Þjóðviljinn - 20.10.1989, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Qupperneq 18
Atli Heimir Sveinsson það hans deild og Hrafn Gunn- laugsson kom þar hvergi við sögu, ekki frekar en hann á nokk- urn þátt í listrænni tilurð þessa verks. Hann hafði ákveðnar hug- myndir um samstarfsmenn, sem hann reyndi að koma á framfæri við mig, en sem ég fór ekki eftir. Hann reyndi líka að hafa áhrif á samstarfsmenn Heikinheimos, en hann hlustaði heldur ekki á hann. Menn láta ekki skikka sig til að vinna með fólki heldur velja þeir sjálfir sína samstarfsmenn. - Hrafn virðist ekki hafa sætt sig við þetta og því miður tók að bera á miklum samstarfsörðug- leikum hans fyrst við Thor, síðan við Heikinheimo og loks við mig. Ég vil taka það fram að ég mun aldrei vanmeta hlut Hrafns í því að ráðist var í þessa framkvæmd og aflað til hennar fjár. Þar stóð hann sig mjög vel og ég er honum þakklátur fyrir það. Sem emb- ættismaður íslenska Sjónvarps- ins hefur hann staðið sig vel. En hann hefur ekki fengið að taka eina einustu listræna ákvörðun. Hann er skrifaður framleiðandi þessarar myndar, en er til þess eins settur að sjá til þess að fjár- hagsáætlunin fari ekki úr bönd- um, það er allt of sumt. - Nú er Vikivaki kominn á úr- vinnslusviðið, efnissöfnun er lok- ið og það sem eftir er er til að mynda textun á norðurlandamál- in svo mynd og tónlist njóti sín. Þessu munum við þrír, ég, Thor og Heikinheimo fylgja eftir. Svo er komið að kynningunni og við þrír erum einhuga um hvernig að henni skuli staðið. Það hefur ver- ið mjög gaman að vinna að þessu verkefni, ég hef góðar vonir um að hér sé að verða til hið merk- asta listaverk og von til þess að það komi til með að vekja athygli á íslenskum söngvurum og leikurum erlendis. Eins vonumst við til þess að Vikivaki verði upp- haf samvinnu óperu og norrænna sjónvarpsstöðva, þá er tilgangin- um náð. LG Það gerist ekkert hér Nú mun ljóst vera, aíí hugmyndir svonefndrar landsliðsnefndar sem fráfarandi stjórn Bridgesambandsins skipaði nýlega, hafa misst marks með öllu. Aðeins 4-5 pör sóttu um þátttöku f undirbúningshópi. Að sögn fram- kvæmdastjóra sóttu aðeins 4 pör um, en haft er eftir einum „nefndar- manna“ að 5 pör hafi sótt um og möguleiki væri á sjötta parinu (sic...). \ frumtillögum nefndar, sem auglýstar voru að hluta nýlega, var gert ráð fyrir 8-10 pörum í hópi, sem kæmi saman einu sinni í viku fram að áramótum. Þá yrði haldin eins konar keppni (sem engin keppni yrði í, því hún átti ekki að hafa áhrif nema að hluta til á endanlegt val liðs) og hóp- urinn skorinn niður í ca. 4-6 pör, sem síðan héldu áfram æfingum, þar til endanlegt lið 3 para yrði valið (með handafli; þ.e. með hliðsjón af æfing- um). Ekki lá Ijóst fyrir er auglýsingin var birt, hver skyldi annast endanlegt val, því hluti „nefndarinnar" ætlaði sér að taka þátt í æfingum og er ekk- ert nema gott um það að segja. Öllu óljósara getur þetta nú ekki orðið og því gerðu menn sér grein fyrir. Þeim vonum sem einhverjir kunna að hafa borið í brjósti um breytt vinnubrögð í BRIDGE 18 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ þessum efnum sem öðrum í starfi Bri- dgesambandsins, hefur endanlega verið sökkt á dýpsta hafsbotn. Eða eiga þessi mál að fá að líða áfram, hægt og hljótt, og stefnan áfram sett á 16. sætið? Helgi Jónsson og Sverrir Ármanns- son sigruðu Opna minningarmótið á Selfossi um síðustu helgi. 35 pör tóku þátt í mótinu, sem var með barometer-sniði. f 2.sæti urðu Aðal- steinn Jörgensen og Einar Jónsson og Matthías Þorvaldsson og Ragnar Hermannsson í 3. sæti. Anton Haraldsson og Pétur Guð- jónsson sigruðu Norðurlandsmótið í tvímenning (bæði svæðin), sem spilað var á Hvammstanga sl. laugardag. 