Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 15
Frá bændaíhaldi til bændaframsóknar íslenskt bændasamfélag gjör- breyttist á árunum 1880-1930. Við upphaf þessa tímabils var mikill meirihluti íslenskra bænda fátækir leiguliðar sem greiddu drjúgan hluta framleiðslu sinnar í landsskuld og leigu af kúgildum, sem þeir urðu að leigja með jörð- unum hvort sem þeim líkaði bet- ur eða ver. Víða gátu landeigend- ur einnig krafist alls kyns kvaða af leiguliðunum. Aðeins minni- hluti bænda var í sjálfsábúð. Við lok tímabilsins bjó allur þorri íslenskra bænda á eigin jörðum og ef þeir bjuggu á leigu- jörðum höfðu landskuldirnar minnkað svo mikið að lítill sem enginn munur var orðinn á hag bænda eftir því hvort þeir bjuggu á eigin jörðum eða leigujörðum. Skylduleiga á kúgildum var svo til horfin og bændur áttu sjálfir allan búfénað sinn. Hér var sannarlega um miklar breytingar að ræða. Áður þurfti bóndi e.t.v. að flytja bú sitt tíu til tuttugu sinnum á starfsævi sinni því að jarðir voru aðeins leigðar til eins árs í senn. Við þessar að- stæður hafði bóndinn eðlilega lítinn áhuga á því að gera nokkrar bætur á leigujörð sinni eða húsa- kosti hennar. Nú gátu bændur hins vegar setið ævilangt á eignarjörð sinni og það hlaut að bæta mjög vilja þeirra til alls kyns umbóta. Mestalla þessa öld hafa íslend- ingar haft fyrir augum búskapar- hætti sjálfstæðra bænda sem eru í lífstíðarábúð á jörðum sínum. Við höfum ekki gleymt því að hér er um tiltölulega nýtt fyrirkomu- lag að ræða. Við höfum raun- verulega einnig verið duglegir við að gleyma ýmsum öðrum van- köntum gamla sveitarsamfélags- ins sem lifðu lengur en gamla leiguliðaábúðin. Hvað skyldu margir íslendingar í dag muna sveitaflutningana á ómögunum eða aðra þá illu meðferð sem fá- tækt fólk mátti sæta hér á árum fyrr, jafnt til sjávar og sveita? Enda er sterkur vilji hjá þjóðinni að muna aðeins það besta sem gerðist hér áður fyrr. Hvað hafa ekki margir heyrt gamalt fólk segja um eitthvað sem er löngu liðið: Það er best að þetta sé gleymt. Þegar Tryggvi Emilsson gaf út bók sína, Fátækt fólk, árið 1976, var eins og stór hluti þjóðarinnar yrði fyrir hálfgerðu áfalli. Þótt þessi ágæta bók Tryggva væri í sumum efnum ekki annað en staðfesting á mörgum sannindum sem áður höfðu rækilega verið staðfest, urðu samt ótal margir furðu lostnir og spurðu: Var fá- tæktin á íslandi áður fyrr virki- lega svona slæm? íslenska bænda- samfélagið fyrir aldamótin Rannsóknir á félags- og hag- sögu íslands hafa verið fremur litlar fra,m á allra síðustu ár að undanskildum nokkrum einstök- um ritverkum í verslunarsögu. Þetta hefur auðvitað einnig gilt um ævaforna íslenska leiguliða- samfélagið, sem ennþá lifði góðu lífi um síðustu aldamót, þótt eitthvað væri þá úr því dregið. Það er athyglisvert að fyrsta nákvæma athugunin á eignar- haldi og ábúð jarða fyrr á öldum hér á Islandi kom út á ensku í Lundi í Svíþjóð árið 1967. Hér er um að ræða doktorsritgerð ^pHeg UiÆttJFrrtme —. bocnbfé pða $> og lierntft? for aíle Pitteriiat, v /--- VVJ */»viuvv (V* ♦’W'- vvnvfcíivj gioc/ «t öœre ffolfeis tií nu wm\>t Séiantffe Compagnic /<&■< ftjjfe, font er for gobc bngtige ®o6mantá - SSabre, ffg af bemeltte Compagnics farenbe Jjobmanb/ paa * , £aPn, in Anno 174 z-tigtig pcD $a!, 9)íaa[ oa annammet þaber; Sí)í forpligter jeg mig og míntSItoíngcr, Scn for 5ílle/03 SíUe foc Sttt, ot>en^nirIt>tc -/M —---------giiíe, tií feebbtmefitte Compagnte íntereíTcntcrc, eUer i)lT!H bfttne ntiit tib; ffarbbeSecffribrífe/ meb be cel ©?inbe, i Itaocc, forftfontmcm fe áar 174 3 mcb gobe bngtiae 3íiant,|Tf Jíiobmaní'l- jBabre, i rette Siebe * Siíb, paa —ítaP n, ©fat'csiol at brtale; ©á Þerfom benne min gorífrípclfe itte af mig, fíicr inmt ^minðtr, i 9lUemaat>er, fom uieiOt, blioer fftcrfommct, ta iea, ci* lcc br, at íiibe eftec 3Mficté - ‘öoml Sormcltming, fom Anno 1631. bcn 4 Maji erbemt; tí! þoílfcn Snbe jeg tennc mm ut>ði»ne8or< ffrmclfe egenbcenbiá bav>cr utifeetffrcoct, 03 er í;cr af ligclijí benk@im*fatter ubft«b/bsorfore,naar k« cene crfoikfrfliotf, Til að tryggja sér viðskiptavini héldu kaupmenn þeim oft í skuldafjötrum. Hérsést skuldaviðurkenning manns að nafniTorfi Þórðarson, sem gerð var í Báfsendahöfn árið 1742. ÞarsamþykktiTorfi hörðustu viðurlög standi hann ekki í skilum með 100 fiska skuld. Viðurlög gátu falið í sér að allt bú Torfa yrði gert upp- tækt. Skuldaviðurkenningin er á dönsku og Torfi er eins og sjá má tæplega skrifandi á ís- lensku, Úrbókinni Upper boðið (sland. Björns Lárussonar, kennara við hagsögudeild háskólans þar í borg, sem bar heitið The Old Ice- landic Land Registers, þ.e. „Gömlu íslensku jarðabækurn- ar“. Hér var einkum um að ræða nákvæma rannsókn á jarðabók- unum frá 1686 og 1695. í riti þessu kom m.a. fram að í lok seytjándu aldar bjó aðeins um 6% íslenskra lögbýlisbænda í sjálfsábúð; allir hinir voru leigu- liðar. 85% forstöðumanna heim- ila áttu ekki jarðnæði, ekki einu sinni örlítinn jarðarskika. Þriðj- ungur alls lands var í eigu kirkj- unnar og sjötti hluti var í eigu konungs. Um 25% alls jarðnæðis var í eigu áttatíu einstaklinga eða um 1% allra forstöðumanna hei- mila. Þessi áttatíu manna „góss- eigendahópur" hafði flestar kon- ungsjarðirnar og bestu kirkju- jarðirnar að léni. Helstu verald- legu og andlegu embættismenn- irnir komu einnig úr þessum hópi sem var innbyrðis tengdur blóð- og venslaböndum. Bragi Guðmundsson kannaði frekar samsetningu þessa „góss- eigendahóps" í cand. mag.- ritgerð sinni árið 1982, sem kom út í bókarformi árið 1985 undir heitinu Efnamenn og eigur þeirra. Bragi staðfesti þar í öllum meginatriðum fyrri rannsóknir Björns Lárussonar og útskýrði jafnframt vel ættar- og vensla- tengslin í „gósseigendahópnum". Ymsir fræðimenn hafa sérstak- lega kannað eignar- og ábúðar- sögu einstakra landshluta. Ber þar fyrst að nefna Arnór Sigur- jónsson sem kannaði eign og ábúð á Vestfjörðum allt frá fimmtándu öld. Þessi rannsókn Arnórs mun þegar hafa verið orðin nokkuð gömul þegar hún birtist í Sögu 1973. Már Jónsson hélt áfram þessum rannsóknum Arnórs í B.A.-ritgerð sinni árið 1980. Merkasta héraðssögurann- sóknin á þessu sviði er samt vafa- laust mag. art.-ritgerð Björns Teitssonar, sem kom út í bókar- formi árið 1972 undir heitinu Eignahald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Saga Björns Teitssonar náði frá 17. öld allt fram til 1930. Niðurstöðurnar í öllum þess- um héraðssögurannsóknum er í öllum meginatriðum í samræmi við fyrrgreindar rannsóknir • Björns Lárussonar. En rannsókn Björns Teitssonar er einstök að því leyti að hún rekur ekki aðeins nákvæmlega eignarhald og ábúð um 1700 heldur rekur hann einn- ig þær miklu breytingar sem urðu á þessu sviði á nítjándu öld og fyrstu áratugum þessarar aldar. Ennþá sem komið er er þessi bók um búnaðarsögu Suður- Þingeyjarsýslu besta heimildin sem við eigum þróunina frá leigu- ábúð til sjálfsábúðar í sveitum landsins. En einnig ber að geta í þessu samhengi annarrar bókar Björns Lárussonar, sem einnig spannaði allt tímabilið frá seytjándu öld til tuttugustu aldar, Islands jordebok under förindu- striell tid, sem kom út í Lundi árið 1982. Kjör leiguliða og kúgun land- eigenda á þeim á nítjándu öld var viðfangsefni Guðmundar Hálf- dánarsonar í B.A.-ritgerð hans árið 1980. Sama ár skrifaði Guð- mundur Jónsson B.A.