Þjóðviljinn - 23.06.1989, Síða 13

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Síða 13
eða 7 ára fluttumst við til Banda- ríkjanna þar sem við bjuggum í þrjú ár í Boston. Á þessum þrem- ur árum var Martin Luther King myrtur, Bobby Kennedy var myrtur, jafnréttisbarátta svartra var í fullum gangi, stúdentaupp- reisnin, hreyfingin gegn Víetn- amstríðinu og Richard Nixon var kosinn forseti. Þetta voru þrjú ákaflega viðburðarík ár sem gerðu mig róttæka. í fyrsta skipti skildi ég almennilega hvað hug- takið lýðræði þýddi.“ Já, þú nefnir þessi viðburða- ríku ár og ég minnist þess að á frœgri ráðstefnu í Riverside kirkj- unni í New York árið 1981 þá nefndir þú Víetnam stríðið sér- staklega sem áhrifaþátt... Alls ekki róttæk í fyrstu „Hvernig veist þú svona hluti? Varst þú þarna á ráðstefnunni?“ (Freistandi að láta sem svo væri) Nei, en ég hef komið í Riv- erside kirkjuna og verið þar síðar á ráðstefnu. Ég á líka eintak af erindinu þínu, Jörð með ólækn- andi sjúkdóm, því að þessirfyrir- lestrar hafa verið gefnir út. En, svo við snúum okkur aftur að efn- inu, þá segistu hafa orðið fyrst róttœk á þessum árum. Varstu það ekki fyrir? „Nei, alls ekki. Ég var ósköp indæl og venjuleg áströlsk eigin- kona og móðir, sem gerði allt eins og ætlast var til. Mamma hafði þó ákveðnar skoðanir og var vel les- in kona, þannig að ég hef að mörgu leyti góðan pólitískan bakgrunn, og mannúð var ríkasti þátturinn í öllum viðhorfum föður míns. En þau tóku aldrei virkan þátt í stjórnmálum og ég gerði það ekki heldur fram að þessum tíma. Ég vissi alls ekki hvað raunverulegt lýðræði var; ég gerði mér enga grein fyrir þeim möguleikum sem felast í lýðræði og sem fólki ber að nota ef lýðræðið á að vera virkt.“ Af því að þú nefndir nú 30 bandarískar herstöðvar í Ástralíu rétt áðan. Skiptu þær þig engu máli á þessum árum? „Ég vissi ekki einu sinni að þær væru til. Ég vissi það ekki fyrr en ég hóf baráttuná gegn úraní- umnámunum og jafnvel þá gerði ég mér litla grein fyrir hlutverki þeirra né hvað þær þýddu gagnvart Ástralíu. Það var ekki fyrr en eftir að ég var orðin virk í friðarbaráttu að ég tók að skilja hvað hugtakið kjarnorkuvígbún- aður (nuclear infrastructure) í víðtækustu merkingu þess orðs þýðir raunverulega. Það var ekki fyrr en þá sem ég frétti af stöðv- um eins og Pine Gaps, North West Cape, Woomera, Nurrung- ar og öllum þessum lykilstöðvum kjarnorkuvígbúnaðar í sambandi við stjórnun, eftirlit, fjarskipti og njósnir, þessar C3I stöðvar (Command Control Communic- ation and Intelligence) sem eru í raun og veru miðtaugakerfi þess- ara tortímingarvopna." Gegn kjarnorku- tilraunum Frakka En að þessum þremur árum liðnum ....? „Við fluttum aftur til Ástralíu árið 1969 þegar móðir mín dó sem var mér mikið áfall. Og árið 1971 komst ég að því að Frakkar voru að gera kjamorkuvopnatil- raunir í andrúmslofti á Kyrra- hafssvæðinu og það var geisla- virkt úrfelli í Ástralíu. Ég gerði mér fulla grein fyrir alvarlegum afleiðingum þessa, ekki síst fyrir böm því að þessi efni söfnuðust ekki síst fyrir í mjólk. Ég beitti mér því fyrir því að stofnuð vom baráttusamtök gegn þessum kj amorkusprengjutilraunum með þeim árangri að Frakkar neyddust til að gera tilraunir sínar neðanjarðar. Þessi