Þjóðviljinn - 23.06.1989, Qupperneq 17
Pulaski heitir einn ofur-
venjulegur bær í Tennessee,
Bandaríkjunum. íbúar eru þar
aðeins um 8000 og þar er
dómhús, þrír stórmarkaðir,
tvö mótel, einn bar, einn
hamborgarastaður í McDon-
aldskeðjunni og nokkrar kirkj-
ur. Fólk þar er vinnusamt en
þó ekki ríkt, trúað, fer í kirkju á
sunnudögum og yfirleitt
snemma í rúmið, einnig um
helgar.
Lífið er þarna sem sé einkar
rólegt, friðsamlegt og ekki við-
burðaríkt. Einu sinni á ári kemur
þar þó til nokkuð sérstaks til-
stands. Síðustu þrjú árin hafa
hægriöfgagrúppur af ýmsu tagi
hvaðanæva að úr Bandaríkjunum
tekið upp á því að halda þarna
einskonar árshátíð. Ástæðan til
þess að einmitt Pulaski hefur orð-
ið fyrir þessari uppákomu er að í
þeim stað gerðist það 1865, að
nokkrir fyrrverandi liðsmenn í
her Suðurríkjanna (bandaríska
borgarastríðið var þá nýafstaðið
með ósigri þeirra) stofnuðu þau
þekktu og alræmdu samtök Ku-
Klux-Klan.
„Hvítt vald ..."
Jafnframt því sem hægriöfga-
menn minnast á samkomum
þessum stofnunar klansins mót-
mæla þeir því að 15. janúar skuli í
Bandaríkjunum hafa verið helg-
aður minningu Martins Luthers
King, sem þekktastur er allra
baráttumanna fyrir jafnrétti
blökkumanna við aðra Banda-
ríkjamenn. „Ég á mér draum,“
sagði hann sem frægt er, um
Bandaríkin án kynþáttamisréttis.
Fyrir þeim, sem sækja áður-
nefnda samkomu, er sá draumur
martröð.
„Martin Luther King var surt-
ur (nigger), fjármagnaður af hin-
um kommúníska heimsgyðing-
dómi!“ æpti ræðumaður einn á
þeirri síðustu af umræddum sam-
komum í Pulaski, sem haldin var
fyrr á árinu. „Yeah,“ svöruðu
áheyrendur í samkomusal bæjar-
ins, um 400 karlar, konur og
börn.
„Hvað viljum við?“ hrópaði
ræðumaður.
„Hvítt vald, Hvítt vald, Hvítt
vald!“ æptu áheyrendur í kór og
heilsuðu með útréttum handlegg,
Hitlerskveðju.
„Hernámsstjórn
síonista"
„Niður með ZOG,“ öskraði
ræðumaður. ZOG er skammstöf-
un fyrir Zionist Occupation Go-
vernment, „hernámsstjórn síon-
ista,“ en þann titil hefur söfnuður
þessi gefið Bandaríkjastjórn.
Markmið þeirra, sem halda
téðar árshátíðir í Pulaski, er að
frelsa Bandaríkin undan þessari
stjórn, eins og þeir orða það. Er
mál til komið, segja þeir, því að
þeirra dómi hafa allar Banda-
ríkjastjórnir frá því eftir borgara-
stríðið ekki ástundað annað en
„svíkja kynþátt okkar á vald
blóðsugum Gyðingakyns, banka-
stjórum, kommúnistum og verk-
færum þeirra, surtunum.“ Að
lokinni „frelsun" hyggjast hægri-
öfgamenn þessir reka úr landi
alla þá, sem ekki eru hvítir og
ekki kristnir. Öfgalið þetta heyrir
flest til samtökum, sem nefnast
Christian Identity Movement.
Þetta er bandalag, fremur laus-
legt, sem tugir bandarískra
hægriöfgahópa tilheyra.
