Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 22
Hamskipti Frú Emelía sýnir í Skeifunni 3c: Gregor (Hamskiptin eftir Franz Kaf- ka). Leikgerð: Hafliði Arngrímsson. Leikstjórn: Guðjón Pedersen. Leikmynd og búningar: Guðjón Ket- ilsson. Lýsing: Ágúst Pétursson. Leikhljóð: Arnþór Jónsson. Hárgreiðsla: Guðrún Þorvarðardótt- ir. Leikendur: Ellert A. Ingimundarson, Árni Pétur Guðjónsson, Margrét Árnadóttir, Bryndís Petra Bragadótt- ir, Einar Jón Briem, Erla B. Skúla- dóttir. Frú Emelía er lítill leikhópur sem frumsýnir nú sitt fjórða verk- efni - eigin úrvinnslu á sögu Franz Kafka, Hamskiptunum, og ber Hafliði Arngrímsson ábyrgð á leikgerðinni. Frúmsýning var síðastliðið sunnudagskvöld í nýjum leiksal í Skeifunni - númer þrjú c þar sem áður var pumpað og púlað á veg- um vaxarræktarstöðvarinnar „World Class“. Þetta eru allt saman grundvall- arupplýsingar, nánast skyldan sem allir þurfa að vita sem vilja á annað borð fylgjast með frjó- broddi íslenskrar leiklistar - hvar hann stingur upp höfðinu næst, hvar hann blómstrar. Sýning Frú Emelíu er „world class“. Hún er ánægjulegasti við- burður í leikhúslífi okkar á þess- um vetri, einstaklega vönduð og samhæfð í stíl, full af frjóum hug- myndum og sköpunargleði, sann- arlegt sjónarspil. Loksins má segja vafninalaust að við eigum þess kost að sjá list- viðburð á leiksviði. PALL BALDVIN BALDVINSSON Hver er ástæðan? Hópurinn er nýkominn saman, sum hafa aldrei unnið saman áður. Ekki er hópurinn styrktur nema að litlu til undirbúnings sýningunni og má vænta þess að stór hluti styrksins frá menntamálaráðu- neyti og leiklistarráði hafi farið í innréttingar. Ekki er hann vel tækjum búinn en kann af reynslu að fara vel með það sem gefst. Ekki hefur hann unnið mánuðum saman að sýningunni, æfingar- tíminn er væntanlega skemmri en almennt tíðkast hjá leikhúsum borgarinnar sem hafa meiri efni, betri tæki og fastráðna starfs- menn. Áhugi, elja, óttaleysi við til- raumr, stefna á nýstárleika, frumleika í formi sem er mosa- gróið klisjum, í öllu þessu er svar- ið fólgið. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig Guðjón Pedersen hefur leitt hópinn áfram til þessa sigurs. Hann hefur lengi áætlað sviðsetn- ingu Hamskiptanna, sem hafa reyndar öðlast fullan þegnrétt á leiksviðum vesturheims undan- farinn áratug í leikgerð Steven Berkoff, en hún er gerólík þeirri sem getur að líta í Skeifunni. Þar er farin mjög sjálfstæð leið í túlk- un sögunnar og komist á leiðar- enda með skáldskap Kafka og sögukornið í farteskinu sem leiðarvísinn. Sýningunni er markað rúm í tíma mun nær okkur en sagan gerist á. Stíll sýningarinnar sækir svip sinn til áranna uppúr 1960 og sú tímasetning studd tilvísunum í nokkur dægurlög, tísku og klæða- burð, innréttingar og vísanir í húsbúnað. Sá tími er reyndar bernskutíð allra þeirra sem að sýningunni vinna, fyrstu minningar þeirra allra eru tengdar þessu tímabili og hef ég á tilfinningunni að það hafi gagnast vel við tjáningu þess andrúmslofts sem sýningin hýsir svo óviðiafnanlega. Á móti kem- ur reynsla áhorfandans sem lifði sama tíma, bleikroða tíð við- Ellert Á. Ingimundarson í hlutverki sínu í leikgerð Hamskiptanna „Gregor eða Sérð þú það sem er?“ Ásdís Magnúsdóttir og Róbert Bergquist dansa Innsýn I. Flóðhesturinn og antilópan Þjóðleikhúsið sýnir Hvörf, fjóra bal- letta eftir Hlíf Svavarsdóttur við tón- list eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Erik Satie og Þorkel Sigurbjörnsson. Leikmynd Sigurjón Jóhannsson. Búningar Sigurjón Jóhannsson, Hlíf Svavarsdóttir og Sigrún Úlfarsdóttir. Flytjendur: íslenski dansflókkurinn og hljómsveit íslenska dansflokksins undir stjórn Hjálmars H. Ragnars- sonar. Píanóleikur: Snorri Sigfús Birgisson. Lýsing: Sveinn Benedikts- son. Stjórnandi: Hlíf Svavarsdóttir. Leikmaður sem tekur að sér að skrifa um áhrif þau er hann verð- ur fyrir á ballettsýningu er svo- lítið í sömu sporum og flóðhestur sem ætlar að lýsa fyrir okkur stökkfimi antílópunnar. Þegar flóðhesturinn sér antílópuna stökkva finnur hann til þyngdar sinnar og hversu bundinn hann er í sína fjóra fætur. Hann finnur takmörk sín og öðlast um leið drauminn um frelsið dýra. Því frelsið skilja einungis þeir sem þekkja fjötrana, og sjálfan sig þekkir einungis sá sem uppgötv- að hefur hvað hann er ekki. Flóð- hestur, sem ekki þekkir stök- kfimi antílópunnar er jafn heimskur og kálfurinn sem kann fótum sínum