Þjóðviljinn - 23.06.1989, Page 19

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Page 19
 HFIX, ARM^NNINGIN Sigrún Valbergsdóttir og Messíana Tómasdóttir: , Að vissu leyti verið að undirbúa þessa drengi undir krossferðu Messíana og Sigrún: „Bornar á höndum í Færeyjum". Mynd - Jim Smart. Havnar Sjónleikafelag sækir Reykjavík heim nú um helgina og verður með tvær sýningar á miklum fótboltaleik í Þjóðleikhúsinu á laugar- dags- og sunnudagskvöldið. Framá, eða Áfram heitir leik- ritið og er eftir sænskan leik- ritahöfund og myndlistar- mann, Sigvard Olsson að nafni, sem skrifaði leikinn í samvinnu við Fred Hjelm, sem er leikari og leikstjóri. Framá gerist í búningsklefa fótboltaliðs á meðan á mikilvæg- um úrslitaleik stendur, en fram- tíð liðsins veltur á niðurstöðu leiksins. Leikritið var sett upp í samvinnu íþróttasambands Fær- eyja og Havnar Sjónleikafelags, og frumsýnt þann 4. apríl síð- astliðinn, - í tilefni af 50 ára af- mæli íþróttahreyfingarinnar. Framá kom til Færeyja um Danmörku, en er ekki bundið við Norðurlöndin, heldur gæti það gerst hvar sem væri í hinum vest- ræna heimi, -og jafnvel víðar, að sögn þeirra sem að sýningunni standa. Og við íslendingar getum þar að auki þóst eiga svolítið í þessari uppfærslu verksins, því Íeikstjóri og leikmyndar- og bún- ingahönnuður eru báðar íslensk- ar, þær Sigrún Valbergsdóttir og Messíana Tómasdóttir. - Þetta er bráðfyndið leikrit og undir gríninu leynist hárbeitt ádeila, segir Sigrún. - Parna er velt upp spurningunni hvert íþróttahreyfingin stefni í dag, og hvert sé æskilegt að hún stefni. - Leikritið fjallar um fótbolta- lið, sem áður fyrr var topplið og keppti í fyrstu deild, en er nú á mörkunum að lenda í 3. deild. Leikurinn gerist í búningsher- bergi þeirra fyrir, eftir og á með- an á úrslitaleik stendur, en bar- áttan stendur um hvort liðanna sem keppa lendi í 3. deild. Það eykur líka á spennuna að það er ekki aðeins undir úrslitum þessa leiks komið hvort liðið verður áfram í 2. deild, heldur fer það líka eftir úrslitum annars leiks, sem fram fer á sama tíma. - Þetta er svolítið óvenjulegur heimur að fylgjast með, þó marg- ir þekki kannski búningsklefa er sú aðstaða sem liðið er í eitthvað sem mjög fáir komast í. Bún- ingsklefi karla er líka mjög sér - stakt og lokað fyrirbæri, - og kannski eins gott að leikritið er á færeysku svo íslenskir áhorfend- ur skilja ekki allt sem þeir láta sér um munn fara... íþróttirnar og siögæðið - Leikritið er skrifað um það leyti sem svokallaður dobbel- mórall eða tvöfalt siðgæði í sæn- skum íþróttum er í hámarki. Lið- in halda sinni stöðu sem áhugam- annaliö, en eru fyrir löngu farin að kaupa menn, sem stunda fót- boltann sem atvinnu. Þetta þýðir að í fótboltaliðinu í Framá eru annars vegar áhugamennirnir sem á sínum tíma komu liðinu á toppinn, og hins vegar menn sem hafa verið keyptir af öðrum lið- um. Þetta fer þannig fram að þeir vinna einhvers staðar að nafninu til, en fyrirtækið sem styður liðið borgar þeim til að helga sig fót- boltanum, að minnsta kosti hálf- an daginn. - Síðan er spurningin hvað verður eftir leikinn, hverjir verði eftir ef illa fer. í liðinu eru bæði menn sem þá vilja á samning hjá öðrum félögum og þeir sem alls ekki vilja selja sig. Þetta er saga íslensks fótbolta í dag. Hvernig stóð á því að þið fóruð að setja upp í Færeyjum? - Tilefni sýningarinnar er 50 ára afmæli færeysku íþrótta- hreyfingarinnar. - Það var ákveðið að