Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 17
bændaverslunar og aukið þétt-
býli, sem bætti mjög möguleika
bænda til sölu afurða sinna. Jafn-
framt minnkuðu mjög land-
skuldir eins og rakið var hér að
framan.
Samtímis átti sér stað eins kon-
ar „menningarbylting" í sveitun-
um. Biómatími ungmennafélag-
anna fór í hönd. Hluti þessarar
þróunar var stofnun Framsókn-
arflokksins árið 1916, sem stóð í
nánum tengslum bæði við sam-
vinnuhreyfingu bænda og ung-
mennafélagshreyfinguna. And-
stætt bændaflokknum annars
staðar í Evrópu höfðu margir
leiðtogar Framsóknarflokksins
allt frá upphafi mjög jákvæða af-
stöðu til verkalýðshreyfingarinn-
ar í þéttbýlinu.
Nýstefna í land-
búnaöarmálum í
heimskreppunni
Bæði samvinnuhreyfing og
Framsóknarflokkur voru í upp-
hafi mjög hlynnt frjálsri verslun
enda töldu margir forsvarsmenn
bænda hana hafa verið forsendu
fyrir framförum í landbúnaði. En
í kreppunni eftir 1929 varð hér
breyting á. Margir bændur urðu
nánast gjaldþrota og þeim var
bjargað með sérstökum kreppu-
lánasjóði. íslendingar tóku upp
allt konar tollvernd líkt og aðrar
þjóðir. Framsóknarflokkurinn
hafði forystu í þessari stefnu-
breytingu. Sú hefð fór að skapast
að landbúnaðurinn yrði að þróast
undir verndarvæng ríkisvaldsins.
Margir bændur töldu sig með
réttu eða röngu hafa verið af-
skipta í tíð Nýsköpunarstjórnar-
innar 1944-47. Alla vega var sú
hugsun mjög ríkjandi meðal
bænda seint á fimmta áratugnum
að nauðsynlegt væri að hefja sem
mesta nýsköpun í sveitum. Margt
var auðvitað gert þá sem brýna
nauðsyn bar til. Lykilorðið var að
auka sem mest framleiðnina í
landbúnaðinum og ríkið ábyrgð-
ist að framleiðslan skyldi seljast.
Sjálfsábúðarhugsjónin náði há-
marki sínu þegar lögin um óðals-
rétt voru samþykkt árið 1961.
Engin breyting varð í landbún-
aðarmálum á sjöunda áratugnum
þótt margir gætu séð að þá stefndi
í offramleiðslu á ýmsum sviðum.
Sama gilti raunar um mestallan
áttunda áratuginn. í>að var ekki
fyrr en við lok þessa áratugs að
stefnubreyting varð hér á. Nú var
markmiðið það að draga sem
mest úr landbúnaðarframleiðslu.
Einnig það skyldi gert undir ríkis-
forsjá.
Nú á níunda áratugnum hafa
aukist mjög kröfurnar um sem
frjálsasta verslun. Við þær að-
stæður hefur offramleiðsla í ís-
lenskum landbúnaði orðið mjög
óvinsæl meðal neytenda á suð-
vesturhorninu. Tiltölulega
auðvelt hefur verið að skapa
andúð í garð bænda. Menn
gleyma þá auðvitað eins og alltaf
öllum þeim sögulegu forsendum
sem skapað hafa núverandi
ástand í landbúnaðarmálum.
Forsvarsmenn íslensks landbún-
aðar hafa verið mjög seinir til að
bregðast við þessum nýju aðstæð-
um, t.d. í upplýsingum eða
áróðri. Þannig hefur engin rann-
sókn verið látin fara fram eftir því
sem ég veit best á því hver eru
margfeldniáhrif landbúnaðarins í
íslensku hagkerfi, m.ö.o. hvað
margir hafa atvinnu af því að
þjóna landbúnaðinum eða vinna
úr landbúnaðarvörum. Það hefur
heldur engin vitræn könnun verið
gerð á því hverjir eru styrkir til
íslensks landbúnaðar í saman-
burði við þá styrki sem landbún-
aður í öðrum Evrópulöndum nýt-
ur. Þannig vitum við í raun og
veru ekki hvort íslenskur land-
búnaður er á einhvern hátt sam-
keppnisfær á alþjóðamörkuðum.
Við vitum ekki hver er þýðing
landbúnaðarins fyrir þjóðarbú-
skapinn í heild!
Það er eins og forsvarsmenn
bænda, þ.á m. ýmsir forvígis-
Jagur 12. maf 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
„Tiltölulega auðvelt hefur verið að skapa andúð í garð bænda. Menn
gleyma þá auðvitað eins og alltaf öllum þeim sögulegu forsendum
sem skapað hafa núverandi ástand í landbúnaðarmálum."
menn Framsóknarflokksins, telji
það nægja að verja hagsmuni
bændastéttarinnar með fáfróðum
gagnsefjunarskrifum vegna ein-
stakra ritsmíða í DV.
Tíminn gerist
málsvari land-
eigenda á
átjándu öld
Það er í ljósi fyrrnefndrar
gagnsefjunar sem ber að líta
Tímabréf 1. aprfl s.l. Höfundur
þessa Tímabréfs mun vera Ingvar
Gíslason, ritstjóri blaðsins, fyrr-
verandi alþingismaður og ráð-
herra. Þar deilir hann harkalega
og með mjög ófræðilegum vinnu-
brögðum á þá þætti í doktorsrit-
gerð minni, sem á einhvern hátt
fjalla um bændasamfélag átjándu
aldar!
