Þjóðviljinn - 23.06.1989, Síða 16

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Síða 16
Bjartsýni andspænis flóknum áhættum nýrrar aldar Svavar Gestsson menntamálaráðherra skrifar Hvað beið þeirra bama sem fæddust 1889 í þessu kalda harð- býla landi? Það var fátæk þjóð sem byggði landið, en hún átti þá þegar ríkan metnað fyrir sína hönd og niðja sinna. Það var þá þegar hafin sjálfstæðisbarátta, en Jón Sigurðsson hafði lokið sínu ævistarfi, Fjölnismenn voru allir, en nýjar kynslóðir um það bil að taka við. Þeir sem fæddust það ár fyrir 100 ámm og næstu árin á eftir leiddu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar næstu áratugina. Þá vom bomir í þennan heim tveir drengir í Austfirðingafjórðungj sem áttu eftir að setja mark sitt á sögu þjóðarinnar alla næstu öld og sennilega líka þá þamæstu: Þórbergur Þórðarson á Hala í Suðursveit og Gunnar Gunnars- son á Valþjófsstað. Við erum ein- mitt að kalla fram minningu þeirra um þessar mundir um leið og við höldum menningarhátíð á öllu Austurlandi, sem hófst 18. maí og heldur áfram í allt sumar. f því sambandi skal það nefnt sér- staklega þegar Listasafn íslands opnaði okkur fjársjóði sína í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Þar kemur margur maður við sögu og listamennirnir eiga hver sína sögu - en þeir eiga líka margt sam- eiginlegt: þeir eru íslendingar, þeir em Austfirðingar og þeir em allir brautryðjendur, ekki síður Tryggvi Ólafsson, sem er yngstur í sýningu Listasafnsins en þeir elstu sem eiga myndir á sýning- unni. Kjarval er elstur þeirra fæddur 1885, Jón Þorleifsson er fæddur 1891 og Finnur, sem lifir enn í hárri heiðurselli, er fæddur 1892 og er því nítíu og sjö ára að aldri. Nafni minn Guðnason fæddur 1909 og Nína fædd 1913. Löngu seinna Tryggvi 1940. Kjarval er fyrstur þeirra til þess að leggjast í víking til útlanda og nemur sínar listir í Hinni konung- legu akademíu fagurra lista í Kaupmannahöfn. Den kongelige akademie for skdnne kunster. En þangað fóm aðrir líka: Svavar Guðnason, Nína Tryggvadóttir og Tryggvi Ólafsson. Alla þessa öld sækja okkar myndlistarmenn menntun sína til Danmerkur og það er ekki fyrr en 100 ámm eftir að Kjarval fæddist að farið er að tala um það í alvöru að íslending- ar eignist sína listaakademíu. Þegar þetta er skoðað skilst kannski betur að rithöfundar okkar fyrr á öldinni skyldu einnig' leita til Danmerkur eftir fé og frama; þannig var veruleiki hins fámenna íslenska samfélags síð- ast á 19ndu öidinni og í upphafi þeirrar tuttugustu. Gunnar Gunnarsson og Jóhann Sigur- jónsson og Kamban bmtu sér braut í Danmörku á danskri tungu og náðu langt eins og það er kallað - náðu eyrum dönsku þjóðarinnar og reyndar miklu víðar. En allir komu þeir aftur og þeirra er ekki minnst í Danmörku um þessar mundir heldur einmitt hér á íslandi. Hér er vegur þeirra metinn og framlag þeirra þakk- að. Það borgar sig Þetta má þá verða okkur líka til umhugsunar um þróun íslenskrar tungu: alveg er óhugsandi að nokkmm íslenskum rithöfundi ungum kæmi það til hugar nú að hefja feril sinn á því að skrifa á danska tungu. Hitt dettur mönnum reyndar frekar í hug núna að skrifa Ijóðatexta sína á ensku til þess að komast í gegnum poppmúrinn. Danskan var lykill að poppheimum fyrri alda en það er liðin tíð. En frá því að menn fóm til Danmerkur að skrifa hafa líka orðið mikil undur og stór með þessari þjóð. Hún hefur náð því að halda sjálfstæði sínu, hún hefur náð að reisa menningarleg verk svo allur heimurinn tekur eftir þeim þó þau séu fyrst skrifuð á íslensku. Og enn er metnaður okkar fyrir hönd málsins svo ríkulegur að við hefjum sérstakt málræktarátak á árinu 1989 ein- mitt vegna þess að við finnum að það er vá fyrir dyrum ef við ekki gætum okkar á þessari ströngu vegferð hinnar trylltu geimaldar. En við emm betur undir það búin að treysta stöðu tungunnar en við vomm þegar þessir hreppsómag- ahnokkar hírðust inni á palli fyrir nærri heilli öid. Þess vegna er vissan um að málræktarátak skili árangri nú meiri en áður þó við vitum að 100 gervihnattarásir flæði inn á heimili okkar á næstu ámm. Við emm einmitt nú að minn- t þessara höfunda, Þórbergs og v mnars