Þjóðviljinn - 23.06.1989, Qupperneq 18
HELGI
ÓLAFSSON
Karpov óstöðvandi í Rotterdam
Allt gengur á afturfótunum hjá Jóhanni sem er neðstur þegar þrjár umferðir eru eftir
Anatoly Karpov hefur verið
algerlega óstöðvandi á heimsbik-
armótinu í Rotterdam. Þegar
þrjár umferðir eru eftir af mótinu
hefur hann svo gott sem tryggt sér
sigur, hefur hiotið 9Vi vinning úr
12 skákum. Aðeins Jan Timman
á einhverja möguleika á að ná
honum en heldur er það ólíklegt.
Timman hefur hlotið 8'/2 vinning
að loknum 13 skákum en í þriðja
sæti kemur Armeníumaðurinn
Vaganian með 8 vinninga úr 13.
skákum. Jóhanni Hjartarsyni
hefur gengið allt í óhag og vermir
botnsætið með 3‘/2 vinning úr 12
skákum.
Þetta er fimmta heimsbikar-
mótið og í því sjötta og síðasta
fæst úr því skorið hvor hreppir
heimsbikarinn Karpov eða Kasp-
arov. Síðasta mótið fer fram í Sví-
þjóð í haust og sennilega mun
Karpov þá standa örlítið betur að
vígi hvað varðar heimsbikar-
stigin. Ef annar þeirra vinnur
mótið sem verður að teljast harla
iíklegt hreppir sá hinn sami
heimsbikarinn.
Karpov hrifsaði forystusætið
strax í fyrstu umferðunum í Rott-
erdam með sigrum yfir Seirawan,
Timman, Portisch og Nogueiras.
Hann komst svo óvænt í taphættu
gegn Nigel Short er óvenjulega
bíræfin vinningstilraun mistókst
gjörsamlega. Honum tókst þó að
bjarga hörmulega útlítandi bið-
stöðu og tók síðan upp þráðinn
og barði á Jusupov, Jóhanni og
Sax. Karpov hefur sennilega
aldrei verið betri og aldrei að vita
nema honum takist að stela
glæpnum og slá stigamet Bobby
Fischers (2785 Elo-stig) áður en
Garrí Kasparov nær því marki.
Heimsbikarmótið í Rotterdam
átti upphaflega að vera skipað 18
keppendum en tveir helltust úr
lestinni. Boris Spasskí treysti sér
ekki til að vera með og eftir eina
umferð tók Robert Hubner sam-
an föggur sínar og hætti keppni.
Bar við lasleika en maður tekur
svoleiðis skýringar með fyrir-
vara. Hubner hefur hvað eftir
annað hætt keppni í skákmótum
og einvígjum. Vegna þessa hefur
staðan í mótinu verið fremur ó-
ljós en eftir 14 umferðir var hún
þessi:
1. Karpov 9Vi v. (af 12) 2. Tim-
man 8'/2 v. (af 13) 3. Vaganian 8 v.
(af 13) 4.-5. Nunn og Van der
Wiel 7 v. (af 13) 6.-7. Short og
Sokolov 6V2 (af 12) 8. Seirawan
(6V2 v. (af 13) 9.-10. Salov og Nog-
ueiras 6 v (af 12) 11. Sax 5V2 (af
12) 12.-13. Jusupov og Ehlvest 5
v. (af 12) 14. Ljubojevic 4*/2 (af
13) 15. Portisch 4 v. (af 12) 16.
Jóhann Hjartarson 3V2 v. af (12).
Enn veldur frammistaða Jó-
hanns vonbrigðum. Þetta ár hef-
ur gengið með eindæmum illa hjá
honum. Hann hefur oft litið
sómasamlegar stöður í Rotter-
dam en einkennilega margar yfir-
sjónir, bæði taktískar og strateg-
ískar sett svip á taflmennskuna.
Skák hans við Karpov verður
tekin til meðferðar hér en hún var
tefld í 13. umferð og það var
greinilegt á taflmennsku Jóhanns
að hann ætlaði ekki að gefa sig
fyrr en í fulla hnefana. Þrátt fyrir
þunga pressu Karpovs er lengi vel
tvísýnt um úrslit. Jóhanni verða á
nokkrar skyssur og missir endan-
lega þráðinn í 41. leik:
Anatoly Karpov - Jóhann Hjart-
arson
Enskur leikur
1. RÍ3 Rfó 2. c4 c5 3. Rc3 e6 4. g3
Karpov er í miklu stuði og rúllar upp hverjum stórmeistaranum á fætur
öðrum.
b6 5. Bg2 Bb7 6. 0-0 a6 7. b3 d6 8.