barátta sýndi líka að virkt lýðræði er í senn menntun og ábyrg afstaða, svo ég vitni frjálslega í Jefferson. Ýmislegt fleira tók ég mér fyrir hendur, t.d. stofnaði ég samtök gegn námuvinnslu úraníums í Ástralíu. Sú barátta var einnig ár- angursrík því að öll verkalýðsfé- lögin bönnuðu vinnu í námunum og ástralski Verkamannaflokkur- inn snerist einnig á sveif með okkur í þessu máli þótt sú afstaða hafi breyst á síðari ámm eftir að Bob Hawk varð leiðtogi flokksins og forsætisráðherra. Við fluttumst enn á ný til Bandaríkjanna 1975 þegar ég hóf störf á sviði barnalækninga við Læknaskólann í Harvard. Og ég varð einfaldlega æ virkari í um- ræðunni um hættulegar afleiðing- ar kjarnorku á öllum stigum notkunar. Ég var fengin til að flytja erindi á ráðstefnu Ralphs Nader um kjamorku og eftir það tók ég að verða sífellt eftirsóttari sem fyrirlesari og því fylgdu mikil ferðalög.“ Bylgjan fer af stað Þú áttir síðan þátt í að endur- vekja Samtök lækna með félags- lega ábyrgð í Bandaríkjunum. Hvenær var það? „ 78.“ Þetta var þá áður en bylgjan reis, áður en hin mikla fjölda- hreyfing gegn kjarnavopnum reis upp í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku? „Já, þetta hleypti bylgju friðar- hreyfinganna af stað. Ég átti þátt í að stofna friðarsamtök lækna í Vestur-Þýskalandi, Belgíu, Hol- landi, Norðurlöndum, Bretlandi, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og víðar. Læknasamtökin voru í senn hvati fyrir friðarhreyfinguna og það sem skapaði henni líka ákveðna viðurkenningu eins og fram kom þegar við fengum frið- arverðlaun Nóbels árið 1985.“ Já, en læknar eru nú þekktari fyrirþað að vilja lækna sjúkdóma fremur en að koma í vegfyrir þá. Hvað var það sem rak þig til að hefja þessa forvarnarbaráttu? „Einfaldlega það að ég er greindari en flestir læknar ... (hlær). En gamanlaust; ég las sögu Neville Shute, Á ströndinni, þegar ég var 15 ára gömul og sú bók opnaði augu mín öðm frem- ur fyrir tortímingarhættunni sem stafar af kjarnorkustyrjöld. Ég veit að læknar geta ekkert gert við afleiðingum kjarnorkustríðs. Sem fullþroska manneskja fannst mér það vera skylda mín að gera eitthvað í þessu máli. Það var það sem rak mig áfram.“ 70% Ástrala á móti kjarnavopnum Já, Á ströndinni er áströlsk saga. Hefur andúð á kjarnorku- ógn alltaf verið sterk í Ástralíu? „Það gengur í bylgjum. Nýsjá- lendingar era reyndar langt á undan okkur í þessum efnum. Þeir eru almennt miklu betur upplýstir um þessi mál en við. Að hluta til er þetta vegna þess að friðarhreyfingin þar er eldri og grónari. Ég fór líka í fyrirlestrar- ferð um Nýja Sjáland þar sem mér tókst virkilega að ná eyram almennings. Kjamorkuvopnatil- raunir Frakka hafa einnig átt mikinn þátt í að skapa andúð fólks í þessum löndum á kjam- orkuvopnum. Samkvæmt skoð- anakönnunum era um 70% Ástr- ala á móti kjarnorkuvopnum. Við verðum að einbeita okkur að því á næstunni að fylkja þessum meirihluta saman í baráttunni fyrir því að losa okkur við þessar bandarisku herstöðvar frá Ástr- alíu. Og af þeim ástæðum ætla ég að bjóða mig fram til þings í næstu kosningum.