Þjóðviljinn - 28.04.1989, Síða 2

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Síða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég mæli með biðlaunum í RÓSA- GARÐINUM veröld. Og hvaö er nytsamlegri lexía fyrir litla manninn, sem á ekki bót fyrir rassinn á sér, en þessi sýnikennsla Alberts á því, hvernig menn eiga að fara að því að láta borga sér tvisvar fyrir að vera til? Ef menn tækju hann sér til fyrirmyndar, þá myndu lífskjörin í landinu lyftast stórlega, það getur hver maður séð. Þú ert gaga út í hróa, sagði Kalli frændi minn. Nei. Eg er að skýrafyrir þér hvernig lífið er. En svo ég nú haldi áfram með hann Albert. Þú verður að átta þig á því að Albert er listamaður. Hann er eins og maðurinn sem seldi skáldsöguna sína fyrst í útvarg, síðan sem framhaldssögu í dagblað, síðan til útgefenda og lét síðast hakka hana í kvikmyndahandrit. Þykist þú ekki vera með listamönnum eða hvað? Bíttu í þig Skaði, sagði Karl Marx Sigurðsson. Eg heyri það, að þú ert röklaus í þinni heift og öfund eins og allir kommar, sagði ég. En ég hafði enn ekki lokið máli mínu lagsi. Eg var ekki búinn að tala um Benedikt Gröndal, sem vildi líka fá biðlaun og ég verð að segja eins og er að þótt hann sé krati þá tekur mig sárt til hans, að hann skuli hafa of seint í þennan launarass gripið. Mér finnst hann hafi helst til djúpt í rassinn gripið, sagði Kalli. Þú skilur ekki póesíuna í tilverunni, sagði ég. Sérðu ekki hvað þetta er smart og sjarmerandi. Þarna situr Benedikt sveittur í sínum sendi- herrastól og bíður þolinmóður í sjö ár eftir sínum biðlaunum. í sjö ár þraukar hann þolinmóður eins og Jakob þegar hann var að bíða eftir Rakel sinni í Biblíunni. Og svo er hann bara svikinn. Það er sem ég segi: sagan endurtekur sig. Attu við, að nú muni Bensi bíða sjö ár í viðbót - eins og Jakob? spurði Kalli. Ja því ekki það? Þolinmæðin þrautir vinnur allar, sagði ég - og var satt að segja orðinn dálítið svona landsföðurlegur í framan En segðu mér eitt Skaði, spurði Kalli. Þegar þú skiptir um vinnu í fyrra, hvers vegna fékkst þú ekki biðlaun eins og aðrir menn? Ég? Það var þá spurning! Heldurðu að venjulegt fólk og ómerkilegt þurfi biðlaun? Og svo skal ég segja þér eitt, Kalli, maður á ekki alltaf að vera að hugsa um sjálfan sig. Maöur á að hugsa um aðra og setja sig í þeirra spor. Ég, Skaði, hitti úti á götu kommafrænda minn, hann Kalla sem heitir í hausinn á Karli Marx. Og hann var eitthvað svo óvenjulega æstur. Alltaf að stökkva á fætur eins og kall sögunnar væri að koma til hans og heimta að hann réðist á Vetrarhöll auðvaldsins. Alltaf að bora í nefið á sér með æsingi eins og hann vildi kreista út úr því líftóruna úr andbyltingunni. Og ég spurði si sona: Kalli minn, gengur eitthvað á? Ertu eitthvað lasinn? Nei, sagði hann. En þetta þjóðfélag sem við búum við, það er meira en lasið. Það er helsjúkt af spillingu. Það verður upp höggvið og því í eld kastað. Hvaða hvaða, sagði ég. Hefurðu étið óðs manns skít drengur? Nei, sagði Karl Marx Sigurðsson frændi minn. Nema hvað? spurði ég. Nema það, að gróðafíknin, auðhyggjan og peningahyggjan hefur náð tröllataki á mönnum. Og hvað hefurðu til marks um það ? spurði ég. Biðlaunin, sagði hann. Það er ekki nóg fyrir þessa kalla, Sverri Hermannss. Albert og nú síðast Benedikt Gröndal að skammta sjálfum sér kaup og kjör á alþingi, þeir vilja fá tvöfalt kaup í sex mánuði fyrir þau hjartasár sem þeir fá af því að hverfa af þessari borgaralegu kjaftastofu. Láttu ekki svona drengur, sagði ég, Skaði. Reyndu að vera húman- isti. Reyndu að setja þig í annarra spor. Hvað á til dæmis hann Sverrir með að sitja á þingmannskaupi í Landsbankanum? spurði Kalli. Geturðu svarað því? Víst get ég svarað því, sagði ég. Þingkaupið er svosem ekkert til að státa af, hefur hún Guðrún þín Helgadóttir ekki verið að lýsa því? Það held ég. Semsagt: Sverrir hefur svona rétt skrimt af því og ekki lagt neitt fyrir. Þegar hann svo gerðist bankastjóri, þá hefur honum fundist ónotalegt að vera ekki með neinn sparireikning sjálfur, þú skilur. Hann hefur viljað gefa gott fordæmi. Þessvegna þurfti hann tvenn laun svona fyrst í stað. Þú hlýtur að skilja það. Ég gæti gubbað, sagði Kalli og fékk ekki í sig húmanismann. Og svo hann Albert, sagði ég. Albert er besti vinur litla mannsins eins og þú veist. Hann vill því kenna honum að komast af í harðri GAMAN ER AÐ LIFA Úrsögn 160 manna úr borgara- flokknum barst inn á aðalstjórn- arfundinn um helgina: Við höfðum öðrum málum að sinna og tókum þetta sem grín, sagði Júlíus Sólnes. DV AÐ MÉR FRÁ- GENGNUM .... Ég segi bara í fullri hreinskilni að ég bið guð að hjálpa þessari þjóð ef hún ætlar að hlíta stjórn gömlu fjórflokkanna áfram. Júlíus Sólnes í SAMKEPPNI VIÐ ALMÆTTIÐ Bjarni sagði að allir hausar af þessari fisktegund og fleiri fisk- tegundum væru unnir í höndun- um. Morgunblaóió í LEIT AÐ LÍFSHAMINGJU Hvað má og hvað er bannað ef partíið á að heppnast?....Forðist að minnsta kosti framan af kvöldi að tala um eyðni, Jón Baldvin og Bryndísi, verð á nýslátruðu og sparnaðaráætlanir. Pressan ÉTTU ÞAÐ , SEM ÚTI FRYS Ef maðurinn þinn æsist svona mikið upp í hvert skipti sem hann horfir á „eina bláa“ gæti hann líka fróað sér. Pressan KROSSBERI LITLA MANNSINS Hvað á að elta mig persónu- lega lengi? Mér er sagt að í fyrir- spurnatíma á alþingi sé farið að ræða mín launakjör.Þá er einnig verið að spyrjast fyrir um hús- næði mitt...ég sé ekki betur en þetta séu bara pólitískar ofsókn- ir. Albert Guómundsson ÍDV MIKILER TRÚ ÞÍN... Ég vann hjá þér árum saman og las þá stundum sama leiðarann eftir þig þrisvar. Ég á fáar óskir heitari en að sjá eftir þig vitur- legan leiðara... Orósending til Ellerts B.Schrams í DV KÖTTURINN ER FARINN SINNA EIGIN FERÐA Tískublaðaútgefandi nokkur á stökustu vandræðum sökum mik- illar kvenhylli sem hann nýtur. Vinur hans ráðleggur honum að leita til sálfræðings. En þar kaup- ir hann pokann í sekknum. Sjónvarpsvísir 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.