Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 11
mannlíf, svo glöggur skoðandi þess sem hann hefur j afnan verið, með ríka tilfinningu fyrir sögu þjóðarinnar. Um ritleikni hans þarf ekki að efast, því að þar eru afmælis- og minningargreinar hans um sóknarbörn óbrigðult vitni, - ég minnist frábærrar greinar hans um Aðalstein á Skjaldfönn fyrir skömmu. Sr. Baldur lét sér ekki nægja að boða mannskepnunni paradís á himnum fyrir tilstilli trúarbragða, heldur dugði ekki minna að hans dómi en að sú sama skepna öðl- aðist paradís á jörðu á undan! Hann gerðist nefnilega á námsár- um sínum sósíalisti af eldmóði og hefur í lífi og starfi reynt að sam- eina þá hugsjón trúarlegri vissu sinni. Þó að við sumir félagar hans höfum stundum átt erfitt með að koma þar öllu heim og saman, er ekki annað að sjá en þessir þættir lifi í góðu samkomu- lagi hjá vini vorum. Og þrátt fyrir mikil vonbrigði með framvindu mála á ýmsum sviðum pólitíkur utanlands og innan, hefur hann hvorki látið deigan síga né svikið þær hugsjónir, sem hann að- hylltist ungur, minnugur þess, að barátta gegn óréttlæti og stór- gölluðu þjóðfélagskerfi heldur áfram, þótt einhverjir kauðar hafi slett á hugsjónina auri. „Fólkið er veikt!“ eru líka fleyg orð sr. Baldurs, þegar hann er að tjá veikleika mannsins í hörðum heimi. Sr. Baldur er félagslyndur maður og vinsæll, enda á manna- mótum hrókur alls fagnaðar, óvenjulega hnyttinn í orðum og lætur margt fjúka, uppfullur af húmor, oftast í græskulausu gamni, þótt broddur geti verið í falinn á stundum. Af honum eru sagðar sögur, kannski stundum ekki allar gullsannar, en maður- inn er orðinn þjóðsaga í lifanda lífi, ef svo má segja. Hann er fjöl- fróður og víðlesinn, bæði í fom- um og nýjum bókmenntum. Ungur heillaðist hann af Sturl- ungu, gjörþekkir þar menn og at- burði og ræðir um eins og þátt- takandi í leiknum. Þá ber hann gott skyn á rit erlendra höfunda, og er mér minnisstætt í þeim efn- um tilvitnair hans í Thomas Mann og Knut Hamsun, sem hann hefur löngum dáð og kennt öðrum að meta. Hinn 6. október 1957 kvæntist sr. Baldur Ólafíu Salvarsdóttur, bónda Ólafssonar í Reykjarfirði við ísafjarðardjúp, og konu hans, Ragnheiðar Hákonardóttur frá Reykhólum. Ólafía hefur staðið við hlið hans í blíðu og striðu, annast börn og bú af dugnaði og kostgæfni og haldið uppi rausn Vatnsfjarðarheimilis með presti. Þau hafa átt saman fimm mannvænleg börn, tvær dætur, Hallfríði og Ragnheiði, og þrjá syni, Þorvald, Stefán og Guð- brand, öll uppkomin og flutt að heiman. Á þessum tímamótum sendi ég Baldri og fjölskyldu hans inni- legar afmæliskveðjur frá mér og mínum, um leið og ég þakka af- mælisbarninu dýrmæta vináttu á liðnum árum, og vona jafnframt, að þar verði ekki lát á fyrr en í fulla hnefana. Lifðu heill! Einar Laxness Notaðu endurskinsmerki - og komdu heil/l heim. yUMFERÐAR RÁÐ ÁRSRIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS 1989 19. júní Fæst í bókaverslunum, blaðsölustöð- um og hjá kvenfélögum um land allt. Kvenréttindafélag íslands HLUTHAFA- FUNDUR Hluthafafundur í Utvegsbanka Islands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu við Haga- torg í Reykjavík, þriðjudaginn 1. ágúst 1989 og hefst fundurinn kl. 17:00. 1. 2. 