“ Alþjóðasamtök lækna gegn kjarnorkuvá, þau eru eins konar heildarsamtök ...? „Að vissu leyti já, Bernard Lown átti þátt í að ná þessum mismunandi samtökum saman en hann er með Nóbelsverðlaunin mín hangandi um hálsinn svo ég tali beint út. Ég vil því alls ekki ræða þessi alþjóðasamtök." Manneskja ekki femínisti Hafðirðu dregið þig út úr læknasamtökunum þegar þú stofnaðir Baráttuhreyfingu kvenna fyrir kjarnorkuafvopnun (Womens Action for Disarma- ment) áríð 1980? „Nei, nei. Ég var enn forseti Samtaka lækna með félagslega ábyrgð þannig að ég var um skeið í fyrirsvari fyrir tvennum sam- tökum í senn sem í allt veltu u.þ.b. þremur milljónum dollara á ári. Én mér var ýtt til hliðar út úr læknasamtökunum með óheiðarlegum hætti og Lown átti síðan eftir að uppskera fyrir þau störf sem ég hafði unnið. Þama var raunveralega um kynjamis- munun að ræða og það alvarlegri en ég hafði upplifað fyrr. Þannig að eftir þetta hef ég ég gert mér miklu skýrari grein en áður fyrir því hvemig störf kvenna eru metin í veröldinni eða réttara sagt vanmetin; hvemig konur mega búast við því að verða gerð- ar höfðinu styttri um leið og hætta er á að þær komist á topp- inn.“ Var það þá vegna femínisma sem þú fórst að einbeita þér að friðarbaráttu kvenna? „Nei, ég tel mig ekki femínista. Ég er bara manneskja. Ég stofn- aði kvennasamtökin 1980 vegna þess að eftir fyrirlestrana mína var ég ævinlega umkringd kon- um. Það vora konurnar öðra fremur urðu fyrir áhrifum; það vora þær sem grétu, það vora þær sem vora ákafar í að gera eitthvað. Ég fann að þarna var samankomin gríðarmikil ónotuð orka. Ég ákvað því að safna þeim saman í hreyfingu og ég hélt í raun og veru að það yrði erfiðara en að mynda friðarsamtök lækn- anna. Það reyndist hins vegar ekki vera, sem er merkilegt, því að konur vantar oft sjálfstraust, þær skortir margar reynslu í fé- lagsstarfi og þær þurfa að búa við það að eiginmennimir dragi úr þeim kjarkinn, segi þeim að halda sig við eldhússtörfin." Konurnar taki völdin Og nú viltu að konurnar taki völdin ...? „Já, þó ekki væri nema í sam- ræmi við fjölda okkar. Við eram nú einu sinni 53% af íbúum jarð- arinnar. Þetta er því ekki spurn- ing um að taka völdin. Ég vil bara að við eigum fulltrúa í réttu hlut- falli við fjölda okkar." Er enn pláss fyrir okkur sem erum fæddir með þessi ósköp sem gera okkur að körlum? „Vertu ekki hræddur! Þið erað eftir sem áður 47% íbúanna og þið fengjuð að halda hlutfalls- legum völdum ykkar. Ég veit ekki hvað í ósköpunum þið hafið að óttast. Á hinn bóginn gæti ég spurt: Hvers vegna finnst okkur konum standa ógn af ykkur körlum. Það er af því að þið stjórnið heiminum og þið virðist ætla að gera það áfram, hvað sem það kostar. Þið verðið líka að reyna setja ykkur i okkar spor, finnst mér.“ Það hafa veríð til Samtök lækna gegn kjarnorkuvá hér á ís- landi þótt lítið hafi farið fyrir þeim. Ég veitekki einusinni hvort þessi samtök eru til lengur. Það hafa líka verið til friðarsamtök kvenna hér á landi. Sameiginlegt með þessum samtökum er að þau vilja vera algerlega ópólitísk. Læknarnir telja sig ekki hafa öðru hlutverki að gegna en tala gegn hræðilegum afleiðingum kjarn- orkustríðs og í heild má segja að báðar þessar hreyfingar séu að- eins tilbúnar til að styðja baráttu fyrir friði í heiminum svo lengi sem það snertir ekki það sem er að gerast hér í okkar eigin landi. Er