Þjóðviljinn - 28.04.1989, Qupperneq 12
MINNING
Hákon Bjamason
Lokið er nú ævi manns, sem
setti svip á öldina í íslensku
þjóðfélagi. Hákon Bjamason
skógræktarstjóri er látinn á 82.
aldursári. Lát hans táknar kafla-
skipti í sögu skógræktar á íslandi.
Hann hóf starfsferil sinn, þegar
orðið skógrækt var á fárra
vörum. Nú er þetta orð gjarnan
notað sem lausnarorð í dreifðum
byggðum íslands og á vörum
þéttbýlisbúa táknar það draum
um betra land, ástand, sem geri
mannlíf á þessu landi fegurra.
Það var gaman, að Hákon skyldi
fá að lifa þessi umskipti. Enginn
maður átti meiri þátt í þeim en
hann, sjálfur brautryðjandinn,
sem mátti lengi heyra sína eigin
rödd hljóma sem í eyðimörku.
Röddina, sem hrópaði á íslenska
þjóð um það, að landið hennar
ætti ekki að vera í tötrum, heldur
gæti það verið grænt og fagurt, ef
þjóðin kynni að umgangast það
og vildi gjarnan skuld forfeðr-
anna við það, skuldina, sem þeir
urðu að stofna til svo að þeir gætu
lifað.
Hákon Bjarnason starfaði
lengst af ævi sinnar í þjónustu
ríkisins, en hann gerði það ekki
sem hljóðlátur embættismaður,
heldur sem trúboði, sem flutti
fagnaðarerindi um hið sanna
andlit fslands, en lét um leið
refsivöndinn ríða á þjóðinni fyrir
misgerðir hennar gegn landinu,
Meistari Jón endurborinn, en
veifandi annarri biblíu.
Hákon Bjarnason fæddist 13.
júlí 1907 í Reykjavík. Foreldrar
hans voru merkishjónin Ágúst H.
Bjarnason, síðar prófessor í
heimspeki við Háskóla íslands,
og Sigríður Jónsdóttir, Ólafs-
sonar ritstjóra og alþingismanns.
Á því leikur enginn vafi, að æsku-
heimili Hákonar hefir mótað
hann mjög. Prófessor Ágúst var
ekki bara háskólakennari fyrir
þröngan hóp stúdenta, heldur
einn mesti alþýðufræðari á sinni
tíð. Hið mikla ritverk hans
„Yfirlit yfir sögu mannsandans“,
heimsspekisaga, hafði veruleg
áhrif á heila kynslóð. Sigríður
móðir Hákonar var ein þeirra
kvenna, sem sté fram í upphafi
aldarinnar úr þöguili dyngju
nafnlausra íslenskra kvenna og
gerðist kornung kennari við
Kvennaskólann í Reykjavík.
Hákon lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1926 og hélt að því loknu til náms
í skógræktarfræðum við Land-
búnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn. Þaðan brautskráðist
hann 1932 fyrstur íslendinga í
þessum fræðum. Veturinn eftir
vann hann sem aðstoðarmaður á
Plantefysiologisk Laboratorium
við sama háskóla. Heim til ís-
lands kom hann vorið 1933 og tók
þá við framkvæmdastjórn Skóg-
ræktarfélags fslands, sem stofnað
hafði verið á Alþingishátíðinni
1930, en síðan starfað af litlum
krafti. Hákon hleypti lífi í starf-
semi félagsins, kom á fót gróðrar-
stöð þess í Fossvogi í Reykjavík,
sem Skógræktarfélag Reykjavík-
ur tók við 1947. Á þessum fyrstu
árum bast hann tryggðaböndum
við Skógræktarfélag íslands, sem
aldrei rofnuðu. Hann var fram-
kvæmdastjóri þess fram á lok sjö-
unda áratugarins og ritstjóri
Ársritsins 1936-1963. Heiðursfé-
lagi þess var hann kjörin 1977.
Hinn 1. mars 1935 var Hákon
skipaður skógræktarstjóri og
gegndi því starfi í 42 ár til 30. júní
1977. Hann tók við litlu búi hjá
Skógrækt ríkisins og litlum skiln-
ingi stjórnvalda á þeirri starf-
semi, sem hann átti að veita fof-
stöðu. Má til marks um það nefna,
að allt framkvæmdafé Skóg-
ræktar ríkisins árið 1934 var á
fjárlögum 7.500 kr. En vissulega
skógræktarstjóri
Fæddur 13
var heimskreppan í algleymingi á
þessum árum. Lítið rættist úr á
næstu árum og fyrir því mun hafa
komið til tals, að hann tæki að sér
auk skógræktarstjórastarfsins
starf við nýstofnaða Atvinnu-
deild Háskólans. Fyrir því dvald-
ist Hákon erlendis veturinn 1936-
37 til þess að kynna sér vinnu-
brögð við tilraunastarfsemi í
jarðrækt. Hann var fyrst við hina
heimsþekktu rannsóknastöð í
Rothamstead í Englandi og vann
undir handleiðslu dr. Fishers,
sem talinn er höfundur nútíma
tilraunastærðfræði. Síðari hluta
vetrarins dvaldi hann í Stokk-
hólmi við Skógræktarháskólann
hjá próf. Olaf Tamm, kunnasta
jarðvegsfræðingi Svía um þær
mundir.
