Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 23
reisnar og nútímastílsins. Viðtak- andinn er þannig með á nótun- um, betur en oft áður. Hann hef- ur verið hér fyrr. Þannig er heimur Hamskipt- anna fluttur í blokkaríbúðir okk- ar samfélags uppúr 1960 og pass- ar fullkomlega. Það eru þeir Guðjón Ketilsson og Ágúst Pét- ursson sem vinna saman útlit sýn- ingarinnar og tekst frábærlega vel af litlum efnum. Víst er þetta tímabil farið að verða nokkuð út- jaskað í meðförum útlitshönn- uða, en Guðjón fer svo sparlega með tímatáknin í víðu sviðsrým- inu og smekklega að aðdáun vek- ur. Lýsing Ágústs er að sama skapi skörp, hreinleg og eykur áhrifamátt leiksins frá setningu til setningar. Guðjón Pedersen velur leiknum stíl sem virðist býsna frjáls. Inn í leikinn er skotið nokkrum dansnúmerum sem létta stemmninguna og gera öllum leikaraskapinn ljósan, setja eiginlega dans og söngva- svip á sýninguna sem á sér svo aftur samstæðu í stærsta vandan- um við sviðsetningu sögunnar: hvernig er innra tal Gregors sem allan tímann er einn í afluktu her- bergi tengt þeirri atburðarás sem á sér stað annarsstaðar í íbúðinni, þar sem fjölskylda hans nálgast hægt og hægt hengiflug örvænt- ingarinnar? Lausnin er einföld og snjöll. Ellert, sem leikur Gregor, stend- ur hjá við míkrafónsstand og barstól, eins og einmana skemmtikraftur í næturklúbbi, sveittur með sígarettuna, rauð tjöld í bak, og reynir að komast í samband við fjölskyldu sína og okkur muldrandi í míkrafóninn. Þannig er hann næstur áhorfand- anum, en þó fjærstur vegna endurvarps um hljóðnemann. Ekki ný hugmynd, hún var síð- ast notuð í Ofviðrinu fyrir Ariel en mistókst þar hrapallega. Hér heppnast hún og hefur víða skír- skotun. Allir hafa ímyndað sér einmanaleik þess sem situr einn á sviðinu í spottljósi. Ellert er einn af okkar efnileg- ustu leikurum. Hann hefur ákaf- lega hversdagslegt útlit, hann getur verið hver sem er úr fjöld- anum, honum er lauflétt að bregða á sig svip stælgæjans smurða og svo hnýtur hann í djúpa einmanakennd, langvinna þreytu þess þjáða. Hann blómstr- ar í þessu hlutverki, leikur á als oddi með frábærlega hugsaða fra- msögn, blæbrigðaríka og sanna persónu. Leikmáti hans er nokk- uð á skjön við stílfærða fram- komu fjölskyldunnar og gesta hennar, eðlilegri og nær okkur. Fjölskyldan kastast milli and- stæðra póla í leik, allt eftir þeirri tilfinningu sem rótast upp í að- stæðum þeirra hverju sinni, en skiptist gróflega í tvö horn. Pabb- inn og mamman, Árni Pétur og Margrét, eru lengi framan af holdgervingar móður og föður- hlutverksins, skopstælingar á stöðluðum og hefðbundnum við- brögðum í uppeldi og fjölskyldu- mynstri. En svo molnar af þeim skelin, manneskjurnar koma í ljós, beygðar og bugtandi. Túlk- un þeirra beggja verður að teljast sigur fyrir þau sem listamenn. Þau hafa hvorugt fyrr tekist á við svo víðfeðmt svið í túlkun og verða hér að skarta öllu því sem fjölhæfur fullþroska leikari þarf á að halda. Það tekst þeim báðum svo bragð er að. Árni Pétur vinnur hér bráðan bug á raddbeitingarvanda sínum, hleypur hljóm- og tónskalann átakalaust. Margrét kemur nú fram sem