Þjóðviljinn - 28.04.1989, Side 11
„Það er lítið svigrúm fyrir bók-
menntatúlkun í textafræðinni,“
segir Gísli. „Stíll, frásagnar-
tækni, bygging og formgerð verk-
anna verða útundan í fræðunum
hér. Mönnum er ekki í nöp við
þessa hluti en þeim finnst þeir
ekki skipta máli.“
„Vandamálið er rannsóknar-
hugtakið hér á landi,“ segir
Gunnar Ágúst. „Rannsókn er
fflólógíía. Það er ekki rannsókn
að skoða bókmenntirnar heldur
handritin og tengsl þeirra."
„Svo koma bækur eins og dokt-
orsritgerðir Jónasar Kristjáns-
sonar um Fóstbræðrasögu og bók
Óskars Halldórssonar um
Hrafnkötlu sem ættu að fleyta
rannsóknum fram um mörg ár,
en þá verður ekkert framhald á
þeim. Þær standa einar,“ segir
Örnólfur.
Á þessu hyggjast aðstandend-
ur ráðstefnunnar ráða bót með
því að stofna tímarit um fornbók-
menntir. Það á að heita Skáld-
skaparmál.
Á ráðstefnunni tala mestmegn-
is ungir fræðimenn, en fyrstur á
mælendaskrá er Jakob Bene-
diktsson sem er kominn yfir átt-
rætt. „Hann er bæði elstur núlif-
andi fræðimanna okkar og yngs-
tur hinna viðurkenridu fræði-
manna á þessu sviði,“ segir Örn-
ólfur. „Hann hefur víða farið og
margt séð og er svo ungur í anda
að hann á eins vel heima þarna og
við hin.“
„Aðaleinkenni ráðstefnunnar
er að þar ægir saman efnum,“
segir Gísli. „Þetta er hersýning,
vopnatal,“ takaallirundir. „Ráð-
stefnan er ekki um tiltekið við-
fangsefni heldur sýnishorn af öllu
sem við erum að gera. En aðal-
áherslan er á fornar sögur og
kvæði sem bókmenntir."
Ráðstefnan er öllum opin, allir
eru velkomnir hvenær sem er
ráðstefnudagana. Dagskrá birtist
í Þjóðviljanum í gær, bls. 16.
Ráðstefnugjald er kr. 500.-
SA
Gísli Sigurðsson, Gunnar Ágúst Harðarson og Örnólfur Thorsson. Mynd: Jim
Þetta er hersýning
Merk ráöstefna ungra fræöimanna um íslenskar fornbókmenntir
Um helgina verður haldin ráð-
stefna um íslcnskar fornbók-
menntir í ráðstefnusölum ríkis-
ins, Borgartúni 6. Hún hefst í
kvöld kl. 20.00 og heldur áfram í
fyrramálið kl. 10.00. Átján
fræðimenn flytja þar erindi um
ýmsa þætti fornbókmenntanna,
en þó er megináherslan á að
skoða bókmenntalega þætti. I
fréttabréfi um ráðstefnuna segir
m.a.:
„Það er mál manna að á undan-
förnum árum höfum við íslend-
ingar verið eftirbátar erlendra
fræðimanna við rannsóknir á
bókmenntaarfi okkar. Ástæðan
kann að vera sú að hér hefur
handritafræði setið í öndvegi en
önnur sjónarmið síður átt upp á
pallborðið. Traustar textarann-
sóknir eru vissulega sú undir-
staða sem allt frekara starf byggir
á en þær eru ekki endastöðin
heldur upphafið.“
Ábyrgðin á ráðstefnunni hvflir
á herðum þriggja manna, Gísla
Sigurðssonar bókmenntafræð-
ings, Gunnars Ágústs Harðar-
sonar heimspekings og Örnólfs
Thorssonar bókmenntafræðings.
Við spyrjum hver hugmyndin sé
með þessu mikla þingi.
„Hugmyndin er ekki eingöngu
að ögra ráðsettum fræðimönnum
heldur að stefna saman ungum
fræðimönnum, líka þeim sem til
þessa hafa sinnt nútímabók-
menntum og nálgast fornbók-
menntir fyrst og fremst sem góð-
an skáldskap," segir Örnólfur.
„Það vantar fræðilegan vettvang
fyrir þetta fólk og þó að kerfið
banni ekki fólki að tala saman
opinberlega hvetur það heldur
ekki til þess.“
„Háskólinn býður ekki upp á
framhaldsnám í þessum fræðum
sem væri mikill hvati,“ segir
Gísli. „Menn þurfa að vinna
doktorsritgerðir sínar um íslensk-
ar fornbókmenntir í útlöndum
undir leiðsögn erlendra kennara
sem hafa minni innsýn í fræðin en
okkar menn.“
„Okkur langar til að búa til
vettvang fyrir þessi fræði, kynna
það sem hefur verið að gerast er-
lendis og hvetja fólk til að hittast
og kynnast sem hefur áhuga á
þeim,“ segir Örnólfur. „Fræðin
hérna heima eru í föstum farvegi
og undir áhrifavaldi textafræð-
innar. Menn verða að ljúka
sveinsstykki í textafræði áður en
mark er tekið á því sem þeir segja
um þessi verk sem bókmenntir."
Föstudagur 28. apríl 1989 NÝTT HHLGARBLAÐ - SÍÐA 11