Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég bregst við vanda dagsins Ég hefi alltaf áhuga á málum sem eru uppi á hverjum tíma og skipti mér af þeim, en stundum koma upp vandræði og vesin. Það er svo mikið á seyði að maður nær ekki tengslum við næsta mann vegna þess að þegar hann talar um múnkinn þá tala ég um sköllótta manninn eins og Kínverjar segja, en þeir eru vitrir menn frá fornu fari. Til dæmis hitti ég Guðjón frænda minn og menningarvita á dögun- um, og þá vorum við báðir í heldur daufu skapi. Mér líst ekkert á þetta verkfall, sagði Guðjón. Þetta getur bara ekki gengið svona lengur, andskotinn hafi það. Já en hugsaðu þér lítilsvirðinguna við íslendinga og okkar tónlist úti í þessu landskrifli sem þeir kalla Sviss en á náttúrlega að heita Helvíti eins og segir á frímerkjunum þeirra, sagði ég. Mér líst ekki á það, sagði Guðjón, hvernig þjóðarsálin sameinast þessum súperframsóknarmanni Ólafi Ragnari um að þjarma að menntamönnum þessa lands. Enginn verður óbarinn biskup, sagði ég. Kannski þetta gangi betur næst. Kannski við höfum ekki sent rétt lag. Er ekki hægt að borga sómasamlega fyrir menntun í landinu? sagði Guðjón. Eiga menn ekki að láta bókvitið í askana og éta það eins og aðra holla fæðu? Það er ekkert réttlæti til Guðjón minn, sagði ég. Ég er líka viss um að poppsálir heimsins eru að þjarma að okkur vegna þess að hvalamálið hefur farið öfugt ofan í þær. Kannnski öfunda þær okkur líka af Vigdísi og íslendingasögunum? Á ekki að viðurkenna það í verki að fólk hefur lagt á sig langt nám? sagði Guðjón. Eg sá að Gauinn var ófáanlegur til að deila mínum áhyggjum svo ég skaut beint á hann. Auðvitað á ekki að gera það, sagði ég, Skaði. Þettaerfrjálst land. Ef þú vilt fara í langt nám þá gerirðu það. Annars ekki. Það er þitt mál. Mitt mál, hvaða rugl, sagði Guðjón. En fjárfestingin maður sem er í náminu? Hvað með hana? spurði ég. Þó svo einhverjum detti í hug að fjárfesta í námi, hvað með það? Það kemur mér ekki við frekar en Hótel Örk í Hveragerði. Menn eiga að hafa frelsi til að gera sínar fjárfestingan/itleysur í friði. Já en vandinn, frændi, sagði Guðjón. Hvernig ætlarðu að leysa vandann sem upp er kominn? Það er ekkert einfaldara, sagði ég. Ég legg niður ríkið og allir fara á markaðinn. Ábyrgðarlaust kjaftæði er þetta, sagði Guðjón. Hvernig ætlarðu til dæmis að setja veðurfræðinga á markaðinn? Ekki geta þeir rekið veðrið fyrir eigin reikning, enginn á það. Víst, sagði ég. Það er ekkert einfaldara en að selja veðurfræðingun- um Veðurstofuna og veðrið með. Jæja, sagði Guðjón. Það er ekkert jæja eða elsku mamma með það, sagði ég. Veður- fræðingarniryfirtaka bara veðrið. Þeirfækka veðurathugunarstöðvum um helming því það er svo löng reynsla fyrir veðri hér á landi að þeir geta fyllt í eyðurnar með tölvuforriti. Þannig spara þeirog skera niður hjá sjálfum sér eins og hagsýn húsmóðir og borga sjálfum sér gott og mannsæmandi kaup. Og hvaðan fá þeir það? Þeir selja veðrið auðvitað. Það sér hver asninn í hendi sér. Selja veðrið? Já, sagði ég. Þeir selja ríkisútvarpinu allra nauðsynlegustu veður- spár en útgerðarmönnum þær viðbótarupplýsingar sem sjómenn þurfa að hafa. Flugfélögunum selja þeir sérstaka flugveðurþjónustu, símanotendum sem hringja í veðrið selja þeir líka upplýsingar gegnum sérstakan veðurteljara sem semja má um við Póst og síma að setja [ hvert símtól. Möguleikarnir eru margir. Það vantar eitt í þetta hjá þér frændi, sagði Guðjón. Og hvað ætti það að vera? spurði ég. Það er samkeppnin, sagði Guðjón. Ekki má þessi einkaveðurstofa þín fá einokunarstöðu og sjálfdæmi um verðlag á veðurfari. Þá eru engin markaðslögmál Skaði, þú sérð það sjálfur heldur bara okur eins og í gleraugnasölunni. Ég hugsaði mig um sem snöggvast og bað Friedman að duga mér vel í þessari klípu, því ég þoli ekki að menningarvitar séu að stinga upp í mig. Enda fann ég fljótt svarið: Víst vil ég samkeppni, sagði ég. Við skyldum veðurfræöinga til að reka tvær veðurstofur, sem svo geta keppt um hylli viðskiptavina með öllum þeim veðurofsa sem þeim sýnist. Og hafðu það! I ROSA- GARÐINUM FJOLSKYLDU- BÖNDIN í PÓLITÍK- INNI En ef Albert fer nú út í það að senda Lucy sína á þing, hlýtur hann þá ekki að gera kröfur um þingfararkaup fyrir hana? DV OG SAMT TÖPUM VIÐ í SVISS! í fyrsta lagi er hér fullyrt að guðir séu til, í öðru lagi að guðir hafi fullkomið málfar og í þriðja lagi að þeir tali íslenskt mál. Morgunblaðid. AFSKIPTASEMIN í KARLINUM! Hassþurrð ( á íslandi) vegna komu Rómarpáfa. Fyrírsögn í Tímanum HÚN SÉR GEGNUM HOLT OG HÆÐIR... Rjóðar og dasaðar eftir djamm og djús alla nóttina. Það sé ég þótt ég snúi baki í þær. - Nei, hvað sé ég? Nonni! Hæ krúttið. Viltu sjúss? Nú eru þær farnar að blikka manninn minn. Ég hefi augu í hnakkanum. Bryndís Schram í Morgunblaðinu LAUMUKOMMÚN- ÍSK SAMANBURÐ- ARFRÆÐI? En það er sama hvort um er að ræða Bretland, Sovétríkin eða ís- land. Alls staðar er tregðulög- málið fyrir hendi. Alls staðar eru öfl sem eru andvíg breytingum á ríkjandi ástandi vegna þess að þau hafa tryggt aðstöðu sína með núverandi ástandi. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins OG ÞESSI ERU ENN ÓSVÍFNARI! Að óbreyttu mun enginn flokkur ná hér meirihluta. Að því leyti eru aðstæður aðrar hér en í Bretlandi og Sovétríkjunum. Sama Reykjavíkurbréf PÁ RIÐU HETJUR UM HÉRUD Góður eiginmaður er sá sem gerir konuna ekki heilsulausa með of miklu eftirlæti. Morgunblaðið 1913 LAUSN KJARA- VANDANS Ég sá það í spjalli við þig að þú eyddir um tíu þúsund krónum á mánuði í mat. Hvernig í ósköp- unum ferðu að því? - Það er nú ekki alveg að marka þetta, ég er eiginlega aldrei heima. Morgunblaðið 2 SÍÐA - NÝTT HELGAR8LAÐ Föstudagur 12. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.