Þjóðviljinn - 20.10.1989, Qupperneq 12
Austurþýskir
ráðamenn
upphefja
Bismarck
og Lúther
Margir atkvæðamenn þýskrar sögu sem áður
voru í Austur-Þýskalandi skilgreindir sem
heimsvaldasinnar og kúgarar alþýðu eru nú
lofaðir sem frumkvöðlar j ákvæðrar söguþró-
unar er náð hafi hámarki með
alþýðulýðveldinu
Hugmyndafræðingar austur-
þyska kommúnistaflokksins
hafa komist svo að orði, að
breytingar þarlendis hliðstæðar
þeim, sem orðið hafa og eru að
verða í Póllandi, Ungverjalandi
og Sovétríkjunum séu útilokaðar,
þar eð ef slíkar breytingar yrðu
gerðar í Austur-Þýskalandi yrði
óréttlætanlegt að það yrði áfram
til sem sérstakt ríki. Áhyggjur
ráðamanna þarlendis af þessu til-
efni eru ekki nýjar af nálinni, og
sagnfræðingar þeirra hafa gegn-
um áratugina reynt að renna
stoðum undir sérstöðu austur-
þýska ríkisins með kenningum út
frá gangi sögunnar.
Þegar eftir hrun Þýskalands
nasista 1945 hófst söguritun af
nýju tagi á sovéska hernáms-
svæðinu. Samkvæmt þeim sögu-
skrifum hafði öll saga Þýskalands
fram að sovéska hernáminu ekki
verið neitt annað en eymd og vol-
æði undir lénsskipulagi, kapítal-
isma og fasisma. Ur þessari ein-
földun dró nokkuð eftir að
austurþýska ríkið hafði verið
stofnað 1949. Nú var því haldið
fram, að Þýskalandssagan hefði á
síðari öldum verið mótuð af
tveimur andstæðum straumum
stjórnmálalegrar, félagslegrar og
efnahagslegrar þróunar. Annar
þessara strauma hefði verið nei-
kvæður og heimsvaldasinnaður
og leitt um síðir til stofnunar vest-
urþýska ríkisins. Hinn straumur-
inn hefði verið af hinu góða.
Hann hefði hafist með bænda-
uppreisnunum í Suður- og Mið-
Þýskalandi á 16. öld, fætt af sér er
tímar liðu verkalýðshreyfingu og
kommúnistaflokk og náð há-
marki með stofnun alþýðulýð-
veldisins, sem væri merkasti ár-
angur þýskrar sögu til þessa.
Lúther
endurreistur
Þegar leið á áttunda áratug
tóku austurþýskir sagnfræðingar
Þjóðverjasögu enn til gagngerrar
endurskoðunar. Nú var ekki
lengur látið við það sitja að gera
AÐ UTAN
ráð fyrir fyrrnefndum bændaupp-
reisnum sem upphafi jákvæðrar
þróunar í sögu þjóðarinnar, held-
ur var sú saga tekin til meðferðar
allt frá upphafi Germana hinna
fornu, enda höfðu samfélög
þeirra samkvæmt skilningi vissra
marxískra sagnfræðinga verið
„frumkommúnísk.“
Saga fyrra þýska keisaradæm-
isins (þess heilaga rómverska),
hinna ýmsu þýsku smáríkja,
keisaradæmis Hohenzollemættar
og Weimarlýðveldisins var einnig
tekin til umfjöllunar og hinir
ýmsu þættir í þróun þeirra skil-
greindir sem jákvæðir og nei-
kvæðir. Því fylgdi gagngert end-
urmat á mörgu í þeirri sögu og á
ýmsum helstu persónum hennar.
Marteinn Lúther, sem á fyrstu
stigum austurþýskra söguskrifa
hafði verið fordæmdur sem svik-
ari við bændur og vikapiltur furst-
anna, varð nú „einn af mestu son-
um þýskrar þjóðar, sem gegndi
mikilvægu hlutverki viðvíkjandi
framsæknum hefðum þýskrar
sögu,“ eins og Honecker orðaði
það. í Austur-Þýskalandi var
Lúthers minnst með virðingu af
tilefni 500 ára afmælis hans 10.
nóv. 1983 og í skrifum þarlendra
sagnfræðinga um hann var þá
lögð áhersla á að hann hefði sam-
einað stefnu sinni í kirkjumálum
kröfur um umbætur í stjórn-,
félags- og efnahagsmálum.
Prússland
fær uppreisn
Lúther hefði, skrifuðu nú
austurþýskir sagnfræðingar, leyst
siðaskiptin úr læðingi með bar-
áttu sinni gegn „alþjóðamiðstöð
lénsskipulagsins,“ eins og Róm-
arkirkjan var skilgreind. Hann
hefði því orðið upphafsmaður
góðra hluta í sögunni, er orðið
hefðu til frambúðar. Guðfræði
hans hefði lagt grundvöll, sem
byltingaröfl hefðu síðar getað
byggt á við ákveðin skilyrði. Lið-
semd sú illa ræmd, sem hann
lagði furstunum gegn bændum í
uppreisnum þeirra síðarnefndu
var kölluð harmsöguleg og talin
hafa stafað af því, að hann hefði
verið fangi „borgaralegrar og
hófsamrar stéttarafstöðu."
