hverju sinni. Og á blaðinu hafa lengst af starfað menn sem hafa haft lag á að veita nýjum straumum og nýjum hug- myndum inn í þessa umræðu. Það er þessi sérstaða sem að- standendur og velunnarar Þjóð- viljans, já og unnendur lýðræðis og frjálsrar fjölmiðlunar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja vera án í framtíðinni. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.