Þjóðviljinn - 23.06.1989, Page 3
Er með konu
og barn?
í nýlegu Eystrahorni eraug-
lýsing sem samrýmist ekki al-
veg þeim jafnréttisanda sem
nú svífur yfir vötnum. Yfirskrift
auglýsingarinnar er „Vantar
íbúð!“, en textinn er á þessa
leið: „Verkstjóra í Skinney h/f
vantar íbúð á leigu, er með
konu og barn. Öruggar
greiðslur og jafnvel góð fyrir-
framgreiðsla." Og svo fram-
vegis. En vantar konuna og
barnið ekki íbúð? Eru þau
bara einskonar fylgihlutir?
Hvernig yrði fólki við ef aug-
lýsingin hefði verið svona:
„Konu og barn vantar íbúð á
leigu, eru með verkstjóra í
Skinney h/f“? ■
Ýtt við slóðunum
Sumir kennarar í Háskólan-
um brugðust mjög illa við síð-
astliðinn vetur þegar Stúdent-
aráð beitti sérfyrir harðari að-
gerðum vegna lélegra ein-
kunna skila og var m.a. gripið
til þess að búa til lista með
þeim 20 kennurum sem
lengstan tíma voru að fara yfir
próf. Sumum þeirra sem þar
komust á blað fannst ósæmi-
lega vegið að persónu sinni
og orðstír. Á fundi með ne-
mendum lagadeildar gagn-
rýndi deildarforsetinn m.a. að
kennurum hefði ekki verið
gefinn kostur á að gefa skýr-
ingar á seinaganginum og
hann fullyrti jafnframt að það
væri einfaldlega ómögulegt
að skila prófum í deildinni á
þremur vikum vegna þess að
prófdómarar færu yfir öll próf
og það væri ekki í valdi kenn-
ara að reka á eftir þeim. Eftir
að Háskólaráð felldi tillögu
hans um að lengja frestinn í
þeim tilfellum sem prófdómari
færi yfir próf hafði hann á orði
að þá yrðu bara engir próf-
dómarar hafðir.
Eftir sem áður voru öll próf í
lagadeild dæmd af prófdóm-
urum í vor og nú brá svo við að
langflestareinkunnirvoru birt-
ar á innan við þremur vikum
eftir próf, sem er sá tími sem
gefinn er og sumar einkunnir
voru komnar upp 10 dögum
eftir próf sem er alger mettími.
Fordæmi
formanns KSÍ
Rolf Johansen heildsali
sem umboð hefur fyrir
Heineken-bjór bauð fjölmiðla-
fólki til veislu í fyrradag í tilefni
af því að nú er hægt að kaupa
þennan hollenska mjöð í
verslun ÁTVR uppá Stuðla-
hálsi. Eins og Rolfs er von og
vísa voru veitingar ekki
skornar við nögl frekar en fyrri
daginn. En sá sem var fyrstur
til að kaupa mjöðinn í ríkinu
var enginn annar en Ellert
Schram ritstjóri DV og for-
maður Knattspyrnusam-
bands íslands. ■__________
Grútarkletturinn
Þó fyrrum hrefnuveiðimenn
hafi ekki átt sjö dagana sæla
að undanförnu vegna banns
við hrefnuveiðum hafa þeir þó
ekki glatað kímnigáfunni. For-
maður nýstofnaðs félags
hrefnuveiðimanna lýsti Hall-
dóri Ásgrímssyni sjávarút-
vegsráðherra og rimmu hans
við hvalavini á eftirfarandi hátt
í málgagni þeirra framsóknar-
manna: Karlinn er eins og leð-
ur. Þeir renna á honum hvar
sem þeir taka á honum. Hann
er eins og leður í lýsi. Ráð-
herrann er því ekki lengur ein-
hver venjulegur klettur í haf-
inu heldur ósvikinn grútar-
klettur. ■
Open your mouth
Það er ekki aðeins að við-
skiptavinir Hagkaupa geti átt
von á að verða svarað á
enskri tungu á málræktarár-
inu. Svo virðist sem aldraðir
og sjúkir þurfi þess einnig.
Eins og kunnugt er hefur
gengið mjög erfiðlega að fá
hjúkrunarfræðinga og ófagl-
ært starfsfólk til starfa í
heilbrigðisgeiranum og af
þeim sökum hefur orðið að
leita liðsinnis útlendinga sem
hafa hlaupið undir bagga og
ekkert nema gott eitt um það
að segja. Hins vegar veldur
það oft á tíðum erfiðleikum hjá
öldruðum og sjúkum að skilja
viðkomandi þegar enginn er
til að túlka. ■
Barbecued
Moby Dick!
Sú saga hefur heyrst úr túr-
istabransanum, að stúlka
nokkur sem starfar í þeim
bransa hafi á dögunum bent
túristum á nokkuð nýstár-
legan mat. Þannig var að
nokkrar ameriskar ferðakon-
ur, í hefðbundnum amerísk-
um klæðnaði og með græn-
friðungamerki í barmi, hafi
komið til stúlku þessarar þess
erindis að spyrja hvar McDon-
alds-hamborgarastaðirnir
væru staðsettir í Reykjavík.
Hún sagði sem var, að engir
slíkir væru hér á landi, en hún
gæti hins vegar bent þeim á
alveg hreint frábæran skyndi-
bita. Léttan og þjóðlegan rétt.
Það væri „barbecued Moby
Dick with green pease and
see sheppardsaucé“. Þær
urðu hinar ánægðustu með
þessar upplýsingar og örkuðu
af stað í ieit að veitingahúsi
sem byði uppá þennan
skemmtilega rétt. ■
Hagstætt verð
Leðurklæddir hvíldarstólar m/skammeli,
litur brúnt og svart
Verð kr. 27.700,- afb.
25.000,- stgr.
ÉZ
mjmocMa 1
VALHÚSGÖGN
Armúla 8, sími 82275.
UTVARP
AJJLRAIANDSMANNA
þar er enginn undanskilinn. q
%
20
15
io--
Rás 1
Rás 2
Bylgjan
Stjarnan
Veit ekki
UTVARPIÐ
Hinn 12. júnísl. kannaði Gallup á
íslandi útvarpshlustun um landið
allt. Könnunin náði tilfólks á
aldrinum 15-70 ára. Spurt var
hvort viðkomandi hefði eitthvað
hlustað á útvarp þann dag og á
hvaða stöð hann hefði hlustað,
fyrir hvern klukkutíma frá sjö að
morgni til átta að kvöldi. Eins og
línuritið sýnir nýtur Ríkisútvarpið
yfirburðavinsælda.
.0
UTVARPIÐ
0
Kl. 7
Utvarpshlustun 12. júní 1989.
Landið allt (aldurshópurinn 15-70 ára).
8
*
9
—i—
10
11 12 1220 13 14 15 16 17 18 19 19
,30
20
AUK/SlA k586d25-42