Þjóðviljinn - 28.04.1989, Page 8
Brasilía
Eþíópía
Mengistu hangir
á sovéskri hjálp
Baráttukjarkur hers hans, sem s. I. ár missti álíka marga mennfallna
og Bandaríkjamenn í Víetnamstríðinu, er á þrotum
Ihartnær þrjá áratugi hefur ver-
ið stríð í Eþíópíu, og skyldi
maður þó ætla að landsmenn þar
gætu haft margt skynsamlegra
við tímann að gera. í landi þessu,
sem er yfir 1.220.000 ferkíló-
metra að stærð og hefur um 44
miljónir íbúa, er væntanleg með-
allífslengd 44 ár, ungbarnadauði
yfir 17 af hundraði og ólæsi 85 af
hundraði (allt þetta samkvæmt
fremur ónákvæmum hagskýrsl-
um).
Á þessum áratug og þeim
næsta á undan hefur hung-
ursneyð lagt í valinn þarlendis
hundruð þúsunda af manneskj-
um, enginn veit nákvæmlega hve
ur síðan fengið mikla aðstoð,
einkum hernaðarlegs eðlis, frá
Sovétríkjunum, Kúbu o.fl.
Stjórn hans hefur af mikilli
grimmd barið niður alla and-
stöðu, eftir því sem henni hefur
enst afl til, en ekki hefur það tek-
ist allsstaðar. f norðurhluta ríkis-
ins eru öflugar skæruliðahreyf-
ingar, sem halda sínu gegn eþíóp-
ska stjórnarhernum og vel það.
Herforingjastjórnin tók í arf
eftir keisarann stríð við upp-
reisnarmenn í Eritreu og fékk þar
að auki á fyrstu árum sínum á sig
innrás Sómala, er ágirntust suð-
vesturhluta landsins, sem að
miklu leyti er byggður fólki af
ópíu. Báðir þessir aðilar hafa
koptíska kristni líkt og Amharar,
þjóð sú er mestu ræður í Eþíópíu,
og tala semísk mál náskyld amh-
örsku. En saga Eritreu hefur á
ýmsan hátt verið önnur en hérað-
anna suður á hálendinu, t.d. var
hún undir ítölskum yfirráðum frá
því fyrir aldamót til heimsstyrj-
aldarinnar síðari og menntun var
þar um miðja öldina orðin meiri
en í Eþíópíu sjálfri. Eritreumenn
vilja því sjálfstæði. Tígremenn
sætta sig hinsvegar að líkindum
við sjálfstjórn, en telja bráðnauð-
synlegt að losna við stjórn Meng-
istus.
Uppreisnaraðilar þessir tveir,
Mengistu - leitar hjálpar hjá ísra-
el og Kim II Sung.
upp stjórnmálasamband við fsra-
el, en því sleit keisarinn í vináttu-
skyni við araba eftir Jom Kipp-
úrstríðið 1973. Eþíópski einræð-
isherrann er hörkutól og slunginn
stjórnmálamaður á sinn hátt,
annars hefði honum ekki tekist
að halda velli á valdastóli þetta
lengi við jafnerfiðar aðstæður.
En hætt er við að hann komist í
krappari dans en nokkru sinni
fyrr, ef Sovétríkjastjórn Gorbat-
sjovs snýr við honum baki og
hann heldur engu að síður fram
þeirri stefnu að berjast til síðustu
kúlu, eins og vestrænir dipló-
matar í Addis Ababa telja að
hann muni gera. dþ.
Yfir 100
vegnir
af leigu-
morðingjum
Að minnsta kosti 102 Brasi-
líumenn voru vegnir s.l. ár í
deilum út af bújörðum og afnot-
um af þeim, að því er hermt er í
skýrslu frá kaþólsku kirkjunni
þarlendis. Flestir hinna myrtu
voru kotungar, sem stórjarð-
eigendum þóttu vera til óþæginda
og fengu því til atvinnumorðingja
að ryðja þeim úr vegi, svo sem
alvanalegt er þarlendis og í fleiri
Suður-Ameríkulönd uni.
í skýrslunni stendur ennfrem-
ur, að nærri 500 manns hafi verið
myrtir þarlendis frá og með árinu
1985 út af jarðadeilum. 4555
brasilískir stórjarðeigendur eiga
eða hafa umráðarétt yfir 140 milj-
ónum hektara ræktanlegs lands.
