Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsls og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Verð: 125 krónur Heimilisböl í Nató Rétt eftir að talsmenn Nató höfðu haldið glæsilegar afmælisræður um það, hve sterkt hernaðarbandalagið væri og hve vel það hefði gegnt sínu hlutverki kemur upp meiriháttar ágreiningur milli sessunauta. Hann er í skemmstu máli sagt fólginn í því, að Bush forseti og frú Thatcher telja sig illa svikin af vesturþýskum ráða- mönnum, Kohl kanslara og Genscher utanríkisráðherra. Vegna þess að þeir séu, að dómi ráðamanna í Washing- ton og London, orðnir of kappsamir í afvopnunarmálum, vilji ekki ganga í takt við sína engilsaxnesku bandamenn. Afstaða vesturþýsku stjórnarinnar er sú, að menn eigi ekki að hika við að mæta Gorbatsjov á miðri leið í niður- skurði vígbúnaðar. Þess vegna eigi að hefja nú þegar viðræður við Sovétmenn um niðurskurð á skammdræg- um eldflaugum, sem flestar eru staðsettar í þýsku ríkjun- um tveim. Eigi þær umræður að fara fram jafnhliða við- ræðum um takmarkanir á sviði hefðbundins vígbúnaðar sem þegar fara fram í Vínarborg. Þetta gengur þvert á þá bresk-bandarísku afstöðu sem segir, að það sé háskalegt að velta fyrir sér niðurskurði skammdrægra eldflauga áður en samið hefur verið um verulegan niðurskurð á hefðbundnum vígbúnaði, og þá allmiklu meiri hjá Varsjárbandalagsherjum. í Washington og London tala menn hátt og í hljóði um að ráðamenn í Bonn séu að grafa undan Nató og að þeir Kohl og Gensc- her séu á ómerkilegum atkvæðaveiðum vegna þess að samsteypustjórn þeirra standi höllum fæti í skoðana- könnunum. Öðru vísi mönnum áður brá, að hægri- og miðjustjórn í Bonn sé skömmuð fyrir „ábyrgðarleysi" í öryggismálum: það er ekki eins og sósíaldemókratar komi hér við sögu, hvað þá Græningjar. En þeir Kohl og Genscher geta varið sig með ýmsum hætti. Þeir segjast blátt áfram bregðast fyrr og betur við þeirri staðreynd að Evrópa hefur breyst eftir að Gorbatsjov kom til valda. Þeir geta vísað á önnur Natóríki sem styðja afstöðu þeirra til skammdrægu eldflauganna eða sýna amk. mikinn skiln- ing : Belgíu, Spán, Grikkland, Noreg, Danmörku, Ítalíu. íslenskur utanríkisráðherra verður sér svo til minnkunar með því að halla sér að Bandaríkjamönnum í þessu efni, eins og Hjörleifur Guttormsson benti á í umræðum á þingi nýlega. Þeir í Bonn geta og vísað til þess, að mjög breið þverpólitísk samstaða hefur skapast um afstöðu þeirra heima fyrir. Upplýsingar sem lekið hafa um stríðsleiki Nató, þar sem gert er ráð fyrir að 20 atómsprengjum sé skotið austur fyrir „járntjaldið", hafa endurvakið áhyggjur Þjóðverja af því, að Bandaríkin eigi sér laumustefnu, sem geri ráð fyrir því að hægt væri að heyja „staðbundna" kjarnorkustyrjöld sem að mestu væri bundin við Þýska- löndin tvö en Bandaríkin sjálf gætu sloppið við. Þýskir fréttaskýrendur, og þeirra á meðal Augstein, ritstjóri hins áhrifamikla vikublaðs Der Spiegel, segja á þá leið, að ] Nató og þá einkum Bandaríkin, vilji koma óeðlilega mikl- j um hluta lífsháskans í núverandi ástandi yfir á Þjóðverja. j Þess vegna sé sú krafa réttmæt að það sé talað jafn- hliða um skammdrægar eldflaugar og hefðbundin vopn við Sovétmenn. Og þess vegna skrifa menn, hvort þeir heldur standa til vinstri, hægri, eða í miðju vesturþýskra stjórnmála undir þau viðhorf Genschers utanríkisráð- herra, að það sé betra og öruggara að treysta á þéttriðinn vef samslunginna efnahagslegra og