Til þess kom þó ekki, að hann
færi að Atvinnudeild Háskólans,
heldur tók hann vorið 1937 við
forstöðu Mæðiveikivarna. Minn-
ist ég þess sem strákur, að faðir
minn sagði okkur þetta vor, ný-
kominn frá Reykjavík, að Hákon
Bjarnason væri nýtekinn við
þessu starfi vegna þess, hver
dugnaðarforkur hann væri talinn,
enda þótti mikið við liggja að
hamla gegn vágesti þeim sem þá
ógnaði íslenska sauðfjárstofnin-
um. Ýmsum mun nú finnast þetta
nokkur kaldhæðni örlaganna
fyrir bæði Hákon og sauðfjár-
bændur í ljósi þeirrar viður-
eignar, sem hann átti síðar í við
sauðfjárræktarmenn, þar sem
hann var af ýmsum talinn versti
óvinur íslensku sauðkindarinnar.
Forstöðu Mæðiveikivarna gegndi
Hákon til 1941.
Fleiri opinberum störfum mun
Hákon ekki hafa gegnt utan vett-
vangs skógræktarinnar, ef frá er
skilin seta í ýmsum ráðum og
nefndum svo sem Náttúruvernd-
arráði frá stofnun þess til 1972.
Er ekki ástæða til að telja fleira
upp af því hér. En sannleikurinn
er sá, að skógræktin tók svo hug
Hákonar allan, að hann taldi ekki
veita af að helga henni alla krafta
sína. T.d. mun honum hafa boð-
ist þátttaka í stjórnmálastarfi, en
því hafnaði hann. Hann brýndi
enda oft fyrir okkur starfsmönn-
um sínum að einbeita okkur að
skógræktinni. Og ég minnist
þess, að hann var lítt hrifinn af
því, að ég skyldi vera að vasast í
pólitík eða öðru félagsmálastússi.
Hákon var ekki fyrr tekinn að
starfa að skógræktarmálum hér
heima en hann markaði sér þá
stefnu, sem mest áhersla hvíldi á
allan hinn langa starfsferil hans:
Innflutning trjátegunda til ís-
lands - og raunar allra plantna,
sem auðgað gætu gróðurríki þess.
í Ársriti Skógræktarfélags ís-
lands 1933-34 birti Hákon fyrstu
stóru stefnumótandi grein sína:
„Framtíðartré íslenskra skóga“.
t>ar fer hann að bera saman
veðurfar á íslandi og í Alaska í
fyrsta skipti opinberlega. En það
var síðan eilíft áhersluatriði í
fræðslu hans og athugunum.
Þessum hugmyndum sínum
fylgdi hann eftir í verki strax og
hann varð skógræktarstjóri með
því að reyna að afla fræs að vest-
an og árin 1936-39 flytur hann inn
plöntur ýmissa tegunda frá Nor-
egi, sem nú eru fagrir minnis-
varðar um þessa fyrstu viðleitni:
Fjallaþinur og blágreni á Hall-
ormsstað. Lýðveldislundurinn á
Tumastöðum og elsti sitkagreni-
lundurinn í gróðrarstöðinni í
Fossvogi, svo eitthvað sé nefnt.
Arið 1943 birtir hann svo eina
af sínum stóru ritgerðum í
júlí 1907. Dáinn 16. apríl 1989
Hákon Bjarnason í Skorradal vorið 1974. Ljósmynd V. Eriksson.
Ársritinu: „Um ræktun erlendra
trjátegunda“, 50 blaðsíðna grein,
sem um árabil var grundvallar-
heimild um þetta efni. Strax og
heimsstyrjöldinni lauk tekur
hann svo að leita sambanda
austan hafs og vestan til þess að
útvega fræ fyrir skógræktina hér í
samræmi við stefnuna, sem grein-
in 1943 markaði. Alaskaförin
haustið 1945 og Noregsförin vor-
ið 1947 mörkuðu tímamót í þessu
efni, því að þá efndi hann til pers-
ónulegra sambanda, sem fullyrða
má, að reyndust traustasti grund-
völlurinn undir fræöflunarstarfi
hans alla starfsævina. Um báðar
þessar ferðir skrifaði hann ítar-
legar frásagnir í Ársritið. Var Al-
askaferðin auðvitað mikið ævin -
týri á þeim tíma. Og þar var Há-
kon líka að ganga slóð móðurafa
síns Jóns Ólafssonar. í þessari för
fann Hákon m.a. alaskalúpínuna
og hafði með sér heim fræ af
henni. Hann skrifaði svo í frá-
sögn sinni: „En auk þessa tók ég
bæði rætur og fræ af ýmsum
plöntum, sem uxu á þessum slóð-
um og mér virtist, að fengur
mundi í að flytja hingað til lands.
