Þjóðviljinn - 23.06.1989, Page 2
SKAÐI SKRIFAR
Að flytja inn
mat eða ekki
Ég, Skaði, er dálítið dapur og tuskulegur eitthvað þessa dagana.
Ástæðan er sú að ég líkist alltof mikið þessum íslensku kommum sem
aldrei skyldu verið hafa. Og hvernig líkist ég þeim? mætti spyrja. í því,
skal ég segja ykkur, að ég er svona tættur og uppi í loft á móti sjálfum
mér. Og hvers vegna? Það er vegna matvæla, þótt skömm sé frá að
segja
Ekki vegna þess að ég hafi étið of mikið og vilji grennast: það góða
sem ég vil það gjöri ég ekki, og allt það. Neinei. Það er vegna þess, að
þótt að ég sé Sjálfstæðismaður og viti mínu viti, þá veit ég ekki hvort ég
er með eða móti innflutningi á landbúnaði.
Þetta hefur legið mér svo þungt á hjarta að í gærkvöldi datt ég í
tvennt, framdi á mór geðklofning ef svo mætti segja. Skaði I vildi taka
undir Morgunblaðið mitt sem sagði eitthvað á þá leið að það væri ekki
nokkur leið að hafa þessa andskotans alþýðu til friðs nema með því að
flytja inn danska skinku, hollenskar kartöflur og argentínskt nautakjöt
á spottprís sem drepur niður alla vísitölu og spennu og kemur á skikk
og jafnvægi og almennri ánægju, hamingju og gleði.
Gegn þessu reis öndverður hinn Skaðinn, Skaði II, þjóðernisskað-
inn, afkomandi Egils Skallagrímssonarog Póturs Ottesens og mælti:
„Fögur er hlíðin þegar sauðir sílspikaðir renna niður hlfðar, þessi
hormónasnauðu fjallalömb, þessi ómengaða steik, sem hver maður
má vera sæll að gjalda fyrir með aleigu sinni svo hann viti að hann er
ekki að éta skít, heldur þá ódáinsfæðu sem lætur hann rækta tengsli
við allar étnar og grafnar kynslóðir sauðkindar og mannfólks í landinu.
Því hvað er þjóðarsálin í anda og sannleika fyrst maðurinn er það sem
hann étur? Hún er spretthörð eins og gimbur, duttlungafull eins og
hrútur, blíð eins og augun í sviðakjömmunum, hlý eins og íslenska ullin
áður en hún er blönduð með nýsjálenskum rudda. Þú mátt ekki svíkja
þína sauðkind, Skaði I, vei þeim sem svíkur sinn huldurhrút. Honum
verður erfiður dauðinn, eins og skáldið kvað.
Hvernig átti ég að fara að því að koma á sáttum milli þesssara
tveggja sálna í brjósti mór? Ég reyndi að fá Skaða II til að skrúfa niður
rómantíkina í sór. Skaði I bauðst til að hugga hann með því, að
vissulega yrði stundaður einhver sauðfjárbúskapur í afmörkuðum
kindaþjóðgörðum í framtíðinni þar sem allt þettta gamla fær að lifa
undir eftirliti og þannig. Já og hugsaðu þér, sagði hann, við getum haft
róttir þar oft og mörgum sinnum á ári og gert úr þeim dýrmætan
túristaiðnað.
Aldrei! hrópaði Skaði II. Aldrei sættist ég á þann loddaraskap og
blekkingu.
Já en vinur minn, sagði Skaði I. Þú veist að markaðurinn verður að
eiga sinn rétt í sálarlífinu, annars fer allt (SÍS og kommúnisma. Við
getum sparað tíu miljarði á ári á því að flytja inn matvælin mestöll.
Heldurðu ekki það verði gaman að lifa þá, hvort sem maður er fjár-
málaráðherra eða hagsýn húsmóðir eða f rystihúsastjóri að borga fólki
lægra kaup? Það verður bæði hagfræðilecjt og dásamlegt.
Tröll hafi þína reikninga, sagði Skaði II. Eg get líka reiknað lagsi! Ef
bændur eru krossfestir og þeir allir rotaðir um leið með þinni evrópsku
markaðskylfu sem á þeim lifa, þá færðu tuttugu þúsund manns á
opinbert framfæri. Þeir þurfa tíu miljarða í atinnuleysisbætur á ári. Það
er nú öll dásemdin.