Þar í landi vinna um 38 miljónir
manna að landbúnaðarstörfum,
en 14 miljónir af þeim eru með
öllu án eignar- eða afnotaréttar á
landi.
Reuter/-dþ.
Georgía
Mikil ólga
eftir manndráp
Yfir 60 á sjúkrahúsum vegna gaseitrunar.
Pingmaður krefst aukinnar sjálfstjórnar
Eritreanskir skæruliðar með hertekinn eþíópskan fána - lýkur næstum þrjátíu ára stríði þeirra með sigri ef
Gorbatsjov hættir að styðja við bakið á Mengistu?
margar. Af völdum mikillar
fólksfjölgunar er skógurinn, sem
fyrir aldamót þakti um helming
hálendis Eþíópíu, að miklu leyti
horfinn, og þegar hann bindur
ekki jarðveginn lengur blæs hann
upp.
Skaut sér braut
á valdastól
Síðasta Eþíópíukeisaranum
var steypt af stóli 1974 og tók þá
við völdum herforingjastjórn.
Einn herforingja þessara, Meng-
istu Haile Mariam, drap 1977 átta
háttsetta félaga sína og hefur síð-
an verið hæstráðandi landsins.
Hann útnefndi ríki sitt „sósíal-
ískt“ að fyrirmynd frá ríkjum
undir stjórn kommúnista og hef-
sómölsku þjóðerni. Kúbanir
hrundu þeirri innrás fyrir Eþíóp-
íustjórn, og einræðisherra
Sómalílands, sem Siad Barre
heitir, hefur síðan átt í of miklu
basli heimafyrir til að hafa
ráðrúm til að gera grönnum sín-
um í norðri frekari óskunda.
Kristnir berjast
innbyrðis
f norðri hefur Mengistu hins-
vegar, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir og mikinn sovéskan
vopnabúnað, mistekist að ganga
á milli bols og höfuðs á upp-
reisnarhreyfingum kristinna Er-
itreumanna og íbúa í Tígre (Tig-
ray), landshluta í fjallendinu milli
Eritreu og hinnar eiginlegu Eþí-
sem hafa með sér bandalag, unnu
mikinn sigur á stjórnarhernum
tvo fyrstu mánuði þessa árs í Tíg-
re, tvístruðu þremur herfylkjum
og felldu og tóku til fanga um
10.000 manns. Talið er líklegt, að
s.l. ár hafi Eþíópíuher misst álíka
marga menn fallna og Banda-
ríkjamenn alla sína stríðstíð í
Víetnam.
Kristnir berjast
innbyrðis
Nú sjást þess merki að Sovét-
menn séu teknir að þreytast á því
að styðja Mengistu í stríði þessu,
sem hann virðist með öllu ófær
um að vinna. Þeir hafa hvatt hann
til að reyna samningaleiðina við
uppreisnarmenn og gefið í skyn
að þeir kunni að hætta að senda
honum vopn, þegar núgildandi
samningur þeirra við hann um
þesskonar aðstoð rennur út seint
á næsta ári. Baráttukjarkur Eþí-
ópíuhers er sagður á þrotum eftir
mikið mannfall og ósigra og er
margra ætlan að stjórn Mengistus
falli svo að segja jafnskjótt og So-
vétmenn hætti að vopna hann.
Mengistu hefur brugðist illa
við þessum nýja tóni frá Moskvu
og hafist þegar handa um að
tryggja sér vopn annarsstaðar
frá, ef Sovétmenn skyldu bregð-
ast, m.a. hefur hann í þeim til-
gangi leitað til Kim II Sungs í
Norður-Kóreu og hyggst taka
Mikill hiti er í mönnum í Ge-
orgíu síðan 9. þ.m. er sov-
éskir hermenn dreifðu kröfu-
fundi í Tíflis af hömlulausum
hrottaskap. Opinberlega hefur
verið tilkynnt að hermennirnir
hafi orðið 20 manns að bana, en
fregnir hafa borist um að dánar-
talan kunni að vera miklu hærri.
Beittu hermennirnir við þetta
tækifæri kylfum, hvesstum
skóflum og og eiturgasi.
