Þjóðviljinn - 23.06.1989, Page 23

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Page 23
Vannýttir hæfileikar Robert Palmer, góður en neistalítill. Robert Palmer er nafn sem hefur blaktað í rokkheimum svo langt sem stutt tónlistarminni mitt nær. Fyrsta sólóplatan hans kom út 1974. En á árunum þar í kring var tónlistarsmekkur minn svo einfaldur, að jafnvel Sævar Karl hlýtur að hneigja sig í auðmýkt. Rokkarinn lífsreyndi sendi fyrir nokkru frá sér plötuna „He- avy Nova“. t>að má margt gott segja um þessa plötu en þar sem ég er í skapi til að nöldra, ætla ég að byrja á neikvæðu hliðum hennar. Þegar Palmer er verstur, er hann eins og fagmannlega ofdekraður millistéttarstrákur. Allt er vel gert. Allir hjálpar- kokkar skila sínu sæmilega vel elduðu. En á sama tíma er Palm- er jafn skemmtilegur og dyggir þjónar verðbréfamarkaðarins á fylliríi. Þetta smáborgarapartý nær hámarki sínu í algerlega óþo- landi jóðli Palmers í „Change his ways“, sem er glimskrattatónlist af verstu tegund, þegar tillit er tekið til meltingarfæranna og heilbrigðs lífernis yfirleitt. En þar sem nöldur af öllum fáanlegum sortum er ekki í tísku hjá þeim sem ætla að erfa landið, ætla ég að koma mér að jákvæðu hliðum plötunnar. Það sem er vel gert á Heavy Nova slær jafnvel út svæsnustu drauma okkar meðalmennanna, þannig að hyggilega íhaldsblátt hálsbindið herðist þægilega um hálsinn. Ég meina, hver kærir sig um söngleik í þremur þáttum frá bflasala sem sérhæfir sig í endur- sölum 14 ára gamalla Skoda? Palmer er semsagt jafn samvisku- samur og jólasveinn á tímakaupi, ekkert allt of ánægður með af- komu sína þrátt fyrir allt. Þetta þrugl mitt ber þó ekki að taka þannig að ekkert bitastætt sé á þessari plötu. Innan um eru lög sem hefja sig yfir árshátíð ungra sjálfstæðismanna. „It happen to you“ og „She Makes my Day“ eru lög sem ná því að vera meira en gjaldfallinn víxill. En ekki verður hjá því komist að hugleiða hvað iðjuleysið getur spillt ágæt- um hæfileikum. Palmer getur sungið vel og á köflum samið góð lög. En hjart- sláttur hans er ekki í takt við eðli- leikann. Ef ég væri sálfræðingur hans, leggði ég til hálft ár í Hamp- iðjunni og nokkur ár á vel þekkt- um lúsarlaunum yfirflugstjóra hjá holdi klæddu einkaframtak- inu. Palmer ætti í alvöru að reyna að komast af án kavíars og kam- pavíns, í einn dag að minnsta kosti. Hátækniiðnaður gleymskunn- ar, diskótekin, ættu að geta fagn- að mörgu á Heavy Nova, en þeim sem er annt um nýtingu hæfileika komast varla hjá því að tárast. Hvað um það, hver hefur sín hlutabréf að draga og með þolin- mæði má finna perlur í stíu svín- anna. - hmp Hringur aftur á ferð Ringo Starr tilkynnti nýlega að hann hyggði á hljómleikaferð í fyrsta skipti síðan The Beatles hættu slíkum ferðum 1966. Gamla takttröllið hefur nýlega hætt notkun heimsins vímugjafa og ánetjast Pepsí í staðinn. En það er einmitt þetta sæta svala- drykkjarfyrirtæki sem skoraði Hringinn á svið og borgar brús- ann. Þegar lávarðar rokkheima rísa úr þægilega innréttuðum gröfum sínum fylgir þeim þjónustulið við hæfi. Þannig er einnig með Hringinn. Hljómsveitin sem kemur til með að spila á þeim 30 tónleikum sem fyrirhugaðir eru í Kanada og Bandaríkjunum, frá júlí fram í september, er öll með meiraprófið. Joe Walsh fyrrum gítarleikari Eagles sér um gítar- plokkið, Dr. John spilar á hljóm- borð, á trommur spilar Levon Helm og á bassa Rick Danko, báðir fyrrum meðlimir The Band. Saxafónninn verður blás- inn af Clarence Clemmons og annar gítarleikari verður Nils Lofgrin, sem áður störfuðu með Brúsa Springstein og Billy Prest- on spilar á hljómborð og Jim Keltner á trommur. Hringur og hljómsveit hans munu meðal annars troða upp með Who og Rolling Stones á ferð sinni í sumar. En engar áætl- anir eru um samvinnu við aðra núlifandi bítla. Það hlýtur að teljast viðburður þegar Ringo fer á stúfana með þessum hætti. Því hann er eini bítillinn sem ekki hefur stofnað hljómsveit eftir að The Beatles' hættu 1970. Hann hefur þó náð ; að gera nokkur lög vinsæl og var fyrsti bítillinn til að koma lagi á 1 topp tíu lista eftir að hljómsveitin j leið undir lok. Á blaðamannafundi þar sem i Ringo skýrði frá hljómleikaferð- inni, sagði hann vel koma til greina að halda henni áfram ef þeir 30 tónleikar sem ákveðnir hefðu verið, gengu vel. Hann lof- aði einnig að taka lög eins og „Yellow Submarine“, „Back of Boogaloo“ og „I wanna be your man“. Það fylgir líka sögunni að Hringur hafi verið í sínu besta skapi þegar hann kynnti blaða- mönnum ákvörðun sína og tekið armbeygjur og sýnt aðrar hetju- dáðir fyrir blaðamenn, eins og hann gerði gjarnan á blómatím- um bítlanna. Og það er vissulega gott að vita að kallinn er hress. -hmp/reuter D/íGURMÁL Hringur og Barbara í Atlavfk. HEIMIR PÉTURSSON Föstudagur 23. júnf 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.