Þjóðviljinn - 28.04.1989, Síða 10
KLIPPT OG SKORIÐ
Málgagn sósíallsma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans ,
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason, Silja Aðalsteinsdóttir
Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjórí: Olga Clausen
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Verð: 125 krónur
Skáldskapannál
í kvöld hefst í ráðstefnusölum ríkisins málþing um ís-
lenskar fornbókmenntir. Þetta ætti hvorki að vekja furðu
né sérstakan fögnuð, svo sjálfsagt ætti það að vera að
halda sérstaka ráðstefnu íslenskra fræðimanna, ungra
og gamalla, um menningararfinn. En staðreyndin er sú
að menn hittast sjaldan til að kynna fyrir öðrum hvað þeir
eru að skoða í fræðum þessum. Einhvern tíma á leiðinni
hafa fornar sögur og kvæði hætt að vera almenningseign
og opnar hverjum sem vildi hafa skoðun á þeim og orðið
að góssi sem geymt var í læstum og eldtraustum skáp.
Fyrir fáeinum vikum var viðtal í Nýju helgarblaði við
bandaríska fræðimanninn Jesse L. Byock. Hann studdi
fingri á veikan blett á íslenskum fræðum þegar hann
sagði þar: „Ég væri handalaus ef ég hefði ekki rannsóknir
íslenskra fræðimanna til að byggja á, en íslendingar hafa
ekki haft áhuga á að búa til kenningar um samfélagið sem
sögurnar lýsa. Þeir hafa ekki skoðað auð og völd á fyrstu
öldum eftir landnám, sem eru undirrót flestra hluta...“
Aðstandendur ráðstefnunnar um helgina skýra málið
frekar þegar þeir segja í fréttabréfi sínu: „Traustar texta-
rannsóknir" (eins og íslenskir fræðimenn hafa lengst af
stundað) „eru vissulega sú undirstaða sem allt frekara
starf byggir á en þær eru ekki endastöðin heldur upphaf-
ið. Eftir er glíman við bókmenntirnar sjálfar, þann heim
sem þær endurspegla og þá sérkennilegu blöndu inn-
lendrar frásagnarhefðar, frumlegrar sköpunar og er-
lendra menningaráhrifa sem er aðalsmerki þeirra.“
íslensk fræði, rannsóknir á fornbókmenntum okkar,
stöðnuðu fyrir löngu hér á landi, ýmist í karpi um hvort
frásagnir og persónur íslendingasagna væru sannar eða
skáldaðar eða hvort ein saga væri eldri eða yngri en
önnur. Auðvitað fannst mönnum þetta merkilegar sögur
og skemmtilegar, en það voru engin tíðindi. Miklu merki-
legra var að reyna að komast að því hver af merkum
höfðingjum 13. aldar hefði hugsanlega skrifað söguna -
sem engin leið var að komast að með vissu vegna þess
að þeir skrifuðu ekki undir nafni.
En á meðan fræðimenn hér heima héldu áfram að velta
fyrir sér aldri, staðfræði og innbyrðis rittengslum sagn-
anna, þá skutust erlendir fræðimenn fram úr þeim ís-
lensku. Erlendir fræðimenn sem áttuðu sig á að þessar
sögur voru bæði stór og góður gluggi að miðaldasamfé-
laginu, eins og Jesse Byock komst að orði, og fantagóður
skáldskapur sem hægt var að skoða og skilgreina sem
slíkan og komast að tvöföldum eða margföldum botni
hans.
í viðtali við aðstandendur ráðstefnunnar í Nýju helgar-
blaði í dag nefna þeir einn megingalla á háskólamenntun
hérlendis: hér er ekki boðið upp á menntun til doktors-
prófs. Ritperðir sem menn leggja fram til doktorsprófs við
Háskóla Islands vinna þeir alveg sjálfstætt og njóta ekki
akademískrar leiðsagnar. Slík leiðsögn og styrkir til
rannsókna eru veitt við erlenda skóla, jafnvel í fræðum
sem hvergi ætti að vera hægt að stunda jafn markvisst og
hér á landi: íslenskri sögu og bókmenntum.
