Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 13
Sjúklingi hjálpað að klæða sig: þeir eiga von á minnkandi samúð velferðaræskunnar. vísar (tengdir litningi 21) - en sjúkdómurinn hefur reyndar til- hneigingu til að leggjast í ættir. Fimmta tilgáta: truflanir á efnaskiptum í heila, m.a. tengdar göllum á insúlínbúskapnum. Enn eru þeir sem telja að til séu nokkur tilbrigði við heilarýrnun þessa og því sé eina tiltekna for- sendu hennar hvergi að finna. Viöleitni lækna- vísinda Horfur á lækningu eru ekki góðar. Dauðar heilafrumur NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13 Minorlog að skilja svartnættið Elísabet Óskarsdóttir: Það er ekki hugsunin sem brenglast heldur viðbrögðin sín taka hjá alzheimersjúklingi. Nokkur árangur hefur náðst á þessu sviði, og er það réttlætt að halda áfram á þessari braut með því, að ef hægt sé að fresta loka- stigi sjúkdómsins t.d. um tvö ár, þá verði mörgum hlíft við því sem verst er í hans framvindu. í annan stað er unnið að því að auka skilning á sjúkdómnum og styðja samstarf lækna og sálfræð- inga og félagsfræðinga við sjálfs- hjálparhópa aðstandenda. En á aðstandendur leggst þessi sjúk- dómur af feiknarlegum þunga eins og nærri má geta - yfirgnæf- andi meirihluti hinna sjúku er í heimahúsum og þeir koma ekki á sjúkrastofnun fyrr en undir lokin. Allra veðra von Þaö er eflaust fátt sem veldur jafnmiklu álagi á venjuleg heimili og umönnun alzheimersjúklinga, því þegar sjúkdómurinn er kom- inn á ákveðið stig þurfa þeir á mikilli aðstoð að halda allan sól- arhringinn. Elísabet Óskarsdóttir hefur annast alzheimersjúkling sem hefur búið á heimili hennar síðast liðin sex ár. - Ég komst fyrst í kynni við þennan mann þegar ég vann í Múlabæ fyrir 6 árum. Hann var þá rúmlega sextugur og búinn að vera með sjúkdóminn í nokkur ár. Hann var þegar orðinn mikið veikur og hegðaði sér á margan hátt mjög undarlega. Hann átti í erfiðleikum með að tjá sig og var hættur að ráða við þann orða- forða sem hann bjó yfir og greip oft til líkingamáls sem ekki skild- ist. Ég fann hvað honum leið illa og það má segja að það séu mín örlög að hafa skilið það svartnætti sem felst í því að vera með sjúkdóm sem gerir mann ó- færan um að tjá sig og halda reisn sinni sem manneskja. Við fyrstu sýn virðist hann ekki gefa umhverfi sínu nokkurn gaum en skilningur hans á um- hvefinu er þó miklu meiri en við- brögð hans segja til um. Maður má ekki láta ytra atferli blekkja sig og fólk gerir alzheimersjúk- lingum fátt verra en að fara að umgangast þá á annan hátt en heilbrigðar manneskjur. Það er ekkert langt síðan það gerðist þegar ég var að sækja hann í Hátún, þar sem hann hafði dvalið um tíma, að hann sýndi engin viðbrögð þegar ég kom að sækja hann, eins og hann var þó vanur að gera. Hann bara lyngdi aftur augunum og virtist vera í öðrum heimi. Ég hélt að nú væri komið að því stigi sjúkdómsins þar sem menn lokast alveg inni í eigin heimi og hætta með öllu að sýna viðbrögð. En þegar við vor- um komin út í bíl og lögð af stað heim opnaði hann augun, brosti og hló við. Ég er þess fullviss að margir alzheimersjúklingar hafa fulla skynjun þó að hegðun þeirra sé öðrum lítt skiljanleg, það er ekki hugsunin sem brenglast heldur viðbrögðin, andsvarið. Fyrst eftir að gamli maðurinn flutti hingað vann ég áfram í Múlabæ en það gekk ekki til lengdar því hann þurfti á aðstoð að halda allan daginn. Nú fæ ég greidd laun frá heimilishjálpinni fyrir að annast hann. Það getur vel verið að það hafi verið rangt af mér að ganga svona langt og ég hef sífellt orðið að verja gerðir mínar. Jafnvel fólk sem ég þekki lítið og hitti á förn- um vegi spyr oft hvort ég sé virki- lega með gamla manninn ennþá heima hjá mér. Ég get ekkert út- skýrt það nánar hvers vegna ég gerði þetta en ég veit að ég gat ekkert annað. Á þeim sex árum sem ég hef annast manninn hefur honum hrakað jafnt og þétt. Við förum ekki lengur út á meðal fólks og hann er of lasburða til að geta - Jafnvel fólk sem ég hitti á förnum vegi og