Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 4
Svavar Gestsson er á beininu Verða að setia Er búið að reka fleyg á milli ráðherra og kennara? - Við höfum auðvitað áhyggj- ur af því að verkfallið eins og það hefur verið að þróast, geti spillt fyrir þeirri vinnu sem við höfum lagt mikla áherslu á síðustu mán- uði. Pað góða andrúmsloft sem hafði skapast, truflist á einhvern hátt. Ef svo er, þá byrjum við bara af þeim mun meiri krafti þegar að verkfallið er búið. Hversu alvarlegt er ástandið í skólakerfínu? - Þetta er orðið verulega alvar- legt. Þetta er áfall sem á kannski, rætur sínar að rekja mjög langt aftur í tímann. Þetta er uppsöfn- uð reiði, þreyta, vonbrigði há- skólamenntaðra ríkisstarfs- manna sem bitnar nú á skólakerf- inu og okkur sem erum að vinna hér í ráðuneytinu. Ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi. En er þetta ekki líka erfið staða fyrir Alþýðubandalagið sem hef- ur lýst því margoft yfír að kjör opinberra starfsmanna séu alls ekki nógu góð? - Þetta er mjög erfið deila fyrir Alþýðubandalagið. Það reynir nú kannski fyrst verulega á flokk- inn, hvort hann dugar í átökum af þessu tagi. Að þessu leytinu til þá getur svona lota verið holl fyrir flokkinn, ef menn hafa vit á því og þrek að draga af henni réttar ályktanir þegar deilan er búin. Er harkan í þessari deilu svo mikil sem raun ber vitni, ekki síst vegna þess að tveir helstu forystu- menn flokksins skipa embætti fjármála- og menntaínálaráð- herra og nú/ skal mf^kurinn standa við sitt? - Það getur vel verið 'að ein- hverjir séu glaðir í görninni yfír því að við sltulum einmitt þessir tveir menn standa í þessu stríði. Pólitískir andstæðingar okkar hlakka yfir því og ég tek eftir því að Morgunblaðið er að reyna að gera sér mat úr þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir. En ég held að menn verði bara að spyrja að leikslokum í þessu efni. Þó að deilan sé snúin og vonlítil eða vonlaus í augnablikinu, þá er það alveg ljóst að ef okkur tekst að leysa hana með samningum, sem verður að vera, þá geta báðir aðilar komist út úr þessu með fullri reisn. Þið eruð í klemmu? - Já við eigum í erfiðleikum. Ert þú sáttur við hvernig hald- ið hefur verið á þessu deilumáli af hálfu fjármálaráðherra? - Ég er fyrst og fremst í þessu sem menntamálaráðherra. Ég segi, niðurstaðan má ekki bara taka mið af því sem hinar efna- hagslegu kringumstæður ákveða. Hún verður Iíka að taka mið af hagsmunum þeirra sem eru í skólunum, menntastefnunni. Sem fagráðherra menntamála kem ég allt öðruvísi að þessu en fjármálaráðherra. Hins vegar höfum við haft gott samstarf í þessari deilu og í samningalot- unni um síðustu helgi, þegar menn héldu að það væri verið að semja, þá höfðum við mjög náið samstarf um þá hluti og þar bar ekkert á milli. Hefði verið hægt að koma í veg fyrir að málið færi í þann harða hnút sem það er nú komið í? - Örugglega. Það er alltaf hægt að segja að það hefði mátt gera hitt og þetta, en ég kann ekki að benda á neitt eitt í því efni. Stjórnvöld bera sína ábyrgð, ekki satt? - Vissulega gera þau það, bæði núverandi stjórnvöld og ekki síður fyrrverandi stjórnvöld. Við höfum ekki verið hér nema í 6-7 mánuði. Það má kannski segja að ef við hefðum haft lengri tíma þá hefði verið hægt að rækta þennan akur betur og þess vegna hefði ekki þurft að koma til þess vanda sem upp er kominn. Á hverju strandar? - Ég held að það sé alveg ljóst að BHMR verður að fara að setja lendingarhjólin niður. Það er jú venjan í kjaradeilu að menn átta sig á því að þeir eru með tiltekna óskastöðu, fá að lokum tiltekna niðurstöðu, mætast einhvers staðar á miðri leið. BHMR verð- ur að átta átta sig á því að þeir verða að fara að finna flugvöllinn að minnsta kosti, setja á sig ör- yggisbeltin og setja niður lend- ingarhjólin. Það er búin að vera mikil harka í þessari deilu og því er ekki að leyna að umræður meðal almenn- ings hafa verið miklar og þar gæt- ir víða mikillar andúðar í garð kennara. Er þetta ekki hættulegt fyrir skólakerfið? Hvernig