hægt að vera „ópólitískur“ á þennan hátt. Er hægt að loka augunum fyrir viðkvæmum mál- um í eigin umhverfi? „Nei, jafnvel störf lækna hafa alla tíð verið hluti af pólitískum ferli, t.d. barátta gegn farsóttum og fleiri alvarlegum sjúkdómum. Kjarnorkuvopnakapphlaupið er sjúkdómur og okkur læknum ber að kenna stjómmálamönnunum þá lexíu að það verði að útrýma þessari plágu. Það er vissulega pólitík." Höfum engu aö tapa / myndinniþinni, Efþér er annt um þessa jörð, minnir mig að þú segir einhvers staðar eitthvað á þessa leið: Ef það er herstöð í grenndinni þá beinið baráttunni að henni. Það er einmitt þetta sem ég var að koma inn á í spurning- unni áðan. Bandarísk herseta hér á landi er viðkvæmt mál, jafnvel meðal þeirra sem starfa í friðar- hreyfingum. Þetta er sálrænt atr- iði ... „'Já, þetta er eins og krabba- mein. Hvers vegna er þetta við- kvæmt mál, af hverju er fólk hrætt við að tala um herstöðina? Ég skil ekki af hverju. Ég er vön að tala út um hlutina. En ég þekki þessa sömu afstöðu meðal fólks í Ástralíu, m.a. þegar komið hefur til mótmæla við Pine Gap stöð- ina. En fólk hefur í rauninni engu að tapa nema lífinu kannski. Eg held samt að þeir skjóti okkur ekki fyrir utan bandarískar her- stöðvar, hvorki hér né heima í Ástralíu. Svo maður hefur engu að tapa.“ Ja, mannorðinu kynni einhver að segja og stöðu íþjóðfélaginu... „Hvaða máli skiptir mannorð þitt þegar tilvist jarðarinnar er í veði, í guðanna bænum! Svona sjónarmið lýsir aðeins hugleysi og ekkert foreldri ætti að leyfa sér svona hugsunarhátt ef það vill búa börnum sínum öragga fram- tíð. Ég á við, ef barnið þitt er með hvítblæði. Hversu mikinn kjark ertu þá tilbúinn að sýna, ef það mætti verða því til bjargar. Þú værir að sjálfsögðu tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Við eram að tala um baráttu til að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld." „Móðir frystingarhug- myndarinnar“ Þú hefur verið kynnt sem „móðir frystingarhugmyndarinn- ar“. Heldurðu að Randy Fors- berg sé tilbúin að fallast á þetta? „Ó já, hún veit hversu mikil- vægt það er að þjappa fólki sam- an um tiltekið málefni. Hún mót- aði vissulega hugmyndina og skrifaði hana og það var stórkost- legt. Ég var vissulega ekki að sameina fólk á þeim tíma í bar- áttu fyrir frystingu; ég var fyrst og fremst að vara við hættunni á kjarnorkustyrjöld og afleiðing- um hennar og ég gerði þá kröfu að það yrði að útrýma kjarna- vopnum. Það var hins vegar Teddy Kennedy sem fyrstur kall- aði mig móður frystingartillög- unnar og hann kallaði Reagan reyndar pabbann; sannarlega ólík hjón!“ Hvernig gengur baráttan fyrir frystingu núna í Bandaríkjunum? „Það má segja segja að hreyf- ingin sjálf sé úr sögunni. Hún eyðilagði sjálfa sig að mestu leyti með því að styðja Mondale ein- um of ákaft í forsetakosningun- um 84. 75% Bandaríkjamanna eru þó eftir sem áður fylgjandi frystingu. Ég held að það sem menn ættu að einbeita sér að í dag sé það sem þeir ræddu hér í Reykjavík, Gorbatsjof og Reag- an, þ.e. að útrýma öllum kjam- orkuvopnum innan 10 ára. Fryst- ing getur þó verið gagnleg sem fyrsta skref.