mjög eftirtektarverð leikkona sem getur tekist á við hvers kyns leikstíl sem er. Bryndís Petra leikur aðeins á öðrum nótum. Hennar hlutverk stendur skrefi nær túlkun Ellerts, natúralískara ef svo má að orði komast. Hún hverfur frá því að leika feimnislega stúlku til þess að verða vargur í véum, tryggð- arrofinn sem loks kveður upp úr um að bróðurnum skuli úthýst. í túlkun hennar er hæg og mild stígandi sem snýst loks upp í andhverfu sína. Þá eru þau Erla og Einar Jón í smærri styrktar- rullum, en halda fyllilega heildar- mynd sýningarinnar, snerpu, skopskyni, tímaskyni og stfl. Þannig er það nú. Þetta er sláandi sýning. Hún er ótrúlega góð og ekki veitti af í þvi í miðju- moði og rusli sem borið er á borð fyrir okkur endalaust að loksins kæmi eitthvað hressandi, krass- andi, eitthvað sem rótaði ærlega uppí áhorfendum, hlægilegt og háðslegt, heillandi og heilt. Hafi Frú Emelía kæra þökk fyrir list af því taginu. Biblíusögur Kirkjulistahátíð í Haligrímskirkju. Sjáið manninn - Þrír einþáttungar eflir Jakob Jónsson. Leikstjóri: Jakob S. Jónsson. Leikmynd: Snorri Sveinn Friðriks- son. Lýsing: Árni Baldvinsson. Tónlist: Hörður Áskelsson. Leikendur: Erlingur Gíslason, Anna Kristfn Arngrimsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Hákon Wa- age. í tilefni af Kirkjulistahátíðinni sem nú stendur sem hæst í Hall- grímskirkju hefur Jakob S. Jóns- son sett á svið þrjá einþáttunga eftir afa sinn, séra Jakob. Allir sækja þeir efni sitt í guðspjöllin og tengjast hver um sig Píslarsög- unni en skoða hana frá nýjum sjónarhólum þess manns sem hefur á langri ævi skoðað hana í kjölinn og velt fyrir sér ýmsum mannlegum forsendum sem spretta upp úr frásögninni. Hvað fór Heródesi og Kristi á milli? Hittust þær einhverju sinni María og móðir Júdasar? Eða þá María frá Magdölum og Pontíus? Jakob spinnur síðan leikþætti úr þessum hugmyndum að við- aukum við Píslarsöguna og veltir þá upp ýmsum mannlegum hlið- um á persónum sem annars éru flestum eingöngu nöfn á blöðum sögunnar. í öllum tilvikunum sem hann bregður upp fara trúin og kærleikurinn, hugsjón kristninnar með sigur af hólmi. Þeir sem vaða í villu sjá skamma stund ljós og finna trú á þann mann sem forðum bar á götu þeirra. Þetta eru forvitnilegir þættir, ekki síst fyrir þá sök að Jakob bregður alltaf upp áhugaverðum hugmyndum. Vinnsla hans úr efninu er ekki sem best væri á kosið. Stflbrögð hans eru fornleg og hefði nafni hans betur höggvið ýmsa vankanta af textanum, gert hann beinskeyttari og nútíma- legri. Flutningur þáttanna er heldur fátæklegur og hefði leikstjórinn mátt hvetja sitt fólk til harkalegri átaka, blæbrigða- ríkari flutnings. Meginþáttur kvöldsins fer fyrstur og er það eintal Heródes- ar, tiltal hans við Krist. Erlingur Gíslason tekst hér á við langan texta og erfiðan og er sú glíma ströng og löng og reynir nokkuð á fimi leikarans en ekki um of. Er- lingur mætti leika meira í þessu hlutverki. Brögð þessa valda- mikla manns eru mörg, en lævísi hans eru takmörk sett í túlkun Erlings. Víst kann það að vera sameiginlegt álit þeirra Jakob- anna og Erlings svo fanturinn fari ekki af hólmi með