3. Dagskrá: Tillögur bankaráðs að breytingum á samþykktum félagsins, fluttar að ósk aðila að samningi um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Utvegsbanka Islands hf. dags. 29. júní 1989, og m.a. lúta að brevtingum á nafni félagsins að breytingum á ákvæðum um hlutafé sbr. 3. dagskrárlið að breytingum á ákvæðum um takmörkun afls atkvæða að breytingum á ákvæðum um bankaráð þ.á m. kjör þess og samsetningu að breytingum á ákvæðum samþykkta til samræmis við þær breytingar sem leiða af nýsettum breytingalögum nr. 15 og nr. 32/1989 á lögum um viðskiptabanka nr. 86/1985 um breytt hlutverk bankaráðs og hæfiskröfur til bankaráðsmanna. að breytingum á ákvæðum um breytingar á samþykktum og félagsslit. Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillaga bankaráðs um hækkun hlutafjár, að fjárhæð kr. 1.300.000.000.00, flutt að ósk aðila að samningi um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. dags. 29. júní 1989. Skv. tillögunni skulu hluthafar eiga áskriftarrétt að hlutafjáraukningunni í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína, að Fiskveiðasjóði íslands frátöldum. Þá gerir tillag- an ráð fyrir því að hluthafarnir, Alþýðubankinn hf., Iðnaðarbanki íslands hf. og Verslunarbanki íslands hf., megi greiða hlutafjárauka sinn með bankarekstri sín- um og eignum bankanna þriggja, sbr. samning þeirra og viðskiptaráðherra um kaup þeirra, að Vi hluta hver, á hlutafé ríkissjóðs í bankanum, dagsettan 29. júní 1989, en að öðru leyti verði áskrift greidd með reiðufé. Skv. tillögunni á áskriftarskrá að liggja frammi á skrifstofu bankans að Austur- stræti 19, Reykjavík, í þrjá mánuði eftir hluthafafundinn og hluthafar að skrá sig þar fyrir hlutafjárauka innan þeirra tímamarka. 4» Kosning í bankaráð. 5 • Kosning skoðunarmanna. 6. Önnur mál, löglega upp borin. Hluthafar, sem vilja fá ákveðið mál borið upp á hluthafafundi, skulu í samræmi við ákvæði 25. greinar samþykkta bankans senda skriflega beiðni þar að lútandi. Hún þarf að berast bankaráði í síðasta lagi mánudaginn 24. júlí. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðs- mönnum þeirra í aðalbankanum að Austurstræti 19, 3. hæð dagana 27., 28. og 31. júlí nk. svo og á fundardag við innganginn. Viku fyrir fundinn munu eftirtalin gögn liggja frammi hluthöfum til sýnis og afhending- ar að Austurstræti 19, Reykjavík. 1. 2. 3. 4. 5. 6. Tillögur skv. 1., 2. og 3. dagskrárlið og ef berast skv. 6. lið dagskrár. Eftirrit reikninga síðasta reikningsárs með áritun um afgreiðslu aðalfundar og eftirrit endurskoðunarskýrslu varðandi þessa reikninga. Skýrsla bankaráðs, þar sem gefnar verða upplýsingar um þau atriði, sem verulegu máli skipta um fjárhagslega stöðu félagsins og breytingum hafa tekið, eftir að reikn- ingar voru gerðir. Umsögn endurskoðenda um fyrrgreinda skýrslu bankaráðs. Skýrsla löggilts endurskoðanda um greiðslu hlutafjárauka hluthafanna Alþýðu- bankans hf., Iðnaðarbanka íslands hf. og Verslunarbanka íslands hf. með banka- rekstri sínum og eignum bankanna og skjöl þau er þetta varða sbr. 31. gr. hluta- félagalaga. Samþykktir bankans. 7 • Samningur viðskiptaráðherra og Alþýðubankans hf., Iðnaðarbanka íslands hf. og Verslunarbanka Islands hf. dags. 29. júní 1989. Reykjavík, 17. júlí 1989 Bankaráð Útvegsbanka íslands hf. úo Útvegsbanki íslands hf VISÍ7BSQ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.