Einkum leist mér vel á lúpínur,
sem uxu eftir endilangri strönd-
inni meðfram skógarjaðrinum.
Geti sú jurt vaxið af sjálfsdáðun
hér á landi og breiðst út, er áreið-
anlega mikill hagur af því þar sem
lúpínur bæta mjög allan jarðveg,
sem þær vaxa í“.
Ég er sannfærður um, að þessi
jurt á eftir að valda algerri bylt-
ingu í landgræðslu á íslandi. Loks
hillir nú undir það 40 árum eftir
að Hákon skrifaði þessi spá-
mannlegu orð.
Þessi merka saga verður ekki
rakin lengra hér, en aðeins minnt
á, að við leiðarlok gat Hákon séð,
að flutt höfðu verið til landsins á
annað hundrað trjátegundir frá á
annað þúsund stöðum víðs vegar
úr heiminum og einn tugur þeirra
hafði þegar numið land og gerst
þegnar í íslensku gróðurríki.
Meiri blessun náttúrunnar gat
Hákon vart fengið fyrir þennan
meginþátt í lífsstarfinu. Þess
vegna mun nafn hans ætíð verða
nefnt meðal hinna fyrstu, sem
urðu til þess að bæta íslenskt
gróðurríki og gera landið byggi-
legra.
Annar stóri þátturinn í lífs-
starfi Hákonar var baráttan fyrir
því að stöðva jarðvegs- og gróð-
ureyðinguna og endurheimta
landgæði. Hann byrjaði á að leita
orsakanna, eins og allir góðir
rannsakendur gera. Hann
kynntist landinu snemma. Fór
tvisvar sinnum ríðandi kringum
landið, sem fáir íslendingar hafa
gert. í hringferðinni 1933 hóf
hann sýnatöku á eldfjallaösku,
sem leiddi nokkrum árum síðar
til samstarfs þeirra Sigurðar Þór-
arinssonar og varð grundvöllur
að sérstakri grein innan jarðfræð-
innar: Öskulagatímatalinu. En
það mun vera eitt merkasta fram-
lag íslendinga til alþjóðlegra
jarðvísinda. Við þessar rann-
sóknir kynntist Hákon upp-
blæstrinum og myndun fokjarð-
vegsins á íslandi. Saga uppblást-
ursins tengdist sögu þjóðarinnar,
sem Hákon hafði lifandi áhuga á
og þekkti flestum betur. Árið
1942 birti hann í Ársritinu mikla
grein, sem nefndist „Ábúð og ör-
tröð“, þar sem hann áætlar nú-
verandi gróðurlendi og skóglendi
(reyndist síðar furðu nærri hinu
sanna) og rekur orsakir jarðvegs-
og gróðureyðingarinnar. En hún
vakti ógnarleg andsvör ýmissa
forystumanna í landbúnaði og
margra bænda. Ég held með
henni hafi byrjað fyrir alvöru
stríðið um landið og nýtingu þess,
sem Hákon háði alla ævi eftir
það.
Síðar skrifaði hann svo fjölda
greina um þetta efni, iðulega til
andsvars heiftarlegum árásum.
Samvinna Skógræktarfélags ís-
lands og Skógræktar ríkisins varð
með býsna óvenjulegum hætti,
þegar um er að ræða ríkisstofnun
og áhugamannafélag. En hér sat
sami maður framkvæmdastjóri
hvors tveggja. Eftir að Valtýr
Stefánsson ritstjóri varð formað-
ur skógræktarfélagsins myndað-
ist í Hákoni og honum tvístirni,
sem fékk miklu áorkað: Skóg-
ræktarfélög spruttu upp um allt
land og sjötti áratugurinn ein-
kenndist af gríðarlegri bjartsýni.