26 pör tóku þátt í mótinu. f 2. sæti urðu bræðurnir Ásgrímur og Jón Sigur- björnssynir frá Siglufirði. Keppnis- stjóri var Jakob Kristinsson. Opna sveitamótið á Húsavík verð- ur spilað dagana 3.-5. nóvember (föstudag til sunnudag). Spilaðir verða 7 leikir með 16 spilum, eftir Monrad-fyrirkomulagi (efstu sveitir hverju sinni, sem ekki hafa mæst áður). 2 leikir á föstudegi, 3 á laugar- degi og 2 á sunnudegi. Keppnisgjald pr. sveit er kr. 12.000. í boði er sér- stakur „pakki": Rvík-Hvík-Rvík (flug og gisting í tvíbýli í 2 nætur með morgunverði, kr. 11.000 pr. mann). Verðlaunin verða kr. 100.000 í 1. verðlaun, kr. 50.000 í 2. verðlaun og kr. 25.000 í 3. verðlaun. Þátttaka til- kynnist fyrir mánaðamótin til Ferða- skrifstofu Húsavíkur (Guðlaug) í s. 96-42100. Björgvin Leifsson (s. 96- 42076 og vs. 41344) veitir ennfremur allar nánari upplýsingar. Minnt er á skráninguna í íslands- mót kvenna og yngri spilara í tví- menning, sem spilað verður um þessa helgi í Sigtúni 9. Skráð er á skrifstofu BSI. Mótin hafa hlotið dræmar undir- tektir til þessa. Kristjánsmótið á Sauðárkróki er spilað um þessa helgi. Þetta er boðs- mót og er pörum af Norðurlandi boð- in þátttaka. Nokkuð ljóst er að Bridgesam- bandið mun verða af talsverðum tekj- um í Landsbikarkeppninni í tvímenn- ing, sem spiluð er í þessari viku. Staf- ar það af lélegri kynningu á keppn- inni. Mörg félaganna fengu keppnis- gögn ekki í hendurnar fyrr en á mánudag/þriðjudag í þessari viku, auk þess sem kynning var ekki nógu áhrifamikil eða fullnægjandi með út- sendum gögnum. Til þessa hefur ver- ið lögð áhersla á að tekjur af keppn- inni rynnu í húsakaupasjóð sam- bandsins, auk þess sem gullstig eru veitt fyrir efstu sætin. Bæði þessi atr- iði vantaði, sem er miður, því þetta keppnisform gefur spilurum á lands- byggðinni tækifæri til að „kljást“ við spilara á höfuðborgarsvæðinu, á jafnréttisgrundvelli. Búast má við mjög lélegri þátttöku. í fundargerð stjórnar BSÍ frá 5. október sl., má lesa orðrétt (varðandi úrslitaleikinn í Bikarkeppni BSÍ): „Stefnt er að því, að leikurinn fari fram 10.-11. nóvember.“ f fundargerð hluta stjórnar BSÍ frá 22. september, má hins vegar lesa, að forseti gerir tillögu um að leiknum verði frestað (átti að spilast upphaf- lega þá um kvöldið) og að Iagt verði fyrir mótanefnd að ákveða tímasetn- ingu fyrir úrslitaleikinn að höfðu sam- ráði við hlutaðeigandi. Hér með er lýst eftir glötuðu samráði... Matthías Þorvaldsson og Ragnar Hermannsson, í sveit Flugleiða, náðu 3. sætinu á Minningarmótinu á Selfossi um síðustu helgi, eftir að hafa leitt mótið undir lokin. Hér er fallegt spil frá mótinu, þar sem vörnin hjálpar Matthíasi nokkuð: S: ÁKD952 H: KD T: ÁD4 L:73 S: G8643 H: Á65 T: K L: D1065 S: 7 H: G10842 T: 10752 L: Á84 Eftir opnun Ragnars í Norður (átt- um breytt) á 2 laufum, enduðu sagnir í 3 gröndum og í Suður (Matthías). Vestur fann laufaútspilið, lítið, drott- ning og fjarki. Laufatía, áttan, nían og sjöan. Þá fannst Austri nóg komið af svo góðu, lagði niður hjartaás og spil- aði síðan þriðja laufinu. Þá var komið að Matthíasi, sem tók á ásinn og bað félaga sinn kurteislega um að varpa hjartakóng í slaginn. Síðan kom hjart- agosi og hjartatía, og þegar nían birtist frá Vestri, var ekki laust við að ánægj- uhljóð heyrðist frá Matthíasi. í lokin var svo tígullinn toppaður og aukabón- us sá dagsins ljós, er kóngurinn kom siglandi frá Austri. lOslagir og toppur. Ólafur Lárusson Föstudagur 20. október 1989 S: 10 H: 973 T: G9863 L: KG92 Menn velja