halda upp á afmælið á menningarlegan hátt, og frumsýna leikrit, sem hefði með íþróttir að gera, í sam- vinnu við Havnar Sjónleikafelag. Framá varð síðan fyrir valinu, í framhaldi af því var farið að leita að leikstjóra. - Færeyingar leita oft til ís- lands eftir leikstjórum, og þeir sneru sér til mín. Þegar ég hafði kynnt mér verkið tók ég auðvitað boðinu og þegar ég komst að því að þeir voru enn ekki búnir að ráða leikmyndarhönnuð stakk ég upp á Messíönu. - Ég hef aldrei unnið við jafn góðar aðstæður. Allur aðbúnað- ur var eins góður og hann gat ver- ið, undirbúningur var með mikl- um sóma og við vorum hreinlega bornar á höndum. - Okkur var komið fyrir í Heinesen húsinu, sem er húsið sem Heinesen fæddist í og er not- að fyrir listafólk sem dvelur ein- hvern tíma í Þórshöfn. Og þarna bjuggum við svo, - undir torfþaki í tvo og hálfan mánuð, og það var alveg óskaplega gott að vinna þar. Messíana breytti öllu húsinu strax í vinnustofu, það var svona rétt að ég fengi að vera þarna í einu horninu, en hún gerði meira en að hugsa upp og teikna bún- inga og leikmynd, hún saumaði líka, sneið og málaði. - Við fórum til Þórshafnar í fyrrahaust til að ganga frá mann- aráðningum og öðru sem frá þurfti að ganga. Það má segja að það hafi gengið kraftaverki næst hvað vel gekk að manna sýning- una. Upplýsingarfrá fyrstu hendi - Það stóð til að setja þetta leikrit upp hér á landi fyrir nokkr- um árum, segir Messíana, en hætt við vegna þess hvað það þurfti marga karlleikara. Við þurftum að finna 21 karlmann á aldrinum 17 til 60 ára, og slíkt getur reynst atvinnuleikhúsi erfitt, hvað þá áhugamönnum. En okkur fannst alveg frá upphafi að það hefði tekist mjög vel að velja í hlut- verkin. - í liðinu voru nokkrir fótbolt- asérfræðingar, sem var ekki verra, til dæmis að minnsta kosti tveir sem hafa leikið með fær- eyska landsliðinu, svo við höfðum allar upplýsingar frá fyrstu hendi. Einn íþróttafrétta- ritara véluðum við til liðs við okk- ur, hann var svo áhugasamur á blaðamannafundi sem við héld- um að það endaði á því að hann fór heim með handrit. Varla hafa leikmenn liðsins verið á aldrinum 17 til 60 ára... - Fótboltaliðið er á aldrinum 17 til 35 ára, en síðan koma til sögu þjálfarinn, sá sem sér um allan útbúnað liðsins, formaður félagsins, nuddari, ljósmyndari, læknir og gömul fótboltahetja, og svo sponsorinn, eigandi fyrirtæk- isins sem fjarmagnar liðið. íþróttafréttaritarinn lék lækni liðsins, og það var yfirleitt hlegið þegar hann kom inn á leiksviðið því allir könnuðust við hann. - Þetta er sýning sem krefst geysilega mikils af leikurunum, ekki síst af áhugaieikara, sem er í annarri vinnu allan daginn. Sautján leikarar eru á sviðinu 75 prósent af leiktímanum. Hvernig gekk undirbúningur- inn? - Hann gekk mjög vel, segir Sigrún. - Við lentum reyndar í skemmtilegri reynslu rétt áður en við fórum til Færeyja. Þá fannst okkur við verða að upphfa stemmninguna sem verður í bún- ingsklefa liðs í mikilvægum leik. Fyrir dyrum stóð landsleikur ís- lands og Tékkóslóvakíu, að vísu í handbolta, en við snerum okkur til íþróttasambandsins hér með tíu daga fyrirvara og báðum um leyfi til að vera í búningsklefan- um, eins og flugur á vegg, á með- an leikurinn stæði, til þess að geta sett okkur inn í stemmninguna. - Þessu var ekkert illa tekið í byrjun, fór til þjálfarans og síðan Framhald á síðu 20. Föstudagur 23. júnf 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.