Gunnarssonar á þessu á til þess að þakka framlag þ> rra, en líka til þess að brýna þj >ðina á því að taka á með okk- ur í málræktarátakinu. Málrækt- arátak stundum við ekki einungis af því að við teljum íslensku fag- urt mál og ekki aðeins af hreinum tilfinningalegum ástæðum heldur vegna þess að við vitum að það borgar sig jafnvel betur þó miði við kalda mælikvarða gróðahyggj- unnar. Það kemur á daginn á þessari öld: að með því að rækta sjálfstæðisvitund okkar og þar með málið hefur okkur auðnast að eignast bókmenntir og menn- ingarleg verk sem opna okkur leiðir að öðram þjóðum og öðm menriingarumhverfi af því að við erum íslendingar; að opna okkur heima sem hefðu aldrei orðið til og hefðu aldrei staðið okkur opn- ir nema vegna þess að stofninn stendur hér djúpum rótum í ís- lenskri mold. Ólíkir Þegar Gunnar Gunnarsson og Þórbergur Þórðarson hófu feril sinn vom kynslóðaskipti að eiga sér stað í íslenskum bók- menntum. Sjóndeildarhringurinn var að víkka; gamla bændasamfélagið sem hafði verið óbreytt um marg- ar aldir var að hrynja til gmnna og með því ýmsar hugmyndir og hugsjónir sem nýr tími hafði lítil not fyrir. Ný veröld blasti við augum og ný vandamál sem nú þurfti að takast á við - nýir guðir til að trúa á eða til að afneita. Brýna nauðsyn bar til að lýsa manninum í nýju samhengi; manninum sem lítur í barm sér og spyr: „Hver er ég?“ og skyggnast síðar í kringum sig og spyrja enn: „Hver er veröld mín, hvað vil ég henni og hvað vill hún mér?“ Þessar spurningar bmnnu á Gunnari og Þórbergi og báðir reyndu að svara þeim - að vísu oftast með gjörólíkum hætti, en báðir þó þannig að eftir því var tekið og svör þeirra em nú gildur þáttur íslenskrar menningarsögu á þessari öld. Þeir sköpuðu nýja sögu, nýja menn í nýju umhverfi. Þeir eiga fátt sameiginlegt sem rithöfundar og lífsviðhorf þeirra voru gjörólík. En uppruni þeirra var líkur: Báðir ólust þeir upp í afskekktum sveitabyggðum þangað sem engar fréttir bárust af því að brátt yrði lífsgrundvöll- urinn metinn að nýju. Allt hafði staðið í stað; hver kynslóð tók við arfi forfeðranna og hann reyndist einlægt notadrjúgur. Báðir sungu þessir rithöfundar bernskuheimi sínum þann óð að aldrei fyrnist meðan íslenskt mál er talað og íslensk menning einhvers metin. Það varð beggja hlutskipti að uppgötva að veröld bernskunnar hvarf sjónum og að hún kæmi aldrei aftur. Þessa veröld kvöddu þeir hinstu kveðju og gengu á vit veraldar sem engu líktist öðm en kannski völundarhúsi þar sem auðveldast er að fara villur vegar. Leikur aö stráum Á undraskömmum tíma verða þessir tveir sveitamenn heims- borgarar sem kanna ný svið mannlífsins og miðla nýrri lífssýn í gegnum persónur sem aldrei höfðu fyrr birst í íslenskum bók- menntum. Þó geymdu þeir í hjarta sínu gamla heiminn sem þeir vissu að var þrotinn að kröftum. Og ég spyr: Er t.d. hægt að gleyma upp- hafi Fjallkirkjunnar þegar Gunn- ar Gunnarsson lítur til baka til þeirrar veraldar sem hann yfirgaf og segir: „Þau ár sem ég var ungur og sak- laus, að erfðasyndinni undanskil- inni; þau ár, þegar viðburðir lífs- ins miðluðu mér reynslu, sem var laus við beiskju; þau ár, þegar vorkunn mín með öllu kviku var ógagnrýn og einlœg; þau ár, þeg- ar Guð stóð mér fyrir hugskots- sjónum sem örlátur og vingjarn- legur föðurafi, Fjandinn eins og dálítið varasamur og duttlunga- fullur móðurafi, en undir niðri heimskur og meinlaus; þau ár, þegar Ijósið var ísenn bœði Ijós og sigursœlt Ijós og allt myrkur og allan ótta mátti scera burtu með einu Faðirvori og signingu; þau ár, þegar ég grillti ekki kvöldið á morgnana og sat öruggur í skjóli undir grasi grónum moldarvegg og lék mér að stráum; þau ár eru liðin og koma aldrei aftur Nei, vissulega koma þessi ár aldrei aftur, en Gunnar Gunnars- son og Þórbergur Þórðarson hafa gefið okkur þessi ár á ný; þau eru þar með ekki aðeins þurr saga heldur lifandi þáttur íslenskrar menningar - ekki síður en endur- sköpun Gunnars og Þórbergs í fjölmörgum bókum þeirra. Listamanna- samviska Halldór Laxness komst þannig að orði um Gunnar Gunnarsson að „listamannssamviska hans var alger að því leyti sem hvert verka hans var sáttmáli hans sjálfs við sjálfan sig. Hann vissi að maður verður listamaður af því einu að gera strángari kröfur til sjálfs sín en aðrir menn; og lifði eftir því. “ Ætli það sé hægt að hugsa sér betri eftirmæli eftir einn lista- mann en einmitt þessi orð Hall- dórs. í grein um Gunnar þakkar Halldór Gunnari samfylgdina við þýðinguna á Vikivaka, sem hann segist reyndar hafa gleymt að þakka honum meðan báðir lifðu, en Halldór kveðst að lokum einn- ig vilja „þakka honum fyrir þann blœ af íslenskum eilífðardraumi sem honum tókst að vekja í huga mér meðan ég var að glíma við þýðingu þessa einstæða skáld- verks.