Þjóðviljinn - 28.04.1989, Side 27

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Side 27
Of seinn í matinn Þeir sem hafa áhuga á að fræðast um eitthvert ákveðið efni varðandi fjölskylduna geta skrifað. Merkið umslagið: Fjölskyldan; Nýtt Helgarblað, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Reykjavík. allt aðra hluti en ósk mannsins um að eiga notalegt kvöld með konunni einn heima. Afleiðingin er einnig í þessu tilfelli sú, að hvorugu finnst nokkuð koma út úr umræðunni og jafnvel er hætta á því að konan rjúki út í fússi. Maðurinn hefur því skapað neikvætt andrúmsloft í stað nota- legheitanna. Líkamsstellingar eru tæki, sem við notum mjög mikið til þess að tjá okkur og oftast ómeðvitað. Ef við erum afslöppuð, líður vel og í notalegu umhverfi án þarfar til að verja okkur sitjum við gjarnan með líkamann „galopinn“. Krossleggjum ekki fætur eða hendur og sitjum afslappað. Ef við hins vegar erum í óþægilegu umhverfi, líður ekki vel og höfum þörf fyrir að verja okkur, kross- leggjum við hendur og fætur, setjum fæturna undir okkur og hniprum okkur saman ef við höf- um þörf fyrir að vera lítil o.s.frv. Ef við viljum láta taka eftir okkur höllum við okkkur fram (hversu margir halla sér fram með kross- laga handleggi og fætur?), og ef við viljum draga okkur í hlé og láta lítið fara fyrir okkur setjumst við aftarlega í stólinn og höllum okkur afturábak (hversu margir sitja þannig með krosslagða handleggi og fætur?). Ef við komust ekki út úr umræðu, en erum óörugg leggjum við gjarnan spenntar greipar afturfyrir hnakka, á milli þess, sem við skiptum oft um stellingar. I’annig segir líkaminn okkur mikið til um hvernig okkur líður. Ekki eru all- ir, sem beint túlka þetta, þegar þeir sjá það, en þeir meira „finna“ hvernig viðkomandi líður og hegða sér samkvæmt því. Á hinn bóginn geta þetta verið mjög góð merki til okkar sjálfra um að huga að líðan okkar og reyna að breyta henni ef þörf er á. FJÖLSKYLDAN SIGTRYGGUR JÓNSSON Ein af þeim reglum, sem við komum okkur upp er við hefjum fast samband við einhvern, er reglan um hvernig við tjáum okk- ur við hvort annað. Því opnari og meira bundin talmáli sem tjá- skiptin eru, því auðskiljanlegri eru þau. Það er hins vegar ætíð stór hluti af tjáskiptum okkar sem fer fram á annan hátt en tal- að. Við notum líkamshreyfingar, líkamsstelllingar, þagnir og stjórnun „andrúmslofts“ einnig til þess að tjá okkur. Ánnar þáttur, sem einnig er oft notaður í tjáskiptum er að segja eitt og meina annað. í þessu sam- bandi á ég mest við annars vegar ásakanir sem fela í sér beiðni og hins vegar ýmiss konar athuga- semdir, sem settar eru fram í þeim tilgangi einum að koma inn sektarkennd hjá hinum aðilanum til þess að breyta honum. Hugsum okkur eiginkonu, sem búin er að bíða með kvöldmatinn í klukkutíma þegar eiginmaður- inn ioksins birtist. Hún getur ver- ið orðin hrædd um að eitthvað hafi komið fyrir, eða henni finnst sér misboðið og að maturinn, sem hún var búin að leggja mikið upp úr að yrði góður, sé orðinn kaldur og ólystugur. Hvort held- ur sem er, er þörf hennar sú að maðurinn láti sig vita um seinkun, ellegar komi á réttum tíma í matinn. í stað þess að gera slíkar kröfur, segir hún þegar hann birtist: „Þú kemur alltaf of seint í matinn." Hér er um að ræða ásökun og við henni bregst maðurinn í lang- flestum tilfellum með vörn. Hann segir eitthvað á þá leið: „Hvaða bölvuð vitleysa, ég kem eiginlega alltaf á réttum tíma.