Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 14
Ferdtil Siguröur Blöndal skóg- ræktarstjóri var nýlega á ferð í í Sovétríkjunum þar sem hann var ásamt Arnóri Snorrasyni skógfræðingi í boði sovésku ríkisskógræktarnefndarinnar. Tilgangur ferðarinnar var að skoða skóga í héraðinu, eink- um lerkiskógana, en mikið af því lerki sem vex hér á landi er ættað úr Arkangelskhéraði og vex þar enn villt innan um aðr- ar trjátegundir. Nú stendur til að gera átak í ræktun nytja- skóga austur á Fljótsdalshér- aði og því var erindi Sigurðar einnig að kanna möguleika á fræöflun frá þessum stað en í 2 áratugi hefur verið ómögu- legt að fá fræ þaðan og tak- markað magn af fræi hefur fengist annars staðar frá. Lerkið frá Arkangelsk þykir einstaklega hentugt hér- lendis, sérstaklega norðan- og austanlands, og hefur reynst hér mjög vel bæði við ræktun örfoka lands og sem nytjaskógur. - Arkangelskhérað er það land sem hét Bjarmaland til forna en mig hefur nú alltaf dreymt um að koma þangað síðan ég las Örv- aroddssögu þar sem segir frá ein- um mesta kappa fornaldarinnar, Örvaroddi, sagði Sigurður. Fyrsta afreksferð Odds var ein- mitt til Bjarmalands og ætíð síðar er hann hitti andstæðinga úti um heim var hann spurður: Ert þú sá Oddur sem fór til Bjarmalands forðum? - Sá er maðurinn er þar hefur komið, svaraði Oddur alltaf. Arkangelskhérað er stórt stjórnsýslusvæði, á stærð við Frakkland, og er sá hluti Norður- Rússlands sem liggur að Hvíta- hafi. í héraðinu eru óendanlegir hins foma Sigurður Blöndal skógræktarstjóri var nýlega á ferð um Arkangelskhérað í Norður-Rússlandi. Tilgangur ferðarinnar var að skoða heimkynni lerkis en sú trjátegund hefur verið ræktuð hérlendis í 70 ár og reynst með afbrigðum vel skógar en inn á milli eru gífurlegir mýrarflákar. Fyrir utan lerkið, sem er aðeins innan við 2% af skóginum og vex inn á milli ann- arra trjátegunda, vex þarna skógarfura, björk og blæösp. í héraðinu er gífurlega mikið skógarhögg þar sem felld eru tré á um 23 miljónum teningsmetra á ári. Enn er öllu timbri fleytt eftir ánum því mjög slæmar sam- göngur eru á stórum svæðum þarna. Sérstaða tréiðnaðarins í Arkangelsk liggur einnig í því að þar er enn verið að fella náttúru- skóg sem gefur af sér mun betri við en ræktaður skógur. Hann vex hægar og því eru árhringirnir mjórri. Borgin Arkangelsk eða erki- engilsborgin liggur við óshólma Dvínu um 15 kflómetra frá ströndinni. Dvína er eitt af þrem- ur stórfliótunum sem falla í Hvít- ahafið. Ibúar eru um 450 þúsund og þar er geysistór útskipunar- höfn fyrir trjávið og mikill úthafs- fiskifloti gerir út þaðan. Við Amór Snorrason vorum boðnir til Bjarmalands af sov- Þyrlan sem flutti okkur austur að Forna við vatnsbakkann. ésku ríkisskógræktarnefndinni sem er sams konar embætti og Skógrækt ríkisins hérna. Ég hef einu sinni áður þekkst boð þess- arar sömu nefndar. Það var fyrir 10 árum þegar ég fór ásamt Þór- arni Benedikz til Altaifjalla. í þyrlu yf ir endalausar óbyggðir Það var einstaklega vel tekið á móti okkur í Arkangelsk og ferð- in tókst í alla staði mjög vel. Gestgjafar okkar voru elskulegt fólk, sem gerði allt til að gera för okkar gagnlega og ánægjulega. Það eftirminnilegasta úr ferðinni eru auðvitað skógarferðirnar. Flogið var með okkur í þyrlu í 100 til 200 metra hæð yfir óbyggðir þar sem skiptast á endalaus skógur og mýrarflákar sem mynda hin fjölbreytilegustu nátt- úmmálverk. Við skoðuðum líka skóginn á jörðu niðri og ferðuð- umst þá m.a. á bátum. í fyrri skógarferð okkar flugum við norðaustur með Hvítahafs- ströndinni og skoðuðum gamlan lerkiskóg í héraðinu sem er um 200 til 300 ára gamall. Síðari ferð- in var farin suðaustur til Pinéga- béraðs þar sem yngsti lerkiskóg- urinn er, en í bakaleiðinni úr þeirri ferð flugum við yfir svæði þar sem verið var að Ijúka við að slökkva skógarelda. Nokkrir tugir hektara höfðu brunnið og þar sem enn rauk úr gróðrinum settist þyrlan og tók upp 13 sót- svarta slökkviliðsmenn sem höfðu lokið störfum sínum. Þá vomm við 27 í þyrlunni-afak