Þjóðviljinn - 20.10.1989, Qupperneq 6
Bamfjandsam-
legt umhverfi
á íslandi
Foreldrar þjást af sektarkennd gagnvart
börnum sínum, segir Hugo Þórisson sálfræð-
ingur
Einn þeirra sem látið hafa sig
varða samskipti yfirvalda, skóla
og foreldra við yngstu kynslóðina
er Hugo Þórisson sálfræðingur.
Við spurðum hann hvaða áhrif
ríkjandi ástand í dagvistar- og
skólamálum hefði á börnin og
foreldra þeirra.
„Ef við erum að ræða um
yngstu börnin og þann þeyting
sem foreldrar standa í með þau á
milli leikskóla, athvarfs og heimi-
lis, þá er ljóst að þetta skapar
öryggisleysi og kvíða hjá barninu
ef við miðum við hinn valkostinn,
að barnið þurfi ekki að vera á
nema tveim stöðum: leikskóla og
heima.
Allir vita að börn þurfa öryggi,
og öryggiskennd skapast fyrst og
fremst af stöðugleika í umhverfi
og í því fólki sem börnin um-
gangast. Við þær aðstæður sem
foreldrum og börnum eru nú
boðnar, er foreldrum hins vegar í
mörgum tilfellum gert ókleift að
veita þessa öryggiskennd.
Ég átti þátt í að gera könnun
meðal 7-11 ára skólabarna á höf-
uðborgarsvæðinu, þar sem eink-
um var kannað hvort börnin
þjáðust af kvíðatilfinningu. í ljós
kom að 20-25% barna voru hald-
in meira og minna óljósum kvíða
gagnvart skólanum. Kvíði getur
birst á margan hátt: sem maga-
verkur, ógleði eða höfuðverkur,
t.d. Kvíði dregur mjög úr líkam-
legri orku barnanna og ein-
beitingarhæfileika, og kvíðinn
bitnar ekki síst á námsárangri.
Það er óeðlilega hátt hlutfall að í
25 nemenda bekk skuli 5-6 nem-
endur þjást af kvíða.
En hvaða áhrifhefur dagvistar-
vandinn á samskipti barna og for-
eldra?
Það þarf ekki að taka það fram
að samskipti barna og foreldra í
umferðaröngþveitinu í höfuð-
borginni verða mjög yfirborðs-
kennd og ófullnægjandi fyrir
börnin, sem sitja bundin í aftur-
sætinu á meðan foreldrið sér um
aksturinn eins og hver annar
leigubflstjóri. Þegar heim er
komið tekur oft ekki betra við:
mesti annatfminn á heimilinu,
matargerð og tiltekt. Síðan er
borðað og börnin sett í rúmið. í
þessu mynstri er mjög hætt við að
samskipti verði ekki mettandi
fyrir börnin, og því er mikilvægt
fyrir foreldra að vanda til þess
tíma sem þeir eiga með börnun-
um.
Ég hef oft orðið var við það að
foreldrar og jafnvel fóstrur og
kennarar þjást af sektarkennd
vegna þess að þau geta ekki boð-
ið börnunum það sem þau þarfn-
ast. En samviskubit og sektar-
kennd eru afar ófrjóar tilfinning-
ar sem gera lítið annað en að
draga úr fólki orku. Ábyrgðin
liggur ekki síður hjá
stjórnvöldum, sem bera sína
stóru ábyrgð á því að skapa þetta
umhverfí, sem ég vil kalla barnf-
jandsamlegt. Þingmennirnirokk-
ar eru flestir á þeim aldri, að þeir
eiga ekki börn í grunnskóla. Þeir
hafa kannski meiri áhuga á öldr-
unarmálunum af skiljanlegum
ástæðum. Menn virðast þurfa að
upplifa þetta ástand sjálfir til þess
að skilja eðli vandans. En við get-
um orðað það þannig að þær að-
stæður sem nú ríkja séu á kostnað
frumþarfa barnsins: þarfanna
fyrir öryggi og stöðug mannleg
samskipti. _5|g
Neyðarástand í
Þótt um 85% íslenskra kvenna séu útivinnandi eiga einungis
12% barna kost á uppbyggilegri dagvistarstofnun og 46%
kost á leikskólaplássi. Og biðlistarnir lengjast stöðugt
Á íslandi hefur þátttaka
kvenna í atvinnulífinu fariö
hraðvaxandi síðustu áratug-
ina, eða úr 20% árið 1960 í
85% árið 1985. Þessi mikla
breyting hefurjafnframtvaldið
byltingu í öllu fjölskyldulífi, og
hefur það ekki hvað síst bitn-
að á börnunum. En þrátt fyrir
að börn hafa þannig verið
svipt mæðrum sínum að um-
talsverðu leyti, þá hefur
samfélagið ekki talið ástæðu
til þess að gefa nema 12%
íslenskra barna á aldrinum 1-
6 ára kost á uppbyggjandi
samfelldum leikskóla. Þjóðfé-
lagið lítur enn á slíkt sem
„neyðarúrræði" fyrir einstæð
foreldri. En jafnvel börn ein-
stæðra foreldra þurftu að bíða
nærri ár til þess að fá slíkt
pláss í Reykjavík, og ef slík
foreldri taka upp á því að fara í
sambúð er börnunum um-
svifalaust sagt upp vistinni.