Hvaða rugl drengur, sagði Skaði I - feginn því þó, að það tókst að
tosa hinn helminginn af mér ögn niður á jörðina þar sem tölurnar búa.
Við getum sett peningana sem við spörum í svo margt.
í svo margt?
Já
Eins og hvað?
Eins og til dæmis að selja sálrænt andrými.
Og hvur andskotinn er það?
Það er ofur einfalt, sagði Skaði I. Evrópa er alltof þröng orðin og
forbíluð og pestargufur stíga þar upp úr hverjum polli. Börn álfunnar
eru orðin svo taugastrekkt eins og rottur í búri að bráðum fara þau að
éta ömmur sínar og hvert annað á eftir. Því björgum við bændum með
því að afnema búfjárrækt og taka upp alþjóðlega barnarækt í staðinn.
Hingað tökum við 600 þúsund börn á ári í staðinn fyrir rollurnar og þau
kaupa sinn hlut í sálrænu andrými í faðmi fjallanna. Þetta er sá besti
atvinnuvegur sem hugsast getur: hráefnið (börnin) er bæði flutt inn og
út, endurvinnsla sálarlífsins fer fram hér, úrgangsefni framleiðslunnar
eru viöráðanleg, andans rósir blómgast við hliðina á grasinu sem
enginn bítur lengur, það er jafnvægi í byggð landsins og foreldrar í
Evrópubandalaginu verða okkur svo þakklát fyrir að losa þá við
krakkaskrattana og umbreyta þeim í sauðspök mannlömb að þeir
veita okkur hvaða lán sem er.
RÓSA-
GARÐINUM
DÝR MUNDIÖSSUR
ALLUR...
Samtals eru fjórtán stangir
leyfðar á vatnasvæðinu og ef mið-
að er við verð á hverj a stöng lætur
nærri að þessi lax hafi kostað sex
miljónir króna.
Tíminn
ÉGHÉLTMIGHEFÐI
DREYMT ÞAÐ
Fyrsta markið sem Valsmenn
fá á sig í mótinu var staðreynd.
Tíminn
STÉTTVÍS GUÐ-
FRÆÐI
Hann (Jón Ásbergsson í Hag-
kaupum) gegnir því hlutverki
eins og Jónas Kristjánsson í DV
að æsa lýðinn og hvetja til þess að
bændastéttin verði krossfest.
Guöni Ágústsson
alþingismaður í DV
SVOVERÐA ÞEIR
KROSSFESTIR
LÍKA
Nú hefur að vísu lengi legið það
orð á að versta útivist sem banda-
nskir hermenn geta hugsað sér sé
að dvelja á íslandi
DV-pistill um fánamálið
HIN SANNA ÁST
Ég hefi hlustað á Jón og Gunn-
laug frá því þeir fyrst byrjuðu í
útvarpi árið 1983 og ég fæ aldrei
leið á þeim
Lesendabréf í DV
ÁHRIF RANNSÓKN-
ARBLAÐAMENNSK-
UNNAR
Víkverji hafði orð á því á dög-
unum að konur væru jafnan í
þjónustuhlutverki þegar dregið
væri í hvers kyns happdrættum í
sjónvarpi. Nú bregður svo við að
þegar dregið var í lottói um helg-
ina þurfti karlmaðurinn að hafa
fyrir því. Þessi skjótu viðbrögð
eru til fyrirmyndar!
Morgunblaðið
FÁGÆT OG ERfflÐ
STEFNUFESTA
Ég minni kunningja minn á að
honum væri manna best kunnugt
um að er ég lauk störfum sem
viðskiptafulltrúi hefði ég strengt
þess heit, að koma aldrei framar
nálægt tilraunum til að koma ís-
lensku dilkakjöti á framfæri í
Bandaríkjunum.
Morgunbiaðið
HIN SKÁLDRÆNA
UPPSKURÐARDUL
Sá sem talar í ljóðinu óskar
eftir að útlimir hans séu snertir og
jafnvel innyflin.
Bókmenntarýni í Morg-
unblaðinu
FÓRNFÝSI
Þar kom að hann bauð mér
stöðu fastafulltrúa hjá Samein-
uðu þjóðunum og ég ákvað að
taka því boði frekar en fara á elli-
laun.
2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. júní 1989
Benedikt Gröndai
sendiherra í Mbl