alls búnaðar slökkviliðsmannanna. Það var ómetanleg reynsla að sjá hvernig lerkið vex í , heimkynnum sínum og bera það saman við það hVernig því reiðir af héma heima. Ég held að við Siglingin á Foma-vatni var ógleymanleg. Skógarjaðarinn meðfram vatninu var ákaflega breytilegur og á þessari mynd vex skógurinn í mýri og er heldur ótótlegur. getum ágætlega unað við þann samanburð. Fyrsti skógarteigurinn af lerki sem gróðursettur var á íslandi er vaxinn upp af fræi sem kom frá Arkangelsk. Nokkurn veginn ör- ugglega frá Pinéga, nánar til- tekið. Það er Guttormslundur á Hallormsstað sem gróðursettur var 1938. Alla tíð síðan höfum við sóst eftir fræi frá Arkangelsk en það hefur reynst afar erfitt og síð- astliðinn 20 ár höfum við varla fengið nokkurt fræ þaðan. Eftir komuna til Arkangelsk héldum við fund með skógrækt- armönnum á staðnum þar sem skipst var á upplýsingum áður en haldið var í skógarferð. Eitt aðal- verkefni skógstjórnarinnar þarna er að sinna eldvörnum og vemd- un skógarins en ræktun og skógarhögg er ekki á þeirra snær- um. Á þessum fyrsta fundi urðum við fyrir miklum vonbrigðum því okkur var sagt að fræ af lerki gæt- um við engan veginn fengið því að það væri alveg bannað að fella þau tré. Fræ af lerkitrjám er ekki hægt að taka öðruvísi en að fella trén eða síga niður að þeim úr þyrlu og það takmarkar mikið möguleika á frætöku. Á þessum sama fundi fengum við það stað- fest að það er ákaflega lítið eftir af lerki á þessu svæði og það sem eftir er yfir 80% mjög gámall skógur. Brunavarnir fækka lerkitrjám í fljótu bragði gæti maður áætl- að að fækkun lerkitrjáa stafaði af miklu skógarhöggi. En ástæðan er ekki sú, enda fella þeir ekkert lerki til vinnslu vegna þess að það er ekki hægt að fleyta lerkinu eftir ánum. Orsakirnar era aðgerðir manna til að koma í veg fyrir skógarelda. Skógareldar eru nefnilega eitt aðaltæki náttúr- unnar til að yngja skóginn. Lerk- ið þolir skógareld betur en aðrar trjátegundir og þegar svörðurinn brennur dreifist fræið og fær virkilega gott tækifæri til að spíra. Hér er það því tækni mannsins sem hefur orðið þröskuldur í vegi líffræðilegrar endurnýjunar lerk- isins. Hér var okkur aiveg hætt að lítast á blikuna, ekkert lerki eftir og þar af leiðandi ekkert fræ. En við frekari eftirgrennslan reynd- ist útlitið ekki alveg svona svart. Við áttum stefnumót við menn úr ráðuneyti skógariðnaðarins á síðasta degi heimsóknarinnar. Það þarf ekki annað en að líta á þá byggingu sem hýsir þetta ráðu- neyti og bera saman við bæki- stöðvar skógræktarnefndarinnar til að átta sig á að þangað renna peningarnir, enda sinnir ráðu- neytið vinnslu og sölu á timbri en nefndin vernd og branavörnum eins og áður sagði. Við bárum enn upp bón okkar um fræ af rússalerkinu og hér var tekið bet- ur í erindi okkar, enda kom í ljós að á vegum ráðuneytisins er fellt nokkuð af lerki. í stuttu máli þá var okkur lofað að kannaðir yrðu allir möguleikar á því að útvega okkur fræ og þegar vora gerðar ráðstafanir til að koma fræsöfnun í kring á hausti komanda og hinu næsta. Við fáum væntanlega að vita um árangurinn í nóvember. Með þessum fundi má segja að 14 SfÐÁ - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júlí 1989 w&smm 300 ára gamalt lerkitré við ána For- na norðaustan við Arkangelsk. Það vex í bland við rauðgreni, skógar- furu, björk og blæösp, eins og allt lerki í Arkangelsk- héraði. Þetta tré er um 30 metra hátt og um80smíþvermál. Viðsigldumá tveimur litlum sam- tengdum bátum. Fremsttilvinstri er ArnórSnorrason, aftan við hann er Alexei Zavolzhin skógræktarstjóri. Fremsttilhægri er Lena, túlkurokkarí ferðinni.enaftan við hana Boris Semenonov, sér- fræðingur á skóg- rannsóknastofnun- innii'Arkangelsk. Aftastsitjaskóg- ræktarmenn úr Mesensk héraði. 