„Mesti aríi
sögunnar“
Ku-Klux-Klan, sem í augum
þeirra er „göfugasta félag hvítra
manna, sem nokkru sinni hefur
verið til“, var á sinni tíð ekki ein-
Ku-Klux-Klan
á kreiki enn
Bóndahjón í Tennessee ásamt
bömum sínum og heimilisvini,
karlmennimir í klanbúningi. Vax-
andi efnahagsörðugleikar margs
sveitafólks á Reagantímanum
urðu vatn á myllu hægriöfga-
manna.
lingarnir svöruðu með að spretta
á fætur og hrópa: „Sieg Heil!“
Leiðtogi
hryðjuverkahóps
Sumra mál er að þessi mann-
skapur sé ekki í raun svo mjög
hættulegur, heldur séu þetta
einkum miður greindir og illa
upplýstir grillufangarar, sem hafi
gaman af því að klæðast sér-
kennilegum búningum og hengja
utan á sig hakakrossa og annað
sem hneykslan vekur. En beinlín-
is sauðmeinlausir eru þeir að
minnsta kosti ekki allir. Butler
gamli hefur til dæmis sýnt, að
hann lætur ekki sitja við orðin
tóm. Hann var „andlegur leið-
togi“ hryðjuverkahóps nokkurs,
sem framdi bankarán og drap
árin 1982 til 1985 sjö manneskjur,
ef ekki fleiri, þar á meðal Gyð-
ingafjölskyldu og þekktan út-
varpsfyrirlesara. Butler er líka
sagður standa á bakvið aukið of-
beldi skinheads undanfarið í
hafnarborginni Portland í Oreg-
on, þar sem þeir hafa misþyrmt
fólki og jafnvel framið morð.
Líkur benda til þess að hægri-
öfgasamtökum, sem leggja
áherslu á kynþáttahatur, hafi
aukist fylgi á stjómartíð Reag-
ans. Sparnaðarráðstafanir stjórn-
ar hans komu hart niður á þjóð-
félagshópum, sem voru ekki of
vel settir efnahagslega fyrir, ekki
síst í héruðum sem eiga mikið
undir landbúnaði. Einmitt í þeim
hémðum hafa hægriöfgamenn af
því tagi, sem hér um ræðir, eflst
að fylgi undanfarið, og ljóst virð-
ist að meðal þessa nýja fylgis
þeirra sé margt ofurvenjulegt
fólk.
Vaxandi fátækt í ýmsum landbúnaðarhéruðum Bandaríkjanna á
stjórnartíð Reagans varð hægriöfgasamtökum lyftistöng. Hjá þeim
fara saman hefðir frá gamla „klaninum“ og nýnasismi. Gyðingahatur
nasista er hjá þeim í fullu gildi og alla blökkumenn vilja þeir reka úr
ungis fjandsamlegt blökku-
mönnum, heldur og kaþólikkum
og jafnvel útlendingum yfirleitt.
Nútíma bandarískir hægriöfga-
menn stefna að „samstöðu á
breiðari grundvelli“. Að þeirra
áliti eru „Engilsaxar, Germanir,
Skandínavar, Slavar og þeim
skyldir kákasískir þjóðastofnar
guðs útvalda fólk“. Hinsvegar
hafa þeir blökkumenn og Gyð-
inga þeim mun meir á homum sér
og skilgreina þá síðarnefndu sem
„þjóð djöfulsins". Við heimaalið
kynþáttahatur hafa þeir bætt ný-
nasisma og hylla Hitler sem
„mesta aría sögunnar". Sumir
fundarmanna í Pulaski, sem
fréttamenn ræddu við,
gagnrýndu gamla klaninn fyrir
það hve klaufalegur hann hefði
verið í því að kynna sig. Gömlu
klanliðarnir hefðu einbeitt sér að
því að hræða fólk og ekki áttað
sig á veldi fjölmiðlanna. Þeir
hefðu jafnvel barið á frétta-
mönnum ásamt öðru fólki. Tom
Robb, einn talsmaður „nýja
klansins“, segir að hann hafi látið
sér þau víti að varnaði verða.
Auk þess séu þeir félagar reiðu-
búnir að opna faðm sinn öllum,
bara að því tilskildu að þeir séu
ekki blökkumenn eða Gyðingar.