“ Hún verður nú að verja ásökun sína og byrjar að rifja upp atvik er maðurmn hefur komið of seint í matinn: „Nehei, manstu í síðustu viku og svo þarna um daginn.. Síðan gengur orðræðan á milli þeirra út á það hvort maðurinn kemur oft, sjaldan eða aldrei of seint í mat- inn og getur jafnvel orðið að rifr- ildi. Ásökun hennar, sem meint var sem beiðni um að taka tillit til hennar, hefur nú breyst í rifrildi um hluti, sem eru í órafjarlægð frá aðalatriðinu, þ.e. þörf henn- ar. Slík orðaskipti leiða yfirleitt ekki til neins og báðum finnst eftir á sem niðurstaðan sé engin, enda verður aðalatriðið í slíkum rifrildum spurning um sigur eða tap. Tvennt hefði getað leitt til þess að orðræðan hefði snúist um að- alatriðið, þ.e. þörf sem konan hafði fyrir tillitssemi. í fyrsta lagi að hún hefði tjáð þessa þörf sína strax og á skýru máli sem þörf. Gagnvart slíkri kröfu þarf mað- urinn ekki að verja sig, heldur einungis taka afstöðu til þess hvort hann vill koma til móts við þessa kröfu konunnar eða ekki og tjá henni það. Hitt er að mað- urinn hefði hlustað eftir því hvað lá að baki ásökunar konunnar og reynt að túlka fyrir sjálfum sér hvað hún væri að biðja um og spurt hana síðan um réttmæti túlkunarinnar. T.d.: „Mér heyrist þú vera að biðja mig um að koma ekki of seint í matinn, er það rétt hjá mér?“ í báðum þess- um tilvikum hefði orðræða þeirra snúist um aðalatriðið og báðum hefði fundist eitthvað koma út úr umræðunni. Sektarkennd Varðandi hitt dæmið um það að koma inn sektarkennd, getum Hvernig tjáum við okkur Líkamsstelling- areru tæki sem við notum mjög mikiðtilþess að tjá okkur og oft- ast ómeðvitað. við hugsað okkur eiginmann, sem langar til þess að eiga nota- legt kvöld heima með eiginkon- unni, en hún er að fara út í heim- sókn til vinkonu. í stað þess að segja beint út að hann langi til þess að hún sé heima í kvöld og til hvers, þannig að hún geti tekið afstöðu til þess hvort hún vill koma til móts við þá ósk eða ekki, segir hann: „Þarftu endi- lega að hitta Ástu í kvöld? Varstu ekki hjá henni í fyrrakvöld?“ Til- gangurinn með slíkri athugasemd er að konan fái sektarkennd yfir að fara of oft til Ástu og sinni eiginmanninum ekki nægilega mikið. Auk þess felur athuga- semdin í sér ásökun. Konan velur að verjast sektarkenndinni beint með því að tala um hversu oft maðurinn hefur verið úti upp á síðkastið eða að verjast ásökun- inni með því að réttlæta þessa einu ferð til Ástu. Hvort heldur sem er mun orðræðan snúast um Heimsbikarmótið í Barcelona Kasparov fékk fegurðarverðlaunin Til samanburðar birti ég hér skák Ehlvest og Kasparovs: Úrslit fjórða heimsbikarmóts- ins sem lauk í Barcelona um síð- ustu helgi vekja nokkra eftirtekt því í fyrsta sinn bar sigurvegarinn hvorki nafn Kasparovs né Karp- ovs. Að vísu deildi heimsmeistar- inn efsta sætinu ásamt Lubomir Ljubojevic en Júgóslavinn telst sigurvegari því hann gerði jafn- tefli við „gestinn" Illescas sem Kasparov vann. Báðir hlutu þeir 11 vinninga úr 16 skákum eða tæp 70%. Ljubojevic er einhver sigursæl- asti skákmaður allra tíma en það er með hann eins og annan mótaref Bent Larsen; árangurinn hefur verið æði misjafn. Hann getur teflt skínandi vel og unnið glæsilega sigra eða verið með neðstu mönnum. Á IBM-mótinu í Reykjavík 1987 varð hann í 9.- 11. sæti en stuttu síðar hreppti hann efsta sætið ásamt Kasparov á geysiöflugu móti í Briissel þar sem öll elítan var saman komin þ.