50 ára gamall lerkiskógur í Pinéga héraði, þar sem fallegast lerki ku vera í öllu Arkangelskhéraði. Segja má að hvert einastatré þama hafi verið fullkomið að lögun. eiginlegum erindum okkar væri lokið, við vorum búnir að skoða mikið af skógi og gera það sem við gátum til að útvega þetta fræ, auk þess sem við höfðum farið í skoðunarferðir í stærstu sögunar- mylluna í héraðinu og fleiri fyrir- tæki sem tengjast skógariðnaði. Góð fræár eru mjög sjaldgæf í Arkangelsk. Héraðið liggur mjög norðarlega, er á sama breiddar- baug og Reykjavík, og á slíkum stöðum er Iangt á milli góðra fræ- ára. Þau koma kannski einu sinni á 10 ára fresti. Það stafar af því að trén þurfa tvö góð sumur í röð til að mynda fræ. Við sáum á yngri skóginum sem við skoðuðum að það er talsvert mikið af könglum á trjánum og þá vitum við að það er fræ á trjánum en það kemur ekki í ljós fyrr en að liðnu þessu sumri og því næsta hversu vel þau þroskast, auk þess sem fluga ein getur sogið fræhvítuna seinni part sumars. Almennt er fræþroski í Ark- angelsk frekar lágur, það spíra svona milli 20 og 40% af fræinu þegar gott fræár er. Á hlýrri svæðum er hlutfallið miklu hærra. En þetta er ekki allur vandinn því skordýr geta líka átt sinn þátt í því að eyða fræinu. Ákveðin tegund af flugu stingur gat á fræskurnina og étur hýðið. Þannig fór til dæmis með fræ sem við áttum að fá frá svæði sem er miklu sunnar í Rússlandi. Þetta kom í ljós við rannsókn á fræinu. Það verður því ekki ljóst fyrr en á síðustu stundu hvort fræsöfnunin skilar einhverjum árangri. Lerkiö reynist best Okkur er það ákaflega mikil- vægt að fá þetta fræ. Lerki er orð- ið sú trjátegund sem við gróður- setjum hvað mest af og við höfum á ýmsan hátt af henni góða reynslu. Sem nytjaskógur í dölum á Norður- og Austurlandi er hún alveg í sérflokki og sem tré á útivistarsvæði og skógur til að græða landið hefur lerkið ein- staka hæfileika til að geta vaxið í ótrúlega rýru landi. Það er skóg- ræktarmönnum alger ráðgáta hvemig lerkið getyr þrifist án þess að fá áburðarkorn í örfoka landi. Á undanförnum áram höf- um við þurft að fá svona 15 kíló af fræi í þá ræktun sem hefur farið fram en riú eru uppi áform um sérstakt átak í skógrækt austur á Fljótsdalshéraði og landbúnað- arráðuneytið hefur skipað sérs- taka verkefnisstjórn í því sam- bandi. Uppi era hugmyndir um að framleiða svona 2 miljónir lerkiplantna á ári og til þess þurf- um við um 50 kfló af fræi með mjög þokkalega góða spírun. Við höfum í raun enga hugmynd um hvað við getum fengið mikið af fræi en fram til þessa hefur það verið takmarkað magn sem tekist hefur að útvega úr frægörðum í Finnlandi og Svíþjóð. Við sjáum fyrir okkur að á vissum svæðum á landinu er hægt að koma á umtalsverðri skóg- rækt, einkum fyrir austan. Á svæðinu fyrir ofan Egilsstaði má rækta þetta 15 til 20 þúsund hekt- ara, og þegar búið er að rækta upp skóginn og hringekjan er far- in af stað má búast við að hver hektari lands gefi okkur um 5 ten- ingsmetra á ári sem er í allt um 100 þúsund teningsmetrar. Það er veraleg vinna í kringum þá skógrækt þó að þetta þyki áka- flega smátt í samanburði við ræktunina í Arkangelsk. í kring- um þessa skógrækt ætti að geta orðið þó nokkur atvinna. Þó ekki til að byrja með, því það er í sjálfu sér ekki svo mikil vinná að gróð- ursetja 2 miljónir plantna og eftir að svæðið hefur verið girt er lítið annað að gera en að bíða í svona 15 ár þar til kemur að fyrstu grisjun og þá föram við að fá smá- viðinn. í því felst reyndar ákveð- inn vandi því að markaður fyrir smávið er eiginlega ekki fyrir hendi lengur nema sem iðnviður til útflutnings af þessu lands- horni. Það era nokkur svæði hér á landi sem era ágætlega fallin til skógræktar. Gróft áætlað eru um 3400 ferkflómetrar þar sem við teljum að forsvaranlegt sé að fjárfesta í nytjaskógi. I framtíð- inni má gera ráð fyrir að nokkur hundrað ársverk felist í skóg- rækt, þótt best sé kannski að segja sem minnst um þau mál núna því þetta er mikið undir því komið hversu mikil vélvæðing verður í greininni. Það má bæta því við í þessu sambandi, að í Norður-Svíþjóð er vélvæðing orðin svo mikil í skógarhöggi, að 2000 teningsmetrar viðar falla eftir hvern skógarhöggsmann ár- lega. iþ Föstudagur 21. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.