Við að flytja menntun til æðstu prófa inn í landið hlyti að
koma upp í framhaldi af því eins konar akademía: hópur
ungra fræðimanna sem er þegar kominn með réttindi til
að kenna við háskóla og getur tekið að sér leiðsögn yngri
nemenda en jafnframt haldið saman sem hópur og þróað
og reynt kenningar sínar og hugmyndir hverjir á öðrum,
eins og vísir er að á ráðstefunni um helgina. Guð láti gott á
vita.
Það gefur auga leið að hvergi á að vera hægt að stunda
íslensk fræði eins vel og hér á íslandi. Þau eiga að vera
kjarni Háskólans og senda frá sér öldur áhrifa í allar áttir.
SA
Elsku andskotans upp-
lýsingabyltingin
Það er alltaf verið að lofa upp-
lýsingabyltinguna sem svo er
nefnd. Það er alltaf verið að
brýna fyrir okkur, að það skipti
meira máli að standa sig í fram-
leiðslu og dreifingu upplýsinga en
t.d. í því að framleiða fyrsta
flokks flök eða góðar peysur:
Vegna þess, segja menn, að það
eru upplýsingar (í formi kynn-
inga, auglýsinga, frétta ofl.) sem
selja vöruna, en ekki fram-
leiðendur, sem fá oftar en ekki að
heyra það, að þeir hafi framleitt
of mikið á röngum tíma og ættu
að hafa sig hæga og þvælast ekki
fyrir upplýsingastreyminu belss-
unarríka.
Við leiðum sjaldnar en skyldi
hugann að því að upplýsingabylt-
ingin, sérstaklega eins og hún art-
ar sig í áhrifamiklum fjölmiðlum,
er oftar en ekki stórlega varasöm.
Ekki síst okkur íslendingum.
Meðal annars vegna þess að upp-
lýsingaflæðið er svo mikið, að
menn taka ekki eftir áreiðanleik
þess og gildi fyrir raunverulega
þekkingu á hlutum. Heldur
miklu heldur eftir þeirri
ÍMYND, sem það skilur eftir.
ímynd fiskjarins
Á þetta vorum við minnt í grein
sem birtist í Morgunblaðinu á
dögunum þar sem spurt var í fyr-
irsögn: „Er fiskurinn að glata
ímynd sinni sem sérstakt heilsu-
fæði?“. Þar er það rifjað upp, að
fiskframleiðendur hafi notið þess
í háu markaðsverði á undanförn-
um árum, að „á fiskinn hefur ver-
ið litið sem sérstakt heilsufæði".
Það er rétt: Trú, studd upplýs-
ingahrafli, á fisk sem frestar
hjartasjúkdómum, hressir hei-
lann og er hollari en t.d. kjöt hef-
ur vafalaust gert meira til að lyfta
íslenskum lífskjörum en flest það
sem hefur beinlínis verið á okkar
valdi að gera í þágu okkar út-
flutningsvarnings. Hin mikla
eftirspurn velmegunarfólks eftir
góðu heilsufari hefur dugað okk-
ur vel.
Við ramman reip
að draga
En nú er annar uppi. í fyrr-
nefndri grein segir: „Blöð, tíma-
rit og ekki síst sjónvarpsstöðvar
hafa birt hverja hrollvekjuna af
annarri um eitraðan fisk og þótt
næstum því eingöngu sé um að
ræða vatnafisk og skelfisk alls
konar, þá verður þetta allt að
einu í huga kaupenda. Ef ein teg-
undin er eitruð geta þær allar ver-
ið hættulegar".