á.m. Karpov. Kasparov náði Lubomir í síð- ustu umferð með því að leggja Boris Spasskí að velli. Frá því að Kasparov vann sovéska meistara- mótið 1981-’82 ásamt Pshakis hefur hann orðið efstur á öllum skákmótum sem hann hefur tekið þátt í og aðeins þrisvar ásamt öðr- um. Þó eru yfirburðir hans eitthvað að minnka. Hann hlaut 11 V2 v. úr 17 skákum ásamt Karpov á Sovéska meistaramót- inu í fyrra og aðeins 11 vinninga af 17 á heimsbikarmótinu í Reykjavík. Það er oft mikill bægslagangur þegar Garrí á í hlut, eins og áhorfendur á heimsbikarmótinu í Reykjavík fengu að kynnast sl. haust. Hann lenti í heiftarlegu tímahraki í fjöl- mörgum skákum í Barcelona og þurfti að hafa heilmikið fyrir hverjum einasta sigri. Eitthvað annað en Karpov, „sem vinnur sínar skákir eins og hann væri að skera út laufabrauð," orðaði Jó- hann það. Kasparov fékk fegurð- arverðlaun fyrir skák sfna við Sal- ov. „Salov lagðist á stokkinn," sagði Jóhann um þessa skák sem er sláandi lík sigurskák Kaspar- ovs gegn Jaan Ehlvest á heimsbikarmótinu í Reykjavík: 12. umferð: Garrí Kasparov - Valeri Salov Enskur leikur 1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. Rc3 c5 4. e4 d6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 Bb7 7. De2 Rbd7 (Þar sem Salov lendir í erfið- leikum strax í byrjun tafls er skýr- inga e.t.v. að leita hér. 7. .. Rc6 með uppskiptum á riddurum var nákvæmara.) 8. g3 Hc8 9. Bg2 a610.0-0 Dc711. b3 e6 abcdefah 12. Rd5! (Fyrsta sprengjan fellur. Mannsfórnin tryggir mikla sókn- armöguleika t.d. 12. .. exd5 13. exd5+ Kd8 14. Hel Rc5 15. Bg5 Be7 16. Rf5 o.s.frv.) 12. .. Db8 13. Hdl g6 (Salov gat enn tekið manninn og raunar í næsta leik einnig en það er jafnvel enn ókræsilegra en í 12. leik því hvítur hefur heldur bætt sóknaraðstöðu sína.) 14. Bg5 Bg7 15. Bxf6! Rxf6 16. Rxb6 Hd8 17. e5! (Margur myndi láta nægja sér þetta peð sem Salov hefur hvort eð er engar bætur fyrir en staða hvíts býður upp á enn meira. 17. .. Bxg2 18. exf6 Bxf6 19. Rxe6! fxe6 20. Dxe6+ Be7 21. c5! Bb7 22. Hel Dc7 23. c6! (Hver þrumuleikurinn rekur annan. Þó Salov leiki alltaf besta leiknum ræður hann ekki við sóknarþungann.) 23. .. Bxc6 24. Hacl Hd7 25. Rxd7 Dxd7 26. Dc4! (Hvíta staðan er sjálfsagt einn- ig unnin eftir 26. Hxc6 Dxe6 27. Hxe6 Kd7 28. Hxe7+ Kxc6 29. Kfl en Kasparov hefur reiknað dæmið til enda, og velur enn ná- kvæmari leik.) 26... Bb7 27. Dc7 Hf8 28. Db8 Kf7 29. Hc7! - Glæsilegur lokahnykkur. Svartur tapar óumflýjanlega manni eftir 29. .. Hxb8 30. Hxd7 o.s.frv. Þess vegna gafst Salov upp. Ehlvest - Kasparov, 16. umferð: 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. e3 Bb4 5. Dc2 0-0 6. d3 He8 7. Bd2 Bxc3 8. Bxc3 d5 9. cxd5 Rxd5 10. Be2 Bf5 11. Hdl a512.0-0 De7 13. a3 a4 14. Bel Bg6 15. Dc4 Hed8 16. Rd2 Rd4! 17. exd4 Rf4 18. Bf3 Hxd4 19. Db5 c6 20. Bxc6 bxc6 21. Dxc6 Dd8 22. Rf3 Hd6 23. Db5 Hd5 24. Db4 e4 25. Bc3 Re2+ - og hvítur gafst upp. Lokaniðurstaðan í Barcelona var birt í síðasta helgarblaði. Jó- hann lenti í 14.-15. sæti með 6V2 v. sem er mun lakari árangur en búast mátti við eftir góða byrjun. Eftir níu skákir var hann með 5 vinninga en hlaut aðeins 1 Vi vinning úr síðustu 7 skákum sín- um. Sennilega er skákþreytu um að kenna. Jóhanni hefur gengið herfilega á þessu ári en það skipt- ast á skin og skúrir hjá skák- mönnum eins og öðrum. Næsta heimsbikarmót fer fram í Rotterdam. Mótshaldarar þar áttu í erfiðleikum með fjár- mögnun en SWIFT-fyrirtækið kom til hjálpar og það hefst því á tilsettum tíma, 1. júní nk. Mótið í Barcelona tókst að sumu leyti vel að öðru leyti illa. Það er t.d. al- gerlega óhæft að hafa meðal þátt- takenda skákmenn á borð við Zoltan Ribli sem gera jafntefli í næstum hverri skák í innan við 20 leikjum. Og því miður er vinur vor Boris Spasskí litlu skárri. SKÁK HELGI ÓLAFSSON Föstudagur 28. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAD - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.