Tilefni þess að Tímaritstjórinn
og ráðherrann fyrrverandi færði
sig svona aftur til átjándu aldar í
stjórnmálaskrifum sínum um
tuttugustu öldina var sú að Jónas
Kristjánsson og formaður Versl-
unarráðs íslands höfðu túlkað
ákveðna þætti í doktorsriti mínu
á þann veg að andstaða land-
eigenda við framförum á átjándu
öld líktist mjög andstöðu for-
svarsmanna landbúnaðarins á
tuttugustu öld: Báðir væru á móti
framförum í atvinnumálum!
Þessi túlkun er auðvitað túlkun
Jónasar og Verslunarráðs og
kemur í raun og veru riti mínu
ósköp lítið við. Það er að mati
mínu á ýmsan hátt hæpið að sjá
mikla samlíkingu með aðstæðum
í íslenskum landbúnaði á átjándu
öld og tuttugustu öld nema þá að
Jónas Kristjánsson og fleiri ein-
staklingar telji að í stað land-
eigenda og selstöðukaupmanna
fyrri tíma hafi komið nýir arðræn-
endur bænda í dag. Slík túlkun
væri í sjálfu sér umræðugrund-
völlur, en ég hef hvergi séð hana,
hvorki hjá Jónasi né öðrum.
En Tímaritstjórinn tekur sem
sagt upp málstað landeigenda á
átjándu öld. Þar með snýst hann
gegn upphafi síns eigin flokks og
eigin málgagns sem var einmitt
stofnað í þeim tilgangi að aflétta
endanlega fornu arðráni land-
eigenda á bændum.
Umfjöllun Tímaritstjórans um
verk mitt er mjög óheiðarleg.
Þannig rekur hann rök Nedhvitt-
nes gegn riti mínu í Sögu 1985 en
minnist hvergi á svar mitt við
þessum rökum í sama hefti.
Umfram allt styðst Tímarit-
stjórinn þó við grein Björns Stef-
ánssonar í Sögu 1988. Tímabréfið
er raunar mjög einhæf útlistun á
grein Björns, svona álíka og út-
listun Jónasar á riti mínu. f bréf-
inu hefjast hugsanlegar villur
Björns S. Stefánssonar í annað
veldi. Hvergi er minnst á það .að
helstu röksemdum Björns hefur
þegar verið svarað. Þess er held-
ur ekki getið að margt af því sem
ég hélt fram í riti mínu hafa marg-
ir aðrir fræðimenn gert á undan
mér, þ.á m. einn stofnanda
Framsóknarflokksins, Arnór Sig-
urjónsson.
En sem sagt : Við sjáum hér
Tímaritstjóra leggja að jöfnu
stefnu Framsóknarflokksins f
landbúnaðarmálum árið 1989 og
stefnu íhaldssamra landeigenda í
atvinnumálum á átjándu öld.
Samtímis sinnir ritstjórinn ekki
einu sinni lágmarkskröfum um
heiðarleg vinnubrögð. Er þetta
tímanna tákn eða aðeins Tímans
tákn?
RISARNIR
LINDE OG LANSING
SAMEINAST
I
LINDE A.G. í Vestur-Þýskalandi og LANSING LTD. íBretlandi hafa sam-
einast í eitt fyrirtæki, LINDE WGA Group, með aðsetur íAschaffenburg í
V-Þýskalandi.
LINDE A.G. er nú lang stærsti framleiðandi á hvers konar vörulyfturum í
Vestur-Evrópu með verksmiðjur í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi.
SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA hefur nú tekið að sér umboð
fyrir LINDE vörulyftara og býður fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrrá
rafmagns og dísel vörulyfturum, með lyftigetu frá 0,5 til 42 tonna.
Kynnist úrvalinu hjá okkur.
Það er fjölþætt, verðið sanngjarnt og
gæðin ótvíræð.
UNDE-LANSING
UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI
BÚNADARDEILD
SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
LEITAÐU
AÐSTOÐAR
FAGMANNA
Áður en þú tekur ákvörðun
um húsbyggingu eða íbúðar-
kaup, hvetjum við þig til að not-
færa þér þjónustu fasteigna-
sala, hönnuða og annarra sem
þekkingu hafa, við að áætla
greiðslubyrðina eins nákvæm-
lega og unnt er.
GREIÐSLUBYRÐI 0G
GREIÐSLUGETA
Greiðslubyrðina skaltu bera
saman viö greiðslugetu þína og
láta þann samanburð hafa áhrif
á hvaða ákvarðanir þú tekur.
SKYLDUR OG ÁBYRGÐ
FASTEIGNASALA
Samkvæmt lögum um
skyldur og ábyrgð fasteigna-
sala, ber þeim að gera íbúðar-
kaupendum grein fyrir
áhvílandi lánum sem
kaupendur taka við, vöxtum af
þeim, hvort lán séu verðtryggð,
hvenær greiðslum eigi að vera
lokið og hverjar eftirstöðvar eru
að viðbættum verðbótum.
NÁKVÆM KOSTNAÐAR-
ÁÆTLUN HÖNNUÐAR
Ætlir þú að byggja, er heppi-
legt að fá hönnuð íbúðarhús-
næðis til að gera nákvæma
kostnaðaráætlun.
Láttu fagmenn aðstoða þig
við að áætla greiðslubyrði
vegna húsbyggingar eða
íbúðarkaupa. Þannig eru góðar
líkur á að þú komist hjá
skakkaföllum.
HAFÐU ÞITT Á HREINU
WJSNICeiSSOTmíNAE