pálmann f höndunum, en sterklega hafði ég á tilfinningunni að Erling hafi skort þann spora í síðuna eða tíma til að gera þokkalega túlkun að glæsilegri. Sömu sögu má segja af Hákoni Waage í síðasta þættinum, nema að þar bregst höfundurinn, leikarinn hefur ekki úr nógu að moða, hann vantar meira til að dýpka persónuna og gera úr henni heilsteypta sanna mynd. Á annan í Hvítasunnu tekur nýtt leikhús til starfa í hjarta borgarinnar: KafTileikhúsið í Bí- ókjallaranum (þar sem síðast hét Café Rosenberg). Meiningin er að gestir njóti veitinga meðan þeir horfa á sýninguna eins og einmitt var gert á þessum sama stað þegar Alþýðuleikhúsið sýndi þar Eru tígrisdýr í Kongó? Fyrstur í þessari umferð sýnir Þær Anna Kristín og Þórunn standa sæmilega að sínum hlut, en aftur eru persónusköpuninni takmörk sett. Hana ber tilgangur kennimannsins ofurliði, þær öðl- ast ekki sjálfstætt líf áður en að kenningunni kemur. En þannig er oft með dæmi- sögur, upphaf þeirra og forsenda í daglegu lífi og hversdagslegum persónum nær ekki að mótast fyrr en kennisetningin tekur völdin og minnkar þær í ekkert. En tilraun þessi er forvitnileg og vísar mönnum á nægtabrunn sem sjaldan er opinn - hina helgu bók. Næsta sýning á þessum einþátt- ungum er f kvöld vilji menn líta á sýninguna. Leikhópur öldungadeildar Hamrahlíðarskóla Sögu úr dýr- agarðinum eftir Edward Albee undir stjórn Árna Blandons, en meiningin er að kynna nýtt verk á um það bil þriggja vikna fresti, og eru EGG-leikhúsið, Frú Emilía, Alþýðuleikhúsið og fleiri orðaðir við staðinn. Fyrsta sýningin verður á mánu- dagskvöld kl. 22. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Kenning Geðveiki. Gott orð. Merkilegt hvað við erum viðkvæm fyrir þessu orði. Einhverra hluta vegna eru þeir sjúkdómar sem leggjast á sálina meira feimnismál, en sjúkdómar sem herja á líkamann. Kannski vegna þess að við eigum að vera fullkomin. Það ereinsog geðsjúklingar beri meiri sök á sínum sjúkdóm en sá sem fær krabb- amein eða nts. Þó segja sumir að krabbamein sé dulin útgáfa af þung- lyndi. Og þunglyndi ku vera geðsjúk- dómur. Og alkóhólistar berjast við að sannfæra hina um að alkóhólismi sé sjúkdómur. Þó má ekki bendla alkóhólisma við geðsjúkdóm, nema eftilvill þegar hann er kominn á mjög hátt stig. En alkóhólismi og geðsjúkdómur eiga það samt sameiginlegt að einkennin eru sálræn, ef hægt er að nota svo stórt orð, á þessum tímum þegar skil- greining sálar og líkama er öll í ólagi. Þetta er allt mjög flókið og merkilegt hvað við vitum lítið um sjúkdóma. En það gæti lagast ef hægt yrði að nota sjúkdóma í hernaðarskyni. Stundum er ekki einusinni hægt að lækna kvef, enda er nýjasta kvef- kenningin sem ég hef heyrt að kvef sé vísbending til líkamans að halda kyrru fyrir. Og leira inná við! En ég veit að þið viljið lesa um geðveiki. Eitt einkenni geðklofa, - en það orð nota sumir í tíma og ótíma, þegar þeir finna fyrir mótsögnunum í sjálf- um sér - er að vilja frelsa heiminn. Það er kallað Jesúkomplex. En eng- inn veit afhverju í ósköpunum geð- sjúklingar vilja frelsa heiminn. Samt eigum við heil trúarbrögð sem byggja í kringum mann sem