Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 5
FÖSTTJDAGSFRÉTTIR Vísitala 2% hæm en í apríl Hagstofan: Hœkkað um 22,3% síðustu 12 mánuði en um 7,1% síðustu 3. Það jafngildir 31,5% verðbólgu á heilu ári Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærsluksotnaðar miðað við verðlag í maíbyrjun og reyndist hún vera 2% hærri en hún var í aprfl. Síðustu 12 mán- uði hefur vísitalan hækkað um 22,3% en undanfarna 3 mánuði um 7,1% sem jafngildir 31,5% verðbólgu á heilu ári. Þessi hækkun vísitölu fram- færslukostnaðar stafar af 0,3% hækkun matvöru og um 0,7% hækkun á rekstrarkostnaði eigins bfls. Þar af olli hækkun trygging- ariðgjalda um 0,6% hækkun á vísitölunni og hækkun bensín- verðs tæplega 0,1% hækkun. Húsnæðisliður vísitölunnar hækkaði um 1,3%, sem olii tæp- lega 0,2% hækkun á vísitölunni. Verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða olli alls um 0,8% hækkun á vísitölu fram- færslukostnaðar. „rh Lífsbjörg í norðri Hæfir þar kjaftur skel Magnús Guðmundsson, höf- undur kvikmyndarinnar Lífs- björg í Norðurhöfum, þáði 400 þúsund króna ferðastyrk úr sjóð- um sjávarútvegsráðuneytisins. Þetta kom fram í fyrirspurnatíma alþingis í gær. Karvel Pálmason hafði innt Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra eftir þessu og kom fram í svari ráðherra að Magnús hefði í tvígang fengið 200 þúsund krónur úr sjóðum sem ráðuneytið verði til kynningar- og fræðslustarfsemi. Guðrún Helgadóttir sagði þetta hið raunalegasta mál. Höf- undur kvikmyndarinnar hefði lýst því yfir að hann hefði ekki notið neins fjárstuðnings hins op- inbera en væri nú staðinn að ós- annindum. Féð væri illa fengið og málstaðurinn rangur og mætti því segja með sanni að kjaftur hæfði Kjarasamningar Allir til sáttasemjara ímörg horn að líta hjá ríkissáttasemjarafyrir utan deilu ríkisins við BHMR. Sáttafundur boðaður í deilu Flugleiða viðflugmenn ídag klukkan 10. Sjómenn kynntu útvegsmönnum kröfur sínar ígœr. Eru í anda ASÍ - samningsins. Hjúkrunarfélag Islands samdi við ríkið í fyrradag um 10% launahœkkun ó að stærstu samtök lguna- manna ss. BSRB og ASI hafi gert kjarasamninga við viðsemj- endur sína eiga mörg félög launa- manna enn eftir að semja fyrir utan BHMR og hafa sum þeirra þegar gripið til aðgerða en önnur hafa boðað til verkfalla á næst- unni. Kjaradeilu Flugleiða við Félag íslenskra atvinnuflugmanna hef- ur verið vísað til ríkissáttasemj- ara og hefur hann boðað deiluað- ila til fundar við sig klukkan 10 í Hamborgarar eru ekki lengur nautaborgarar heldur hefur sauðkindin troðið sér þar milli brauða. Lambborgarar eru ein af afurðum verkfallsins, þar sem nautakjöt er ei lengur fáanlegt. Að sögn Jóhanns Gunnlaugs- sonar sölumanns hjá Kjötiðnað- arstöðinni í Afurðasölu SÍS, hef- ur ekkert nautakjöt verið fáan- legt s.l. tvær vikur. dag. Flugleiðir höfnuðu kröfu félagsins um 7% hækkun til allra flugmanna vegna nýju þotnanna þegar verið var að ræða um nýjan vinnutímasamning, en almenni kjarasamningur flugmanna renn- ur ekki út fyrr en á mánudag 15. maí. Af þeim sökum var nýju þotunni ekki flogið í gær. Pá var deilu Sambands íslenskra banka- manna við viðsemjendur þeirra vísað til ríkissáttasemjara í gær og hefur hann boðað deiluaðila til sáttafundar á þriðjudagskvöld Folaldakjör, dilkakjöt, svína- kjöt og svo auðvitað lambakjöt er það sem fólk verður að gera sér að góðu. Skortur á nautakjöti stafar af því að ekkert hefur verið slátrað af nautgripum, hins vegar hafa verið veittar undanþágur til slátr- unar á svínum og hænsnfuglum vegna neyðarástands sem skapast hefur í búunum. Að sögn Hall- klukkan 20,30. Að sögn Einars Arnars Stef- ánssonar framkvæmdastjóra SÍB strönduðu samningaviðræðurnar við bankanna4 því að ekki náðist samkomulag um fyrirkomulag á greiðslu fæðingarorlofs. Banka- menn fara fram á að njóta sömu réttinda í þeim efnum og ríkis- starfsmenn en eftir 1. ágúst nk. fá þeir fæðingarorlof í 6 mánuði. Núna er 5 mánaða fæðingarorlof en samkvæmt samningi SÍB og bankanna greiða þeir banka- dórs Runólfssonar dýralæknis á Neyðarvakt dýralæknafélagsins, er slátrað vegna dýraverndunar- sjónarmiða. Verkfall dýralækna stöðvar einnig útflutning