Kastalinn Wartburg, þar sem
Lúther sat er hann sneri Nýja
testamentinu á þýsku, var endur-
nýjaður.
Lúther er ekki eini atkvæða-
maður þýskrar sögu, sem hafist
hefur til virðingar í alþýðulýð-
veldinu. Enn meiri tíðindum
þótti sæta er málsmetandi menn
þar tóku að gera sér títt um Frið-
rik mikla Prússakonung, upp-
hafsmann prússneska stór- og
herveldisins. Við flestu hefur
kannski verið frekar búist þar í
ríki; eitt af því fáa, sem stórveldi
þau er sigruðust á Þjóðverjum í
heimsstyrjöldinni síðari voru
sammála um að henni lokinni var
að fordæma allt það, sem þau
skilgreindu sem prússneskt.
Vegna mikillar hollustu sinnar
gagnvart Sovétríkjunum hefði
mátt ætla að þýska alþýðulýð-
veldið færi að því. En í þarlendu
sagnfræðiriti útgefnu 1980 var lof
borið á Friðrik og Prússland. Þar
stendur að prússneska ríkið hafi
verið á undan sínum tíma í því að
efla stjórnsýslu og miðstýringu,
sem og með því að standa fyrir
víðtækum framförum í atvinnulífi
og menningu. Þetta er ekki langt
frá því sem þýskir sagnfræðingar
á 19. öld, er voru miklir aðdáend-
ur Prússlands Hohenzollernætt-
ar, skrifuðu.
Byltingar-
leiötoginn
Bismarck
í samræmi við þetta var rykið
strokið af riddarastyttu af Friðr-
iki, sem í áratugi hafði legið
innan um drasl í kjallara, og hún
sett á sinn fyrri stað við Unter den
Linden í Austur-Berlín.
Þegar svo var komið var ekki
við öðru að búast en að Bismarck
gamli yrði einnig endurreistur.
Frá og með árinu 1983 var farið
að hrósa honum sem mikilhæf-
um, raunsæjum og öfgalausum
stjórnmálamanni. Var í því sam-
bandi lögð áhersla á að stefna
járnkanslarans í utanríkismálum
hefði verið skynsamleg og þá sér-
staklega viðleitni hans til að
tryggja góð samskipti við Rúss-
land. Meira að segja stríð Bism-
arcks gegn Dönum, Austurríkis-
mönnum og Frökkum voru talin
öðrum þræði lofsverð vegna þess
að þau hefðu leitt til sameiningar
Þýskalands er gert hefði iðnvæð-
ingu þess mögulega. Iðnvæðing-
unni hefði fylgt vöxtur stéttar
iðnverkamanna er haft hefði
möguleika á að skipuleggja
verkalýðshreyfingu yfir landið
allt. Mætti því segja að athafnir
kanslarans hefðu verið bylting að
ofan.
Pörfin fyrir
þjóðhetjur
Nú var það af sem áður hafði
verið, er austurþýskir sagnfræð-
ingar skilgreindu Bismarck sem
ofbeldissaman heimsvaldasinna
„blóðs og járns“ og fordæmdu
allar hans gerðir í samræmi við
það. í staðinn var því nú haldið
fram, að með byltingu Bismarcks
ofan frá hefði verið lagður grund-
völlur að byltingu neðanfrá, er
leitt hefði til stofnunar „fyrsta
þýska verkamanna- og bænda-
ríkisins.“
Austurþýskir ráðamenn vita
að vísu jafnvel og aðrir að ríki
þeirra er ekki tilkomið fyrir neina
byltingu að neðan, heldur var þar
um að ræða valdatöku að ofan
fyrir atbeina Sovétríkjanna og
með hervald þeirra að baki.
Einnig í Póllandi, Rúmeníu,
Ungverjalandi og Búlgaríu kom-
ust kommúnistar að vísu til valda
í krafti sovésks hervalds, en þessi
lönd eru þjóðríki, hafa sem slík
afmarkaða sögu á bakvið sig og
umskipti þau, sem nú eru að eiga
sér stað í tveimur þeirra koma
þeim því ekki í neina tilvistar-
kreppu. Og grundvallarskilyrði
fyrir því að eitt ríki geti staðist
boðaföll sögunnar er að það eigi
sér rætur í henni. Austurþýska
forustan reyndi í fyrstu að bæta úr
vöntun sinni í þessu efni með því
að gera atkvæðamenn í sögu
þýsks sósíalisma og verkalýðs-
hreyfingar að þjóðhetjum, Marx
og Engels sjálfa vitaskuld, Karl
Liebknecht og Rósu Luxemburg,
Ernst Thlmann, Þjóðverja sem
börðust í alþjóðaherdeild Spán-
arstríðsins o.s.frv. En ekki tókst
að vekja á þessum mætu mann-
eskjum svo almennan áhuga að
kæmi að tilætluðum notum. Því
var um síðir það ráð tekið að leita
fanga vítt og breitt í Þjóðverja-
sögu og kynna alþýðulýðveldið
sem niðurstöðu jákvæðrar þró-
unar í henni.