sjálfir sína samstarfsmenn Atli Heimir Sveinsson um Vikivaka: Hrafn Gunnlaugsson stóð sig vel við fjáröflun, en listrænar ákvarðanir hefur hann ekki tekið um. Hrafn er aðeins settur til að sjá til þess að fjárhagsáætlun fari ekki úr böndum, segir Atli Heimir. Mynd: Jim Smart. Hrafn ræður engu - Alla sem unnu að kvikmynd- inni valdi Heikinheimo, enda er Atli Heimir Sveinsson hafði samband við Þjóðviljann í til- efni af grein um sjónvarpsóp- eruna Vikivaka í Nýju Helgar- blaði þann 6. október síð- astliðinn. Vildi Atli Heimir mót- mæla því að á greininni mætti skilja að Hrafn Gunnlaugsson hefði eitthvað með listrænar ákvarðanir eða framleiðslu óperunnar að gera. Hvoru- tveggja væri rangt og því vildi hann fá að rekja hvernig vinn- an að óperunni hefði gengið fyrir sig svo Ijóst væri hver hlutur Hrafns væri. - Vikivaki er samnorræn fram- leiðsla og þetta er í fyrsta skipti sem samvinna af þessu tagi hefur verið reynd, segir Atli Heimir. - Ég hef fylgt þessu verki eftir frá byrjun og kem til með að fylgja því þar til það verður tilbúið, en frumsýning verður væntanlega um næstu páska, á öllum Norður- löndunum samtímis. - Sagan Vikivaki eftir Gunnar Gunnarsson var eitt af mínum óskaverkefnum, ég er eiginlega búinn að ganga með þá hugmynd í aldarfjórðung að gera eftir henni einhvers konar sviðsverk. Þegar Nordvision svo sneri sér til mín og bað mig að skrifa óperu var ég ekki í vafa um hvaða efni ég vildi taka fyrir, og þegar ég var búinn að segja leikstjóranum, Hannu Heikinheimo frá Finn- landi söguna, varð hann mjög hrifinn og taldi efnið rétt. - Síðan byrjaði vinnan að óperunni með því að við Gunnilla Jensen dramatúrg frá Svíþjóð fórum að skipta bókinni niður í leiklistaratriði. Þetta var gert í Svíþjóð og Finnlandi og sú skipt- ing féll að mínum hugmyndum um óperuna. Þetta var búið 1987 og eftir það gat ég gert verkáætl- un og út frá henni kostnaðaráætl- un, sem hægt var að leggja til samþykktar fyrir Nordvision, og þá fyrst var samþykkt að ráðast í verkið. Náin samvinna - Næsta stig var að velja skáld til að skrifa söngtexta eða libretto upp úr bókinni og það féllst Thor Viihjálmsson góðfúslega á að gera. Textinn var síðan saminn á grundvelli þeirrar verkáætlunar sem ég og Gunnilla Jensen gerð- um og það var mjög ánægjuleg samvinna. Thor er afburðaskáld sem ræður yfir mörgum strengj- um í sinni hörpu. Hann er mikill aðdáandi Gunnars Gunnars- sonar og sú aðdáun var gagn- kvæm þrátt fyrir þann aldursmun sem á þeim var. - Næsta stig var síðan að skrifa músíkina og þá þurfti líka að velja hljómsveitarstjóra sem væri ábyrgur fyrir flutningi verksins. Til þess var auðvitað ráðinn Petri Sakari frá Finnlandi, sem nú er aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Saman völdum við svo söngvara og upptökur fóru svo fram í Kaupmannahöfn í maí síðastliðnum með kór og hljómsveit Danska ríkisútvarps- ins, þremur finnskum og tíu ís- lenskum söngvurum. Þá kom að því að velja leikara og það kom auðvitað í hlut Hannus Heikin- heimos leikstjóra. - Samvinna okkar þriggja, mín, Thors og Heikinheimos hef- ur verið óskaplega náin og góð. Thor var mér mjög eftirlátur og fús til að breyta sínum texta eftir mínum óskum, enda orðin kveikja tónlistarinnar og eiga að þjóna henni um leið, segir Thor. Samvinna okkar Heikinheimos byggist á einföldum skilmálum. Hann sagði: Þú skrifar þína mús- ík eins og þú vilt og sendir mér hana jafn harðan og leyfir mér síðan að prjóna minn myndræna kontrapúnkt við hana. Þannig höfðu allir fullkomið frelsi en tóku auðvitað mið hver af öðr- i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.