Þjóðviljinn - 13.06.1989, Síða 13

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Síða 13
Jón Karlsson hjúkrunarfræðing- ur hefur undanfarið starfað á sjúkrahúsi Rauða hálfmánans í Kabúl og annar landi er nýlega farínn þangað til starfa. Raufti krossinn Átta til hjálparstarfa í sumar íslenski Rauði krossinn sendir hjálparfólk og sérfrœðinga víða um heiminn. AðstoðveittíAfganistan, Eþíópíu, Grenada, Thailandi, Pakistan og víðar r I sumar fara 4/ulltrúar á vegum Rauða kross Islands til hjálpar- starfa erlendis og verða þá sendi- fulltrúar á vegum RKI alls 8. Tveir hjúkrunarfræðingar fara til starfa á sjúkrahúsum Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir flóttamenn og stríðssærða í Thaiiandi og Afganistan, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins er kominn til Grenada í Vestur-Indíum til að aðstoða heimamenn við skipulagningu neyðarvarna og sjálfboðaliði fer til Gojjam-héraðs í Eþíópíu tU að vinna að þróunarverkefni sem unnið er í samvinnu Rauða kross íslands og Rauða kross Eþíópíu. Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, fór nýlega til eyjunnar Grenada í Karabíska hafinu til mánaðardvalar þar sem hann mun aðstoða starfsmenn Rauða Útboð Óshlíð - undirstöður undir grjótnet pr Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint f verk. Magn: Undirstöður 40 stk., mótaflötur 450 m2, steypa 85 m3. Verki skal lokið 1. september 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isa- firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 12. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 26. júní 1989. Vegamálastjóri y Útboð Norðurlandsvegur, Víðivellir - Uppsalir, 1989 ''/'//m Sm V Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint ~ verk. Lengd vegarkafla 9,0 km Magn 230.000 m3 Verki skal lokið 30. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 12. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 26. júní 1989. Vegamálastjóri Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Guðmundar Jónasar Helgasonar Selvogsgrunni 5 Sérstakar þakkir til starfsfólks Hafnarbúða, fyrir góða hjúkrun og hlýhug í hans garð. Guðríður Guðmundsdóttlr Helga Guðmundsdóttlr Helgl Ingvar Guðmundsson Gísll Guðmundsson Jónas Gunnar Guðmundsson Finnur Guðmundsson Slgurþór Guðmundsson Sverrlr Guðmundsson Guðmundur Tómas Guðmundsson Barnabórn og barnabarnabörn Frlðrik Slgurðsson Halldór Þorvaldson Nanna Þorlelfsdóttlr Eyrún Þorleifsdóttlr Sigurrós M. Sigurjónsd. Margrét Þorvarðardóttlr Krlstín Aðalsteinsdóttir Guðrún Aðalstelnsdóttir Sólbjört Aðalstelnsd. kross Grenada við að skipuleggja og efla neyðarvamaáætlun Rauða krossins sem er hluti af almannavömum landsins. Gren- ada er sjálfstætt ríki síðan 1974, um 375 ferkm. að stærð og íbúa- fjöldi rúmlega 100.000. Grenada hefur á undanförnum áratugum orðið illa úti í fellibyljum og mið- ast starf Guðjóns við að þjálfa og undirbúa heimamenn til að mæta slíkum náttúruhamfömm. Ólafur Guðbrandsson hjúkr- unarfræðingur fór 1. júní sl. til Afganistans til starfa í 6 mánuði við sjúkrahús Rauða hálfmánans í Kabúl. Alls vinna nú um 60 út- lendingar á vegum Rauða kross- ins og Rauða hálfmánans við hjálparstörf í Kabúl. Þar er og annar sendifulltrúi RKÍ, Jón Karlsson. Þetta er þriðja ferð Ólafs á vegum Rauða krossins, áður hefur hann tvívegis verið í Thailandi þar sem hann starfaði í búðum fyrir flóttamenn og stríðs- særða við landamæri Kambódíu. Helena Jónsdóttir leggur af stað til Eþíópíu 20. júní næstkomandi til ársdvalar í Gojjam-héraði en þar mun hún starfa að verkefni sem unnið er í samvinnu íslenska og eþíópíska Rauða krossins. Verkefnið felst í uppbyggingu ungmennahreyf- ingar Rauðakrossdeildar héraðs- ins, kennslu í skyndihjálp og frumheilsugæslu, vemdun linda og trjárækt, auk þess sem unnið verður að eflingu fiskveiða í Tana-vatni. Þetta er fyrsta ferð Helenu á vegum Rauða krossins og er hún fjórði