Þjóðviljinn - 28.04.1989, Qupperneq 19
í
„Við viljum Högna, viðvilj-
um Högna“, æptu 4000
manns á torgi í Landskrona 1.
apríl.
Mikill mannfjöldi hafði safn-
ast saman fyrir framan bæjar-
stjóraskrifstofurnartil þessað
mótmæla því að Högna
Hanssyni umhverfis- og holl-
ustuverndarfulltrúa Lands-
kronabæjar hafði verið sagt
upp störfum. Þetta er í fyrsta
skipti í sænskri sögu sem al-
mennir borgarar krefjast þess
að „maður í kerfinu" fái aftur
starf sitt.
Forsaga málsins er í stuttu máii
þessi að hinn íslenski líffræðingur
Högni Hansson hefur undanfarin
ár unnið ásamt fjölda sérfræðinga
að rannsókn á áhrifum mengunar
frá þeim verksmiðjum sem stað-
settar eru óeðlilega nálægt
mannabyggðum í Landskrona.
Landskrona er verksmiðjubær
sem stendur við Eyrarsund gegnt
Hilleröd í Danmörku.f sveitarfé-
laginu í heild búa 35 þúsund
manns og starfa allflestir við
efnaiðnað. Við ströndina tróna 8
áburðarverksmiðjur og af þeim
stafar mikil mengun. Heildar-
framleiðsla áburðarí Svíþjóðfer
fram á þessu svæði.
Meðal hinna rykspúandi skor-
steina eru nokkrir sem tilheyra
einu verksmiðju Norðurlanda
sem endurvinnur blý úr bíla-
geymum og rykið frá þeirri verk-
smiðju orsakar mjög heilsuspill-
andi blýmengun.
Þjóðhetja
í meira en tíu ár hefur forsvars-
maður umhverfis- og hollustu-
verndar í bæjarráðinu, Högni
Hansson barist fyrir bættri um-
hverfisvernd á þessu svæði.
Högni hefur orð á sér meðal um-
hverfissinna að vera öflugasti
talsmaður Svía í baráttunni fyrir
bættum mengunarvörnum.
Högni er opinber starfsmaður og
vinnur hjá bæjarstjórn Lands-
krona en hefur opinberlega hald-
ið því fram að bæjarstjórnin lúti
ekki landslögum hvað varðar
mengunarvarnir, heldur láti
stjórnast af iðnjöfrum.
Yfirlýsingar af þessu tagi og
eins skýrsla um uggvænleg áhrif
blýmengunar höfðu í för með sér
átök innan bæjarstjórnarinnar
sem enduðu með því að Högna
Hanssyni var fyrirvaralaust sagt
upp störfum.
Högni hefur ekki veigrað sér
við að segja sannleikann, að gefa
almennimgi nákvæmar upplýs-
ingar um hina gífurlegu hættu
sem stafar af nálægð verksmiðj-
anna. Þessi frásagnargleði hans
hefur farið mjög svo fyrir brjóstið
á meðlimum bæjarstjórnar sem
að sögn Högna beygja sig undir
vilja atvinnurekenda og iðnjöfra í
stað þess að framfylgja sænskum
lögum um umhverfisvernd.
Svíar hafa eignast nýja þjóð-
hetju. Högni er tvímælalaust einn
umdeildasti maður Svíþjóðar í
dag. Fyrstu viku aprílmánaðar
voru fréttir af Högna-málinu á
forsíðum allra dagblaða og sjón-
varpið gerði þessu máli einnig
góð skil. Hver er svo þessi Högni
sem rís upp og segir rótgrónum
jafnaðarmönnum til syndanna?
Fæddur í
Kjósinni
Högni Hansson hefur búið í
Svíþjóð í 23 ár. Blaðamaður Nýja
Helgarblaðsins sótti hann heim
sunnudaginn 9. apríl og voru þá
enn að berast aðdáendabréf frá
gjörvöllu landinu og stofan blóm-
Höcjni Hansson:
I rauninnivilja
allir betri heim.
Mynd: eb.
um skreytt, enda var stuðningur
almennings með ólíkindum í
þessu máli. Högni býr í raðhúsi á
skánsku sléttunni rétt utan við
Lund. Hann er rólyndismaður
sem teflir gjarnan í frístundum og
kýs fremur að ræða um stóru pól-
itfsku vandamálin, en sig og sína
persónu. Samt lét hann tilleiðast
að segja frá uppruna sínum.