Bleyjubörn
eru óvelkomin
Að mati stjórnvalda hefur þótt
eðlilegra að bregðast við þessum
breytingum með uppbyggingu
leikskóla, sem veita þjónustu
hálfan daginn með vaktaskiptum
í hádeginu. En jafnvel þessi úr-
lausn er ekki til staðar nema fyrir
lítinn hluta, eða 46% ungbarna á
landinu öllu frá hálfs árs til 6 ára
aldurs. Auk þess hefur svo illa
verið að uppbyggingu leikskóla
staðið, að undantekning er að
þeir séu mannaðir sérmenntuðu
starfsfólki. Undantekning er
einnig ef börn giftra foreldra í
Reykjavík fá leikskólapláss áður
en þau eru orðin þriggja ára.
Kom fram í samtali okkar við
Berg Felixson forstöðumann
Dagvistar barna í Reykjavík, að
leikskólarnir hefðu ekki aðstöðu
til þess að taka við tveggja ára
börnum þar sem þau væru ennþá
með bleyjur og ekki væri hægt að
skipta á þeim í leikskólum. Ekk-
ert nýtt dagvistarheimili eða leik-
skóli var opnað í Reykjavík á síð-
asta ári, enda hafði borgarstjór-
inn í mörgu öðru að snúast. En
um síðustu áramót voru að sögn
Kristínar Á. Ólafsdóttur borgar-
fulltrúa 2000 börn í Reykjavík á
biðlista eftir leikskóla- eða da-
gvistarplássi. Sá listi segir þó ekki
til um þörfina þar sem börn for-
eldra í sambúð eiga ekki kost á
dagvist og tveggja til þriggja ára
biðtími er eftir leikskólaplássi.
Um síðustu áramót voru að auki
1.065 börn hjá 364 dagmæðrum í
Reykjavík samkvæmt heimildum
Dagvistar barna, en víst má telja
að ekki séu öll slík tilfelli skráð
hjá borginni. Og eru þá vantaldar
allar ömmurnar og ættingjarnir
sem gegna dagmóðurhlutverki
fyrir börnin sem bíða eftir þvf að
fá sómasamlegan leikskóla á
meðan pabbi og mamma eru að
vinna.
Dagvistar-
tilboðum fækkar
Athyglisvert er varðandi dag-
vistarmálin í Reykjavík, að ef frá
eru tekin börn starfsfólks á da-
gvistarheimilum, þá hefur þeim
börnum einstæðra foreldra sem
njóta þessarar þjónustu fækkað á
síðustu 4 árum úr 1.040 í 980, á
meðan börnum starfsfólks hefur
fjölgað úr 116 í 199. Biðröð barna
einstæðra foreldra hefur þá
lengst að sama skapi.
Kristín Á. Ólafsdóttir borgar-
fulltrúi sagði að fulltrúar borgar-
stjórnarminnihlutans hefðu ítr-
ekað lagt það til í borgarstjórn,
að borgin verði 4% útsvarstekna í
uppbyggingu dagvistarstofnana
eða leikskóla barna og að efnt
yrði til sérstaks átaks til þess að
fullnægja þeirri knýjandi þörf
sem er á úrbótum í þessum efn-
um. Slíkum tillögum hefði verið
vísað frá síðastliðin þrjú ár meðal
annars með þeim afsökunum að
ekki væri hægt að manna slíkar
stofnanir. Ekki er tekið fram í
frávísunartillögum hvort það séu
hin tæknilegu vandamál við
bleyjuskipti sem þar eru afger-
andi - eins og forstöðumaður
Dagvistar barna benti á í samtali
við Þjóðviljann og áður er getið -
en Kristín Á. Ólafsdóttir sagðist
margoft hafa bent á það í borgar-
stjórn að skortur á sérmenntuðu
starfsfólki á leikskólum borgar-
innar væri sjálfskaparvíti er staf-
aði af of lágum launum borgar-
innar til þessa starfsfólks.
Nýtt skólastig
Á vegum menntamálaráðu-
neytisins er nú verið að vinna að
frumvarpi um nýtt skólastig,
leikskólastig, sem tekur til barna
á aldrinum hálfs árs til 6 ára.