sjálfboðaliðinn sem fer til starfa í Gojjam-héraði. Björg Pálsdóttir hjúkmnar- fræðingur fer 2. júlí nk. til starfa í flóttamannabúðum í Thailandi þar sem hún hefur verið ráðin til 6 mánaða. Björg tekur við af Vig- dísi Pálsdóttur, sem verið hefur þar undanfama 6 mánuði. Þetta er fyrsta ferð Bjargar á vegum Rauða krossins en hún hefur áður starfað í Wollo-héraði í Eþí- ópíu á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Björg er tuttugasti og þriðji sendifulltrúinn sem Rauði kross íslands sendir til starfa á vegum Alþjóðarauðakrossins í Thailandi. Auk ofangreindra sendifull- trúa em nú 4 aðrir íslendirigar við hjálparstörf á vegum Rauða krossins. Þeir em: Jón Karlsson, hjúkmnarfræðingur, sem starfar við sjúkrahús Alþjóðaráðs Rauða krossins í Kabúl, Jónas Valdimarsson og Sigríður Sverr- isdóttir í Gojjam-héraði í Eþíóp- íu, en Sigríður snýr heim síðla sumars, og Lilja Steingrímsdóttir hjúkmnarfræðingur í búðum fyrir afganska flóttamenn og stríðssærða í Quetta í Pakistan. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Borgarmál Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins hefur ákveðið að hefja undirbúning borgarstjórnarkosninga 1990 með hópastarfi um ákveðin málefni. Félagar og stuðningsmenn eru eindregið hvattir til þess að taka þátt í starfinu. Fyrstu fundir hópanna verða: Miðvikudaginn 14. júní: Atvinnumál - veiturnar - jafnrótti kynjanna. Mlðvikudaglnn 21. júní: Skólamál - dagvistir - æskulýðsmál - íþróttir. Fundirnir eru haldnir á Hverfisgötu 105, 4. hæð og hefjast kl. 20.30. Ráðgert er að hefja starfið nú, en aðalvinnan fer fram að loknum sumar- leyfistíma. Borgarmál Umhverfi, skipulag, samgöngur Fundur borgarmálaráðs um umhverfis-, skipulags- og samgöngumál í höfuðborginni í kvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Allt áhugafólk hvatt til að mæta. ABR Sumarferð ABR Reykjanes Áningarstaðir verða ma.: Garöskagi, Reykjanesviti, Seiatangar, Vigdísar- vellir. Að vanda verður leiðsaga og fræðsla um mannlíf, náttúru og önnur sór- kenni þessa svæðis í góðum höndum. Farið verður þann 24. júní nk. Fylgist með auglýsingum næstu daga. - Stjórn ABR. Sumarferð Alþýðubandalagsirts á Austurlandi: Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlí 1989. Farið verður í rútum kl. 9 frá Söluskála KHB á Egilsstöðum og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eftir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fomminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. Meðal leiðsögumanna verða Guðrún Krlstlnsdóttlr minjavörður, Helgl Hallgrfmsson náttúrufræðingur, Páll Pólsson fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphóðlnn Þórlsson líffræðingur. Fararstjóri: Hjörlelfur Guttorms- son. Tllkynnlð þátttöku sem fyrst tll Ferðamiðstöðvar Austurlands, Eglls- stööum, sfml (97)1 20 00. öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalagið - kjördœmlsráð. Alþýðubandalagið Austfjörðum Fundir á Austurlandi Hjörlelfur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austur- landi á næstunni sem hér segir: Bakkafirði, skólanum, þriðjudaginn 13. júni kl. 20.30. Vopnafirði, Austurborg, miðvikudaginn 14. júní kl. 20.30. Reyðarfirði, Verkalýðshúsinu, fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30. Borgarfirði, Fjarðarborg, miðvikudaginn 21. júní kl. 20.30. Eskifirði, Valhöll, fimmtudaginn 22. júní kl. 20.30. Fundarefni: Störf Alþingis og hagsmunamál byggð- arlaganna. Fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið á Akureyri Fundur með Steingrími J. Alþýðubandalagið á Akureyri heldur fund I Lárusar- húsi, Eiðsvallagötu 18 ( kvöld, þriðjudag 13. júní klukkan 20.30. Steingrfmur J. Sigfússon landbúnað- ar- og samgönguráðherra mætir á fundinn. Fólagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. Stjómln. Steingrímur J. i og \allt gengur betur +j ÞJÓÐVIUINN —SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.