Robb segir að til liðs við „nýja
klaninn" hafi nú komið um
14,000 skinheads og nýnasistar,
og það innstreymi aukist stöðugt.
landi
Hjá ysta hægrinu ( Bandarfkjun-
um síðustu áratugi slær saman
gömlum hefðum „klansins" og
nýnasisma. Unga konan er
sveipuð Suðurríkjafána en
heilsar með Hitlerskveðju; mað-
urinn á bakvið hana hefur límt á
sig hakakross.
Skinheads
fagnað
Einn helsti framámaður
Christian Identity Movement er
sjötugur flugvirki, Richard Butl-
er að nafni. Hann býr í Idaho og
hefur um sig vel vopnað varðlið.
Þar er og safnaðarhús herskás
nasistahóps, sem nefnist Aryan
Nations, „Arískar þjóðir“.
Markmið þess félags er að stofna
í norðvesturhluta Bandaríkj-
anna, sem Butler þessi hefur lýst
yfir að sé „kjarnaland aría“, sér-
stakt og alsjálfstætt ríki hvítra
manna.
„Mér hlýnar um hjartað er ég
h't fögur, hvít andlit ykkar,“ sagði
hann titrandi öldungsröddu á
samkomunni í Pulaski. „Þið eru
göfugt fólk, útvalið af Jahve.“
Ekkert virðist það fara fyrir
brjóstið á honum að Jahve var
reyndar upphaflega guð Gyðinga
og er það enn. Hann fagnaði því
sérstaklega að svo margir skin-
heads skyldu vera á samkomunni
og spáði því að sá dagur myndi
koma, að þeir marséruðu í
hundruðþúsundatali um götum-
ar. Þá brynni ekki aðeins Mississ-
ippi (sbr. nafn þekktrar kvik-
myndar um morð á baráttu-
mönnum fyrir réttindum blökku-
manna í því ríki), heldur öll
Bandaríkin. Og snoðklipptu ung-
Ótti viö Gyðinga,
Japani, eyöni...
Fréttamenn frá vesturþýska
tímaritinu Stem heimsóttu Larry
og Lisu Armstrong, efnalítil
bóndahjón í Tennessee, sem þeir
höfðu hitt á samkomunni í Pul-
aski. Þau hjón vom í fyrstu hrædd
við þessa heimsókn, af því að þau
grunuðu fréttamennina um að
vera gyðingaættar, en samþykktu
hana með því skilyrði að vinur
þeirra hjóna yrði viðstaddur
þeim til verndar, vopnaður.
Armstronghjónin reyndust hin
kurteisustu heim að sækja og
buðu upp á kaffi og kökur. Larry
talaði um ótta sinn við Gyðinga
og einnig Japani, sem eins og
kunnugt er eru orðnir Banda-
ríkjamönnum skæðir keppinaut-
ar á efnahagssviðinu og áhrifa-
miklir í efnahagslífi Bandaríkj-
anna sjálfra. Lisa reyndist hafa
mestar áhyggjur af éyðninni og
atvinnuleysinu. Jeff, kunninginn
sem viðstaddur var fyrir öryggis
sakir, kvaðst framar öllu öðm
óttast djöfladýrkun, sem hann
kvað öll Bandaríkin vera undir-
lögð af.
„Áður var ég einnig hræddur,
en verst var að ég vissi ekki hvað
ég hafði að óttast,“ sagði Larry
bóndi Armstrong. „Nú hefur
klaninn sýnt mér fram á, hverjir
óvinir mínir eru.“ Sáluhjálp af
þessu tagi er gamalkunn.
Út um gluggann sáu gestimir
blökkukonu, sem reyndist vera
nágranni þeirra hjóna. Hvort hún
væri þá líka óvinur? „Nei, hún er
engin surtla, heldur siðfáguð
kona,“ svaraði Lisa Armstrong.
Stem/-dþ.
Föstudagur 23. júní 1989 NÝTT HELGARBUWD - SÍÐA 17