vildi frelsa heim- inn. Hann afi minn sem er prestur gat ekki einusinni svarað þessu og er samt fróður um margt. Kannski var Jesú bara með nokkur fjólublá gen sem rugluðu hann og til að kóróna allt, þá hefur mamma hans kveikt í hárinu á honum. Við þurfum ekki að leita lengra en í íslenskar þjóðsögur til að vita hvað tíminn og ímyndunaraflið gera við orð og atburði. Þó er til huldufólk hverjum kletti. Klettur og huld eru líka fyrirtaks tákn í dæmisögur. En kannski berum við öll í okkur dulda von um betri heim og ímyndum okkur jafnvel að við getum átt ein- hvern þátt í að gera heiminn betri. Hinsvegar eigum við flest fullt í fangi með vandamál okkar, hvort sem það er þjóðfélaginu að kenna eða ekki, að við höfum ekki tíma eða þrek tilað bæta heiminn einsog við viljum. Ég lærði reyndar í uppeldisfræði, að þeg- ar fólk væri búið að ná tökum á per- sónuþroska sínum, fengi það áhuga á öðrum persónum. Jafnvel heilu mannkyni. Og þó geðsjúkdómar séu slíkt erf- iðis og feimnismál, er eitthvað heill- andi við þá úr fjarlægð. Ábyrgðar- og kæruleysi, sem einkennir þeirra heim, sem þrátt fyrir ruglið er þó ósveigjanlegri en nokkurntíma „okk- ar heimur". Geðsjúklingar búa sér til lítinn og þröngan heim úr táknum. Munurinn á þeirra heimi og okkar er kannski sá að við þykjumst hafa meira vald yfir okkar heimi. En okk- ur vantar ábyrgðar- og kæruleysið sem er hinsvegar þeirra vald. Báðir heimarnir eru jafn óttaslegnir. Maður lýsti því einusinni yfir að ef hann mætti velja, kysi hann frekar að verða geðveikur en að fá krabba- mein. Afhverju? Afþví að geðsjúk- lingar eru svo ljómandi hamingju- samir og vita ekki af sér í brjálæðinu. Ég held hinsvegar að varla sé til meiri þjáning. Þjáning sem birtist td. bara í göngulagi, lokuðum hreyfing- um og því að geðsjúklingar fara aldrei úr úlpunni. En afhverju erum við við- kvæm fyrir geðsjúkdómum? Vegna þess að við eigum að vera og viljum vera fullkomin? Það er engin tilviljun að við höfum bæði búið til persónur einsog guð og djöfulinn. En pistillinn er ekki um fullkomnunaráráttu, enda vitum við öll innst inni (púff) að við erum öll listaverk. Fullkomin lista- verk. Ég ætlaði bara í tilefni dagsins, að varpa fram nýrri kenningu í geð- sjúkdómafræðum. Sem hljómar svona: „Það gerist eitthvað fyrir til- finningarnar og þá er einsog hugsunin stöðvist einhvernveginn eða breyt- ist.“ Hér er ekki tekið tillit til líffræði- legra þátta, án þess þó að þeir séu útilokaðir. Það er ekki í mínu valdi að kveða uppúr með það enda á ég hvorki skurðhníf né smásjá. En gef- um okkur það að frumhugsun okkar sé kaos. Hreint og klárt óbeislað afl, sem við verðum að henda reiður á. Sama gildir um tilfinningar okkar. Feikimikið afl sem þarf farveg. Svo höfum við líkama utanum þessi öfl. Og þegar við verðum fyrir tilfinn- ingalegu álagi, birtist það í brenglaðri hugsun. Nærtækt dæmi er Ófelía, sem lenti í ástarsorg og missti föður sinn en um hana segir konungur: „Aumingja Ófelía, skilin frá hugsun sinni og góðri greind." (Undirstrik. mín) Ófelía vafrar um höllina og étur konfekt og lætur þessi orð falla: „Við vitum hvað við erum, en við vitum ekki hvað við getum orðið.