ekki forráð þegar honum er hleypt út úr fjósinu á fyrsta vordegi. En þegar við horf- um í dapurleg augu hins lífs-• reynda flóðhests sem hefur séð antílópurnar þjóta hljóðlaust um steppuna, þá sjáum við um leið drauminn um hið óhöndlanlega frelsi, sem hefur kennt honum að þekkja fjötra sína. Sú þekking er trúlega meira virði en nokkur stökkfimi. Sá sem þetta ritar hefur eitt fram yfir flóðhestinn þegar lýsa á ballettsýningu: tungumálið. En það er spurning hversu betur hann er settur með það. Reynsla mín af ballettsýning- um er takmörkuð. Lengi vel leit ég á ballett sem eins konar fim- leika eða akróbatík, þar sem af- brigðilega fimir einstaklingar sýndu leikni sína við að leysa hin- ar erfiðustu þrautir. Hreyfing- arnar voru eins og staðlaðar formúlur sem líkaminn átti að leysa í takt við einhverja tónlist. Mér þótti þetta oft afkáralegt (og þykir enn), einkum ef borið er saman við fimustu dýrategundir, sem leika sér að því að yfirvinna þyngdarlögmálið án þess að vita af því að það sé nokkur kúnst. Það var ekki fyrr en ég sá Vorblót eftir Stravinsky uppfært sem bal- lett fyrir um það bil 20 árum síðan í óperuhúsinu í Róm, að ég upp- götvaði að ballett getur verið annað og meira en akróbatík. Það er óhætt að segja það strax, að ballettsýningin Hvörf, sem íslenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir í Þjóð- leikhúsinu, er engin fimleikasýn- ing. Hlíf Svavarsdóttir, sem sam- ið hefur dansana og stýrt dans- flokknum, hefur hreinsað dan- sinn af öllum stöðluðum formúl- um. Hún hefur jafnframt hreinsað ballettinn af öllum ytri skírskotunum, þannig að það eina sem eftir stendur er tónlist- in, sviðsmyndin eða rýmið og mannslíkaminn sem hreyfing í E -j I fc^ ^ i ; i ÓLAFUR GÍSLASON þessu rými. Fyrsta verkið heitir „Raúður þráður" við tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson, sem samin var sérstaklega af þessu tilefni. Höf- undur stjórnaði flutningi. Þessi tónlist er full af ólgandi lífi, hrynjandi og tilfinningu sem spannar allt tilfinningasviðið frá fínustu blæbrigðum upp í ærandi trylling. Dansahöfundurinn leggur útaf þessari tónlist af mikilli hugvitssemi, þannig að áhorfandinn hættir að gera greinarmun á tónlist, sviðsmynd og dansi. Allt rann saman í eina órofa heild, sem hélt athyglinni óskiptri. Sviðsmynd Sigurjóns , Jóhannssonar var einföld og gaf verkinu hæfilega framandlegan blæ þar sem hallandi pallur eins og undirstrikaði að dansað væri á ystu nöf. Til mótvægis var stein- >'veggur sem kastaði dönsurunum frásérútánöfina. Þettaervið- amikið verk og auðugt af hugvits- sömum hreyfingum, og þegar það var búið vissi ég ekki nák- væmlega hvað hafði gerst. Ég fann bara að ég hafði upplifað eitthvað nýtt, sem ég hafði ekki fundið áður. Næst komu tveir samtengdir ballettar, Innsýn I og II við pía- nótónlist eftir Erik Satie. Þetta er seiðmögnuð tónlist og ljóðræn í einfaldleik sínum og gjörólík tón- list Hjálmars. Snorri Sigfús Birg- isson lék á píanóið af tilfinningu. Fyrri hluti verksins var leikinn í hvítum búningum, og var hríf- andi ljóðrænn og fagur. Síðari hlutinn var dansaður í svörtum kjólum og var drungalegri og i hefði kannski mátt missa sín án þess að sýningin í heild bæði tjón af því. Síðasta verkið var „Af mönnum“ við tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Eins og í verki Hjálmars er tónlistin hér líka samin í samvinnu við dansahöf- undinn. Verkið er fjörmikið og gamansamt á köflum og ber eins og hinir ballettarnir sterkan höf- undarsvip. Ef ég ætti að freista þess að lýsa þessum höfundar- einkennum Hlífar, þá felast þau í því að dansinn er hreinsaður af ytri skírskotunum til sögunnar um baráttu góðs og ills, eða bar- áttu kynjanna o.s.frv., sem svo algengar eru í ballettsýningum. Það er ekki sagan, ekki tilfinning- alíf persónanna á sviðinu, ekki sálfræðin, sem skiptir máli, held- ur er efniviðurinn hrein hrynj- andi eins og hún birtist í tónlist- inni og hreyfingu mannslíkamans innan þess ramma sem sviðs- myndin er. Rétt eins og abstrakt línuteikning í ákveðnu rými. Þetta gerir væntanlega miklar kröfur til dansaranna, sem þann- ig verða eins og verkfæri í hönd- um stjórnandans, og ég held að það fari ekkert á milli mála að Islenski dansflokkurinn hefur gengið í gegnum góðan og strang- an skóla hjá Hlíf Svavarsdóttur. Sýningin var öllum aðstandend- um til sóma. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.