Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 25
Aftur á námskeiðið? Áður en kjaradeilur hófust að ráði í vor tók samninga- nefnd BHMR það ágæta ráð að fara sameiginlega á nám- skeið í samningatækni undir leiðsögn nokkurra þjálfaðra háskólamanna, og þótti hæfa mjög vel vísindalegum hefð- um í kjarabaráttu bandalags- ins. Aðstæður höguðu því hins- vegar svo að ekki var hægt að Ijúka námskeiðinu áður en slagurinn sjálfur hófst, og þyk- irfróðleiksmönnum um samn- ingamálin nú auðséð að þessi málalok hafi dregið eftir sér nokkurn dilk: samningamenn- irnir hafi bara lært að segja nei, en hafi ekki lært hvernig á að Ijúka samningum. Kannski væri ráð að klára samningatækninámskeiðið áður en viðræðurnar hefjast aftur?B Þorsteinslaus óskastjórn Alþýðublaðs-Pressan brá á þann skemmtileik í vikunni að gera nokkra nafnkunna einstaklinga að forsætisráð- herrum og láta þá velja sér samstarfsmenn. Hannes Hólmsteinn, Hemmi Gunn, Davíð Skelfing og Birna Þórðardóttir velja sér sam- ráðherra nokkurn veginn eins og við mátti búast, en sér- staka athygli vekur ráðherra- val Jóns Magnússonar lög- fræðings og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Hann velur sér fjóra sam- ráðherra, einn Alþýðuflokks- mann (Jón Sigurðsson) og annan (Ágúst Einarsson) sem var í BJ og síðan tvo „upþrennandi" íhaldsmenn (Vilhjálm Egilsson og Láru M. Ragnarsdóttur), - en engan úr núverandi þingliði Sjálfstæðisflokksins og allra síst flokksformanninn Þor- stein Pálsson fyrrverandi for- sætisráðherra. Um Sjálfstæð- isþingmannalausa óskastjórn sína segir Jón Magnússon Leiðrétting Þýsk-íslenska vináttufélagið á Suðurlandi mun hafa verið stofn- að árið 1954 en ekki árið 1950 einsog misritaðist í síðasta tölu- blaði Nýs Helgarblaðs. Félagið var stofnað í kjölfar heimsóknar Konrads Adenauer, kanslara V- Þýskalands hingað til lands haustið 1954 og var Karl Korts- son dýralæknir helsti hvatamaður að stofnun þess. Eru hlutað- eigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Þá er rétt að fram komi að Þýsk-íslenska vináttufélagið á Suðurlandi hefur ekki á prjónun- um neinar frekari skemmtanir síðar í sumar til að minnast þess að 40 ár eru liðin síðan um 300 Þjóðverjar komu hingað til lands, heldur munu aðrir aðilar vera að íhuga það. Ertu búinn að setja sumardekkin undir? HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ OGúnunikarlamir Borgartúni 36 Sími 688220 síðan í Pressunni: Þetta er sú ríkisstjóm sem ég mundi treysta til að leysa efnahags- vandann og öll önnur vanda- mál þjóðfélagsins." En ekki öðrum stjórnum?B Helgi og Margeir í austurveg Þeir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson ætla eftir næstu helgi að freista gæf- unnar í austurvegi þarsem er að hefjast eitt þriggja úrtöku- móta þarsem sigurvegarar vinna sér sæti á sameiginlegt úrtökumót á næsta ári til að velja þátttakendur í heimsbik- armótin í skák. Á mótinu í Moskvu verða um 150 manns, mest Sovétmenn, og komast átta efstu áfram, þannig að róðurinn verður þungur. Skilyrði fyrir þátttöku er að hafa í farteskinu 2500 eló-stig eða meira, og einn fárra sem sleppa gegnum þá síu er þriðji íslenski keppand- inn, Hannes Hlífar Stefáns- son sem nú nýtur ungs aldurs síns. Einungis sex efstu menn í yfirstandandi heimsbikar- mótum halda sætum sínum þar þannig að ef einhver ís- lendinganna nær árangri í Moskvu er sennilegt að hann „hitti“ fyrir Jóhann Hjartar- son í mótinu að ári. Jóhann teflir í næsta mánuði á heimsbikarmóti í Rotterdam, því fimmta af sex, og því síð- asta sem Jóhann keppir í að sinni, en hver þátttakandi teflir í fjórum mótum. Árangur Jó- hanns í hinum fyrri hefur eins- og kunnugt er heldur valdið vonbrigðum og nær útilokað að hann rétti heildina við í Hol- landi. Fréttir herma hinsvegar að Jóhann sé í uppsveiflu og má þessvegna búast við skemmtilegum fréttum frá Rotterdam, - og vonandi líka frá Moskvu.B Jón Óttar í það heilaga Á sunnudag verða gefin saman í hjónaband í Dóm- kirkjunni þau Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Elfa Gísladóttir innkaupastjóri barnaefnis stöðvarinnar. Eftir athöfnina verður haldin veisla í Skiða- skálanum í Hveradölum sem ku ekki verða neitt slor. Af undirbúningnum að dæma er talið að hún muni kosta um 2 - 3 miljónir króna. Tæknimenn Stöðvar 2 munu verða á staðnum til að mynda herleg- heitin en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort henni verður sjónvarpað beint. Loga mun á garðljósum við Skíðaskálann og skotið upp flugeldum. Þá verður kveikt í bálkesti fyrir ofan skálann með nöfnum brúð- hjónanna. Að sjálfsögðu verða skemmtiatriðin ekki af verri endanum í veislunni með þátttöku Ríó-tríósins og Óm- ars Ragnarssonar.B í 18. maí Maclntosh SE/30 er öflugasta einkatölvan í heiminum, miöaö viö stærö, en hún er jafn stór aö utanmáli og Plus og SE tölvumar. Hún er meö 2 eöa 4 Mb vinnsluminni, sem er stækkanlegt í 8 Mb, auk 40 Mb harödisks og getur lesiö gögn hvort sem er af 800 K, 1,4 Mb Macintosh diskum eöa MS DOS- og OS/2 diskum. Maclntosh IICX er aö utanmáli minnsta tölvan í Macintosh II fjölskyldunni, en hún býöur upp á mikla og hraöa reiknigetu. Hún er meö 2 eöa 4 Mb vinnsluminni, sem er stækkanlegt í 8 Mb og er aö auki meö 40 eöa 80 Mb harödiski og getur lesiö gögn hvort sem er af 800 K, 1,4 Mb Macintosh diskum eöa MS DOS- og OS/2 diskum. ...eru síðustu forvöð að panta Macintosh tölvur í 2. hluta ríkissamnlngsins! Nýr samningur á milli Radíóbúðarinar, Apple og Innkaupastofnunar ríkisins, var undirrritaður nú I vor um sérstakt afsláttarverð til hinna ýmsu aðiia, sem lengjast opinberum rekstri Hann gerir starfsmönnum rikisfyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana, kennurum, stúdentum og fleirum, kleift að kaupa Macintosh tölvur og tölvuvömr með yfir 35% afslætti. Ástæðan fyrir endumýjun þessa samnings, er einkum sú hversu vel lókst til á síðasta ári, en þá vom keyptar yfir 1.300 tölvur, auk jaðartækja og hugbúnaðar. Áaalaður sparnaður ríkisins og þeirra aðila sem höfðu aðild að samningnum er um 170 milljónir króna. Lokadagar næstu pantana er 15. september og 15. nóvember 1989. Pantanir berist til Kára Halldórssonar, hjá Innkaupastofhun ríkisins, Borgartúni7. 5111126841

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.