Þjóðviljinn - 23.06.1989, Page 11
Sambúð og frelsi
Einn algengasti erfiöleikinn,
sem tengist sambúð, varðar per-
sónulegt frelsi einstaklinganna
eftir að sambúð er hafin. AUtof
oft gerist það meir eða minna
ómeðvitað að einstaklingar í
sambúð hefta sjálfa sig og hvorn
annan. Heftingin getur falist í
kröfum um að gera allt saman,
tilætlun um ákveðnar hefðir um
það sem gera þarf, koma ætíð
beint heim o.s.frv. Því meira sem
þetta gerist ómeðvitað og allt að
því „af því bara“, þeim mun meiri
og sterkari verður upplifunin af
þvingun og höftum. Oftast verð-
ur slík ómeðvituð upplifun til
þess að smá mál verða að stór-
málum og smá kýtingar að stór-
rifrildi með ásökunum á báða
bóga og fullyrðingum um að „þú
gerir þetta alltaf', þú gerir
aldrei...“, ég þarf alltaf' o.s.frv.
Oftast enda slík rifrildi með
spurningu um sigur eða tap. Van-
líðan vegna upplifunar af frelsis-
skerðingu er yfirleitt frekar
lúmsk og læðist að einstakling-
num án þess að hann átti sig á því
fyrr en hún er orðin yfirþyrm-
andi.
Eitt af því, sem ég hef rekist á í
þessu samhengi er mismunandi
upplifun kynjanna af því hvað
frelsi og frelisskerðing í sambúð
er. Mér virðist, sem karlmenn
upplifi meira að þegar þeir séu
komnir í sambúð sé brauðstritið
þeirra mesta hefting, þ.e. að þeir
þurfi að sjá til þess að koma þaki
yfir höfuð fjölskyldunnar og líta á
það sem eins konar frelsisfórn frá
sinni hendi. Þeir líta því gjaman
svo á að á meðan þeir vinni eins
og skepnur geti konan lagt sitt af
mörkum með því að gæta bam-
anna, sjá um heimilið og rekstur
þess og helst að vinna með, svo
framarlega sem bæði leggi nokk-
urn veginn jafnlangan vinnudag
að baki.
Konur virðist mér hins vegar
upplifa meiri heftingu í því, sem
felst í því að vera eiginkona og
móðir við þessar kringumstæður,
þ.e. bindingin við heimilið og
börnin og sú ábyrgð, sem á þær
leggst við það að maðurinn frýjar
sig þátttöku í heimilislífinu á
þeirri forsendu að hann sé að
byggja upp fyrir framtíðina.
Þannig verða oft til rifrildi milli
sambúðarfólks við þessar að-
stæður, sem ganga út á ásakanir
konunnar á manninn fyrir að
gleyma sér og börnunum, hann sé
of lítið heima, hún komist aldrei
neitt og hann sé miklu frjálsari til
að sinna sjálfum sér en hún.
Hann skilur hvorki upp né niður í
ásökunum hennar, vegna þess að
honum finnst hann fórna a.m.k.
jafnmiklu, hann sé alltaf að vinna
og síðast en ekki síst að hann sé jú
alltaf að hugsa um hana og böm-
in, og því leggi hann allt þetta á
sig. Rifrildið gengur síðan út á
hvort leggi meira á sig og hversu
réttlætanleg ásökunin er. Ekki
bætir úr skák, að þjóðfélagið
heldur með manninum.
í fjölsyldunni er mikið rætt um
hversu duglegur hann sé og
hversu heppin hún hafi verið að
ná í hann, en það gleymist að hún
situr uppi með ábyrgðina á böm-
unum og heimilinu. Hann er það
þreyttur að hann hefur ekki orku
í að ræða dagleg vandamál og
áhyggjuefni og hún verður að
leysa þau ein af hendi. Við
göngum enn svo ákveðið út frá
gömlum hlutverkum kynjanna að
það þykir sjálfsagt mál að hún
sjái um þessa hluti og því fær hún
ekkert hrós. Það er því ekki óal-
gengt að kona í þessari stöðu fái
sektarkennd yfir því að Iáta sér
detta í hug að ásaka manninn eða
gera til hans kröfur um deilda
ábyrgð á áhyggjum og erfið-
leikum í uppeldi og heimilis-
rekstri. Þar til að hún hefur setið
svo lengi á sér að upp úr sýður og
stórrifrildi skapast. Og svo fær
hún sektarkennd eftirá. Hugsar
með sér að hún hafi nú e.t.v. ver-
ið ósanngjörn og þegir þar til hún
springur næst. Ef rifrildin verða
mörg og ásakanirnar þungar og
stóryrtar, er stutt í hjónaskilnað.
Gjá myndast smám saman, sem
ekki verður brúuð, þó svo að
þakið myndist yfir höfuðið.