Mörgum þeim er voru á vett-
vangi ber saman um að hermenn-
irnir hafi lokað undankomu-
leiðum með skriðdrekum og
brynvögnum áður en þeir réðust
á fólkið á útifundinum, sem hald-
inn var á Rústavelí próspekt, að-
algötu í Tíflis. Hafi tilgangur her-
mannanna því greinilega verið sá
að leika fólkið illa, en ekki að
dreifa því. Reiði fólks í Tíflis út af
þessu virðist beinast einkum að
yfirvöldum í Moskvu, sem það
telur hafa fyrirskipað þessar ógn-
araðfarir eða að minnsta kosti
samþykkt þær. Bendir fólk í því
sambandi á að liðssveit í þjónustu
innanríkisráðuneytisins, sérþjálf-
uð til að bæla niður óeirðir, hafi
verið þarna að verki.
Dzhumber Patiashvili, leiðtogi
georgíska kommúnistaflokksins,
sagði af sér vegna þessa máls og
við tók Givi Gumbaridze, sem
heldur því fram að lítill hópur
manna í georgísku forustunni
hafi sent hermennina á vettvang.
Vadím Medvedev, hugmynda-
fræðingur sovéska kommúnista-
flokksins, hefur tekið undir þetta
og fullyrt, að ráðamenn í Moskvu
hafi ekki verið með í ráðum.
Talsmaður sovéska utanríkisráð-
uneytisins hefur tilkynnt að rann-
sóknir í málinu séu hafnar og vera
kunni að einhverjir herforingjar
og hermenn verði ákærðir. Ekk-
ert ákveðið hefur enn komið
fram um það, hver á staðnum hafi
gefið fyrirskipun um að beita
eiturgasi og skóflum.
Gumbaridze hefur viðurkennt
að herinn hafi beitt „kemískum
efnum“ gegn mannfjöldanum og
að nokkrir menn hafi látist af
völdum þeirra. Yfir 60 manns eru
á sjúkrahúsum í Tíflis af völdum
gaseitrunar og að sögn meðlims
rannsóknarnefndar, er skipuð
hefur verið af þessu tilefni, leiðir
gas þetta af sér mikinn höfuð-
verk, minnisleysi og að lokum
lömun taugakerfisins. Læknar
eiga í erfiðleikum í meðhöndlun
sjúklinganna, þar eð herinn neit-
ar að gefa upp, hvaða gastegund
sé um að ræða, og viðurkennir
raunar ekki að eiturgasi hafi ver-
ið beitt. En einhverskonar
taugagas mun það hafa verið. Ir-
aklíj Menagarisjvili, heilbrigðis-
málaráðherra Georgíu, fór í við-
tali á þriðjudag hörðum orðum
um herinn af þessu tilefni, sakaði
hann um lygar og kvaðst stað-
ráðinn í að icnýja yfirherstjórnina
til að láta uppi, hvaða gastegund
hefði verið beitt.
Ýmsar sögur eru á kreiki um
aðdragandann að hryllingsat-
burði þessum og er því jafnvel
fleygt að á bakvið hann hafi verið
um að ræða samsæri með það
fyrir augum að auka vandræði
Gorbatsjovs og stjórnar hans.
Víst er um það að atburðurinn
hefur vakið meðal Georgíu-
manna almenna reiði, sem kemur
fram í kröfum um aukið sjálf-
ræði. Þarlendur kvikmyndaleik-
stjóri að nafni Eldar Shengelaja,
sem kjörinn var á hið nýja full-
trúaþing Sovétríkjanna á dögun-
um, lýsti því yfir á fundi í Moskvu
í s.I. viku að hann myndi beita sér
fyrir því að sovétlýðveldin fengju
víðtæka sjálfstjórn og jafnvel um
síðir fullt sjálfstæði.
dþ.
Veiðifélag
Elliðavatns
Stangaveiði á vatnasvæði Elliða-
vatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru
seld á Vatnsenda og Elliðavatni.
Á sömu stöðum geta félagar úr
Sjálfbjörg, unglingar (12-16 ára)
og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík
og Kópavogi fengið afhent veiði-
leyfi án greiðslu.
Veiðifélag Elliðavatns
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. apríl 1989