Svandís Skúladóttir fulltrúi í
ráðuneytinu segir að með þessu
frumvarpi sé stefnt að fræðslu-
skyldu en ekki skólaskyldu: að
sveitarfélögum verði gerð lagaleg
skylda að veita börnum á þessum
aldri aðgang að leikskóla. Sam-
kvæmt frumvarpinu er gert ráð
fyrir að hinn nýi leikskóli verði
sveigjanlegri stofnun en sá sem
nú viðgengst: börn geti dvalið 4,
5,6,7eða8klstí skólanum á dag,
allt eftir þörfum foreldra. Svand-
ís sagði að umtalsverða uppbygg-
ingu þyrfti á leikskólum til þess
að hægt væri að framkvæma þessi
áform. Einnig væri ljóst að rekst-
ur leikskólans yrði dýr. Á vegum
Yngstu börnin
Kennsluframboð til yngstu bekkja grunnskólans hefur farið
minnkandi undanfarna áratugi. 40% 7-12 árabarna meira og
minna ein heima á daginn
Þótt leikskólatímabil barn-
anna einkennist af martraðar-
kenndum biðlistum, neyðar-
úrræðum og þeytingi með
börnin á háannatíma í um-
ferðinni, þá tekur ekki betra
við þegar börnin komast á
grunnskólaaldur. Meginþorri
6 ára barna nýtir sér engu að
síður þá þjónustu sem grunn-
skólinn býður upp á fyrir
þennan aldurshóp. En þá
rekast menn á reglur sem eru
með slíkum ólíkindum, að þær
eiga sér enga hliðstæðu með-
al siðmenntaðra þjóða:
fslensk skólayfirvöld veita
grunnskólum heimild til þess að
veita þessum bömum kennslu
sem svarar einni kennslustund á
viku. Ef25 eruíbekknum,þá eru
þetta 25 stundir. En ef um minni
staði er að ræða, þar sem t.d. 3-5
börn eru á þessum aldri, þá er
heimilt að veita þriggja til fimm
tíma kennslu á viku. Verður ekki
annað séð en að sú grófa mismun-
un sem í þessari reglu er fólgin
brjóti í bága við stjórnarskrána.
Ný grunnskólalög
Sólrún Jensdóttir fulltrúi í
menntamálaráðuneytinu sagði í
samtali við okkur að í fjárlaga-
frumvarpi því, sem nú hefur verið
lagt fyrir þingið, sé gert ráð fyrir
fjárveitingu til þess að leiðrétta
þetta grófa misrétti, þannig að öll
6 ára börn fái á næsta ári sama
kennslustundafjölda og 7 ára
börn. Jafnframt eru í vinnslu hjá
menntamálaráðuneytinu drög að
nýju lagafrumvarpi um grunn-
skólann, sem gerir ráð fyrir því að
öll 6 ára börn verði skólaskyld.
Það þýðir að þau fá rétt til
ókeypis námsgagna.
Kennsluframboð til sjö ára
barna mun nú vera innan við
þrjár klukkustundir á dag, fimm
daga vikunnar. En til þess að
koma til móts við þær kröfur sem
gerðar eru til grunnskólans um að
hann sinni börnum betur í vinnu-
tíma foreldra hafa skólayfirvöld
fundið nýja lausn, sem einnig
mun óþekkt meðal nágranna-
þjóða okkar: upp hefur verið
tekin svokölluð „viðvera" utan
hins raunverulega skólatíma.
Þannig geta foreldrar komið
börnum sfnum í tímabundna
geymslu í skólanum fyrir og eftir
kennslu.
Ný lausn:
barnageymslur
Á þessu var byrjað fyrir 4-5
árum, og er nú komið í flesta
grunnskóla höfuðborgarsvæðis-
ins. Þessi þjónusta gengur út á
það að foreldrar geta komið 6, 7
og 8 ára börnum í „geymslu" í
skólanum kl. 7.30 á morgnana,
þó þau eigi ekki að byrja fyrr en
kl 9. Sama þjónusta er veitt í há-
deginu á milli kl. 11.30 og 13, en
þá eru vaktaskipti í skólanum og
er þessi viðverutími nýttur bæði
af morgun- og eftirmiðdagsbörn-
um. Þá er sama þjónusta einnig
veitt frá kl. 15.30 til 17.
Þessi ráðstöfun kemur þó ekki
í veg fyrir vaktaskiptin í hádeg-
inu, þar sem nær allir grunn-
skólar eru tvísetnir. Fyrirkomu-
lag þetta hefur verið vel þegið af
foreldrum, sem búa við þetta
neyðarástand, en það er einnig
umdeilt meðal skólafólks, þar
sem skólarnir eru ekki í stakk
búnir til að veita þá faglegu
6 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. október 1989