“ Menningarhátíðin ' á Austur- landi er m.a. haldin til þess að endurtaka þessar þakkir til Gunnars Gunnarssonar og Þór- bergs Þórðarsonar fyrir þann blæ af íslenskum eilífðardraumi sem þeim tókst og tekst að vekja í huga íslensku þjóðarinnar. Þórbergur Þórðarson sá mikli stflsnillingur hefur látið eftir lista- verk og reyndar fræðimanns- vinnu lika sem mun skila okkur enn um áratugi og vonandi aldir gleði og bjartari skilningi á samtíð og framtíð. Fyrr á þessu ári minntumst við sérstaklega 100 ára afmælis hans með því að efna til stflverðlauna Þórbergs Þórðar- sonar. Það var líka liour í mál- ræktarátaki 1989. Og það sakar áreiðanlega ekki að geta þess að það var einmitt maður af aust- firsku bergi brotinn sem hlaut verðlaunin fyrstur manna, Gyrð- ir Elíasson. Hann elst upp við að- stæður hins tryllta hávaða popps- ins, en hann er undarlega lág- mæltur snillingur og talar svo ljóst í fallegum myndrænum og hljóðlátum texta að hann heyrist af því að hann hefur ekki hátt. Hann er einmitt ættaður í Borg- arfirði eystra - þar sem Kjarval gekk á sinn fyrsta listaháskóla fyrir fagrar listir og málaði síðan Dyrfjöllin alla sína ævi. Þannig tengjast þeir þessir tveir lista- menn: samnefnari þeirra er Dyr- fjöllin í allri sinni tign og allri sinni djúpu þögn. Sigur kynslóöar Ég spurði fyrst: hvað virtist bíða þeirra barna sem voru í þennan heim borin fyrir öld eða svo. Og við spyrjum nú hvað bíð- ur þeirra barna sem fæðast í þennan heim í vor í þessu landi sem hefur enn minnt okkur á að það er harðbýlt og kalt. Heimarnir eru ólíkir. í lestrarfé- lagi Borgarfjarðar eystri sem var stofnað fyrir hundrað ámm vom til eftirfarandi bækur: Fomaldar- sögur Norðurlanda, Bækur Þjóð- vinafélagsins, Bækur Bók- menntafélagsins, Búnaðarritið, Iðunn, Snorra Edda, Hjálp í við- lögum og Lækningabók dr. Jón- assens. Börnin sem fæðast um þessar mundir geta valið 10 sinn- um fleiri sjónvarpsrásir en nam öllum samanlögðum bókakosti Lestrarfélagsins í Borgarfirði fyrir 100 árum. Þar er því fátt sameiginlegt. En nú er íslenskt mál auðugra og að mörgu leyti sterkara en þá, nú eru lífsvonir þess meiri en þá var þrátt fyrir allt. Nú þarf enginn að leita til útlanda til þess að skrifa bækur, til þess að mála myndir eða til þess að semja tónverk - brátt eigum við okkar listaháskóla fyrir fagrar listir. Þess vegna eigum við nú að vera betur undir það búin en nokkm sinni fyrr að takast á við ný verkefni. Það er árangur verkanna í eina öld. Það er sigur kynslóðarinnar. Þess vegna er unnt að halda á Austurlandi menningarhátíð sem nær til margra staða í fjórðungnum. Sú hátíð er allt í senn: Til þess að rifja upp söguna, til þess að styrkja menningarstarf nútíðar- innar en líka til þess að strengja þess heit að standa okkur enn betur í næstu hundrað ár svo það verði alveg tryggt að málið verði okkar mál eftir 100 ár líka. Fyrst þjóðin og aðstæðumar gátu fært okkur betra mál, fyrst þjóðin og aðstæðumar síðustu öldina gat fært okkur þessa ríku menningar- sögu, ætti okkur ekki að vera skotaskuld úr því að ljúka þeirri öld sem næst kemur af fullri reisn og myndarskap. Þess vegna er menningarhátíð á Austurlandi ekki aðeins brýning og hvatning til dáða. Hún er líka yfirlýsing um það að við getum gengið bjartsýn til verka andspænis flóknum áhættum framtíðarinnar á nýrri öld. Hugleiðing um KL % jH Gunnar, 1 Þórberg og ^ málrækt í 1 • f wR tilefni hátíðar m. - mm á Austurlandi Gunnar Gunnarsson Þórbergur Þórðarson 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. júnf 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.