Þjóðviljinn - 20.10.1989, Side 13
Bíll ársins
Danir velja
bíla ársins
Eftir að hafna í fjórða sæti í Evópu í fyrra
sigraði Renault 19 í kjörinu í Danmörku. Vol-
vo í hagsmunaárekstrum á Norðurlöndum
Spekingar í bílamálum kepp-
ast um það einsog í öðrum grein-
um að velja bestu nýju bílana á
markaðinum hverju sinni. Brátt
verður tilkynnt val á bíl ársins í
Evrópu, en það er sú viður-
kenning sem er jafnan veitt mest
athygli hér á landi. í Danmörku
hafa menn tekið forskot á sæluna
og útnefnt Renault 19 sem bíl
ársins þar í landi.
Renault 19
Fjórtán tegundir bíla keppa
um titilinn Bíll ársins í Evrópu
1990. Þannig vill til að Renault 19
kom á markað í flestum löndum
Evrópu í fyrra og keppti því um
titilinn þá. Þá hafnaði Renault-
inn í fjórða sæti, á eftir Fiat Tipo,
Opel Vectra og VW Passat. Mikl-
ar sveiflur eru oft á milli ára í
svona keppnum og hefði Frakk-
inn jafnvel átt möguleika á að
vinna keppnina að þessu sinni.
í sérstöku bílablaði danska
blaðsins Politiken um síðustu
helgi var tilkynnt val á bíl ársins í
Danmörku. Það kom Volvo í
Danmörku í opna skjöldu að
Renault 19 skyldi vera valinn bíll
ársins. Volvo hafði gert sér vonir
um titilinn fyrir Volvo 440 en
tókst ekki betur en svo að fimmta
sætið féll þeim í skaut. Hinsvegar
hefur Volvo umboð fyrir Renault
í Danmörku og á fleiri Norður-
löndum og setur þetta þá í nokkra
klípu þarsem Renault framleiðir
bíla að sömu stærðum og fyrir
svipaðan markaðshóp og Volvo.
Misminni blaðamann ekki vakti
það einmitt athygli á sínum tíma
þegar Renault 9, bfll ársins í Evr-
ópu 1982, fékkst ekki seldur í
Danmörku vegna þess að Volvo
óttaðist að hann minnkaði sölu á
þeirra eigin bílum.
En hvað um það, næstu bílar í
kjörinu í Danmörku voru Mazda
323, Ford Fiesta, Skoda Favorit
og Volvo 440. Tveir fyrstnefndu
hafa hefð fyrir sínu nafni, en eru
nú í talsvert breyttri útfærslu. Það
gerist æ algengara að bflafram-
leiðendur halda sömu nöfnum á
bílum sínum í langan tíma þótt
þeir breytist hvað eftir annað. Þá
vekur það óneitanlega athygli að
Skódinn skuli vera svo ofarlega í
þessu kjöri.
Evrópa 1990
Mazdan, Fordinn og Skódinn
keppa allir um bíl ársins í Evrópu
en kjörið verður kunngjört eftir
hálfan annan mánuð. Ellefu aðr-
ar bflategundir koma til greina í
þetta kjör en þær eru: Audi V8,
Citroen XM, Daihatsu App-
lause, Honda Accord, Mercedes
Benz 300/500 SL, Nissan Prairie,
Nissan 200 SX, Nissan Maxima,
Suzuki Swift, Subaru Legacy og
VW Corrado. Nissan ætti að eiga
ágæta möguleika á sigri með
þrjár tegundir í hópi þeirra bestu.
Blaðamaður Bil Motor og Sport í
Danmörku heldur hinsvegar
mest upp á Ford Fiestu, Hondu
Accord og Citroen XM en þeir
tveir síðartöldu verða með í kjör-
inu í Danmörku á næsta ári.
Það hlýtur að vera kominn tími
til að þeir sem skrifa um bflamál á
íslandi stofni sér klúbb og velji bíl
ársins og fleira í þeim dúr. Ara-
tuga hefð er fyrir þessu í öðrum
löndum og því ekki hér í okkar
brjálaða bílalandi. Eftirtaldir bfl-
ar hafa verið valdir bílar ársins í
Evrópu/Danmörku á þessum
áratug: 81: Ford Escord/Escord,
82: Renault 9/VW Polo, 83: Audi
100/Ford Sierra, 84: Fiat Uno/
Uno, 85: Opel Kadett/Kadett,
86: Ford Scorpio/Scorpio, 87:
Opel Omega/Peugeot 309, 88:
Peugeot 405/Peugeot 405, 89:
FiatTipo/Tipo, 90: ?/Renault 19.
-þóm
Ný bílasala hefur bæst í hóp þeirra sem fyrir eru þrátt fyrir miklar
sveiflur í bílasölu. Hún heitir einfaldlega Bílasalan og er að Smiðjuvegi
4, í húsi Egils Vilhjálmssonar h/f. Eigandi er Ludvig Hraundal sem áður
starfaði hjá E.V. og Bílasölunni Blik. Talsverðarendurbætur hafa verið
gerðar á húsinu þannig að nú er þar rúmgóður innisalur sem einkum er
ætlaður fyrir nýlega bíla en einnig er útisvæði fyrir fleiri bíla.
Föstudagur 20. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13
Bílar ársins í Danmörku árið 1989: Fremst og til hægri er Renault 19, þá Mazda 323, Ford Fiesta oq loks
Skoda Favorit sem hafnaði óvænt í fjórða sæti.
BIFREIÐAEIGENDUR!
SPARIÐ TlMA - SPARIÐ FYRIRHÖFN
Rennið bílnum í gcgn hjá Bón- og þvottastöðinni, Sigtúni 3.
Óhreinn bill er leiðinlegur - hreinn bill er augnayndi. Margir bileigendur hafa ekki
tima til þess að þvo og bóna bíla sina en flestir hafa 12-15 min. aflögu (sem þarf til
að fara með bil gegnum Bón- og þvottastöðina, Sigtúni 3). Bilarnir eru tjöruhreinsað-
ír, siðan háþrýstiþvegnir og um leið fer fram undirvagnsþvottur. Þessu næst er bill-
ínn þveginn með mjúkum vélburstum og einnig fer fram handþvottur sem er nauð-
synlegur (hægt er að fá bilinn eingöngu handþveginn). Siðan fer billinn gegnum
bónvélina og loks fer hann gegnum heitan blástur og er snyrtur.
Það tekur ekki mikinn tíma að Iáta þvo og bóna reglulega en það eykur endingu
bilsins og ánægju bileigandans.
Ath. Vegna afkastagetu stöðvarinnar, sem er yfir 40 bilar á klst., er biðtími stuttur,
nánast enginn. Tima þarf ekki að panta.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8.00-18.40.
OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9.00-16.40.
Bón- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3,
Sími 14820.