pólitískra hagsmuna austurs og vesturs til að tryggja frið en á hernaðarmátt fyrst og fremst. (Washington ber svo allmjög á því að menn séu í senn gramir Þjóðverjum og eins og ráðlausir. „Okkur vantar framtíðarsýn fyrir Nató“ eru ummæli sem skjóta upp kolli: átt er við það að Bandaríkin hafa eins og týnt hentugum og sameinandi sovéskum óvini, að Bush og ráðgjafar .hans hafa enga hugmynd um það, hvernig sú Evrópa geti \ litið út sem til er að verða að kalda stríðinu loknu. ÁB Engin leið út - fótboltinn drepur. Fotboltinn drepur í norska Dagblaðinu var grein á dögunum eftir Hans Fr. Dahl sem lítur á atburðina á fórbolta- vellinum í Sheffield frá öðrum sjónarhóli er klippari hefur séð til þessa. Þar segir m.a.: „Hver og einn túlkar blóðbað- ið í Sheffield sér í hag. Arbeider- bladet kennir frú Thatcher um vegna þess að hún heldur ungu fólki atvinnulausu og þess vegna morðóðu. Klassekampen leggur aðaláhersluna á gróðann sem gráðugir forstöðumenn vilja hala inn og selja þess vegna of marga miða. Þjálfarar sem Dagbladet hefur rætt við segja að þetta sé bara tilviljun, en afskaplega átakanleg tilviljun í ljósi þess hvað breskur fótbolti skipti miklu máli í íþróttaheiminum. ... Sá sem leitar að skýringum hefur af nógu að taka. Það sem undrar mig mest er að enginn hefur orð á því sem þó blasir við: Að það er fótboltinn sjálfursem drepur. Öldurofbeld- is á áhorfendapöllum sem hófust upp úr 1960 koma af óbilgjörnu innra samhengi fótboltans í skemmtanasjúku samféiagi okk- ar. Fótbolti er barátta, árásar- girni, niðurrif og ofbeldi. Orrust- uvöllurinn fyrir framan augun á okkur leysir djúpar tilfinningar úr læðingi með hröðum bylgju- hreyfingum sínum fram og til baka. Jafnvel sjónvarpsáhorfandi sem situr aleinn fyrir framan skjáinn með ölkassann við fætur sér gefur frumkraftinum útrás með háum hljóðum. Ef hann er með strákunum magnast hita- og svitastigið í stofunni við ærandi hávaðaöskur og köll. Á áhorf- endapöllunum margfaldast þetta auðvitað allt saman í nálægðinni við leikinn. Þetta kannast allir karlar við. Það er einmitt þessi frumstæða tilfinning um karlmennsku og stríð sem gerir leikinn svona heillandi. - Já, meira og meira heillandi eftir því sem samfélagið verður kvenlegra í áherslum sín- um á heilbrigði og skynsemi... Hverjir koma á leikinn? Þeir sem vilja horfa á leik fara ekki lengur á völlinn, þeir sitja heima og horfa á sjónvarpið. Þeir sem fara á völlinn gera það með hugarfari hermannsins. Þeir eru ekki áhorfendur heldur stuðningsmenn. Til hvers eru þeir? Þeir stuðla að sigri, vita- skuld. Orrustan á grasvellinum flyst upp á pallana. ... Um leið og leikurinn flytur sig upp á pallana flytjast átökin þangað líka. Stuðningsmaður hins liðsins verður djöfulsins skít- hæll. Takið‘ann strákar - gotcha, bitch! Hreyfingar framvarðanna á vellinum endurspeglast í hreyf- ingum áhorfenda á pöllunum... Allir karlar laðast að þessari stílfærðu villimennsku. Enginn hreyfir mótmælum gegn fótbolt- anum. Gagnrýnendur samfélags- ins, menningarvitar, marxistar og haukar, allir sem venjulega eru á réttum stað þegar bíöðin skrifa eitthvað gróft eða sjónvarpið sýnir sápuóperu - hvar eru þeir þegar dýpstu ofbeldisþörf sam- félagsins er sleppt lausri í óham- inni aðdáun á þessum leik? Á vellinum, vitaskuld. Karlkyns menningarvitar á vest- urlöndum eru nefnilega lang- hrifnastir af öllum af dulúð fót- boltans. Það má túlka ýmislega. Kannski sem þrá, bælda karl- kynsorku í leyndum hugans, upp- reisn gegn leiðindunum í menn- ingarlífinu. Alltént er kominn tími til að hugsa sig um.