„Ég ólst upp að Hjalla í Kjós og
hafði þegar frá upphafi áhuga
fyrir náttúrufræði.
Ég var sem barn í heimavistar-
skóla í Ásgarði og tók seinna það
sem kallað var landspróf í gagn-
fræðaskólanum í Vonarstræti.
Síðan leigði ég mér herbergi í
Reykjavík og lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1963.“
Hvenœr komstu svo til Svíþjóð-
ar?
„Ég kom hingað tii Lundar
19 ára gamall beint úr mennta-
skóla, og hef ekki farið héðan síð-
an, að undanskildu einu ári sem
ég var við nám í Stokkhólmi. Ég
lagði stund á náttúrufræði og fór
svo í kennaraháskóla og tók próf
til þess að öðlast kennsluréttindi.
Ég starfaði síðan í nokkur ár sem
kennari við Kennaraháskólann í
Malmö.“
Hvers vegna ílentist þú í Sví-
þjóð?
„Nú það var þetta venjulega,
ég kynntist sænskri konu og við
eignuðumst þrjá drengi.“
Þú hefur verið mikið ífjölmiðl-
um upp á síðkastið og umhverf-
ismálaráðherra Svíþjóðar Birgitta
Dahl veitt þér stuðning m.a. með
því að gera þig að forsvarsmanni
umhverfisverndarmála í Suður-
Svíþjóð. Á hvern hátt hefur þetta
breytt högum þínum?
„Auðvitað hefur þetta breytt
öllu, vegna þess að ég hef ekki
stundarfrið. Ég er alveg
steinhissa á stuðningi almenn-
ings, blóm, kort og bréf berast úr
öllu þessu langa landi jafnt frá
Kiruna í Norður-Svíþjóð sem
héðan úr mínu nánasta umhverfi.
Það má segja að endurráðning
mín sé söguleg í sænskri
stjórnmálasögu."
Meiri mengun
en sagt var
Nú býrð þú í Lundi en starfar í
Landskrona, en þangað er um
hálftíma akstur, hvernig kemstu á
milli?
„Ég bý hér í Lundi af fjöl-
skylduástæðum og það tekur mig
25 mínútur í lest að komast í vinn-
una. Það er mjög þægilegur
ferðamáti. Ég hef átt bíl, en eftir
að ég lærði á almenningskerfið og
börnin fóru að stækka þá sá ég
enga ástæðu til þess að reka bfl.
Maður verður líka að gera sér
grein fyrir því að ein aðalhætta
framtíðar okkar í þessu lífríki
stafar af bflamengun.“
Hvernig er atvinnuástandið í
Landskrona?
„Það vinna flestir við þessar
efnaverksmiðjur. Árið 1982 fór
skipasmíðastöðin Öresundsvar-
vet á hausinn, en þar störfuðu yfir
þrjú þúsund manns. þá voru
veittar 100 miljónir sænskra
króna til atvinnu uppbyggingar á
svæðinu. Af þessari upphæð voru
28 miljónir notaðar til þess að
reisa verksmiðju sem nefnist
Scandust en þar fer fram endur-
vinnsla málma úr síuryki. Sam-
kvæmt lögum er járn- og stál-
verksmiðjum skilt að setja
loftmengunarsíur á skorsteina.
Þetta er eitt þeirra fyrirtækja sem
við umhverfisfræðingar höfum
gagnrýnt hvað mest.“
1 hverju fólst sú gagnrýni?
„Okkur fannst upplýsingar
varðandi loftmengun sem
reiknað var með frá þessari verk-
smiðju slæmar og við bjuggumst
við meiri mengun en gert var ráð
fyrir úr herbúðum verksmiðju-
stjórnarinnar. Við létum þessa
skoðun okkar í ljós og við það
firrtust meðlimir bæjarstjórnar
sem hræðast það mest að aðflutn-
ingur fólks, túrismi ofl. hverfi.
