Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 23
Ég tók það í arf að vera frekar upp á móti Paul McCartney. Er þó ekkert að fela það, að mér hefur líkað eitt og eitt lag frá Páli eftir að The Beatles liðu undir lok. Eftir að hafa vanist nýju plötunni, „Flowers In the Dirt“, sit ég eftir hissa á þessum draug. McCartney er ekki maður sem veltir sér upp úr því sem búið er og gert. Hann var sjálfur ekki ánægður með marga þá sem fylltu stöður í Wings, segir þrjár ólíkar útgáfur af hljómsveitinni endur- spegla óánægju sína. En hér er gamla tröllið komið margeflt fram á völlinn. Það eru þrjú ár síðan síðasta sólóplata kom út en „Flowers In the Dirt“ er sú 18. eða 19. íröðinni. McCartney hef- ur náð áttum, þroskast eða af- siappast í fríinu. „Blómin í soran- um“ hefur að geyma safn laga sem öll fara á bás með því betfa sem McCartney hefur gert. Mér fannst smekkur Mc- Cartneys á hljóm alltaf hálf unda- rlegur. Það var eins og hann hefði ekkert lært af flóknari útsetning- um og upptökum á síðustu plötum The Beatles. Á „Blómun- um“ hefur Páll loksins náð því að hljóma nútímalega. Hér á Elvis Costello ekki lítinn hlut að máli. Gamli bítillinn seg- ist mikið hafa grætt á samstarfinu við Costello. Það er auðvitað ekki auðvelt fyrir bítil að vinna náið með öðrum. Harrison gerði það með góðum árangri á „Cloud 9“ og nú er Hringurinn farinn af stað. En McCartney segir Cos- tello hafa brotið upp vanabundn- ar uppbyggingar á lögum og þeir hefðu gagnrýnt og hvatt hvor annan, þannig að það minnti hann helst á samstarfið við Lenn- on. McCartney þarf heldur ekki að kvarta undan hljóðfæraleikur- unum sem hafa valist með honum núna. Það sem kemur mest á óvart á Á atkvæða „Flowers In the Dirt“, er fjöl- breytni laganna. McCartney sýnir jafnvel á sér nýar hliðar. Síðasta lag geisladisksins (auka- lag sem er ekki á plötunni) heitir „Ou Est Le Soleil“. Þar bregður McCartney sér á fák sem ég man ekki eftir að hann hafi þeyst á áður. Þetta er mun djarfara lag en Páll hefur gert lengi, með afar- stuttum texta, svipuðum og Mic- helle. Aðeins smáir en hnitmiðaðir effektar eru notaðir og þá oftast myndaðir frá hljóðfærunum sjálf- um. Útsetningar eru líka með miklu betra móti en McCartney hefur gert síðan á „Band On the Run“, sem kom út 1973. Ballöðuhliðin á McCartney (sem aflað hefur honum mestra vinsælda) er ekki í fyrirrúmi á þessari plötu. Það er meira rokk- að, oft í bland við hina og þessa takta, til dæmis raggí og fönk. Sá gamli er ferskari nú en oft áður og gott ef hann er ekki yngri, svona í sinninu. Honum finnst fyndið þegar fólk segir að sala á plötu skipti ekki máli. Það að fólk skuli gera sér ferð út í búð með hundrað- kallana sína til að kaupa ákveðna plötu, er merkilegur hlutur að hans mati. Þannig segir hann að almenningur greiði atkvæði sitt. Fyrir mann sem var vanur að eiga vísan stuðning kjósenda í flestum kjördæmum heimskringlunnar, hlýtur fylgismunurinn að vera til- finnanlegur. McCartney hefur samt náð að selja plötu í stærri upplögum en The Beatles. Þá kosningasveiflu hef ég átt í erfið- leikum með að skýra út fyrir sjálf- um mér. Kosningaræða Mc- Cartneys í ár hefur alla vega tryggt honum eitt atkvæði í kjör- dæminu ísland. Mitt atkvæði hefur ekki fallið á þennan