“ Þú hefur verið sökuð um svartsýni og dómsdagsræður, samanber titla eins og Jörð með ólæknandi sjúkdóm? ~\ „Já, já, ég þekki þetta, bull, bull, bull! Ég hef náð því að þjappa saman hundraðum þús- unda manna í baráttu gegn kjam- orkuvopnum. Ég þarf ekki að sanna neitt í þessu sambandi. Það sem ég er að segja er satt. Pökk sé Gorbatsjof Hvað er klukka Tímarits kjarn- orkufræðinga núna? „Hana vantar sex mínútur í. Þökk sé Gorbatsjof og INF- samningnum. INF-samningurinn er þó í rauninni grín því að þeir eru á fullu að endumýja kjam- orkuvopn í Evrópu. Þetta er fár- ánlegt.“ Ertu bjartsýnni í dag en fyrir nokkram áram? „Bjartsýnni vegna Gorbatsjofs og svartsýnni vegna Bush því að Bush er hættulegri en Reagan; hann er aðeins greindari en Re- agan og hann hefur miklu hæfari og hættulegri ráðgjafa. James ■■ Baker, utanríkisráðherra, lifir ’ enn og hrærist í kalda stríðinu. • Bent Scowcroft, öryggisráðgjaf- inn, vill umfangsmikla endumýj- 1 un kjarnavopna og hann vonar einlæglega að Gorbatsjof verði á alvarleg mistök.“ Þú líktir Gorbatsjof við Jesúm Krist í ræðu þinni í Þjóðleikhús- inu. Heldurðu að þeir eigi eftir að reyna að krossfesta hann? „Auðvitað og þó. Ég efast um að CIA leggi út í slíkt ævintýri. Ég heid Gorbatsjof sé óvenju- hæfur stjórnmálamaður og ég held að hann hafi það af. Það væri gaman ef maður ætti eftir að sjá Gorbatsjof áttræðan og enn við völd. Ef honum tekst ætlunar- verk sitt þá held ég að mannkynið eigi sér einnig möguleika á fram- tíð ...“ Þú telur enga hættu á að and- stæðingar hans innan Sovétríkj- anna nái yfirhöndinni? „Nei, hann er laus við þá. Ef hann deyr þá eram við öll dauða- dæmd. Það er í rauninni slæmt að vita örlög heimsins í höndum eins manns. Þegar það era milljónir manna sem í einlægni vilja af- vopnun." Eigum aö treysta sjálfum okkur Að mörgu leyti virðist sem INF- samningurinn hafi dregið kraft- inn úr friðarhreyfingunni. Er hennar engin þörf lengur. Getum við treyst leiðtogum risaveldanna fyrir afvophun? Eigum við að setja allt okkar traust á Gorbat- sjof? „Leiðtogafundurinn og INF- samningurinn er árangur friðar- baráttunnar. En verkið er aðeins hálfnað. Auðvitað verðum við að halda baráttunni áfram. Auðvit- að eigum við ekki að setja traust okkar alfarið á þessa leiðtoga; við eigum að treysta sjálfum okkur.“ / riti sem upplýsingaþjónusta Nató hérá landi gafút og kallað er Friðarstríð KGB ertu sökuð um að vera handbendi KGB. Hvað viltu segja um svona málflutning. „Ég þekki þennan áróður. Þetta er ekkert annað en klám og raunar ómerkilegra en svo að það sé hægt að svara því. Hvemig dirfast þeir í rauninni að ásaka mig fyrir svona nokkuð.“ Hvaða ráð hefurðu að gefa þeim íslendingum sem láta sér annt um þessa jörð og þykir vænt um landið sitt? „Hér á landi bíður ykkar eitt stórt verkefiii. Þið verðið að losna við þessa herstöð. Mér féll- ust næstum hendur þegar ég lenti á Keflavíkurflugvelli. Hér var lítið samfélag 250 þúsund manna og þessi gríðarstóra herstöð. Los- ið ykkur við hana ef þið viljið geta horft beint í augu bamanna ykkar. Lokið ekki augunum eins og Þjóðverjar gerðu í síðustu heimsstyrjöld.“ Ég kvaddi Helen Caldecott og gekk út í rigningarsuddann. Co- hen söng enn í höfðinu á mér. -VG Föstudagur 23. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - S(ÐA 13 \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.