“ Og það er eftilvill þetta sem er svo heillandi við geðsjúkdóma, að tal sjúklinga getur nálgast innsta kjarna. Við vit- um hvað við erum (þ.e. þykjumst), en við vitum ekki og erum hrædd við þær óravíddir, sem tilfinningar okkar og hugsanir raunverulega bjóða uppá. Ef við þyrðum að trúa því og kanna þær ómælisvíddir, er fullt eins líklegt, að valdastrúktúr sem pólitík okkar byggist á, gæti allur riðlast og það var þessvegna sem ég ákvað að skrifa hvorki um kjaramál né um- hverfisverndarmál. En það er einsog verði að vera hvorttveggja: flæði og jafnvægi á milli hugsana og tilfinninga, til að við fúnk- erum. Og þegar tilfinningalegt álag, (eða líkamlegt, þetta er óþolandi samtvinnað) verður of mikið, þá segir eitthvað stopp, inní okkur (púff! Hljómar einsog sé einhversstaðar dúp hola). Er hugsun sterkari en til- finningar? Stundum veit ég ekki hvað eru tilfinningar minar og hvað eru hugsanir. Er ekki hægt að finna til í hugsuninni? En fólk fer að hugsa eftir öðrum leiðum, undarlegum leiðum sem enginn getur fylgt eftir. Kannski lifir fólk bara í hugsun sinni. Eða lok- ast. Lifir ekki. Lokast inní hugsun sinni og tilfinningu. Og sveimar í hringi í kringum eld í dimmum helli og fær öðruhverju neista frá eldinum. Þannig gætu þeir sem gjarna viljá frelsa heiminn, hafa náð sambandi við þann kjarna í okkur, sem vill hafa heiminn betri, en birtist í öfgakenndri heimsfrelsunaráráttu. Sumir kenna sér persónulega um heilu heimsstyrj- aldirnar. Og fólk fær skilaboð úr útvarpi og sjónvarpi og í stað þess að gera okkur mat úr tilviljunum, einsog Kundera bendir okkur á að gera, verða skila- boðin ógnvekjandi tilmæli. Aðrir er í stöðugu sambandi við verur á öðrum hnetti, eftilvill vegna þess að þeir ná engu sambandi við verur á þessum hnetti. Þannig virðist hugurinn hafa ótakmarkaða mögu- leika tilað myndbreyta (umbreyta) hugsunum og tilfinningum. Því er það ekki þannig að ímyndun getur orðið raunveruleg þegar ekki er hægt að segja lianan með einhvernveginn orð- um? fmyndunaraflið er náttúrlega eitt af náttúruöflunum. Og nú er farið að nota Ieikræna tjáningu, tilað hjálpa geðsjúklingum og reyndar fleirum, tilað brjóta upp mannleg samskipti og kljúfa þau í frumeindir sínar. Ög eftilvill tilað reyna að sam- eina ímyndun og raunveruleik. Skil- greining ímyndunar og raunveru er reyndar í jafnmiklu ólagi og skil- greining sálar og líkama. En það er sagt að allir geti orðið geðveikir, við ákveðnar aðstæður. Og stundum minna nútímaþjóðfélög (leiðindaorð!) á geðsjúkrahús, hvað sambandsleysi viðkemur. Fólk á geð- sjúkrahúsum hefur ekki samskipti; þar er hver í sínum heimi. Þannig að kannski verðum við smátt og smátt galin og hamingjusöm í brjálæðinu. En það veit enginn neitt. Það hefur enginn komist þaðan aftur. Þetta var bara örlftil kenning í tilefni dagsins: „Það gerist eitthvað fyrir tilfinningar okkar og þá er einsog hugsunin stöðv- ist einhvernveginn eða breytist“. Titrandi támjó tilraun tilað frelsa heiminn. En ekkert er nýtt undir sólinni enda er þetta gömul sól. Föstudagur 12. maf 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.