Þjóðviljinn - 28.04.1989, Side 7
reyns\uak\ð
Vill ekki á bás
Stutt spjall við Elísabetu Jökulsdóttur sem nú gefur út sína fyrstu bók
í dag kemur út fyrsta ljóðabók
Elísabetar Jökulsdóttur sem um
tíma var menningarblaðamaður
Þjóðviljans. Bókin heitir Dans í
lokuðu herbergi og höfundur gef-
ur hana út sjálfur. Hvers vegna?
„Ég reyndi ekki að fá hana út-
gefna hjá forlagi,“ svarar Elísa-
bet, „kannski er það sjálfstæðis-
viðleitni en mér fannst ég alveg
geta tekið ábyrgð á útgáfunni
eins og hver annar. Það er hollt
Þórbergur
Pétur
Stórkostleg
veröld
Pétur Gunnarsson talar um bernskuminningar Þór-
bergs í Gerðubergi
A morgun laugardag kl. 15
verður dagskrá í húsakynnum
Borgarbókasafns í Gerðubergi
um Þórberg Þórðarson í tilefni
aldarafmælis hans. Þar flytur
Pétur Gunnarsson erindi um
skáldið út frá síðari bókum þess.
„Þegar ég var beðinn um að
halda þetta spjall hafði ég verið
að lesa Suðursveitarbækurnar
hans Þórbergs," sagði Pétur að-
spurður. „Þær voru svanasöngur
hans sem rithöfundar, mikið verk
sem hann lauk þó aldrei við.
Hann var lengi með það í smíð-
um, var byrjaður á því þegar
Ragnar í Smára pantaði ævisögu
Árna Þórarinssonar og var að
skrifa það þegar guð hringdi í
hann og pantaði Sálminn um
blómið. En sú bók var góð fingra-
æfing fyrir Suðursveitarkróník-
una því þar fann hann leið út úr
Bílaverkstæöi
Badda
aftur á svið
Hið vinsæla leikrit Ólafs Hauks
Símonarsonar, Bflaverkstæði
Badda, verður sýnt sjö sinnum á
Litla sviði Þjóðleikhússins í maí-
byrjun áður en haldið verður í
leikferð um Austur- og Norður-
land.
Verkið var frumsýnt í október
1987 og sýnt 90 sinnum fyrir fullu
húsi síðasta leikár. Þetta er
átakaverk og gerist í afskekktri
sveit. Sögusviðið er lítið bflaverk-
stæði þar sem Baddi bifvélavirki
sinnir sífellt færri bflum í sveit
með sífellt færri íbúum. En þó að
sviðið sé þröngt gerast þar ör-
lagaríkir atburðir.
Leikstjóri er Þórhallur Sig-
urðsson; Bessi Bjarnason, Jó-
hann Sigurðarson, Guðlaug Mar-
ía Bjarnadóttir, Sigurður Sigur-
jónsson, Arnar Jónsson og Árni
Tryggvason leika. Leikritið er
ekki við hæfi barna.
Fyrsta sýning verður á þriðju-
dagskvöldið.
bóklega málfarinu og tón sem
hentaði hans eigin barnaveröld í
Suðursveit. Þetta er að mörgu
leyti hápunktur á ferli Þórbergs,
hann skapar stórkostlega veröld í
þessum bókum.
Það er gaman til þess að
hugsa,“ bætir Pétur við, „að fyrir
ári fékk ég tækifæri til að sökkva
mér niður í verk Halldórs Lax-
ness fyrir sjónvarpsþættina um
hann á Stöð 2. Núna fékk ég tæki-
færi til að fara á algert fyllirí í
Þórbergi. Hvort tveggja er alveg
ómetanlegt.“
SA
fyrir rithöfunda að kynnast því af
eigin raun hvernig bók verður til,
komast að því hvað þarf að gera
með því að gera það sjálfur: velja
letur, velja pappír, hanna útlit og
kápu. Ég teiknaði kápunasjálf og
fannst það gaman. Það er líka
skemmtilegt að kynnast starfi í
prentsmiðju og sjá hvað hægt er
að gera. Manni er strax skipað á
bás ef forlag gefur út bækur eftir
mann.“
Hvernig ætlarðu að koma bók-
inni til lesenda?
„Henni verður dreift í stærstu
bókabúðir og til þeirra sem ég er
með á lista. Svo býst ég við að
ganga í hús með hana. Mér finnst
það sjarmerandi tilhugsun að
hitta alls konar fólk - þar með er
orðið til eins konar leikhús.
Leikhúsið höfðar mest til mín,
það er að mörgu leyti svo skylt
ljóðlistinni. Svo ætla ég að lesa
upp á ljóðakvöldi Besta, vinár
Ijóðsins snemma í maí.
Þú hefur verið að birta ljóð
lengi; af hverju bók núna?
„Mig hefur ekki langað til þess
fyrr. Eiginlega hefur mér fundist
gamaldags að gefa út ljóðabækur
og ég vildi fremur halda ljóðsýn-
ingar með upplestri og mynd-
verkum. Þá hef éggert ljóðaþætti
með tónlist fyrir útvarp og komið
fram í sjónvarpi. En bókin er
nauðsynleg til að maður geti líka
verið einn og sjálfur með ljóðun-
um.“
Hvað hefurðu lesið af ljóðum?
„Ég byrjaði á Steini eins og all-
ir og las líka Tómas og Jóhannes
úr Kötlum. - Svo er ég alltaf veik
fyrir Einari Ben. Ég hef kynnst
verkum flestallra ljóðskálda sem
eru að verki núna hér á landi en
lítið lesið af erlendum ljóðum.
Reyndar les ég meira af skáld-
sögum en ljóðum.“
Hverjir yrkja best af yngri
skáldum núna?
„Mér finnst mörg góð, en ef ég
á að nefna einhver nöfn koma
Linda Vilhjálmsdóttir og Gyrðir
Elíasson fyrst í hugann. Ég er líka
spennt fyrir Jóni Gnarr, og mér
finnst gaman að lesa viðtöl við
Sjón.“ SA
Elísabet Jökulsdóttir: Reyndi ekki viö forlögin. Mynd: Jim.
Raftónleikar hjá Musica Nova
Laugardaginn 29. apríl heldur
Musica Nova tónleika á Hótel
Borg kl. 16.00. Á efnisskránni
eru verk eftir ameríska tón-
skáldið Neil B. Rolnick sem hann
hefur samið fyrir rafhljóðfæri og
flytur með aðstoð tölvu. Andrea
Gylfadóttir syngur eitt verka
hans á tónleikunum.
ADA 89
Sýnum allar
geróiraf LADA bílum
helgina 29. og 30.apríl
frákl. 10-17.
Mikió úrval skrásettra bíla
til afhendingar strax.
Tökum gamla LADA bílinn upp í nýjan
og semjum um eftirstöðvar.
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7
Veitingar verða á boðstólum.
I.APA
- góður kostur í bílakaupum
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. [1
" Ármúla 13 - 108 Reykjavík - 0 681200