Þjóðviljinn - 28.04.1989, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Qupperneq 21
Núna fyrst erum við að byrja Rætt við nemendur Leiklistarskóla íslands sem frumsýna útskriftarstykkið á morgun Þau eru aö útskrifast úr Leiklistarskólanum 27. maí í vor, átta bjarteyg ungmenni sem þrá ekkert heitar en að skemmta þjóðinni með leik, dansi og söng næstu áratug- ina. Á morgun frumsýna þau sveinsstykkið, leikritið Hund- heppinn eftir Ólaf Hauk Símonarson, skrifað sérstak- lega fyrir hópinn. Pétur Ein- arsson leikstýrir þeim og keyrir þau áfram á andstuttum hraða, og frammi fyrir undr- andi augum leikhússgesta eldast þau um þrjátíu ár á sviðinu: byrja tíu ára, enda fertug! En látupi gagnrýnend- um eftir að fjalla um verkið, snúum okkur að listamönnun- um sem nú skunda út í lífið, hart og sárt eftir mjúka vern- darveggi skólans síðustu fjögur ár. Gorkí opnaði víddirnar Bára Lyngdal Magnúsdóttir varð þekkt leikkona þegar hún lék Silju í Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur á Litla sviði Þjóðleikhússins. Var það fyrsta hlutverkið? „Nei. Meðan ég var í mennta- skóla á Akureyri lék ég í Skýjun- um eftir Aristofanes undir stjórn Andrésar Sigurvinssonar. Þá fékk ég smitið. Hann benti mér á að fara í prufu í Þjóðleikhúsinu fyrir hlutverk Silju og ég fékk það. Þar varð smitið ólæknandi.“ Hefur skólinn uppfyllt vonirn- ar? „Þetta hafa verið góð ár þótt auðvitað hafi komið tímabil stöðnunar inn á milli þegar manni tókst ekki að brjótast út úr formi sem maður var fastur í. Mark- miðið með náminu hér er að við brjótum niður hömlur innra með okkur til að geta skapað eitthvað nýtt og ferskt." Afhvaða verkefnifannstþérþú læra mest? „Hiklaust af Börnum sólarinn- ar eftir Maxim Gorkí í leiðsögn Kára Halldórs á öðru ári, og El- ektru í framhaldi af því. Þá opn- uðust miklar víddir fyrir mér.“ Áttu draumahlutverk? „Nei, ekkert sem ég myndi deyja fyrir að fá að leika. Mér þætti gaman að fá að takast á við persónur Tsjekovs, en fyrst og fremst langar mig til að leika. Við erum búin að vera hér í fjögur ár, en í rauninni erum við núna fyrst að byrja - og bíðum eftir að fá að stunda þessa atvinnu. Það sem þroskar leikara best er að fá að Íeika.“ Gott að minnast Sköllóttu söng- konunnar Ólafur Guðmundsson sagðist hafa leikið frá því í gagnfræða- skóla. í 9. bekk hefði hann farið í leikhús í starfskynningu og í menntaskóla lék hann á hverju ári í skólasýningum. En hvernig var að læra að leika í fullu starfi? „Svona upp og ofan. Maður er hér frá degi til dags og hugsar ekki um tímann í heild. Fyrsta árið var allt nýtt og spennandi. Á öðru ári varð námið miklu erfið- ara og maður vissi ekki alveg hvar maður stóð eða hvað maður var eiginlega að gera þarna. En þá var maður kannski að læra eitthvað! Fyrri hluti þriðja árs var Steinunn Ólafsdóttir (sem komst ekki með í spjallið), Elva Ósk Ól- afsdóttir, Bára Lyngdal Magnús- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Christine Carr líka erfiður, en síðan hefur verið mjög skemmtilegt og ég finn að ýmislegt hefur stimplast inn á þessum árum af tækni og slíku.“ Hvað var skemmtilegast? „Það er gott að minnast Sköll- óttu söngkonunnar í haust, og raunar allra leikritanna í Nem- endaleikhúsinu af því að þá sýn- um við. Ég lærði líka mikið á Börnum sólarinnar á öðru ári. Það var helvíti erfitt verk en vel skrifað." Hvað langar þig mest til að gera? „Mig myndi langa mest til að leika í alvarlegu og svolítið sorg- legu leikriti með söng. Mér finnst svo gaman að syngja.“ Grímuleikurinn heillar Sigurþór Albert Heimisson er gamalreyndur á sviði. Hann smit- aðist af bakteríunni á síðasta ári í gagnfræðaskóla heima á Horna- firði, lék þá gæslumanninn í Sjö stelpum á skólasýningu. Svo fór hann í leikræna tjáningu hjá Viðari Eggertssyni á Akureyri. Þá varð veikin krónísk. Svo tók Viðar að sér að setja upp leikrit. með leikklúbbnum Sögu í Dyn- heimum og sagði Sigurþór að sig vantaði mann. „í hvaða hlut- verk?“ spurði Sigurþór. „Ég veit ekki hvort þú þekkir það,“ svar- aði Viðar, „það er Sven Palm- gren, gæslumaðurinn í Sjö stelp- um.“ Sigurþór tók boðinu en dreif sig svo suður til að festast ekki endanlega í þessu hlutverki, fór í leiklistarskóla Helga Skúlasonar, starfaði lengi með Svörtu og syk- urlausu, dansaði ballett, lék með Stúdentaleikhúsinu og kenndi fólki að ganga á stultum. Sigurþór er sá eini í hópnum sem þreytti inntökupróf tvisvar inn í Leiklistarskólann. Hvernig stóðst skólinn sitt próf? „Ég hef lært mikið þessi ár, sér- staklega finnst mér ég hafa grætt á spunavinnunni. Svo hafði ég gaman af barnaleikritinu á þriðja ári, það var grímuleikur. Svart og sykurlaust opnaði þessa leið fyrir mér áður en ég fór í skólann og hún höfðar sterkt til mín. Þetta er öðruvísi leikstíll en við erum vön. Ég held að þetta sé góður skóli. Þegar við vorum á þriðja ári fór- um við á leiklistamemaþing í Finnlandi og sáum bæði skólana þar og víðar að af Norður- löndum. Sænska línan í finnska skólanum skaraði fram úr og ís- lenska skólanum hefur verið líkt við þann stfl. Við fáum mjög svip- aða menntun. Ef við erum jafngóð og þau þá erum við góð.“ Absólútt upp- byggjandi skóli Helga Braga Jónsdóttir ætlaði kannski að verða búðarkona þeg- ar hún var þriggja ára en síðan hefur hún verið ákveðin að verða leikari eins og pabbi - Jón Hjart- arson. „Ég man þegar ég sat á Villiöndinni fjögra ára hvað mér leið ofsalega vel. Mér fannst þetta heillandi heimur,“ segir hún. „Skólinn hefur gefið mér mjög mikið þó að hann sé ekki fullkominn frekar en annað. Það væri gaman ef peningar væru til að prófa meira, fá fleiri kennara í sérfögum, til dæmis í látbragðs- Og strákarnir þrír: Steinn Ármann Magnússon, Ólafur Guðmundsson og Sigurþór Albert Heimisson. Myndir Jim Smart. Föstudagur 28. apríl 1989| NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.