-ritgerð um kjör vinnuhjúa á nítjándu öld og kom ritgerð þessi út í bókar- formi árið 1982 undir heitinu Vinnuhjú á nítjándu öld. Þeir nafnar töldu það báðir ótvírætt að þá hefðu bæði ieiguliðar og vinnuhjú sætt mikilli kúgun. Vistarbandið, ævaforn stofnun Guðmundur Jónsson tengdi kúgun þessa vistarbandinu, þ.e. skyldu vinnufólks að ráða sig í vist hjá bónda allt árið. Bóndinn átti allan arðinn af vinnu vinnu- hjúa sinna en greiddi þeim mjög lág laun. Bændur, en þó einkum ríkir bændur sem höfðu tök á að hafa mörg vinnuhjú, vildu halda sem mest í vistarbandið að hindra að fram kæmu á íslandi sjálfstæð- ar stéttir sjómanna og verka- manna. Hér fetaði Guðmundur raunar í fótspor margra fyrri fræðimanna. Ber þar fyrst að geta Sverris Kristjánssonar sem rakti nokkuð sögu vistarbandsins í bókinni Alþingi og félagsmálin, Gísli Gunnars- son sagnfræð- ingur skrifar um gjörbreytingu ís- lensks bænda- samfélags síð- ustu 100 árin sem kom út árið 1946. Höfundur að þeirri bók ásamt Sverri var Jón Blöndal hagfræðingur. Björn Þorsteinsson sýndi framá það í doktorsritgerð sinni Enska öldin sem kom út í bókar- formi árið 1970, að andstaðan við afnám vistabandsins var æva- gömul og átti umfram allt rætur að rekja til andstöðu ríkustu bænda og höfðingja við því að við sjávarsíðuna mynduðust þorp fiskimanna, sem gætu undir vern- darvæng erlendra kaupmanna orðið óháðir landskulda-og leigu- fyrirkomulagi höfðingjanna. Björn birti alþingissamþykt frá árinu 1431 sem vitnisburð um þetta efni, svo og svonefndan Píningsdóm frá árinu 1490, en hann var í gildi sem lög landsins langt fram á átjándu öld. Þar var kaupmönnum bönnuð veturseta hér á landi en þó sérstaklega var þeim bannað að ráða nokkra ís- lenska menn í vinnu til sín. Nokkur hluti af félags- og hag- sögurannsóknum mínum hefur snúist um þessa andstöðu ríkis- bænda við þéttbýlismyndun við sjávarsíðuna. Þessar athuganir mínar hafa birst víða. í riti um giftinar ogfrjósemi, sem kom út á ensku í Lundi í Svíþjóð árið 1980 benti ég á að það hefði verið rót- gróin hefð fyrir því í íslensku samfélagi forneskjulegra hátta að takmarka frjósemi með aðgangi að jarðnæði. Ef ekki fékkst jarð- næði fékkst engin gifting og þar með engin skilgetin frjósemi. í riti um orsakatengsl veðurfars og sógu, sem einnig kom út á ensku í Lundi árið 1980 tók ég sérstak- lega til athugunar það iága tækni- stig sem einkenndi atvinnuvegi íslendinga á átjándu öld í saman- burði við aðrar þjóðir á sama tíma; þetta átti bæði viðjandbún- að og sjávarútveg. Sjávaraflinn var því sérstaklega svikull; fiski- bátarnir voru yfirleitt litlir róðr- arbátar; segli þanin þilskip voru ekki til andstætt því sem var í Noregi og veiðarfærin voru einn- ig í frumstæðasta lagi hér á landi. Ástæður þessa ástands voru margþættar: einokunarverslun, íhaldssemi ráðandi stétta og síð- ast en ekki síst vítahringur fá- tækar. Fátæktin dró úr framtak- inu og framtaksleysið jók fátækt- ina. Hér voru raunar nokkur rök Skúla Magnússonar hjá átjándu öld endurtekin. Af öllu þessu leiddi svo hræðsla við eflingu sjávarbyggða. Einokunar- verslunin og gamla íslenska bændasamfé- lagið í doktorsritgejð minni, sem kom út árið 1983 (á ensku og í Lundi í Svíþjóð) var aðallega fjall- að um verslunarsögu íslendinga. Doktorsritgerð þessi kom út á ís- lensjcu í slækkuðu og bættu formi árið 1987 úndir heitinu Upp er boðið Isaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. En auk verslunarsögunnar voru í bókinni rakin’í stórum dráttum ýmis efnisatriði úr fyrrgreindum ritverkum frá árinu 1980. Sér- staklega var vakin andstaða land- eigenda og góðbænda gegn eflingu þéttbýlis og sjávarútvegs allt frá miðöldum til loka átjándu aldar. ítarlega var fjallað um bann landsmanna gegn því að kaupmenn fengju að reka búskap (til sjávar eða sveita) vegna þess NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.