Gagnviðarhugmyndin fékk góð-
an byr. Hinn mikli áróðursmaður
Hákon Bjarnason var óþreytandi
að boða fagnaðarerendið: Hann
var fyrstur skógræktarmanna á
Norðurlöndum að nota kvik-
myndinasem fræðslumiðil. Hann
lét Skógrækt ríkisins gera þrjár
skógræktarmyndir, hina fyrstu
1940. Ferðaðist með þær um allt
land. Það var mikið nýnæmi á
fimmta og sjötta áratugnum og
mjög vinsælt. Hákon hafði vissu-
lega orðið á valdi sínu bæði talað
og ritað, en engi að síður er það
undrunarefni, hve vel honum
varð ágengt að fá fjölda fólks til
liðs við skógræktarhugsjónina,
því að fyrstu þrjá áratugina í
starfi sínu hafði hann hvorki víð-
lenda né stórvaxna skógarreiti til
þess að flagga með. Ég held aðal-
skýringin sé stanslaus elja hans
að kynna þetta hjartans mál sitt.
Hann var alltaf að, lét ekkert
tækifæri ónotað. í því birtist ma.
sú staðreynd, að starf Hákonar
Bjarnasonar var jafnframt líf
hans.
Ég held fyrsta stóra áróðurs-
átak Hákonar hafi verið stofnun
Landgræðslusjóðs í sambandi við
atkvæðagreiðsluna 1944 um
stofnun lýðveldisins. Lands-
söfnunin sem þá fór fram skilaði
ótrúlegum árangri í peningum og
umtali. Eftir þetta var Land-
græðslusjóður ætíð eitt af óska-
börnum Hákonar, þótt hann yrði
kannski aldrei þess megnugur,
sem hann hafði vænst. Hann
sýndi hug sinn í verki, er hann gaf
sjóðnum tæplega 200 ha land-
spildu í Straumi sunnan við Hafn-
arfjörð. Það er land, sem verður
æ verðmætara sem frá líður. Há -
kon var formaður sjóðsstjórnar-
innar frá stofnun 1944 til 1977.
Hákon Bjarnason var gæddur
miklu innsæi, hæfileika til þess að
sjá langt inn í ókomna tíð, sem
byggir bæði á hugmyndaflugi og
þekkingu. Það birtist víða í máli
hans töluðu og rituðu. Eftir hann
liggur geysimikið ritað mál, þeg-
ar allar ritgerðir hans og blaða-
greinar eru lagðar saman. Hann
þýddi á íslensku 1950 bók eftir
bandarískan náttúrufræðing, Fa-
irfield Osborn, sem nefnist
„Heimur á heljarþröm". Það var
fyrsta bókin á íslensku um um-
hverfisvandamál heimsins. Þar
má lesa margt af því, sem um þau
mál hefir síðan verið sagt og ritað
af öðrum eftir 1970.
Ég starfaði undir stjórn Há-
konar í aldarfjórðung og á honum
margt að þakka. Hann var hvort
tveggja í senn mildur og harður
húsbóndi. Hann reyndi að ala
okkur undirmenn sína upp sem
trúboða til að berjast fyrir hug-
sjóninni um grænna og betra ls-
land. Það bar örugglega árangur,
þótt enginn okkar komist með
tærnar, þar sem hann hafði hæl-
ana sem baráttumaður, því að
hann var sannkaliaður baráttu-
jaxl. Hann var okkur mikill fræð-
ari og föðurlegur siðameistari.
Við vorum auðvitað ekki alltaf
sammála, en skildum alltaf vinir,
á hverju sem gekk.
Samskipti Hákonar við er-
lenda skógræktarmenn voru
mikil, en þau voru bein afleiðing
af fræöflun hans, sem áður er á
minnst. Nánust urðu samskiptin
við Norðmenn. Hann var kjörinn
heiðursfélagi Norska skógrækt-
arfélagsins, eini útlendingur, sem
hefir orðið þess heiðurs aðnjót-
andi. Fagur vottur þess, hve mik-
ils hann var metinn meðal
norskra skógræktarmanna er
það, að skógræktarstjóri Noregs
er í dag kominn til þess að fylgja
honum til grafar fyrir hönd skóg-
ræktarmanna og skógræktarsam-
taka og stofnana í Noregi.
Hákon Bjarnason var hraust-
menni mikið og naut góðrar
heilsu, þar til síðustu mánuðina,
að undan varð að láta.
Hákon var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Guðrún Magnús-
dóttir og eignuðust þau eina dótt-
ur, Ingu deildarstjóra. Þau slitu
samvistum.
Síðari kona hans, Guðrún
Bjarnason sem lifir mann sinn,
var honum alla tíð ómetanleg
stoð og stytta. Börn þeirra fjögur
eru: Laufey, kennari; Ágústa,
grasafræðingur; Björg, flugfreyja
og Jón Hákon skógtæknifræðing-
ur og skrúðgarðyrkjumeistari.
Við leiðarlok tel ég mér gæfu
að hafa notið þess að fá að starfa
undir einum mesta ármanni ís-
lands á þessari öld og þakka hon-
um leiðsögn og samfylgd.
Við hjónin sendum Guðrúnu
og börnum þeirra Hákonar inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigurður Blöndal
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. apríl 1989