Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 9
I Geislandi af húmor Par sem Djöflaeyjan rís fær góðar viðtökur á Norðurlöndum. Einar Kárason: Erlendir gagnrýnendur ósparari á skjall íslenskir rithöfundar hafa gert garöinn frægan erlendis undanfarin ár og má minna á Grámosinn glóir eftir Thor Vil- hjálmsson sem fékk Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs íhittifyrra og bækur Einars Más Guðmundsson- ar sem hefur verið tekið af ar vel á Norðurlöndum. Þar sem Djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason kom líka nýlega út í Danmörku og Svíþjóð og hefur hlotið af- bragðsdóma. í blaðinu Information sagði til dæmis: „Djöflaeyjan skilar and- rúmslofti tímans, hún er sprikl- andi fjörug lýsing á fslandi eftir- stríðsáranna ... sem vekur minn- ingar bæði um húmor íslendinga- sagna og sérsinna karaktera Heinesens í Glötuðum snill- ingum.“ „Hún er svolítið eins og landslagið íslenska,“ segir Car- sten Jensen í Det fri Aktuelt, „í senn sviðið eins og eftir bruna og geymir samt ólgandi spildur af lífi, grænar, gular og svo skyndi- lega rauðar.“ Þar sem Djöflaeyjan rís kom fyrst út á íslandi árið 1983 og við spurðum Einar hvernig væri að lesa dóma um bók sem hann væri svona löngu búinn að afgreiða frá sér. „Það er ekki sami spenningur- inn og fyrst, því maður er búinn að sjá að verkið var ekki andvana fætt, en ég var dálítið smeykur við viðtökurnar af því að bækurn- ar tvær, Djöflaeyjan og Gull- eyjan, voru ekki gefnar út sem eitt verk eins og ég vonaði. Djöflaeyjan þarf á Gulleyjunni að halda efnislega og svo er seinni bókin betri. En dómarnir voru góðir og það gladdi mig, þessar bækur koma mér nógu mikið við ennþá til þess. Ég held að frægt kæruleysi rithöfunda gagnvart gagnrýni sé mest uppgerð." Gagnrýnandi Dagens Nyheter segir að hvað sem nútímalegum einkennum líði þá minni stíltilþrif þín og tœkni á íslendingasög- urnar. Hvernig finnst þér að vera líkt við höfunda íslendingasagna? „Hann segir nú ekki að bókin sé jafngóð og Njála! En þetta þarf kannski ekki að vera alveg fráleitt; mér finnst trúlegt að ég taki höfunda íslendingasagna til fyrirmyndar í aðferð, stfl og af- stöðu til söguefnis. Það er gömul norræn hefð í frásagnarlist að vera í ákveðinni fjarlægð frá söguefninu og láta ekki til- finnningasemi ná valdi á stflnum þó að atburðir gefi tilefni til þess. Það væri kannski undarlegt ef ég hefði ekki líka smitast af þessu. I fljótu bragði virðist það fáránlegt oflof að líkja sögunni við ls- lendingasögur, en þegar nánar er að gáð hefur þessi frasi ákveðna merkingu. Það má nefna í þessu samhengi að þessi húmor sem menn hafa rekið augun í og jafnvel uppnefnt hóp rithöfunda „fyndnu kynslóð- ina“, hann er ekki nýtilkominn. Allir íslenskir höfundar hafa haft húmor, allt frá höfundi Eglu og Njálu, Jón Thoroddsen hafði húmor, Halldór Laxness, Þór- bergur, Thor og Guðbergur. Það er íslenski skólinn að horfa á ver- öldina í kómísku 1 jósi. “ Enda nefna margir að bókin sé skemmtileg. „Geislandi af húm- or, “ sagði í Politiken. En stund- um er eins og gagnrýnendur séu ekki að skrifa um sömu bókina. Einn segir t.d.:„Parna er yfir- fljótandi mœlska" og annar segir: „Par er á sérstœðan hátt þjappað og farið sparlega með orð... “ „Nei, þetta getur rúmast sam- an. Mjög margmáll maður getur verið gagnorður alveg eins og fá- máll maður segir kannski aldrei neitt af viti. Menn meðtaka text- ann á ólíkan hátt, hver sér sitt í honum. Þetta minnir líka á að það er enginn endanlegur skiln- ingur til á bókum. Þú heyrir að mér finnst þetta ekki rugl í rit- dómurunum. Það getur hins vegar komið okkur á óvart hér á þessu pró- vinsíala skeri hvað erlendir gagnrýnendur eru miklu ósparari á skjall en þeir íslensku, þeir taka miklu stærra upp í sig. Okkur finnst við stundum telja til stór- afreka það sem er ósköp lítils virði, en miðað við þessa útlendu menn eru íslenskir gagnrýnendur furðu hlutlausir. Ég er búinn að fá þrettán ritdóma frá Svíþjóð, ellefu þeirra eru fullir af hrósi, einn er hlutlaus og bara einn nei- kvæður." Yfir hverju kvartar hann? „Hávaða! Hann sagðist verða heyrnarsljór af þessum stans- lausu atburðum og dramatík." Nú er verið að þýða Djöfla- eyjuna á finnsku. Gulleyjan er væntanleg á dönsku um áramótin en ekki er enn búið að ákveða útgáfutíma á henni í Svíþjóð. SA - -'EK ÖN\URLE£,T LA6! és VE\T SHTO AUt UM LA6Í0TD. T^PÍSKT SVÖNA S16.URLA6. SE61I ÞA£> EiOCi, þETT'ER ÍA3Ö6 6ÖTT LA6 MÍDAD Vfe HOFDAIÖUU 06 &IBARLE6 LAKJOC/NNÍNö 06 VBIUAM6UR 1SIENSKRAR TUWé^U A EKLENDRl 6RUNDI IJÖ>PNlN ER A SVö LMu RANi AE> *■ o 0-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.