Þjóðviljinn - 20.10.1989, Side 15
BILAR
Hvort ökumaður þessa bíls hafi notað nagla eða ekki skal ósagt látið en altént þurfti hann Algeng sjón á götum borgarinnar sl. vetur. Eftir leysingar safnast vatn fyrir í hjólförum
hjálp góðra manna við aksturinn. sem naglar berja í malbikið og skapa þannig aukna slysahættu.
Vetrardekk
Flestir aka á nöglum
Um 60% borgarbúa óku á nagladekkjum á síðasta vetri þrátt
fyrir áróður gatnamálastjóra
Enda þótt ekki hafi enn bor-
iö á hálku á Stór-Reykjavíkur-
svæöinu hafa ökumenn leyfi
til aö aka meö negld dekk
undir bílum sínum. Varla þarf
að taka það fram að engin
ástæða er til að grípa strax til
naglanna og hefur ekki enn
borið á haustösinni á dekkja-
verkstæðum.
Kostir og ókostir
Mönnum er enn í fersku minni
átak gatnamálastjóra sl. vetur
gegn nagladekkjum til að hlífa
götum borgarinnar fyrir þessum
slitvaldi. Veturinn varð síðan
mjög snjóþungur ef miðað er við
næstu á undan og bar áróðursher-
ferð gatnamálastjóra því lítinn
árangur. Niðurstaðan varð gjör-
ónýtar götur borgarinnar þegar
snjó tók að leysa loks í maí.
í Neytendablaðinu, málgagni
Neytendasamtakanna, fyrr á
þessu ári var birt notendakönnun
sem blaðið gerði um reynslu fólks
á bílum. Þar var ma. spurt hvern-
ig dekkjum ekið væri á og kom í
ljós að tæp 60% aðspurðra ók á
nagladekkjum á síðasta vetri.
Rösklega 23% notuðu ónegld
snjódekk, 13% óku á heilsárs-
dekkjum og 4% óku (ólöglega) á
sumardekkjum. Þess má geta að
úrtak var nokkuð stórt í þessari
könnun, eða 2850 manns á suð-
vestur horninu.
Meiri hluti bifreiðanotenda
telur sig því þurfa á nagladekkjun
að halda. En hverjir eru þá kostir
þess að aka á nöglum og hverjir
eru ókostirnir, ef einhverjir eru?
Augljóst er að bíllinn hefur undir
flestum kringumstæðum betra
grip í snjó og hálku ef hjólbarðar
eru negldir. Þó getur komið upp
sú staða að naglarnir virki sem
skautar á svelli og ökumaður
ræður ekkert við bílinn, en það
þykir þó sjaldgæft. Ókostirnir
beinast því einkum að sliti á mal-
bikuðum götum borgarinnar, en
hafa verður í huga að slíkir slitf-
letir skapa einnig hættu. Miklir
vatnselgir söfnuðust oft í dældir
gatnanna sl. vetur þannig að
meiri hætta var á slysum.
Notkunin ræður mestu
Það verður því hver og einn að
gera það upp við sig hvort hann
telji ástæðu til að nota negld dekk
í vetur. Þetta fer aðallega eftir því
í hvaða skyni bifreiðin er notuð.
Hinir fjölmörgu Reykvíkingar
sem nota bílinn svo að segja að-
eins í og úr vinnu þurfa varla á
nöglum að halda, verði götur
saltaðar jafn mikið og í fyrra.
Ætli menn sér hinsvegar að fara
út fyrir bæinn þangað sem saltsins
nýtur ekki við er vissara að tefla
ekki á tvær hættur. Það leikur
enginn vafi á að öruggara er að
aka td. yfir Hellisheiðina eða til
Keflavíkur á negldum dekkjum
þegar hálkan er hvað mest. Bent
hefur verið réttilega á að hálkan
verður yfirleitt ekki svo mikil fýrr
en í desember og henni lýkur oft í
mars eða apríl, þannig að stytta
mætti nagladekkjatímabilið tal-
svert. Þá má einnig að benda á að
með vaxandi bifreiðaeign lands-
manna, þarsem gjarna eru fleiri
en ein bifreið á hverju heimili,
ætti oftast að vera nóg að hafa
einn bíl á negldum dekkjum.
Síðan má auðvitað spyrja sig
þeirrar spurningar hvort ákveðn-
ar bílategundir séu betur í stakk
búnar til að láta sér nægja ónegld
dekk. Eigendur fjórdrifsbíla láta
sér oft nægja sumardekk á vet-
urna vegna þess hve miklu munar
um grip í hálku. Þetta getur verið
afar varasamt þarsem bíllinn er
ekkert betri en aðrir þegar hemla
þarf snögglega. Að vísu eru sumir
bílar komnir með svokallað
ABS-bremsukerfi sem varnar því
að hjól læsist við hemlun og
tryggir þannig hámarks hemlun
hverju sinni. Með slíku bremsu-
kerfi og fjórdrifi er bíll á heilsárs-
dekkjum varla verr búinn en td.
afturdrifinn bíll á nöglum.
-þóm
Árgerð 1990.
Renault 19 var í vikunni kosinn
„bíll ársins 1990“ í Danmörku með miklum
yfirburðum úr hópi 10 keppinauta
Viðtökumar hafa verið framúrskarandi góðar og því Full
ástæða fyrir þig að skoða bílinn nánar. Fyrsta sendingin af
Renault 19 er þegar uppseld, en við afgreiðum nú bfla af
árgerö 1990 á sériega hagstæðu
Leggðu dæmið fyrir þig, það er fúll ástæða
Nú afgreiðum við bfla úr fyrstu sendingunni af árgerð
1990 meðan birgðir endast. Hann kostar frá kr. 849.300,-
notfærðu þér þetta einstaka tækifæri.
Sýningarsalurinn er opinn alla virka daga frá ki. 8 til 18
og laugardaga frá ki. 13 til 17.
Velkomin í reynsluakstur á árgerð 1990.
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, Reykjavík, sfmi 686633
RENAULT19