þekki lítið spyr mig hvort éa sé virkilega ennþá með gamla manninn heima hjá mér. Ég er alltaf að verja gerðir mínar segir Elísabet. Mynd-Jim Smart. farið í göngutúra, að ég tali nú ekki um ferðalög eins og við gerðum áður en ég er samt viss um að hann skynjar oft á tíðum enn það sem er að gerast í kring- um hann, en hann getur ekki tjáð sig og lokast æ meira inn í sjálfum sér. Ég held að kvíði okkar beggja sé álíka gagnvart því að vakna upp á hverjum morgni við þetta tjáningarleysi. En ég tala alltaf við hann eins og hann skilji allt og á ólíklegustu stundum, þegar ég held að hann móttaki ekki það sem ég er að segja, sýnir hann kannski einhver viðbrögð sem sýna að hann hefur verið að fylgjast með. Eg skil vel fólk sem treystir sér ekki til að annast alzheimersjúkl- inga heima við s’vo árum skiptir, því þetta er auðvitað mikið álag á heimilin og breytir öllu fjöl- skyldulífi. Samt sem áður er ekki hægt að horfa framhjá því að þetta fólk þarf að eiga sitt heimili eins og aðrir. Því tel ég það mikil- vægast af öllu að komið verði á fót sambýlum fyrir alzheimer- sjúklinga þar sem fólk getur átt sitt heimili en fengi eftir sem áður þá aðstoð sem það þarf til að lifa sem eðlilegustu lífi. Stofnanir þær sem við höfum í dag og dagvi- stunin gera vissulega mikið gagn . en þau leysa ekki þann vanda sem kemur upp þegar fólk hættir að geta haldið heimili hjálparlaust. Þetta hefur gengið upp hjá okkur með hjálp ýmissa aðila, starfsfólk frá heimahjúkrun kem- ur hingað og hann hefur átt kost á tímabundnum innlögnum í Há- tún nokkrum sinnum á ári, auk þess sem ég fæ greidd laun frá borginni fyrir að vera heima og annast hann. En ég held að ég geti ekki sent hann á stofnun, ég veit að honum myndi ekki líka það og mér liði illa að vita af hon- um þar. Stofnanir leysa því ekki okkar vanda. íþ En einmitt á sviði aðhlynning- ar eru illar blikur á lofti. Meðal annars vegna þess að fjölskyldan er alltaf að smækka og' leysast upp - þeim fjölgar jafnt og þétt í stórborgum sem aleinir lifa og eiga ekki von á hjálp fjölskyld- unnar. Auk þess gefa skoðana- kannanir (t.d. í Vestur- Þýskalandi) meðal fólks á aldrin- um 18 til 35 ára til kynna, að í uppsiglingu sé „hatur á gömlu fólki“ meðal velferðaræskunnar. Um helmingur fólks á þessum aldri er á móti því að útgjöld til heilbrigðismála vaxi. Nýir her- skarar alzheimersjúklinga eiga því miður von á minnkandi sam- úð þeirra sem löndin erfa og segj- ast ætla að eyða sínum peningum sjálfir. Menn hrukku við þegar jafnfræg manneskja og Rita Hayworth reyndist haldin heilarýrnun en ekki atengissýki... að finna í heila gamals fólks sem þjáist af öðrum ellikvillum í heila. verða ekki aftur til lífs kvaddar. Ál- og próteinblandan í þráðum og ögnum leysist ekki upp, ekki einu sinni í sjóðandi sýru. Vís- indamenn hafa því einbeitt sér að því að reyna að finna efni og lyf sem geti tafið fyrir sjúkdómnum - t.d. með því að örva þau boð- efni í heila, sem láta æ minna til Nokkrar tilgátur Og ef menn vissu hvað veldur því að efni þetta verður til og ræðst á heilann, þá væri stórt skref stigið í baráttu við sjúkdóm- inn. Vandinn er hinsvegar sá að svarið lætur á sér standa. Uppi eru ýmsar tilgátur, ekki vantar það. Ein er sú, að viss efni komist í heilann og hafi þar eituráhrif einskonar. Menn hafa þá illan bifur á áli, sem gengur í samband við A 68 og er í tíföldu magni í heila alzheimersjúklinga. (Þá er sagt á móti: heilbrigður heili er varinn fyrir áli - hvers vegna hleypir alzheimerheili þeim málmi að?). Önnur tilgáta: enn óþekkt hægvirk veira kemur sjúkdómnum af stað. Þriðja tilgáta: Heilinn hefur orðið fyrir hnjaski - í heila margra atvinnuboxara gerast svipaðar breytingar og hjá alz- heimersjúklingum og áberandi margir alzheimersjúklingar hafa orðið fyrir heilahnjaski fyrr á lífs- leiðinni. Fjórða tilgáta: gallaðir erfða- Sá heiladauði sem kenndur er við Alzheimer er ískyggilegt tilræði við vonir okkar um farsælt ævikvöld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.