Verksmiðjan sem dælir út
eiturefnum í andrúmsloftið tók til
starfa veturinn 82-83 og tveim
árum síðar kom svo í ljós að spá-
dómar okkar voru réttir, þ.e. að
loftmengunin var langt yfir lög-
legum mörkum. Formaður
bæjarráðs átti að svara fyrirspurn
um þetta mál og hafði hann látið
forstjóra verksmiðjunnar skrifa
„Sumarið 1988“.
Hvaðan fœrðu kraft?
„Ég veit bara að ég hef rétt
fyrir mér, ég þekki lög og hættur
og veit í hverju mínar skyldur
sem embættismaður felast. Al-
menningur ber ekki skynbragð á
þær hættur sem stafa af völdum
mengunar þannig að ég tel það
skyldu mína að upplýsa um hætt-
urnar.“
Nú ertu aftur kominn i meng-
unarmálin, en hvað með þig sjálf-
an, hver eru þín áhugamál?
„Umhverfisvernd, nú svo hef
ég áhuga á því að tefla og fylgist
alltaf með framvindu mála í skák-
íþróttinni, fyrir svo utan að ég
reyni að halda mér vel upplýstum
um ísland og íslensk málefni.“
„Ég hlusta hér á íslenska út-
varpsstöð einu sinni í viku og svo
les ég blöð og tímarit, ég er t.d.
áskrifandi að Þjóðviljanum, en
ætli ég þori nokkuð að lesa það
blað eftir þetta.“
Hvar viltu eyða ellinni?
„í betri heimi. Ef við hugsum
okkur að allir íbúar jarðar hefðu
sömu kjör og við, væri ekkert líf á
jörðinni því við erum á góðri leið
með að eyðileggja lífsmögu-
leikana. Ef t.d. allir Kínverjar
hefðu ísskáp myndi osonlagið
hverfa á skammri stundu. Ég
held að með haldbærum upplýs-
ingum til fólks sé mögulegt að
snúa þróuninni við. í rauninni
vilja allir betri heim, við verðum
bara að breyta hugsunarhætt -
inum «g gróðasjónarmiðunum.“
eb
fyrir sig ræðu. Þetta reyndist
brotlegur verknaður og eru nú ný
réttarhöld í uppsiglingu í þessu
máli.“
Bættar
mengunarvarnir
í hverju felast þœr úrbætur sem
þú leggur til?
„Bættar mengunarvarnir, hvað
sem þær kosta og eins úrbætur
varðandi skipulagningu íbúðar-
hverfa. Við leggjum á það ríka
áherslu að íbúðarhverfi verði
ekki í návígi við verksmiðjurnar.
Þetta er eitt af deilumálunum því
bæjarráðinu líkar ekki að mega
ekki byggja beint undir skor-
steinunum.
Mengunin í Landskrona er það
mikil að börn sem búa næst um-
ræddum verksmiðjum hafa meira
blý í blóði en önnur börn. Það er
einnig staðreynd að þessi börn
fæðast léttari en gengur og gerist,
og eins hefur talsvert borið á fæð-
ingum vanskapaðra barna.
Grænmeti sem ræktað er ná-
lægt þessum verksmiðjum hefur
of háan blýskammt til þess að
hægt sé að neyta þess. Fólkið sem
býr á þessu svæði hefur mörg ein-
kenni svo sem stöðug óþægindi í
öndunarfærum og ýmiskonar
önnur sjúkleg einkenni."
Nú hefur þú verið í eldlínunni
lengi, hverju viltu breyta í Sví-
þjóð?
„Hvað varðar pólitíkina þá er
það mín skoðun að það verður að
gera umhverfisverndarmálin að
grundvallarmáli. Ef við snúum
ekki þessari þróun við, þ.e.
reynum að hefta þá gífurlegu
mengun sem við búum við núna,
þá er hætta á því að allur norður-
hluti jarðar verði s.k. kemisk
eyðimörk. Kemisk eyðimörk er
það efnafræðilega ástand sem við
stöndum frammi fyrir þ.e. þegar
náttúran sjálf er ekki lengur lif-
andi.“
Veit að ég hef
rétt fyrir mér
Hvenœr komstu síðast til ís-
lands?
íslendingurinn Högni Hansson er orðinn að
þjóðhetju í Svíþjóð vegna baráttu sinnar gegn
mengun í Landskrona
Föstudagur 28. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19