Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 32
Eykon næsti formaður? Eyjólfur Konráð Jóns- son, alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins hyggst gefa kost á sér sem næsti formað- ur Sjálfstæðisflokksins. Því er að minnsta kosti haldið fram í næsta eintaki tímaritsins Heimsmyndar og ku vera haft eftir Eyjólfi sjálfum. Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins var á sínum tíma frestað vegna afmælishátíðar flokksins því þar á bæ tóku menn ekki þá áhættu á að formannsslagur eða aðrar uppákomur vörp- uðu skugga á þá hátíð. íslenskir draugar, A-Ö Ættfræði og persónufróð- leikur allskyns hefur löngum verið gagn og gaman íslend- inga einsog við vitum öll, mörg og fá í senn, og ein qreinin á þeim meiði er fjöl - skrúðugtúrvalaf starfsstétta- og félagshópatölum: Lögfræö- ingatal, Læknar á Islandi, Sveitarstjórnarmannatal, Kennaratal, Æviskrár MA- stúdenta, að ógleymdum ís- lenskum æviskrám af al- mennara tæi. Nú er von á nýju tali af þessari gerð og var kominn tími til. Það er „íslenskt vættatal“ þarsem verða skrásettir og æviraktir allir nafnkenndir mórar, skufsar, skottur, fjörulallar, útburðir, uppvakningar, afturgöngur, þorgeirsbolar, og aðrarforynj- ur frá upphafi íslandsdaga og til vorra tíma. Það er auðvitað Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur sem þetta tekur saman, og gæti ritið skartað sínu feg- ursta á bókahillum lands- manna eftir næstu jól. Til dæmis við hliðina á alþingismannatalinu?B Óíslenskur útflutningur? Talsverður urgur hefur ver- ið í framkvæmdamönnum í sjávarútvegi og öðrum útflutn- ingsgreinum vegna nýstofn- aðra útflutningsverðlauna forseta íslands, en þau voru ákveðin af nefnd manna sem áttu að teljast sérfróðir um út- flutningsmál. Sölumiðstöð hraðfrystihús- am a fékk verðlaunin og tók Jón Ingvarsson ísbjarnar- bróðir við þeim á Bessastöð- um á sumardaginn fyrsta. Þessi verðlaunaafhending þótti að því leyti ekki ýkja frumleg, að nú yrðu öll hin stórfyrirtækin að fá sitt, SÍS, Flugleiðir, Eimskip, en hitt þótti auðvitað verra að gengið var framhjá vaxtarbroddinum í útflutningi hjá litlu fyrirtækj- unum. Útflutningsverðlaunum forsetans fylgir réttur til að nota sérstakt verðlaunamerki á vörurnar í nokkur ár eftir af- hendingu. En þar vandast málið fyrir Sölumiðstöðina. Hún fékk verðlaunin nefnilega annarsvegar fyrir fiskrétt sem búinn er til í verksmiðjunum í Grimsby á Englandi, og ekki úr íslensku hráefni heldur marningi frá Suður-Ameríku. Og hinsvegar voru verðlaunin veitt SH vegna einkaframtaks Hvaleyrar í Hafnarfirði og HB á Skaga en þau hús flytja út tilbúinn fiskrétt til Ameríku. Sá réttur er seldur undir amerísk- um vörumerkjum og kemur hvergi fram að (sland eða SH komi við sögu. En þeir hjá SH geta kannski notað forsetamerkið á bréfs- efnið hjá sér?B BORN EIGA BETRA SKILIÐ! Fullorðna fólkið mótar umhverfi borgarbarna engu síður en sjálf náttúran. Með því að láta glerbrot, úðabrúsa, einnota kveikjara og sígarettustubba liggja á almannafæri egnum við slysagildrur fyrir litla fólkið. Lítum í kringum okkur - forðum börnum okkar frá óhöppum! LÁTTU EKKI HTT EFTIR LIGGIA! ARGUS/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.