Þjóðviljinn - 28.04.1989, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Qupperneq 18
Neðarlega til vinstri á myndinni sést maður láta bursta skóna sína. Varla hefur hann gert þar sem maður sést. Það var frumkvöðullinn Louis Jacques Mandé Dagurre sem tók sér grein fyrir því að sú skóburstun yrði söguleg, því þetta er fyrsta Ijósmynd sögunnar þessa mynd fyrir 150 árum, í París árið 1839. Þegar sólin lærði að teikna Ljósmyndin á 150 ára afmæli um þessar mundir „Sólin hefur lært að teikna" skrifaði hrifnæmt skáld fyrir 150 árum þegar fréttir bárust af fyrstu Ijósmyndunum. Það var í janúar 1839 að Mandé Daguerre tókst að framkalla fyrstu Ijósmyndirnar með að- ferð sem síðan var kennd við hann, Daguerreaðferðin, en hún byggðist á því að notaðar voru silfurhúðaðar málmplöt- ur við töku myndarinnar. Ljósmyndavélin fangar augna- blikið og varðveitir um ókomna tíð. Þessi uppgötvun átti því eftir að hafa mikil áhrif og þá ekki síst í fréttamiðlun. Áður höfðu dag- blöð notað teiknara til að lífga upp á síðurnar en með tilkomu Ijósmyndarinnar var hægt að færa atburð eða persónur til lesandans beint. Ljósmyndavélin varð þó ekki strax algengt verkfæri á ritstjórn- um. Það er eiginlega ekki fyrr en upp úr 1920 að Ijósmyndavélin verður ómissandi verkfæri á hverri ritstjórn eða um 90 árum eftir að fyrsta ljósmyndin leit dagsins ljós. Ástæðan var sú að daguerreaðferðin og aðrar að- ferðir við framköllun mynda voru mjög seinvirkar og tækin sem þurfti til þess að festa augnablikið á filmu mjög fyrirferðarmikil. Flestar ljósmyndir sem voru teknar á síðustu öld voru því teknar á stofum. Samt sem áður burðuðust nokkrir eldhugar með vélarnar út um víðan völl og festu atburði á filmu einsog nútfma fréttaljósmyndarar gera. Þjóðverjinn Alois Löcherer er sennilega fyrsti Ijósmyndarinn sem festir ákveðna atburðarás á filmu en það var myndaröð af uppsetningu hinnar frægu styttu Bæheimur í Múnchen. Þetta var árið 1850 og við myndatökuna notaði hann nýja ljósmynda- tækni, svonefnda calotype aðferð sem hann hafði fundið upp sjálf- ur. Fyrsti alþjóðaviðburðurinn sem var skráður með ljósmynd- um var Krímarstríðið árið 1851.Flestar myndir frá Krím- arstríðinu eru uppstilltar myndir. Bandaríkjamaðurinn Mathew Brady er sennilega fyrsti stríðs- ljósmyndarinn sem reynir að sýna á myndum hvernig stríðið er Verkamenn vinna við að setja upp styttu í Munchen árið 1850. Ljósmyndari Alois Löcherer. raunverulega. í borgarastyrjöld- inni í Bandaríkjunum ferðaðist hann um með aðstoðarmenn og tók ljósmyndir af átökum og hörmungum stríðsins. Þetta var á árunum 1861-1865. En það voru fleiri atburðir en stríð sem þóttu þess virði að þeir væru festir á filmu. Andrew Jos- eph Rusell ljósmyndaði þann at- burð þegar járnbrautarteinarnir frá austurströnd Bandaríkjanna og vesturströnd voru tengdir saman í Utah árið 1869. Nú orðið gerist varla sá atburður í heimin- um sem fréttnæmur þykir að hóp- ur ljósmyndara sé ekki mættur á staðinn til þess að skrá það sem gerðist með myndavélum. -Sáf/The Democratic Journalist 18 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.