Með öðrum orðum: ímynd
fiskjarins breytist á veigamiklum
markaði - og við sem fisksölu-
þjóð getum fátt gert. Við getum
ekki breytt neinu um að stórvötn
Norður-Ameríku eru illa meng-
uð, að þaðan slæðist eitrað fisk-
meti og að þetta nægir til að kasta
rýrð á allan fisk. Það reynist
a.m.k. feiknalega dýrt og erfitt
að reyna að rétta af orðstír fisk-
metis. Vonin helsta að sjónvarps-
áhorfendur séu gleymnir - eins
og á daginn kom í Vestur-
Þýskalandi, en þar hrapaði öll
fisksala mikið fyrir nokkrum
misserum eftir að ormar í norður-
sjávarsíld komust í nærmynd í
sjónvarpi.
En þetta minnir og á annað í
leiðinni: hve vafasamt það er
fyrir okkur að spilla „ímynd“
okkar með hvalveiðum - einmitt
um leið og fiskur er að öðru leyti á
undanhaldi í almenningsáliti.
Að hugsa um
kynlíf
Önnur athugasemd skal hér
með fylgja til þeirra, sem mega
varla vatni halda fyrir hrifningu
af upplýsingabyltingunni.
Hún iýtur að því, að sífellt eru
gerðar kannanir, sem eru svo
langt úti í hött, að manni sýnist
einna helst þær séu gerðar til að
gera gys að könnunum.
Pressan sagði frá einni slíkri í
gær. Sú könnun var gerð í Bret-
landi og átti að finna „upplýsing-
ar“ um samhengið milli greindar-
vísitölu manna og áhuga þeirra á
kynlífi. Til hvers, það veit eng-
inn. En viti menn: Niðurstaða
þessarar könnunar er sú að „því
gáfaðri sem menn eru þeim mun
meira hugsa þeir um kynlíf“.
Nánar tiltekið:
„ Að meðaltali hugsa gáfaðir karl-
menn um það bil 35 sinnum á dag
um kynlíf, ef marka má umrædda
könnun. Meðaltalið hjá þeim
sem ekki töldust sérlega greindir
var aftur á móti 26 skipti á dag“.
Og svo er haldið áfram: sama
rannsókn sýnir að konur hugsa
miklu sjaldnar um kynlíf en karl-
ar - og þá snýst dæmið við:
greindar konur hugsa sjaldnar
um það enhinar. Þærsex sinnum,
hinar síðarnefndu átta sinnum.
Og enn hefur einn steinn bæst
við í háreista öll upplýsingasam-
félagsins.
Amasti hégomi
Hégómi er það, aumasti hé-
gómi. Fyrir nú utan það að kann-
anir af þessu tagi eru fyrst og síð-
ast villandi: í umhverfi og á þeim
tíma þegar það þykir ekki góður
siður að leggja kynlíf við hé-
góma, þá munu menn síður
viðurkenna að þangað leiti hugur
þeirra. En séu menn þar staddir í
sögunni sem mikið kynlíf er eftir-
sóknarvert, m.a. sem stöðutákn
og sjálfsréttlæting, þá eru þeir
líklegir til að gera sem mest úr
áhuga sínum á þessum geira
mannlífs (og framkvæmdum
líka). En þar fyrir utan: hvernig í
ósköpunum fara menn að því að
telja kynlífshugrenningar sínar?
Sitja þeir við vinnu sína og minna
sjálfa sig á að þeir eru með í kyn-
lífskönnun og reyna svo að gera
það upp við sig á kortérsfresti,
hvort þeir eru að hugsa um sam-
farir eða ekki?
Sem betur fer skiptir þessi
könnun svosem engu máli. Hún
er barasta rifjuð upp hér til að
styðja þá í gagnrýni,sem eru
þreyttir orðnir á síbyljulofsöngn-
um um upplýsingaþjóðfélagið.
sem manni skilst að eigi að vera
öðrum þjóðfélögum merkilegra.
ÁB
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. aprfl 1989