á hrossum þar sem útflutningsvottorð eru ekki veitt. Sauðburði verður aftur á móti sinnt. -eb starfsmönnum fæðingarorlof í 3 mánuði en Tryggingastofnunin hina 2. Að öðru leyti hafði við- ræðum aðila um nýjan samning miðað vel áleiðis en hann er innan þess ramma sem BSRB samdi um að því undanskildu að þar er inni prósentuhækkun í stað krónuhækkanna. Ríkissáttasemjari frestaði í gær boðuðum fundi með Bifreiðafé- laginu Sleipni á Suðurlandi við viðsemjendur þess til klukkan 14 á þriðjudag. Félagið hefur boðað til verkfalls daganna 18. - 19. og 20 maí. í fyrradag hófst verkfall borgarstarfsmanna innan Félags fslenskra félagsráðgjafa og 8. maí hófst yfirvinnu- og vaktavinnu- bann verkalýðs- og sjómannafé- lagsins Grettis í Þörungaverk- smiðjunni á Reykhólum. Þá hef- ' ur Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga boðað verk- fall 25. maí vegna borgarstarfs- manna og Verkamannafélagið Dagsbrún hjá Öryggismiðstöð- inni Vara þann 17. maí hafi ekki samist fyrir þann tíma. Ekki hef- ur verið boðað til sáttafundar í þessum deilum né heldur hjá BHMR og samninganefnd ríkis- ins enn sem komið er. Þá var samningafundi KÍ við ríkið frest- að í gær til dagsins í dag. Þá kynntu fulltrúar Sjómann- asambands íslands kröfur sínar fyrir útvegsmönnum í gær og að sögn Hólmgeirs Jónssonar fram- kvæmdastjóra SSÍ eru þær í anda ASÍ-samningsins. Sjómenn sögðu upp samningum sínum í apríllok í fyrra en þeir voru frystir inni í bráðabirgðalögunum sem sett voru þá í maí og síðan fram- lengd til 15. febrúar sl. Þá á nýtt fiskverð að taka gildi um næstu mánaðamót. Hólmgeir bjóst við að viðræður aðila hæfust seinni partinn í næstu viku. í fyrradag tókust svo samning- ar á milli Hjúkrunarfélags íslands og ríkisins sem gilda til loka janú- ar. Samningurinn felur í sér um 10% hækkun launa á samnings- tímanum. Að auki náði félagið inn í samninginn tveimur sérmál- um auk nýrrar launatöflu. Þessi atriði eru starfsaldurshækkanir og nýtt mat á framhaldsmenntun. -grh Hætt er við að einlægir aðdáendur ekta hamborgara fúlsi við þegar þeim er boðið upp á lambborgara. Mynd Jim Smart. Verkfallið Má bjóða þér lambborgara? Kópavogur Fífuhvammsland skipulagt Þorsteinn Helgason arkitektfœr 1. verðlaun íhugmyndasamkeppni um skipulag 6500 manna byggðar í Fífuhvammslandi r Urslit í samkeppni arkitckta um skipulagningu Fífuhvamms- lands í Kópavogi voru tilkynnt í gær. Fyrstu verðiaun, 3.340.000 krónur, komu í hlut Þorsteins Helgasonar arkitekts. Önnur verðlaun, 1.820.000 kr., hlutu þeir Knútur Jeppesen og Kristján Ólason. Þriðju verðlaun hlutu Jón Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson. Auk þess voru 4 til- lögur keyptar og og tvær fengu viðurkenningu. Alls bárust 21 til- laga í samkeppnina, og eru þær allar almenningi til sýnis í íþrótt- ahúsi Digranesskóla við Skála- heiði í Kópavogi. Það var Ólöf Þorvaldsdóttir, formaður dómnefndar, sem til- kynnti úrslitin við hátíðlega at- höfn í gær. Kom fram í máli henn- ar að bæjaryfirvöld í Kópavogi eru mjög ánægð með árangur samkeppninnar, en skipulags- hugmyndirnar verða nú nýttar við gerð aðalskipulags fyrir Kóp- avog, sem ætlunin er að ganga frá í sumar. Fífuhvammsland er dalverpi sem nær frá Reykjanesbraut í vestri upp að Seljahverfi í norðri og inn undir Vatnsendahæð í austri og fyrirhuguðum Arnar- nesvegi í suðri. Dalurinn hefur stefnu suðaustur-norðvestur, og er skipulagssvæðið um 184 ha. A svæðinu er fyrirhuguð 6-7 þúsund manna byggð með um 20 ha. mið- bæjarkjarna þar sem KRON hef- ur m.a. verið veitt vilyrði fyrir 5-6 ha. lóð. Þá eiga um 30 ha. að vera undir atvinnusvæði og kirkju- garður á einnig að vera 20 ha. Gert er ráð fyrir tveim grunn- skólum á svæðinu, sex dagvistar- heimilum, íþróttasvæði, heilsu- gæslumiðstöð o.fl. Lóðum verð- ur úthlutað á svæðinu á næstu árum, en gert er ráð fyrir að það verði fullbyggt fyrir árið 2003. —ólg I | Þorsteinn Helgason arkitekt og Páll Á.Pálsson félagsfræðingur, sem aðstoðaði við gerð verðlaunatillögunnar, taka við fyrstu verðlaunun- um úr hendi Kristjáns Guðmundssonar bæjarstjóra Kópavogs. Ljósm. Þóm. Föstudagur 12. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.