40 af hundraöi
lútherstrúar
Eitthvað kann það að hafa
stuðlað að upphafningu Lúthers
þar að fæðingarland siðaskipt-
anna og þeirrar greinar
kristninnar, sem við Lúther er
kennd, var saxneska kjörfursta-
dæmið, en það svæði er sem
kunnugt er hluti af Austur-
Þýskalandi. Og Austur-
Þýskaland er í raun drjúgum
lútherskara en hið hálfkaþólska
Vestur-Þýskaland. Tæplega 40 af
hundraði Austur-Þjóðverja eru
skráðir í evangelísku landskirkj-
urnar, eins og lúthersku kirkjufé-
lögin þar nefnast, en kaþólikkar
eru fremur fáir þarlendis.
Austurþýskir ráðamenn hafa
fyrir löngu komist að þeirri niður-
stöðu, að landskirkjurnar séu
það mikið afl í þjóðlífinu að ekki
gangi að auðsýna þeim einhliða
fjandskap eða hundsa þær. f
andófi gegn stjórnvöldum hefur
lútherska kirkjan að vissu marki
haft forustu og þó sérstaklega
komið fram sem verndari hinna
ýmsu andófshópa. Hún hefur
þannig gegnt hliðstæðu hlutverki
og kaþólsk kirkja Pólverja, en af
ívið meiri hógværð.
Þegar í upphafi áttunda áratug-
ar voru hugmyndafræðingar Sósí-
alíska einingarflokksins farnir að
tala af vissri virðingu um þýðingu
„kirkjunnar í sósíalismanum."
Og í bók um „Martein Lúther og
ríkið," sem út kom 1983, stendur
skrifað: „í fyrsta sinn í sögunni er
nú til ríki, sem í raun og ekki
einungis í orði vinnur að því að
tryggja öllum borgurum sínum
velferð. Þetta ríki gerir þannig
nákvæmlega það, sem Marteinn
Lúther taldi vera hlutverk yfir-
valda. Og hver sá lútherstrúar-
maður, sem leggur sig fram við
uppbyggingu þessa í orðsins fylls-
tu merkingu mannúðlega ríkis
gerir það í fullu samræmi við
kenningu Lúthers um ríkið.“
Öflugast andóf
í Saxlandi
Ekki eru líklega allir Austur-
Þjóðverjar reiðubúnir að taka
undir þessa fullyrðingu lands-
feðra sinna um að þeir séu í anda
og gerðum sannir arftakar siða-
skiptafrömuðarins.
Andófsalda undanfarinna
vikna hefur verið mögnuðust í
Saxlandi, á heimaslóðum Lút-
hers og í vöggu lútherskunnar.
Vera má að þetta eigi að ein-
hverju leyti rætur að rekja til
sterkrar stöðu hennar þar, en
aðrar ástæður liggja að vísu frem-
ur í augum uppi. Stóriðnaður er
þarna með þéttasta móti, þar á
meðal mikill efnaiðnaður, og
mikið er þar kynt með brúnkol-
um, sem ferleg svæla stafar af.
Umhverfismálin eru hér sem sagt
með, eins og allsstaðar annars-
staðar nú. Landbúnaður er til-
tölulega lítill í Saxlandi og þar
sem valdhafar ætlast til að hver
landshluti fæði sig sjálfur, hefur
þetta orðið til þess að matvöruval
í borgum Saxlands er minna og
lélegra en annarsstaðar í landinu.
Enn finnst Söxum að ráðamenn
dragi atvinnulíf til Austur-
Berlínar og fegri þann stað á
kostnað saxneskra borga. Og
þeir í Leipzig hitta árlega á
kaupstefnu sinni sæg vestur-
landamanna og kynnast yfirburð-
um þeirra í tækninýjungum fram-
yfir austurþýska iðnaðinn, en á
honum hefur stöðnunareinkenna
allmjög gætt síðustu ár.
Ófárra manna mál er að þróun
mála nú í Austur-Þýskalandi
muni leiða til endursameiningar
Þýskalands. f því Þýskalandi
yrðu mótmælendur í meirihluta
og sumir stjórnmálafræðingar
spá því að þorri Austur-
Þjóðverja myndi í frjálsum kosn-
ingum í því kjósa jafnaðarmenn.
Niðurstaðan yrði sem sé allveru-
leg bylting í þýskum stjórnmál-
um, einnig lyrir Vestur-Þýska-
land. Það yrði þá í annað sinn
sem Evrópa tæki stakkaskiptum
af völdum mótmælahreyfingar í
Saxlandi.
DAGUR
ÞORLEIFSSON
12 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ , Föstudagur 20. október 1989