ætlar ráðuneytið að bregðast við? - Ég er alveg sannfærður um að það er rétt sem þú segir, að úti í samfélaginu andar víða mjög köldu gagnvart kennarastéttinni og það er stórhættulegt mál uppá frambúðarskólaþróun í landinu. Það er ekki til nein ein formúla um hvernig eigi að rétta þetta við á nýjan leik. Fyrsta leiðin er þó auðvitað sú að semja og þegar það er búið verðum við að vinna saman að því að rétta hlutina við. Ég er staðráðinn í því að fá kennarana með í að halda uppi öflugu vakningarstarfi fyrir þessa stétt. Það má ekki traðka niður í svaðið það mikilsverða starf sem hún er að vinna. Þú hefur alfarið hafnað laga- setningu í þessari deilu. Hvers vegna? - Það versta sem gæti gerst er að setja lög til að banna verkfallið og brjóta þannig niður kennara- samtökin og samtök háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna. Þar með er stórkostleg hætta á því að skólastarf í landinu yrði sviðin jörð til margra ára. Þó þetta sé erfitt fyrir mig t' dag að sitja á pottlokinu og reyna að halda þrýstingnum niðri, þá eru þeir erfiðleikar á sig leggjandi til að koma í veg fyrir að þetta verði brotið niður til frambúðar. Hefur þú trú á því að það takist samningar nú á næstu sólarhring- um? - Ég sé engin merki þess að það takist um þessa helgi. En það takast samningar, það er einfald- lega partur af lífinu og mannlegu eðli. Þegar menn sjá að það er iokað, þá leita þeir að annarri út- gönguleið. Breytir nokkru hvenær samið verður úr þessu, er skólaönninn hvort eð er ekki ónýt? - Hún er mjög illa farin. Grunnskóla verður lokið á venju- legum tíma þar sem KÍ menn hafa kennt eingöngu en þar sem HÍK kennarar hafa verið lýkur þeim skóla ekki formlega fyrr en þeir koma aftur til starfa. Þeir sem hafa lokið 9 ára grunnskóla- námi verða innritaðir í fram- haldsskóla, jafnvel þótt verkfall standi áfram. Varðandi fram- haldsskólann þá er greinilegt að við munum segja við skóla- meistara að þeir verði að ákveða sjálfir hvenær þeir hleypa milli- bekkjarfólkinu heim með fyrir- vara um að skólastarf hefjist fyrr í standa málin þannig að það verð- ur að dagsetja alveg á næstunni, ekki seinna en 22 maí, lokadag i framhaldsskólunum. Þann dag verða skólameistarar að ákveða. Ef verkfallið heldur Iengi áfram, þá verður hugsanlega ekki hægt að veita mönnum stúdentspróf á þessum lokadegi. Háskólinn mun opna sínar dyr fyrir þessu fólki þrátt fyrir það, á þeim grundvelli að Háskólinn innritar menn með stúdentspróf eða sambærilega menntun. Stúdentsefni verða því skráð í Háskólann samkvæmt ákvörðun háskólaráðs og við munum einnig ræða við erlenda háskóla þar sem þess er þörf, sem er alls ekki allsstaðar. Þetta eru allt fyrirvaraaðgerðir, , en við verðum að hliðra þarna til, við getum ekki annað. Mér er fullkomlega ljóst að einhverjir vinir mínir í HÍK munu gagnrýna þessar ákvarðanir, en það er ekki hægt að bíða lengur með að ein- hverjar ákvarðanir verði teknir. Það er komið að eindaga. Þú hefur verið harðlega gagnrýndur af nemum fyrir að hafa farið of seint af stað með lausn þessara mála, en hafa þessir undirbúningsfundur þínir ekki virkað sem olía á eld í kjara- deilunni? - Það er engin spurning að kennarar hafa haft áhyggjur af þessu og það er líka rétt að ég hef verið gagnrýndur fyrir að taka ekki á málinu. Það má alveg gagnrýna mig fyrir það, því það er umdeilanlegt hversu lengi menntamálaráðherra á að sitja á málinu. Það verður ekki gert stundinni lengur, ég er alveg kominn að ystu mörkum í þeim efnum. _|g 4 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. maí 1989 lendingarhjólin niður Framhaldsskófa- kerfid er meira og minna komið í rúst vegna verkfalls kennaraíHÍK. ÞegarSvavar Gestsson tók við embætti mennta- málaráðherra sl. haust lagði hann mikla áherslu á gott samstarf við kennara og annað skólafólk varðandi umbætur í skólakerfinu. Verkfallið sem staðið hefur í réttar 5 vikur ídag,er varla táknrænt um gott samstarf yfirvalda og skólafólks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.