“ Póstkort frá menningarlegu mánalandslagi Þannig hljóðar tvíræð fyrir- sögn á grein Jens Brinckers í Berlingske magasin í apríllok. Jens var einn af gestum Norræna hússins á nýlegri gagnrýnenda- ráðstefnu. Greinin er að sínu leyti hörð gagnrýni á íslenskt menningarlíf - þannig að fyrir- sögnin er kannski ekkert tvíræð þegar betur er að gáð. í undir- fyrirsögninni segir: „Náttúra íslands er svo heil- landi að hún hlýtur að kippa fót- unum undan þeim sem sér hana í fyrsta sinn. En bak við höfðings- skap og stolt kúrir menningarleg minnimáttarkennd sem brýst út á merkilegan hátt.“ Honum finnst býsna fráleitt að sitja í Norræna húsinu og snakka um gagnrýni meðan miskunnar- laus sólin skín frá æpandi bláum himni og kuldaboli bítur kinnarn- ar á börnunum sem eiga frí í skólanum fyrsta sumardag. Þó segir hann örlítið frá samræðum: „Else Marie Bukdahl dregur upp mynd af hinum fullkomna listgagnrýnanda (sem er dauður fyrir löngu) og spáir fyrir um framtíð myndlistar. Per Olov Enquist, Thomas Bredsdorff og norski bókmenntaprófessorinn Atle Kittang fara í kringum hann meðan þeir tala um hvað gagnrýnin sé léleg, listin sé léleg og menningin sé léleg. Gagnrýnin er dauð, listin er dauð og menningin er dauð. Thomas Bredsdorff lýsir „show“gagnrýnandanum sem hefur bara áhuga á að vera skemmtilegur og eitt andartak finnst manni að maður sé kominn heim og standi á Ráðhústorgi miðju. List og gagnrýni Kröfur um inntak og frelsi gagnrýninnar eru hinar sömu hvort sem hún fjallar um orð, myndir, hreyfingar, tóna eða þetta allt í einu. Við getum öll kvittað undir markmið gagnrýni eins og Thomas Bredsdorff setur þau fram: Að fá lesendur til að tala við listina í stað þess að tala um hana. Og listin kemur okkur til aðstoðar sjálf þegar við reynum að skilja hvers vegna vandinn skiptir svona miklu máli á íslandi. Andstæðurnar milli mikið auglýstrar en drepandi sveita- legrar uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós í íslensku óperunni og næmum og nákomnum gestaleik Álaborgarleikhússins á leikriti Per Olov Enquists „I morfars hus“ sýna að á íslandi eru menn' komnir í þá stöðu að gagnrýnin og menningarstofnanirnar hafa tekið höndum saman um að hrósa miðlungslist á kostnað góðrar listar. Þetta varð ljóst á síðasta fundi málþingsins þegar íslendingarnir sýndu, með fullri kurteisi, að þeir vildu miklu heldur ræða slæma stöðu mála heima fyrir en mark- mið og aðferðir tónlistargagn- rýni. Þá stóð m.a. fyrrverandi ballettgagnrýnandi upp og viður- kenndi að hún hefði hætt að skrifa um ballett þegar hún gat ekki lengur sagt neitt fallegt um íslenska ballettflokkinn. Þetta hljómar fallega, en listin hefur ekkert að gera með svona göfuglyndi. Það á ekki að koma fram við listamenn eins og börn og stofnanirnar eiga kröfu á að menn taki þær alvarlega, þó að það sé sárt. Þetta er greinilega vandamál í úthéruðum eins og ls- landi og N-Noregi þar sem þjóð- ernishyggjan er sterkust. Við get- um svo velt fyrir okkur hvort þessi vandi verður einnig okkar vandi þegar við erum komin inn á stóra menningarmarkaðinn og verðum nyrsta héraðið í samein- aðri Evrópu." Sagði Jens Brincker og er grein hans um það bil hálfnuð þegar hætt er að klippa. Ekki meir, ekki meir, sagði Steinn við húsa- meistara forðum! SA 8 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.