Bb2 Be7 9. d4 cxd4 10. Rxd4
(„Broddgaltar-afbrigðið" gafst
Jóhanni vel í viðureignum sínum
við Kortsnoj á síðasta ári og
Karpov hefur áreiðanlega tekið
það með í reikninginn í undirbún-
íngi sínum fyrir einvígið. Hann
fer í smiðju til Svíans Ulf Anders-
son og velur leið sem í fyrstu virð-
ist fremur bitlaus en tryggir hvít-
um frumkvæðið án nokkurrar
áhættu.)
10. .. Bxg2 11. Kxg2 Dc7 12. e3
Db7 13. Df3 Ha7 14. Dxb7 Hsb7
15. f4 0-0
(15. .. g6 er varla betri leikur.
Eftir 16. e4 0-0 17. f5 e5 18. Rc2
stendur hvítur betur að vígi.)
16. f5 e5 17. Rc2 Rc6 18. Hadl b5
19. cxb5 axb5 20. b4 Hd8 21. Rd5
Rxd5 22. Hxd5 Bf6
(Rétt ákvörðun. Svarta staðan
virðist býsna traust eftir t.d. 22...
Kf8 en með 23. e4, - a3 og - Re3
nær hvítur að auka stöðuyfir-
burði sína.)
23. Hfdl Re7 24. Hxd6 Hxd6 25.
Hxd6 Rxf5 26. Hc6 h5 27. e4
(27. Hc5 leit vel út en svartur á
gagnfærimeð27... Hd7!o.s.frv.)
27. .. Rd4 28. Hc8+ Kh7 29. Re3
Re6?
(Það á ekki við í þessari stöðu
að hörfa með hinn vel staðsetta
riddara. Betra var 29. .. Bg5! og
svartur ætti að geta varist t.d. 30.
Rd5 h4! 31. Hc7 Hxc7 32. Rxc7
Bd8! og svartur heldur velli.)
30. Rd5 Rg5 31. Rc3 Re6 32. h4 g6
33. Rd5 Bg7 34. Hc6!
(Hindrar 34. .. f5. Það er
merkilega erfitt að finna leik í
þessari stöðu. Kannski er 34. ..
Hb8 best en Jóhann reynir að ná
mótspili.)
34. .. g5 35. hxg5 Rxg5 36. Rc3
(Betra var 36. Hc7 strax en
Karpov hefur yndi af því að end-
urtaka leiki.)
36. .. Re6 37. Rd5 Rg5
abcdefgh
38. Hc7! Hxc7?
(önnur meinleg ónákvæmni.
Nauðsynlegt var 37. .. Hb8 og
baráttan heldur áfram.)
39. Rxc7 Rxe4 40. Rxb5 Bf8 41.
Rc3 Rxc3?
(Eftir þetta er staða svarts von-
laus. Nauðsynlegt var 41. .. Rd2
(eða 41. .. Rd6) og svartur getur
enn veitt viðnám t.d. 42. Rd5 Rc4
43. Bc3 Kg644. a4 Kf5 45. a5 Ke6
o.s.frv.)
42. Bxc3 Kg6 43. a4
- Frípeð hvíts verða ekki
stöðvuð svo Jóhann gafst upp.
Þriðja Alslemman um helgina
Útlit er fyrir góðri þátttöku í
Alslemmunni, sem spiluð verður
að Hrafnagili í Eyjafirði um þessa
helgi. Spilamennska hefst kl. 13 á
morgun (laugardag) og er nóg að
mæta á keppnisstað, án fyrirfram
skráningar. Ef þátttaka fer vel
yfir 30 pör, verða verðlaun hækk-
uð í 150-160 þús. kr., fyrir mótið,
fyrir u.þ.b. 5-6 efstu pörin. Að
auki verður spilað um fjölda silf-
urstiga. Mótið er opið öllum.
Fyrir dyrum stendur þátttaka
okkar í tveimur alþjóðlegum
mótum. Landslið yngri spilara er
á förum til Svíþjóðar, til þátttöku
í Norðurlandamóti yngri spilara
og landsliðið í Opnum flokki er
senn á förum til Finnlands, til
þátttöku í Evrópumótinu, sem
hefst í byrjun júlí.
Sveit Braga Haukssonar tók
þátt í sterku alþjóðlegu móti, svo
nefndu Schipool-mót, sem er hið
þriðja í röðinni. Upp undir 70
sveitir tóku þátt í mótinu, frá
ýmsum löndum. Sveit Braga stóð
sig ekki eins vel og í fyrra, þegar
sveitin var í hópi 10 efstu. Að
þessu sinni hafnaði sveitin í 25.
sæti, en sigurvegarar urðu lands-
lið Hollands.