frambjóðanda áður, nema þá í ölæði. Slíkt telst ekki lögleg kosning, í besta falli utan- kjörstaðaratkvæði sem tíndist á leiðinni. En nú vil ég, fullur jafnt sem ófullur, greiða þeim gamla atkvæði mitt. McCartney ætlar á tónleikaferðalag í fyrsta skipti í 10 ár nú í sumar. Mín tilfinning er að þeir tónleikar verði með því besta sem McCartney hefur haft upp á að bjóða „lifandi“ í langan tíma. „Flowers In the Dirt“ kemur til með að endast lengi eftir að Þjóðleikhúsið hefur hrunið ofan á Kjallarann. -hmp Listin aðlifaaf Þursaflokkurinn og Stuðmenn enduðu í Strax. Miðað við um- stangið á þessum álfa- og tröllal- ýð fyrir nokkrum misserum, hef- ur ríkt þögn og logn í kringum Stuðmenn. Dánarvottorðið hef- ur aldrei formlega verið gefið út. Enda hef ég það á tilfinningunni að þetta gengi lifi áfram sem Stuðmenn þangað til það fer að senda kveðjur í óskalagaþátt gamla fólksins á rás 1, klukkan 11 fyrir hádegi á sunnudögum. Þá sofa þursar en stuðmenn vaka. „Listin að lifa“ heitir uppátæki Stuðmanna að þessu sinni. Þá list virðast Stuðmenn kunna ágæt- lega, því eftir flestum sólarmerkj- um á íslenskum stjörnuhimni að dæma, ættu Stuðmenn að vera liðnir undir lok. Síðustu uppá- komur Stuðmanna, tónlistarlega, hafa ekki staðist samanburð við það besta sem þessu liði hefur dottið í hug. En það er með stuð- mennskuna eins og sjómenn- hentar mér“ og nautnasjúklingn- um sem er svo ánægður með lífið og tilveruna, að hann eða hún er sannfærð um að betri tíð geti ekki komið (“Betri tíð“). Lögin eru 12 og ég hef enn ekki fengið leið á neinu þeirra, þótt þau njóti sín betur við sumar að- stæður en aðrar. Það skemmir heldur ekki fyrir að Stuðmenn eru einnig fagmenn. „Listin að lifa“ er laus við klaufalegar upp- tökur, vonda hljóðblöndun og einhæfan hljóðfæraleik. Þegar slíkt lið dettur niður á góð lög og texta, getur fátt mistekist, nema ef vera skyldu áheyrendur. Þjóð- in er svo fúl þessa dagana, þannig að svo illa gæti farið. Hollara væri hins vegar að taka Stuðmenn inn með glöðu geði og slappa aðeins af. Notist eftir þörfum. Umslag plötunnar er áberandi gott og eiga myndir þess ágæta málara Ómars Stefánssonar stærsta þátt- inn í því. -hmp skuna, túrar eru misjafnir og jafnvel heilu vertíðirnar geta far- ið í vaskinn. Stuðmenn hafa lent á ágætum miðum á „Listin að lifa“. Þau (Stuðmenn er líka kona) eru lífsglaðari en á seinni uppákomum og virðast hafa meira gaman af því sem þau eru að gera. Lögin eru meira í ætt við það sem Stuðmenn voru á meistara- stykkjunum, „Sumar á Sýrlandi" og „Tívólí". Léttar og vandaðar melódíur, skreyttar textum sem eru í gamla góða hnyttna stflnum. Ósköp þægilegt kommbakk fyrir okkur sem vorum hætt með snuð á blómatíma Stuðmanna. Ég ætla ekki að halda því fram að Stuðmönnum hafi tekist að gera plötu í gamla stflnum, og þess vegna sé „Listin að lifa“ góð plata. Það skilar sér sitthvað í gegn, sem gerst hefur í millitíð- inni hjá áhöfninni. Aðalatvinnugrein Stuðmanna hefur verið sálgreining. Þeir hafa sálgreint íslensku þjóðina í hátt á annan áratug. Vandamál, stór og smá, ambögur og sálræn pressa eyþjóðarinnar, koma fram í tæki- færismanninum í „Bara ef það HEIMIR MÁR PÉTURSSON DÆGURMÁL Föstudagur 21. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.