Rifrildin hér ganga auðvitað út
á aukaatriði, eins og ég hef rætt
um áður. Aðalatriðið er mismun-
andi upplifun af ábyrgð. Hennar
áhyggjur og ábyrgð snýst um
samskipti, uppeldi, vellíðan,
samvinu og ást, en hans áhyggjur
eru meira praktísktar og snúast
um peninga, reddingar, iðnaðar-
menn og hvað þarf að gera og í
hvaða röð o.s.frv. Það sem gera
þarf er að deiia báðum þessum
tegundum áhyggjuefna þannig að
ekki komi til upplifun af einangr-
un og kýtingur um hvort sé meira
virði. Þannig verður hún þátttak-
andi í hans áhyggjum og viðræðu-
hæf um húsbyggingar og prakt-
íska hluti og hann þáttakandi í
hennar áhyggjum og man eftir að
hringja, bara til að vita hvernig
hún hafi það, eða bömin, eða
bara til að láta hana vita að hann
muni eftir henni, þó byggingin sé
mikils virði. Væntanlega seinkar
innflutningi fjöjlskyldunnar í
húsnæðið ekki mikið vegna slíkra
hluta.
FJÖLSKYLDAN
SIGTRYGGUR
JÓNSSON
AUGLÝSINGAR - AUGLÝSINGAR - AUGLÝSINGAR
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Stúdentar verða brautskráðir frá skólanum
laugardaginn 24. júní kl. 14.
Nýstúdentar eru beðnir að koma í skólann á
æfingu föstudaginn 23. júní kl. 18. Rektor
Sóknarfélagar -
sóknarfélagar
Sumarferð Sóknar verður farin til
Vestmannaeyja helgina 21.-23. júlí n.k.
Upplýsingar og pantanir í síma 681150 til 6. júlí
n-k- Starfsmannafélagið Sókn
Hnnststt vnrá
18M%BjPlföay i 1 w vl w
Borðstofuborð, stækkanlegt + 4 stólar
Verð 58.000,- afb.
52.000,- stgr.
Störf fyrir KÍ
Kennarasamband íslands auglýsirtil umsóknar
tvær stöður fulltrúa á skrifstofu KÍ. Um er að
ræða störf að skóla- kynningar- og kjaramálum
svo og félagsmálum og erindrekstri. Óbundið
hvort ráðið verður í fullar stöður eða hlutastörf.
Umsóknir skulu sendar til stjórnar KÍ, Grettis-
götu 89, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10.
júlí.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu KÍ,
Grettisgötu 89, Reykjavík, símar 91-24070, 91-
12259, 91-25170.
Bílastæðasjóður
Nokkur mánaðarkortsstæði laus
á Bakkastæði og í Kolaporti.
Gatnamálastjóri
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausarstöðurvið
framhaldsskóla
Umsóknarfrestur um áður auglýstar
kennarastöður við eftirtalda skóla
framlengist til 30. júní
Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar til um-
sóknar kennarastöður í þýsku, stærðfræði og eðlisfræði.
Að Kvennaskólanum f Reykjavík vantar kennara í stærð-
fræði.
ÁRMÚLA 8, SlMI 82275
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykja-
vík fyrir 30. júní n.k.
Menntamálaráðuneytið
111 FÉLAGSMÁLASJOFNUN
, REYKJAVÍKURBORGAR
Fósturheimili
Félagsmálastofnun Reykjavíkur óskar eftir fóst-
urheimili fyrir 10 ára dreng með geðræn vanda-
mál.
Væntanlegt fósturheimili þarf að vera barn-
laust, en nauðsynlegt er að reynsla af uppeldis-
störfum sé fyrir hendi. Drengurinn þarfnast mik-
ils stuðnings og um verður að ræða nána sam-
vinnu á milli meðferðaraðila hans og fósturfor-
eldra.
Nánari upplýsingar veitir Regína Ásvaldsdóttir
félagsráðgjafi, félagsmálastofnun Reykjavíkur í
síma 685911 frákl. 10.00-12.00 allavirkadaga.
A
iS&J
Frá Bæjarskipulagi
W Kópavogs
Breyting á deiliskipulagi
við Smiðjuveg
Tillaga að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis
við Smiðjuveg auglýsist hér með skv. gr. 4.4 í
skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Svæðið af-
markast af Smiðjuvegi E til suðurs og mörkum
Reykjavíkur og Kópavogs til norðurs og
austurs. Uppdráttur, skipulagsskilmálar og
skýringarmyndir verða til sýnis á Bæjarskipu-
lagi Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð frá kl. 9-15
alla virka daga frá 19. júní til 17. júlí 1989.
Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar
eru, skal skilaskriflegatil Bæjarskipulags innan
auglýsts kynningartíma.
Bæjarskipulag Kópavogs