Einum leik er lokið í 1. umferð
Bikarkeppni BSÍ. Sveit Pólaris
sigraði sveit Sveins R. Eiríks-
sonar (hluti af landsliði yngri spil-
ara) nokkuð örugglega. Áríðandi
er að fyrirliðar skili inn úrslitum
leikja til BSÍ tímanlega, og virði
þau tímamörk sem sett hafa ver-
ið.
Aðalfundur Bridgefélagsins
var haldinn sl. miðvikudag. Er
þetta er skrifað, er ekki búist við
miklum breytingum á stjórn fé-
lagsins. Nv. formaður er Haukur
Ingason.
Og fullt hús var í Sumarbridge
sl. þriðjudag. Tæplega 60 pör
mættu til leiks og varð að loka
húsinu um kl. 18.30. Umsjónar-
maður minnist þess ekki að áður
hafi verið lokað svo snemma,
þegar fullt hús hefur verið.
Skipan helstu (stigaefstu)
sveita í Bikarkeppni Bridgesam-
bandsins, sem er nýhafin, er að
þessu sinni:
Pólaris: (Karl Sigurhj., Sævar
Þorbj., Guðlaugur R. Jóh., Örn
Amþórss., Þorlákur Jónss. og
Guðmundur Páll Arnarson).
Jón Baldursson, Ragnar Her-
mannss., Aðalsteinn Jörg. og
Ragnar Magn.
Delta: Haukur Ingason, Hörð-
ur Arnþórsson, Gylfi Bald. og
Sigurður B.
Modern Iceland: Ólafur Lár.,
Hermann Lár., Magnús Ólafs-
son, Páll Valdimarsson og Jakob
Kristinsson.
Samvinnuferðir/Landsýn:
Helgi Jóhannsson, Björn
Eysteinsson, Þorgeir Eyjólfsson
og Guðmundur Sv. Hermanns-
son.
Eiríkur Hjaltason, Páll Hjalta-
son, Hjalti Elíasson og Jón Ásbj.
Ásgrímur Sigurbj., Jón Sig-
urbj., Anton Sigurbj. og Bogi
Sigurbj.
Bragi Hauksson, Sigtryggur
Sig., Ásmundur Pálss., Guð-
mundurPéturss.,ÁsgeirP. Ásbj.
og Hrólfur Hjaltason.
Sigurður Vilhjálmsson, Júlíus
Sigurjónsson, Hrannar Erlings-
son, Matthías Þorvaldsson og
Einar Jónsson.
Sigfús Örn Árnason, Gísli
Steingrímsson, Jón Páll Sigur-
jónsson og Sverrir Ármannsson.
Gugga Þórðar: Anton R.
Gunnarsson, Friðjón Þórhalls-
son, Jón Þorvarðarson, Ragnar
Björnsson og Sævin Bjarnason.
Líklegt er að sigurvegarar í
Bikarkeppni BSÍ 1989 komi úr
þessum hópi, en nv. bikarmeist-
arar eru í sveit Pólaris, sem sigr-
aði sveit Braga Haukssonar í úr-
slitum í fyrra.
Opna Alþjóðlega mótið í
Tylösasandi í Svíþjóð, sem nokk-
uð hefur verið sótt af spiluram
héðan síðustu árin, verður um
mánaðamótin júlí/ágúst. Nánari
uppl. á skrifstofu BSÍ.
Smáatriðin í Bridge (iðulega
nefnt svo þegar mönnum sést yfir
þau í hita leiksins) geta reynst
dýrmæt. Lítum á dæmi:
S: 97652
H: 532
T: G94
S: KD ÁK S: Á104
H: 87 H: 96
T: D10532 T: K86
L: D1064 L: 97532
S: G83
H: ÁKDG104
T: Á7
L: G8
Sagnir gengu:
Suður Vestur Norður Austur
1 hjarta Pass 1 spaði Pass
3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass
Pass Pass
Útspil Spaðakóngur, lítið og
tían hjá Austri (kall). Spaða-
drottning og lágt hjá öllum. í
þessari stöðu skipti Vestur yfir í
lágan tígul, nían, kóngur og ás.
Trompin tekin og tígli síðan spil-
að að gosa. Vestur fór upp með
drottningu. Slétt staðið.
Eitthvað athugavert við þetta?
Hvað með að spila tíguldrottn-
ingu í þriðja slag? Sagnhafi er
varnarlaus, og getur ekki hindrað
Austur í að fara inn í spilið.
Jamm, smáatriðin geta skipt
sköpum.
BRIDDS
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ
Ólafur
Lárusson
Föstudagur 23. júní 1989